Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Qupperneq 8
26
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987.
íþróttir
£< IHK glutraði
maAimnn urslitasæti
Vignir Hlöðversson úr HK var
kjörinn efnilegasti blakmaðm-
landsins af loikmönnum 1. deildar
karla. Sú niðurstaða var kunn-
gjörð á árshátíð Blaksambandsins
í fyrrakvöld. \
Kvennaliðin kusu einnig efhileg-
asta leikmanninn úr sínum röðum.
Fyrir valinu varð Elín Guðmunds-
dóttir úr Breiðabliki.
Ekki kom á óvart að Leifúr
Harðarson, Þrótti, skyldi hafa ver-
ið kosinn besti blakmaðurinn. Hjá
konunum var kosin Sigurborg
Gunnarsdóttir, Breiðabliki.
Besti dómarinn var kjörinn Skúli
Unnar Sveinsson. -KMU
Fram
hafnaði
í 3. sæti
Fram hafnaði í þriðja sæti í
deildarkeppninni á Íslandsmótinu
í blaki karla. Fram, ÍS og HK hlutu
öll 16 stig en Fram hafði besta
hrinuhlutfallið.
í lokaumferðinni tapaði Fram
gegn KA, 2 3, í leik sem engu gat
breytt um röð liðanna. Meistar-
amir, Reykjavíkur-Þróttarar,
sigruðu nafna sina úr Neskaupstað
örugglega, 3-0. Og á Laugarvatni
sigraði KA HSK, 3-1, í gærkvöldi.
Lokastaðan í deildarkeppninni
varð þessi.: Þróttur R, 14 13 1 41-12 26
Víkingur 14 9 5 31 19 18
Fram 14 8 6 31-25 16
IS 14 8 6 31-28 16
HK 14 8 6 28-26 16
KA 14 6 8 27-30 10
Þróttur N. 14 3 11 19-39 6
HSK 14 1 13 12—41 2
-KMU
HK glutraði niður möguleikanum á
að komast í fjögurra liða úrsht Is-
landsmótsins í blaki karla á föstudags-
kvöld. Kópavogsliðið tapaði þá gegn
Víkingi, sem með 3-1 sigri í leiknum
tryggði sér annað sæti í deildarkeppn-
inni.
Leikurinn hófst með hörkuspenn-
andi hrinu. Víkingur náði 10-7 for-
skoti. Síðan var jafht, 11-11, 12-12 og
lengi var staðan 13-13. Eftir 25 mín-
útna baming lauk hrinunni með 16-14
sigri HK.
Önnur hrina virtist einnig ætla að
verða j öfn. Staðan var 4-3 fyrir V íking
þegar Bjami Þórhallssn fór í uppgjaf-
ir. Gaf Bjami upp næstu tíu stig, hætti
ekki fyrr en í 14-3 en hrinan fór 15-3.
HK-menn komust í 12-6 í þriðju
hrinu. Víkingar söxuðu á forskotið.
HK náði þó 14-13 stöðu og var hárs-
breidd frá hrinusigri. Víkingar skor-
uðu hins vegar næstu þrjú stig og
höfðu þá unnið 16-14.
Vonsviknir HK-menn létu svo Vík-
ingana valtra yfir sig í fjórðu 0g
síðustu hrinu sem lauk 15-8.
-KMU
Deildarmeistari
a einm hnnu
íþróttafélag stúdenta varð deild-
armeistari á íslandsmótinu í blaki
kvenna með aðeins einnar hrinu
betri árangur en næsta lið, Víking-
ur. Með þessum tveimur liðum leika
þriðju sigraði ÍS 15-5 og tryggði sér
þar því deildarsigurinn. Fjórða hrin-
an varð sú síðasta en í henni sigraði
Víkingur 15-2 og leikinn því 3-1.
Lokastaðan i deildarkeppninni í
Breiðablik og Þróttur í úrslitakeppni blaki kvenna varð þessi:
um meistaratitilinn. IS 10 8 2 25-9 16
Það vom einmitt ÍS og Víkingur Víkingur 10 8 2 24-9 16
sem mættust í lokaleik deildar- Breiðablik 10 7 3 25-11 14
keppninnar. Víkingsstúlkurnar Þróttur 10 5 5 19-17 10
heföu þurft að sigra 3-0 til að kom- KA 10 1 9 6-27 2
ast upp fyrir ÍS. HK 10 1 9 3-29 2
Víkingsdömumar tóku fyrstu
hrinu 16-14, aðra 15-9 en í þeirri
-KMU
i Skipting verðlauna
I Á heimsmeistaramótinu í norræn-
Ium skíðagreinum í Oberstdorf
skiptust verðlaun með þessum hætti:
I Svíþjóð:.3 gull, 2 silfur og 3 brons.
