Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Page 10
52 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. -f Francisco Coya var óvenjufjöl- hæfur listamaður og oft er sagt að með honum heíjist nútímamálara- list. Goya túlkaði þjóðarsál Spánar af einstæðri snilld í ótrúlega fjöl- breyttri myndgerð. Auk olíumál- verka vann hann að gerð fjölda ætinga og steinprentana, gerði uppköst að listvefnaðarmyndum og var síteiknandi blýants- og penna- myndir. Goya var málari einstaklings- hyggjunnar og einþykkninnar sem er svo rík í spænsku lundarfari og, enginn túlkaði betur en hann hina alræmdu spænsku bölsýni sem dæmir manninn fallinn og útilokar fyrirfram alla von um pólitískar, félagslegar eða efnahagslegar úr- bætur. Oft er sagt að tveir fyrir- rennarar Goya, þeir E1 Grekó og Velaskves, veiti innsýn í það sem lyftir upp og stendur undir í spænskri þjóðarsál en Goya full- komni verkið með því að sýna hvað kvelur hana og dregur niður. I eðli sínu var Goya öfgafullur uppreisnarseggur en hann lærði að halda sér í skefjum til að öðlast auð og frama. En þegar því marki var náð kom í ljós að broddur listar hans hafði ekki sljóvgast og marg- ar stórbrotnustu myndir sínar málar Goya á efri árum. Vitneskja manna um líf og störf Goya er mjög í brotum. Stundum er sagt um Spánverja að þeir vilji upplifa söguna á meðan hún er að gerast en hafi lítinn áhuga á að velta vöngum yfír henni eftir á. Sagnaritun og heimildarvarðveisla þykir ekki á háu stigi. Litlar heimildit eru til um mótun- arár Goya. Reyndar eru fyrstu Goya með hertogaynjunni af Alba sem var ein fegursta og umdeildasta kona Spánar á dögum Goya. Bayeusar, sem síðar varð kona hans. Goya undi sér vel hjá Bayeu en undir lokin fór hann að finna til óþols. Hann hélt því í námsferðalag til Ítalíu til að svala ævintýralöng- un sinni og víkka listræna sýn sína. Um Ítalíuferð Goya er fátt eitt vit- að með vissu en sögusagnirnar eru því fleiri. Ein sagan segir að Goya hafi haft ofan af fyrir sér sem fim- leikatrúður á torgum úti, önnur að honum hafi verið boðin hirðmál- arastaða í Rússlandi. Þrálátust hefur verið sagan um að hann hafi lent í miklu klandri, orðið ást- fanginn af nunnu og reynt að ræna henni. Þetta mun hafa verið alvar- legt brot í borginni heilogu og orðið til þess að binda enda á Róm- ardvöl Goya. Ekki vita menn hvað er hæft í þessum sögusögnum annað en að þær virðast ekki hafa spillt áliti manna á honum og snerta ekki þróun hans sem listamanns. Á ítal- íu hefur Goya vafalaust komist í kynni við verk gömlu meistaranna og þar þurfti hann ekki að styðjast við tilsögn lélegra kennara en gat unnið úr áhrifum umhverfisins með eigin hætti. Eftir Ítalíudvölina virðist Goya endanlega hafa gefið nýklassíkina upp á bátinn þó hann föndraði ein- stöku sinnum við hana til að geðjast skólafræðingum. Goya var tuttugu og fimm ára þegar hann sneri aftur til Spánar. Hann hætti sér ekki í miskunn- arlausa samkeppnina i Madrid heldur ákvað að hefja atvinnulist- feril sinn í heimaborginni, Sara- gossa. tuttugu og fimm árin i lífi hans sem auð síða. Af verkum hans og við- horfum seinna meir hafa menn reynt að draga ályktanir aftur á bak, um þá lífsreynslu sem hann hljóti að haú. verið búinn að ganga í gegnum. Með því að raða saman því sem vitað er um spænskt samfélag þessa tíma, sögusögnum og einstaka minningarbrotum hafa listfræðing- ar og aðrir reynt að búa til heillega mynd af lífi þessa mikla málara. Ein útgáfan er framhaldsþættir þeir sem verið er að sýna í sjón- varpinu um þessar mundir og heita einfaldlega „Goya“. Bláfátæk aðalsfjölskylda Francisco Goya fæddist 30. mars árið 1946 í Fúendetótos, fátæku sveitaþorpi á Norður-Spáni. Um það eru öruggar heimildir í kirkju- bókum. Faðir hans José Goya var gyllari í Saragossa áður en hann giftist Donu Graciu Lucientes, móður Goya, sem var af lægstu aðalsstétt sveitanna sem kallaðist hídalgó. Einhvern tíma þegar spænska konungdæmið vantaði fé hafði það fundið upp á því að selja mönnum aðalstign og þannig varð hídalgóstéttin til. Menn gátu þá keypt sé aðalstign fyrir ákveðna fjárhæð og fengu í staðinn rétt til að bæta titlinum Don fyrir