Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. 59 Sérstæð sakamál J/ «3/ *s/ *s/ *s/ *s/ *s/ «s/ «S/ «S/ «3/ «S/ «S/ *S/ «3/ «s/ «J/ «s/ «s/ /í* /fi* /fi* /£* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi* /fi Jacques Perrot og Darie við veðhlaupabrautina á hjónabandsárunum. FORD HUSINIJ Teg. Árg. Ekinn Verð Suzuki Fox 1983 68.000 295.000,- Lada Samara 1986 18.000 255.000,- Ford Sierra 2,0 1983 68.000 430.000,- Saab 900 GLE 1982 71.000 410.000,- Ford Taunus 2,0 GL A/T 1982 72.000 320.000,- Suzuki Fox 1982 58.000 265.000,- Range Rover A/T 1984 40.000 1.120.000,- Mazda 626 GLX 1984 57.000 490.000,- Framkvæmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson. Söiumenn: Jónas Ásgeirsson. Skúli H. Gíslason. Hörður Þór Harðarson. Kjartan Ðaldursson. BÍLAKJALLARINN Fordhúsinu v/hlifl Hagkaups. Símar 685366 og 84370. átt neina óvini. Svo kom í ljós að eitt og annað hafði verið óvenjulegt við einkalíf lögfræðingsins. Jacques Perrot hafði verið kvænt- ur Darie Boutbol eins og fyrr segir. Þau höfðu gengið í hjónaband 1982 og áttu þriggja ára gamlan son, Adr- ian. Hjónabandið hafði ekki staðið lengi þótt í fyrstu hefði virst um mikla ást að ræða. Perrot hafði gefið henni margar og góðar gjafir en sjálf hafði hún átt listaverkaverslun. Hjónabandserfiðleikar Bæði höfðu hjónin haft mikinn áhuga á hestum og veðreiðum og bæði voru þau knapar þótt auðvitað væri aðeins um áhugamennsku að ræða. Brúðkaup þeirra hafði verið eitt af þeim sem mesta athygli höfðu vakið í Frakklandi 1982 og sátu það margir áhugamenn um hesta. Þannig sagði einn fréttamaður þannig frá því að þótt ilmurinn af dýru ilmvatni hefði verið sterkur í veislusalnum hefði samt mátt finna hestalykt. Skömmu síðar náði Darie svo góð- um árangri á veðhlaupabrautinni að hún var talin fremsti kvenknapi Frakklands. Þá fór hins vegar að ganga illa í hjónabandinu. Sagt var frá afrekum hennar á for- síðum blaðanna og skömmu síðar fór hún að syngja inn á plötur og þar kom að hún skrifaði bók um lífið sem hún lifði. Þá varð hún þekkt í sjón- varpi og íhugaði boð um að fara að leika í kvikmyndum. Þetta kom illa við Jacques Perrot sem vildi alls ekki að svo mikil at- hygli beindist að fjölskyldu hans. Lifði sjálfur rólegu lífi Perrot var sjálfur vinnusamur maður og fór yfirleitt aðeins tvisvar út í mánuði hverjum. Það var er hann snæddi með æskuvini sínum, Fabius forsætisráðherra. Að öðru leyti vildi Perrot sem minnst láta á sér bera og vitað var að hann hafði megna andúð á allri þeirri auglýs- ingastarfsemi sem því fylgir að leika í kvikmyndum. Því endaði hjónabandið með skiln- aði. Perrot varð að þola sér til mikillar eftirsjár að kona hans fengi að hafa son þeirra hjóna. Vildi fá soninn til sín Jacques Perrot vildi fá son sinn til sín en honum var ljóst að hann fengi hann ekki nema hann gæti komið fram með nægilega sterk rök fyrir því að það væri syninum fyrir bestu. Perrot fór nú að kynna sér fortíð Boutboulfjölskyldunnar en hann mun hafa haft einhvern grun um að hún væri að einhverju leyti önnur en almennt var talið. Hann komst brátt að ýmsu sem olli honum í senn furðu og áhyggjum. I fyrsta lagi kom í ljós að faðir Darie, Róbert Boutboul, var alls ekki látinn þótt svo hefði verið haldið í tuttugu og þrjú ár. Þvert á móti var hann við bestu heilsu og bjó í París. Hafði Adrian meira að segja heim- sótt þennan „látna“ afa sinn. Enginn skildi hvernig þessi maður, Róbert, sem var orðinn sjötíu og fjög- urra ára, hefði farið að því að leika á skattayfirvöld og aðra svo lengi. Næst komst Perrot svo að því að tengdamóðir hans fyrrverandi, El- ísabet Boutboul, hafði verið svipt málfærslumannsréttindum árið 1981. Perrot hafði þó mestan áhuga á því að komast að hvers vegna Róbert, fyrrum tengdafaðir hans, hafði valið að látast allur rúmum tveimur ára- tugum áður. I ljós kom að þá var talið að hann hefði verið tengdur miklu fjármálahneyksli. Fleira kemur í Ijós Frekari athugun á fortíð Elísabet- ar Boutboul leiddi svo í ljós að á þeim tíma er hún fór með kaþólskan trúboðssjóð hurfu úr honum margar