Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1987, Page 18
60 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987. Kvikmyndir DV Utskúfaður - nýjasta mynd Nicholas Roeg Oliver Reed i hlutverki sínu í Castaway. var The Man Who Fell to Earth en þess ber að gæta að stór hluti áhorf- endahóps þeirrar myndir voru aðdáendur popparans David Bowie sem komu til að sjá goðið sitt á hvíta tjaldinu. Roeg segir sjálfur að myndir hans séu leið til að.. ,„ná sambandi og reyna að skilja hvort annað.“ Ef það er eitthvert eitt þema sem er sameig- inlegt öllum myndum hans þá er það vandræðin sem persónur myndinna eiga í að ná sambandi hvorar við aðra. En hver sem skoðun manna er á kvikmyndum Roegs yfirleitt er það samt hið ófyrirsjáanlega yfirbragð nýrrar Nicholas Roegs myndar sem gerir hana að viðburði sem hlakka má til. (Byggt á Photoplay) -FRI Ný mynd af hendi breska leikstjórans Nicholas Roegs þykir ávallt athyglisverð frétt í bransanum en Roeg og Kurt Russell eru þeir tveir bresku leikstjórar sem þekktastir eru fyrir að fara sínar eigin leiðir. Russell er þekktur fyrir að breyta list í farsa en Roeg fyrir að gera hið venjulega óvenjulegt. Nýjasta mynd Roegs, heitir Castaway með Oliver Reed í aðal- hlutverki. Myndin er byggð á skáldsögu Lucy Irvine um mann sem strandaður er á eyðieyju og samkipti hans við unga stúlku á eynni sem svipað er ásatt fyrir. Þeir sem telja að hér sé um full- orðna útgáfu af The Blue Lagoon að ræða mun bregða í brún. Myndir Roegs hafa ávallt vakið athygli og segja má að hann hafi strítt og kvalið áhorfendur og gagnrýnendur allan sinn 16 ára feril í kvikmyndum. Svipað og Russell hefur Roeg mjög ákveðinn myndrænan stíl en stíll þessi hefur gert það að verkum að báðir hafa orðið eins og persónur í myndum þeirra, útskúfaðir á hjara þess þjóðfélags sem þeir lifa í, óviður- kenndir snillingar í eigin landi. Roeg hefur gert 8 myndir á ferli sínum sem leikstjóri en áður vann hann sem upptökumaður á mynd- um eins og Lawrence of Arabia og Farenheit 451. Nokkrar af mynd- um hans hafa verið sýndar hér- lendis eins og hryllingsmyndin Dont Look Now og vísindaskáld- skapurinn The Man Who Fell to Earth. Einnig má nefna myndir eins og Bad Timing og Walkabout. Til að gefa hugmynd um verk sem Roeg hefur gaman af að fást við má nefna myndina Insignific- ance sem byggir á vinsælu leikriti. Þar er fjallað um hvað gerist er fjórar heimsfrægar persónur koma Sjaldan vinsæll Ákveðin afstaða Roegs til með- höndlunar á söguþræði í myndum sínum, klippir saman fortíð, framtíð og nútíð, lætur ímyndir skarast, leik- ur sér að minni, tíma, blekkingum og raunveruleika eru þær ástæður sem nefndar eru fyrir því að myndir hans ná sjaldan vinsældum meðal almennings. Undantekin frá þessu saman, það er Marilyn Monroe, Joe Di Maggio, Albert Einstein og bandarískur þingmaður a la MaC- harty sem ætlar sér að negla Einstein fyrir óheilbrigðar skoð- anir. Raunar má geta þess í framhjáhlaupi að Tony Curtis fer á kostum í hlutverki þingmanns- ins, kann greinilega vel við sig í hlutverkinu enda krefst það þess að hann haldi um stútinn á Jack Daniels flösku í hvert sinn sem hann kemur fram. Því miður hefur þessi mynd ekki sést hérlendis. David Gump- ill og Jenny Agutter í Walkabout sem fjallar um tvo ungl- inga sem villast í auðn- um Ástralíu. Amanda Donohoe leikur á móti Reed í Castaway. Nýja/gamla línan í Hollywood: Hamingjusamur endir að er ekkert leyndar- mál lengur að kvik- myndaútgáfan af Litlu hryllingsbúð- inni (Little Shop óf Horrors) sem sýnd verður bráð- lega í