Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Page 7
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987.
49
Liberace hafði ekki bara gaman af því að skreyta sjálfan sig. Heimili hans
var einnig mjög iburðarmikið.
ætlaði aldrei að linna hjá Liberace.
Þegar hann var búinn að koma sjón-
varpsþætti sínum vel á laggirnar á
sjötta áratugnum fór hann að leika
í kvikmyndum en hans verður seint
minnst sem góðs kvikmyndaleikara.
Að því kom að hætt var að senda
út sjónvarpsþætti hans en Liberace
fann nýja áhorfendur í Evrópu og
Las Vegas. Á sjöunda áratugnum
Andvígur hommum
Fljótlega eftir að Liberace varð
frægur komst orðrómur á kreik um
að ekki væri allt með felldu með
kynferðislegar hneigðir hans. Árið
1954 átti hann nokkur stefnumót við
unga leikkonu en það virtist vera
meira til að slá ryki í augu fólks en
að nokkur alvara byggi þar að baki.
Eftir að því ævintýri lauk sagðist
En Liberace reyndi hins vegar alla
tíð að breiða yfir samkynhneigð sína.
1982 var samið í máli sem fyrrver-
andi einkabílstjóri hans og félagi,
Scott Thorson, hafði höfðað gegn
honum. Scott krafðist lífeyris frá
Liberace og sagðist hafa verið ást-
maður hans. Málið var þaggað niður
og var aldrei dæmt í því en Liberace
þurfti að punga út með nítíu og fimm
Liberace borinn til grafar í fjölskyldugrafreitnum í Hollywood. Yfirvöld hafa nú staðfest að banamein hans hafi
verið eyðni.
síns hafði hanii iðulega konur
klæddar sem nunnur á sviðinu hjá
sér sem virtist eiga að undirstrika
trúarhitann þegar hann lék Ave
Maria.
Kvenlegur rómantíkus
Liberace gerði iðulega mikið grín
að sjálfum sér. Stráksleg stríðni
skein alls staðar í gegn og í upphafi
vakti hann móðurlegar kenndir hjá
konum sem voru tvisvar sinnum eldri
en hann. Undir lokin vakti hann
sams konar kenndir hjá konum sem
voru helmingi yngri en hann. Fram-
koma hans alltaf fremur ókarlmann-
leg. Löngu áður en tímabil frjálsra
ásta og frjálslyndis gekk í garð kom
hann fram sem kvenlegur rómantík-
us sem var eins hreykinn af húsinu
sínu og stressaður af útliti sínu og
nokkur áhorfenda hans. Konumar
öfunduðu hann af krulluðu hárinu
og af loðfeldum þeim sem hann klæd-
dist.
Liberace var óskaplega glysgjam.
Píanó hans vöktu jafnan geysilega
athygli. Hann átti nokkra tugi flygla
í öllum regnbogans litum, stærðum
og gerðum. Vörumerki Liberace var
forláta kertastjaki sem hann hafði á
sviðinu hjá sér. Kertastjaki þessi var
raunar með rafmagnsljósum og virt-
ist Liberace stjórna lýsingunni frá
honum með handahreyfingum einum
saman.
Hýbýli hans vom jafnan ofhlaðin
af alls kyns skrauti. Loftið í einu
herberginu í húsi því sem hann átti
í Las Vegas var til dæmis eftirlíking
af þaki Sixtínsku kapellunnar í Róm.
Efnilegur píanóleikari
Skímamafn Liberace var Wladziu
Valentino Liberace. Móðir hans var
af pólskum uppruna og faðir hans
ítalskur. innflytjandi í útborg Mil-
wakee í Wisconsin fylki.
Liberace byrjaði mjög ungur að
skemmta. í æsku notaði hann sviðs-
nafnið Walter Busterkes og spilaði á
píanó í ólöglegum krám áður en
hann komst á táningaaldurinn. Faðir
hans, Salvatore, var tónlistarlegur
ofsatrúarmaður sem spilaði á franskt
horn í sinfóníuhljómsveit Milwakee
borgar.
Faðirinn var ákaflega óánægður
með þau lög sem sonur hans lék og
ekki hrifnari af þeim félagsskap sem
Liberace sótti í. En móðir hans vissi
sem var að það voru tekjur Liberace
en ekki fóðurins sem héldu fjölskyld-
unni á floti.
Liberace þótti efnilegur píanóleik-
ari. Hann kom meðal annars fram
sem einleikari með sinfóníuhljóm-
sveit Chicagoborgar aðeins fjórtán
ára gamall. Hann varð einnig þess
heiðurs aðnjótandi að vera undir
handleiðslu Paderewski sem var
mjög virtur pólskur píanisti.
En Liberace varð alltaf hrifnari og
hrifnari af dægurlagatónlist og árið
1951 sagði hann „það eru einfaldlega
meiri peningar í poppmúsík".
Rafmagnskertastjaki og
píanósundlaugar
Eins og margir aðrir „skrýtnir"
skemmtikraftir var eins og öfgunum
stóðst hann rokkbylgjuna sem þá
tröllreið öllu og meðaltekjur hans á
ári síðustu þrjá áratugi hafa verið
fimm milljónir dollara, eða um það
bil tvö hundruð milljónir íslenskra
króna.
Liberace tók virkan þátt í allskyns
viðskiptum, allt frá antikmunum upp
í fasteignabrask. Hann stofnaði með-
al annars byggingaverktakafyrir-
tæki sem sérhæfði sig í að byggja
sundlaugar, lagaðar eins og flygla.
Liberace þénaði óskaplega en
lífsstíll hans kostaði líka sitt. Hann
átti gífurlegt magn af loðfeldum,
gimsteinum, gulli og glingri. Hann
átti meðal annars forláta smókingföt
sem nafn hans var skrifað aftan á
með demantshnöppum.
Liberace ekki enn hafa fundið konu
sem stæðist samanburð við móður
hans. Móðir Liberace bjó hjá honum
þar til hún dó árið 1980.
Árið 1959 vann Liberace meiðyrða-
mál sem hann höfðaði gegn breska
blaðinu Daily Mirror sem hafði lýst
Liberace sem ákaflega vafasömum
manni kynferðislega. I vitnastúk-
unni lýsti Liberace því yfir að hann
væri andvígur hommum vegna þess
að hegðun þeirra ógnaði stoðum
þjóðfélagsins. Nokkrum árum seinna
hafði hann söðlað um og talaði mik-
ið um kynlífsfrelsi. Sagði hann
sjálfsagt réttindamál að hver og einn
fengi að haga sínu lífi eins og honum
sýndist, hvort væri heldur í kynlífi
eða á öðrum sviðum.
þúsund dollara til þessa fyrrverandi
félaga síns.
Megrunarkúr eða eyðni
Fyrst eftir að Liberace veiktist síð-
astliðið haust sagði framkvæmda-
stjóri hans, Seymour Heller, að
skemmtikrafturinn væri í megrunar-
kúr, svokölluðum vatnsmelónukúr.
Fljótlega kom í ljós að þetta virtist
ekki með öllu rétt hjá framkvæmda-
stjóranum og skömmu fyrir andlát
Liberace birti dagblaðið í Las Vegas
grein um að Liberace væri með
eyðni.
Nokkru eftir dauða hans staðfestu
síðan yfirvöld í River Side County
að krufning hefði leitt í ljós að Li-
berace hefði dáið úr eyðni.
Liberace meö Elvis Presley á skemmtun i Las Vegas.