Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 7
1- MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 25 Iþróttir . Víkingur-UBK........27-21 Valur-KA..............33-27 Haukar-Stjaman........16-22 KR-FH.................26-25 Eftir leiki síðustu umferðar er staðan nú þessi í deildinni: 1. Víkingur....13 11 1 1 312-266 23 2. Breiðablik....l3 8 2 3 300-290 18 3. FH..........13 8 1 4 325-295 17 4. Valur.......13 7 2 4 326-293 16 5.Stjaman......13 6 2 5 328-301 14 6. KA..........13 5 2 6 300-310 12 7. KR..........13 5 1 7 263-288 11 8. Fram........12 5 0 7 283-279 10 9. Haukar......13 2 2 9 268-314 6 10. Ármann.....12 0 1 11 235-304 1 reginn að skora eitt marka sinna i gærkvöldi. Gunnar skoraði 7 mörk en það dugði þó ekki til því að KR-ingar sigruðu i viðureigninni með 26-25. DV-mynd Brynjar Gauti $ar missa af lestinni - töpuðu mjög óvænt fyrir KR, 26-25 FH-ingar glötuðu hins vegar mikilvæg- um stigum í toppbaráttunni og mögu- leikar þeirra á meistaratitlinum em nú hverfandi. Leikurinn í gærkvöldi var allan tím- ann mjög jaín og munurinn var jafrian eitt til tvö mörk. FH-ingar komust til að mynda í 6-4 um miðjan fyrri hálfleik en KR-ingar jöfnuðu fljótt og komust yfir, 10-9. FH-ingar vom hins vegar yfir í leikhléi, 12-11. Sama baráttan var uppi á teningnum í síðari hálfleik og var þá oft leikið af miklu kappi. Bæði lið virtust því lítt Í' ða við hraðann sem þau brydduðu upp Af þeim sökum gerðu þau sig sek um ófá mistök. KR-ingar gerðu þó færri og því tókst þeim að halda í við FH-inga allan tímann og knýja síðan fram sigur i lokin. Þegar 2 mín. vom til leiksloka var staðan jöfh, 24-24, og spennan því gífur- leg meðal áhorfenda og leikmanna. Þá skoraði Héðinn glæsilegt mark fyrir FH og úrslitin virtust ráðin. KR-ingar gáfu sig hins vegar ekki og jöfnuðu, 25-25. FH-ingar misstu síðan boltann þegar hálf mínúta var eftir og KR-ingar bmn- uðu upp og skomðu sigurmarkið. KR-ingar vom vel að þessum sigri komnir því að þeir sýndu mikla baráttu og uppskám eftir því. Liðið var mjög jafnt en Sverrir Sverrisson var þó besti maður liðsins. Hjá FH vom þeir Héðinn Gilsson og Gunnar Beinteinsson bestu menn. Dómarar vom þeir Gunnar Kjartans- son og Rögnvald Erlingsson. Vom þeir mjög iðjusamir og beittu þrisvar rauðu spjaldi í leiknum. Þeir félagar vom hins vegar slakir þegar á heildina er litið. Mörk KR: Sverrir 6, Þorsteinn 6, Jó- hannes 5 (3 v.), Ólafur 4, Konráð 4 og Guðmundur 1. Mörk FH: Gunnar 7, Héðinn 5, Þorg- ils Óttar 4, Óskar H. 4, Óskar Á. 3, Ólafur 1 og Pétur 1. -RR Stórskotahríð - er Valur sigraði KA, 33-27 „Þrátt fyrir þennan sigur eigum við ekki mikla möguleika á íslands- meistaratitlinum en setjum í þess stað stefhuna á Evrópusæti. Mark- varslan var þokkaleg hjá okkur í þessum leik, aldrei þessu vant, en vömin var hins vegar lek.“ Þetta sagði Jón Pétur Jónsson, þjálfari Valsmanna, eftir sigur þeirra á KA-mönnum á föstudagskvöld, 33-27. Leikur þessara liða var alls ekki góður en mikil stórskotahríð gladdi þó augað. Eins og tölumar gefa til kynna var nánast sett mark á hverri mínútu. Vamir beggja liða vom enda ákaflega slakar og markvarsl- an var bágborin lengst af. Jakob Sigurðsson var bestur og atkvæðamestur í Valsliðinu, skoraði 8 mörk og sum þeirra með tilþrifum. Bestir í liði norðaiunanna vom hins vegar þeir Jón Kristjánsson og Pétur Bjamason sem átti ágæta spretti í síðari hálfleik. Þessir skomðu mörkin: Valur: Jakob 8, Júlíus 5, Stefan 5/1, Þorbjöm 5, Theodór 4, Valdimar 4 og Geir 2. KA: Jón Kr. 7, Pétur 6, Guðmund- ur 5, Axel 4, Eggert 3/3 og Friðjón 2. -JÖG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.