milljónir. Hafði það gerst á árunum 1968-1981. Formaður sjóðsstjórnar, séra Jean-Paul Belezon, féll frá því að lögsækja hana en franska lög- mannafélagið tók þá málið í sínar hendur og svipti Elísabetu Boutboul réttinum til málflutnings og lög- fræðistarfa. Perrot taldi sig nú hafa ástæðu til þess að kanna frekar fortíð þessa fólks. Vinir hans voru þó farnir að hafa áhyggjur af þvi að hann væri farinn að gerast fulldjarfur og ráð- lögðu honum að hætta rannsókninni. Frekari aðvaranir Perrot bárust brátt nýjar aðvaranir en þá var hann farinn að telja að hann væri ef til vill kominn á spor sem myndu leiða hann í allan sann- leika um hver hefði myrt kunnan bankasjóra, Italann Róbertó Calvis, en hann hafði starfað við Banco D’Ambrosio. Calvi hafði verið í nán- um tengslum við Páfagarð vegna tengsla bankans við hann. Hann hafði fundist hengdur undir brú í London árið 1982. Jacques Perrot neitaði hins vegar að hlusta á aðvaranir vina sinna og var staðráðinn í því að rekja þá slóð, sem hann taldi sig kominn á, á enda. Jólin 1985 runnu upp og skömmu eftir jóladag eða 27. desember fór Perrot af skrifstofu sinni á þriðju hæð í húsinu við 29 Avenue George- Mandel í París. Þá var klukkan um sex. Hann fór inn í íbúð foreldra sinna, sem var á næstu hæð fyrir neðan, þar sem hann fór í bað og skipti um föt eins og hans var vani áður en hann fór úr húsinu. Ætlaði úr borginni Úr íbúðinni hringdi Perrot til vinar síns, Jacques Barbe, í Cagnes-sur- Mer þar sem hann hafði veðhlaupa- hestana sína. Kvaðst hann mundu koma í heimsókn daginn eftir. Á eft- ir horfði hann um hríð á sjónvarp en fór svo af stað heim. Hann komst aldrei lengra en niður í anddyrið eins og sagt hefur verið frá. Fólkið í íbúðinni á fyrstu hæð heyrði skotin og sá óþekktan mann hverfa út í myrkrið. Rannsóknin hefst í fyrstu var talið að einhver sem hefði hagsmuna að gæta á veð- hlaupabrautinni kynni að vera við málið riðinn en fljótlega var talið að svo myndi ekki vera. Darie, fyrrum kona Perrot, var fljótlega yfirheyrð. Hún bjó skammt frá þeim stað þar sem morðið hafði verið framið en hún hafði haft gesti á umræddum tíma og hafði því fjar- vistarsönnun. Þá sýndi sérstök prófun að hún hafði ekki skotið af byssu nýverið. Hún kvaðst hafa ýmislegt að segja. Sumt af því sagði hún svo í sjón- varpsviðtali. Þar hélt hún því fram að maður hennar fyrrverandi hefði hvorki verið myrtur sakir íjár né af hefnd. Það hefði hins vegar verið ætlunin að þagga niður í honum. Hún sagði að hann myndi hafa kom- ist að einhverju sem halda hefði átt leyndu. Viðtalið varð til þess að veita varð Darie og syni hennar lögreglu- vernd. Nýtt sjónvarpsviðtal Þrátt fyrir þann vanda, sem hlaust af sjónvarpsviðtalinu við Darie, á- kvað nú öll Boutboul-fjölskyldan að koma saman fyrir framan sjónvarps- myndavélar. Þar féllst fólkið í faðma og grét en faðirinn. Róbert, skýrði frá því að hann hefði þóst allur af því hann hefði viljað fá „frið“. Elísa- bet, kona hans, gaf þá umsögn um sviptingu málfærslumannsréttinda sinna að hún hefði svarið að ræða það mál ekki framar. Hún gæti þó sagt að háttsettur maður innan kirkjunnar hefði misnotað sig. Þá lét hún i ljós þá skoðun að tengdasonur hennar fyrrverandi hefði týnt h'finu af því hann hefði gerst of forvitinn. Meira kvaðsthún svo ekki vilja segja svo ekki færi fyrir henni eins og Roberto Calvi. Hann lék séraðeldi Hann lék sér að eldi, sagði Elísabet Boutboul um Jacques Perrot i þessu viðtali og hefði hann átt að hætta þeirri eftirgrennslan sem hann stundaði. Mál þetta hafði slæmar afleiðingar fyrir Darie Boutboul. Hún er hætt að koma fram í sjónvarpi og enginn vill lengur láta hana sitja hesta sína á veðhlaupabrautinni. í reynd er hún nú gleymd nema sem kona mannsins sem þetta dularfulla morðmál snýst um. Flestir telja nú að það verði aldrei upplýst og sumir telja að ef til vill sé það fyrir bestu. Hvað menn eiga við með því er ekki alveg ljóst þótt sennilega sé átt við að fleiri munu þá ekki týna lífinu við að reyna að komast til botns í því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.