Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Síða 9
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987.
51
Norræn
Einar Karl Haraldsson
Ágreiningur um
alþj óðanefndina
Anker Jörgensen ætlar aö flytja tillögu um skipan alþjóöanefndar á
næsta þingi Noröurlandaráðs.
Nú er þess að geta að andstaða
hægri manna við nefndaskipunina
um alþjóðasamskiptin er opinber-
lega ágreiningur um form en ekki
innihald. Þeir hafa lagt til að ríkis-
stjórnunum verði falið að skipa
nefndina, en tillögumenn telja að
það jafngildi frávísun vegna þess
hve mikil andstaða er við hug-
myndina af hálfu embættismanna.
Staða málsins er nú sú að meiri-
hluti krata, vinstri sósíalista og
miðjumanna í forsætisnefndinni og
efnahagsnefndinni mælir með því
að hinni fyrrnefndu verið falið að
skipa 10 fulltrúa i alþjóðanefndina
og setja þeim erindisþréf. Fulltrúar
hægri flokkanna innan ráðsins
hafa lagt fram ályktun þess efnis
að ríkisstjórnunum verði falið um-
rætt verkefni. Og það hefur verið
látið fljóta með að undarlegur sé
sá framgangsmáti að ákveða fyrst
að skipa nefndina og síðan hvað
hún eigi að gera.
Taktík eða
grundvallarafstaða?
Það má spyrja hvað valdi þvi að
hægri menn í ráðinu snúa skyndi-
lega við blaðinu og veita málinu
nú kröftuga mótspyrnu. Af leiðar-
anum í Aftenposten má ráða að
þeir óttist að hér sé verið að opna
leið til umræðna um öryggis- og
utanríkismál í ráðinu og það kunni
að leiða til klofnings. Aftenposten
minnir á að ákvörðunin um að
ræða ekki hinar ólíku lausnir norr-
ænu ríkjanna i utanríkis- og
öryggismálum hafi verið tekin að
tilhlutan Finna er þeir gengu í ráð-
ið fyrir rúmlega þremur áratugum.
Þessi bannfæring hafi gefist vel og
nær sé að snúa sér að þeim brýnu
samstarfsverkefnum, sem samstaða
er um að sinna, heldur en að tefla
norrænu samstarfi í hættu með
ævintýramennsku.
í leiðara blaðsins kemur einnig
fram að hægri menn eru ergilegir
út í Anker Jörgensen og umsvif
krata í norrænum öryggismálum.
Jörgensen beitti sér fyrir þing-
mannaráðstefnu um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd í
Kaupmannahöfn í nóvemberlok
1985. Síðan hefur starfað þing-
mannanr'hd utan ramma Norður-
landaráðs að þessu máli. Hægri
menn hafa kosið að standa utan
við. Þá hafa utanríkisráðherrar
hægri manna til skiptis þvælst fyr-
ir tillögum utanríkisráðherra krata
um skipun embættismannanefndar
til þess að kanna frekar hvernig
koma mætti hugmyndinni um
kjarnorkuvopnalaust svæði í fram-
kvæmd, ef pólitísk samstaða næðist
um stofnun slíks svæðis. I ljósi þess
að danski utanrikisráðherrann er
ekki sjálfráður um sína afstöðu
vegna meirihluta rauðra og rót-
tækra á þingi og að kominn er krati
á stól utanríkisráðherra í Noregi,
er helst talið að Matthías Á. Mat-
hiesen muni næst reka staf sinn í
hjól kratavagnsins á utanríkisráð-
herrafundinum sem haldinn verður
í Osló í mars. Nema hér sé á ferð-
inni leikur í flókinni skák þar sem
hægri menn hugsi sér að hleypa
embættismannanefndinni af stað
ef Norðurlandaráð fellst á að vísa
alþjóðanefndinni til ríkisstjórn-
anna.
Aftenposten minnir á að það sé
almennt viðurkennt að varkárni í
öryggismálum innávið og útávið
hafi ekki aðeins lagt sinn stóra
skerf til hins norræna jafnvægis
heldur einnig til friðar og lág-
spennu í okkar heimshluta. Meiri-
hlutinn í Nofðurlandaráði er hins
vegar þeirrar skoðunar að þing-
menn eigi að geta mótað og kynnt
norræna sýn til ýmissa alþjóða-
mála án þess að það heyri undir
öryggismál.
Einar Karl Haraldsson.
Á þingi Norðurlandaráðs í Hels-
ingfors mun danski krataleiðtog-
inn Anker Jörgensen mæla fyrir
tillögu um skipan alþjóðanefndar á
vegum Norðurlandaráðs. Jan P.
Syse, leiðtogi norskra hægrimanna
á Stórþinginu, mun mæla gegn til-
lögunni. Aftenposten í Noregi
hefur kallað þessa tillögu „ótækt
norrænt útspil“ og það mun vera í
samræmi við skoðanir forseta Stór-
þingsins, hægrimannsins Jo
Benkov, þar sem segir í leiðara
Aftenposten 30/1 að samþykkt
þessarar tillögu kunni að verða
upphafið að endalokum Norður-
landaráðs.