framan nafn sitt og kona þeirra Dona. Hlutskipti þessara aðalsmanna voru þó fjarri því að vera öfunds- vert. Algengt var að þeir hættu að vinna og færu að lifa á eignum sín- um því í augum aðalsins var fátt fyrirlitlegra en vinnan. Gilti þá einu þó tekjur hídalgóana og lífs- kjör yrðu lakari en áður. Þannig virðist föður Goya einmitt farið. Hann yfirgaf sæmilega launaða iðn i Saragossa til að gerast bláfátækur aðalsmaður í sveit og það þó aðals- titillinn væri konunnar en ekki hans. En þar kom að fjölskyldan hélt ekki lengur út þær efnahagslegu þrengingar sem fylgdu aðalsmann- stigninni. Þegar Goya var þrettán, fjórtán ára flutti fjölskyldan aftur til Saragossa og faðir hans tók upp fyrri störf. í Saragossa gekk Goya í skóla og þó tilsögnin þar væri bæði frum- stæð og léleg hlaut hann meiri skólamenntun en flestir spænskir drengir í hans aðstöðu á þessum tíma. í skólanum eignaðist Goya líka náinn vin, Martin Zapater, sem hann átti eftir að halda sambandi við í tugi ára. Fyrir seinni tíma áhugamenn um málaralist skipti þó mestu að þeir félagar skrifuðust á í nærri fjörutíu ár og varðveitti Zapater trúlega hvern bréfsnepil frá Goya. Þessi bréf eru í dag ein mikilvægasta heimildin um ævi hans. Goya hleypir heimdragan- um Goya hélt áfram námi í skóla Jesúíta í Saragossa. Yfirmaður skólans, faðir Pignatelli, stakk upp á því við hann að hann reyndi að þroska teiknihæfileika sína og kom honum í því skyni í læri hjá Lúzan Martines málara. Hjá honum var Goya í fjögur ár og lærði grund- vallaratriði teiknunar. Goya virðist snemma hafa verið ákveðinn í því að gera málaralist- ina að ævistarfi sínu. Kannski skynjaði hann að málaralistin væri tækifæri fyrir ungan mann til að ferðast, kynnast veröldinni og njóta lífsins. Listferill gat þannig veitt honum frelsi og víðsýni sem flestum Spánverjum utan höfð- ingjastéttarinnar var neitað um. Sautján ára gamall yfirgaf Goya Saragossa og hélt til höfuðborgar- innar. Þrálát þjóðsaga hermir að Goya hafi flúið frá Saragossa, ann- aðhvort vegna ógæfusamrar ástar eða vegna þess að hann hafi lent upp á kant við kirkjuyfirvöld. En því miður hafa engar vísbendingar fundist sem styðja þessar spenn- andi sögur. Goya virðist einfald- lega hafa langað að hleypa heimdraganum og reyna fyrir sér í Madrid. Næstu tvö árin í lífi Goya er á huldu. Þó er vitað að hann sótti um námsstyrk við konunglegu San Femandó listakademíuna en fékk ekki. 1766 skýtur nafn Goya aftur upp kollinum er hann tók þátt i verðlaunasamkeppni San Fern- andó akademíunnar. Ekki hlaut Goya nein verðlaun að þessu sinni en hann lærði af reynslunni. Hann gerði sér grein fyrir því að ef hann ætlaði sér að komast áfram i lista- heiminum yrði hann að útvega sér kennslu í nýklassíska stílnum sem þá var allsráðandi og koma sér í sambönd við áhrifaaðila. Ástamálaklandur Goya fór í læri til Francisco Bay- eus sem var upprennandi meistari og inn undir í akademíunni. Hjá honum kynntist Goya Jósefu, systir Hagsýnishjónaband Goya gekk vel í Saragossa og á skömmum tíma reis hann upp sem einn fremsti málari héraðsins. Þeg- ar hann taldi sig hafa náð þeim frama og afkoma hans var orðin nokkuð trygg stofnar hann til hjónabands með Jósefu, systur Bayeusar. Tilhugalíf þeirra eða hjónaband bar aldrei merki ástríðna heldur hagsýnissambands. Virðist hafa ráðið miklu að Goya taldi sig nú hafa efni á að stofna heimili og vafalaust hefur hann talið það álitsauka að mægjast Bayeu sem talinn var fremstur spænskra mál- ara þegar hér var komið sögu. Hjónaband Goya og Jósefu stóð í tæp fjörutíu ár eða þar til hún lést árið 1812. Allan þann tíma stóð Jósefa í skugga eiginmanns síns og er fátt um hana eða samlíf þeirra hjóna vitað. Hún kom ekkert fram út á við og ekki er vitað til þess að hún hafi sýnt verkum eigin- manns síns eða frama hans nokkurn áhuga. Engin ummæli eða umsagnir eru varðveittar um hana. Hún bara var þama. Goyahjónin eignuðust mörg börn. Hve mörg er ekki vitað, sennilega nálægt tuttugu, en að- eins eitt þeirra komst á legg, sonur sem hlaut nafnið Xavier. Drengur- inn varð augasteinn föður síns sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.