Bíóhöllinni, fór í gegnum nokkrar breytingar á endinum frá því sem er í leikritinu. Á leynifrumsýningum urðu við- brögð áhorfenda svo neikvæð er kærustuparið Seymour (Rick Moranis) og Audrey (Ellen Greene) voru étin af mannætup- löntunni í lokin að ákveðið var að breyta endinum áður en myndin var sett í umferð. í nýja endinum er plantan drep- in og síðan sjáum við rósrautt skot af því er Seymour leiðir nýja brúði sína, Audrey, inn í draumahúsið þeirra. að er ekkert nýtt að endalokum kvik- mynda sé breytt eftir að þær eru fullgerðar í Hollywood. Sá sem fyrstur tók upp á þeim sið var Irving Thalberg sem var yfirmað- ur framleiðsludeildar MGM á fjórða áratugnum. Hann og fé- lagar hans fóru í ferðalag með nýjar ósýndar myndir um nær- liggjandi bæi í Kalifomíu og sýndu þær þar en breyttu þeim svo eftir því hver viðbrögð áhorf- enda voru. Þetta hefur svo tíðkast í meiri eða minni mæli síðan en þó aldr- ei eins og í dag enda sýnir hver skoðanakönnunin á fætur ann- arri vestanhafs að gestir kvik- myndahúsanna vilja upplífgandi hamingjusöm endalok á þeim myndum sem þeir sækja. Sem dæmi um breyttar myndir í þessa veru að undanfömu má nefna After Hours sem sýnd var hér nýlega. Upphaf- lega átti þessi mynd að enda með því að Griffin Dunne er lokaður inni í gifsmóti með enga undan- komuleið. Gestir á leynifrumsýn- ingu völdu svo að Dunne kæmist undan með því að detta í mótinu aftur af vörubíl. Þegar unglingamyndin Pretty in Pink var fyrst gerð var endir hennar á þá leið að Andie (Molly Ringwald) endaði á skólaballinu með hinum trygga vini sínum Duckie (Jon Cryer) en ekki eins og síðar var tekið upp með hinum laglega uppa Blaine (Andrew McCarthy). nnur mynd, sem okk- Æ ur íslendingmn er að jj H góðu kunn og breytti W W um endi, er Absence of Malice með þeim Sally Field og Paul Newman í aðalhlutverkum. í upphaflegu útgáfunni var sambandi blaða- konnunar Sally og Paul Newman greinilega lokið eftir að hún hafði logið um hann í blaði sínu. En prufusýningar sýndu að áhorfendum var ekkert um þetta gefið. Leikstjórinn Sidney Pollack breytti þessu, en mjög kænlega þannig að áhorfandinn hefur það á tilfinningunni að þau muni kannski ná saman aftur einn góðan veðurdag. að skondnasta hins vegar í þessum efnum er Rambo. í bók David Morrell, sem myndin er byggð á, er Rambo drepinn í lokin enda á hann enga framtíð fyrir sér. Þeir sem gerðu myndina höfðu áhyggjur af þessu. Hvernig mundi áhorfend- um líka það að hetjan, sem þeir höfðu klappað með í 90 mínútur, yrði svo drepin í lokin. Þrenns konar endalok á myndinni voru rædd, ein útgáfan var að Rambo yrði borinn burtu særður á sjúkrabörum. Þetta var aldrei kvikmyndað. En dauði Rambo var kvikmyndaður: Rambo geng- ur að Trautman (Richard Crenna) sem er með byssu í hend- inni, grípur byssuna, beinir henni að brjósti sínu og hleypir af. Enn þann dag í dag heyrist Sylvester Stallone muldra um þetta atriði: „Þú hefðir átt að sjá þetta atriði. Það var stórkost- legt.“ riðja útgáfan, sem tekin var upp, er sú sem er í myndinni. Þegar að prufusýn- ingunni kom voru áhorfendur beðnir um að sjá myndina með báðum endunum og velja svo á milli hvor þeim líkaði betur. Framleiðendum til sárrar armæðu skiptust áhorf- endur til helminga um hvort þeir vildu Rambo lífs eða liðinn. Lokaákvörðunun leiddi svo til framhaldsmyndanna Rambo II og Rambo III. „Það var eins gott að við dráp- um hann ekki,“ segir le'ikstjór- inn, Ted Kotcheff. „Allir hefðu þá orðið miklu fátækari." -FRI (Byggt á Rolling Stone)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.