Sú tillaga, sem þessum geðs-
hræringum veldur, var lögð fram á
hinu merka Reykjavíkurþingi
ráðsins 1985 af finnska þingmann-
inum Per Stenbáck. Meðflutnings-
menn hans voru þau Anker
Jörgensen, Páll Pétursson, Reiulf
Steen og Ingrid Sundberg. Sú síð-
astnefnda er fulltrúi sænska
hægriflokksins enda virtist enginn
pólitískur ágreiningur um málið í
byrjun. Hugmyndin var sú að skip-
uð yrði nefnd til þess að kanna og
gera tillögur um hvernig best væri
að þróa og efla norrænt samstarf á
alþjóðavettvangi.
Satt að segja runnu þessi álykt-
unardrög gegnum allar nefndir og
ráð eins og vatn og ekki annað séð
en að þau ættu greiða leið til end-
anlegrar afgreiðslu.
Annað hefur þó komið á daginn.
Ríkisstjórnarmegin í norrænu sam-
starfi líta fulltrúar utanríkisráðu-
neytanna vægast sagt hornauga til
hugmynda um að þingmenn geri
sig breiða í alþjóðlegu samstarfi.
Þeir telja að utanríkisstefnuna eigi
að móta út frá þjóðarhagsmunum
en síðan geti norrænu ríkin haft
samstarf á alþjóðavettvangi eftir
því sem við á. Og það er í rauninni
meginregla að leita eftir norrænni
samstöðu áður en mál eru flutt í
alþjóðastofnunum sem Norðurlönd
eiga aðild að.
Flest mál hafa
alþjóðlegar hliðar
I Helsinkisáttmálanum um sam-
vinnu norrænu ríkjanna eru
samstarfssviðin talin upp í fyrstu
grein og þar er ekki getið um utan-
ríkis- og öryggismál. í greinum
33-37 er hins vegar hvatt til sem
mests samstarfs á alþjóðavett-
vangi, svo sem í alþjóðastofnunum,
á alþjóðlegum ráðstefnum, í þróun-
arstarfi og í kynningu á Norðurl-
öndum út á við.
Af hálfu tillögumanna hefur ve-
rið margtekið fram að það er í
hinum síðari skilningnum sem
Norðurlandaráð vill auka sín al-
þjóðlegu umsvif. Ekki á hinum
bannfærðu sviðum utanríkis- og
öryggismála.
Bent er á að ríkisstjórnirnar geti
hvenær sem er ákveðið að gera
eitthvað sameiginlegt á alþjóða-
vettvangi eða láta það vera.
Ákveðið samstarfsform er fyrir
hendi til slíkrar ákvarðanatöku.
Hið sama gildir ekki um alþjóðleg
samskipti á vegum þingmanna inn-
an vébanda Norðurlandaráðs. Þó
er staðreyndin sú að flest mál, sem
til kasta Norðurlandaráðs koma,
hafa ekki einasta norræna hlið
heldur einnig alþjóðlega fleti sem
vert er að hyggja að af hálfu þing-
manna ekki síður en af hálfu
ríkisstjórnanna. Sem dæmi um
þetta má nefna málefni flótta-
manna, loftmengun yfir landamæri
og eyðnifaraldurinn.
Viss þróun í gangi
„Norðurlandaráð er enn ráðgef-
andi þing, en vísir að löggjafar-
þingi, þegar samstarf landanna
kemst á hærri stig eftir nokkra ára-
tugi,“ segir Benedikt Gröndal
sendiherra af skarpskyggni í bækl-
ingnum „Óþörf sendiráð?“ og bætir
við: „Þjóðþing okkar byrjuðu öll á
sama hátt, þar á meðal Alþingi."
Þarna liggur hundurinn, sem nú
er hlaupinn f norræna íhaldsmenn,
líklega grafinn. Norðurlandaráð
hefur breyst úr árlegri alþjóðaráð-
stefnu í norrænt þing, að vísu með
mjög takmörkuðum réttindum. I
samræmi við þessa þróun hefur for-
sætisnefnd ráðsins beitt sér fyrir
ýmsum alþjóðlegum samskiptum
sem hæfa slikri stöðu. Nefndir
Norðurlandaráðs hafa í auknum
mæli tekið upp beint samstarf við
önnur alþjóðleg þingmannasamtök
og forsætisnefnd ráðsins efndi til
Evrópuráðstefnu um mengun yfir
landamæri í fyrra og fór auk þess
í mikla kynningarreisu til Evrópu-
stofnana. Hvar á að nema staðar á
þessari braut?
Tillaga þings Norðurlandaráðs i Reykjavik árið 1985 um norrænt samstarf í utanrikismálum virðist ætla að
valda verulegum deilum.