* Mnrflm n"
Noregur:...2 gull, 4 silfur og 4 brons.
| Finnland:.........2 gull og 3 silfur.
^talía:.......................2 gull.
Sovétríkin:..l gull, 3 silfúr og 3 brons. |
Austurríki:........1 gull og 2 brons. ■
Tékkóslóvakía:..............1 gull. ■
V-Þýskaland:................lgull. I
Bandaríkin:................1 silfur. *
Sviss:.....................1 brons. I
-JÖgJ
ORÐSENDING TIL FYRIR-
TÆKJA OG STOFNANA
SEM FÆRA TÖLVU-
SKRÁR MEÐ NAFNNÚM-
ERUM EINSTAKLINGA
OG FYRIRTÆKJA
Vegna upptöku kennitalna í stað nafnnúmera sem auðkennistalna Þjóð-
skrár og fyrirtækjaskrár, hefur Hagstofan látið gera tölvuskrá með
nafnnúmerum og samsvarandi kennitölum einstaklinga, fyrirtækja, fé-
laga og stofnana.
Aðilar, sem færa tölvuskrár með nafnnúmerum geta fengið þessa skrá
á segulbandi til eigin nota.
Ef þeir afhenda á nafnnúmer úr eigin tölvuskrám á disklingi eða segul-
bandi geta þeir jafnframt fengið á sams konar miðli skrá með kennitölum
og samsvarandi nafnnúmerum.
Athugið, að þegar er farið að nota kennitölur í nokkrum mæli og frá
1. janúar 1988 munu opinberir aðilar beita kennitölum að fullu í stað
nafnnúmera. Því er brýnt að allir aðilar geri sem fyrst viðeigandi ráðstaf-
anirvegna þessara breytinga.
Eftirtaldir aðilar annast ofangreinda þjónustu og veita frekari upplýsing-
ar: Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, sími 695100, Reiknistofn-
un Háskólans, sími 25088, Reiknistofa Hafnarfjarðar, sími 54344 og
Tölvuþjónustan í Reykjavík hf., sími 31 520.
Hagstofa íslands
DV
• Framarinn Jón Grétar Traustason treður knettinum niður Víkingsmegin í
leik liðanna í siðustu viku. Fram og Víkingur mætast í fyrsta leik úrslitakeppn-
innar á miðvikudag.
ÍS skreið í úrslrtin
íþróttafélag stúdenta skreið með hrinu tóku þeir þó 15-10 en töpuðu
naumindum inn í fjögurra liða úrsli- svo þeirri næstu með sama mun.
takeppnina á íslandsmótinu í blaki Hristu síðan af sér slenið í þriðju
karla er liðið sigraði Þrótt írá Nes- og fjórðu hrinu, sem lauk 15-6 og
kaupstað, 3-1, í Hagaskóla í 15-5.
gærmorgun. Það verða J>ví gömlu blakrisamir
Þróttur og IS sem lenda saman í
Svo mjótt var á mununum milli ÍS fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
og HK í keppninni um fjórða sætið Liðin í öðru og þriðja sæti, Víkingur
að heföu Stúdentar sigrað Norðfirð- og Fram, keppa einnig þangað til
inga, 3-2, heföu Kópavogsbúamir annað liðið hefur sigrað í tveimur
komist áfram. leikjum. Sigurliðin úr þessum upp-
Stúdentar vom, eins og búast gjörum keppa svo um Islandsmeist-
mátti við, óstyrkir, er þeir hófú leik- aratitilinn.
inn gegn Norðfirðingum. Fyrstu -KMU
Knattspymupunktar:
{„Sonur minn pissaði“
- segir Zico um lyfjaprófanir
I___________________________________
| Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
I Fyrir stuttu kom brasilíski knatt-
: spymumaðurinn Zico fram í þætti
I hjá brasilíska sjónvarpinu og sagði
Ihin fyrrverandi stjama frá Udinese
á Ítalíu frá því hvemig leikmenn
Iplötuðu þá sem áttu að sjá um lyfja-
prófanir.
„Sonur minn Bmno, hjálpaði oft í
* þeim efnum, því að ég lét hann allt-
| af koma strax eftir leikina og pissa
_ fyrir mig. Hér í Brasilíu er sama upp
I á teningnum, ef það er einhver sem
Igetur eða vill ekki pissa, þá kemur
einn úr liðinu og pissar fyrir hann.
I Stundum gengur það svo langt að
■ leikmenn úr liði andstæðingsins,
| hafa verið fengnir til að hjálpa.“
Kappinn sagði einnig að eftir
| heimsmeistarakeppnina á Ítalíu
1 1990, ætlaði hann að leggja skóna á
hilluna. Hann er nú orðinn 33 ára,
| og er hann búinn að ná sér fullkom-
I
lega eftir langvarandi hnémeiðsli. ónir.
Kennedy með parkinson
Gamla kempan, Ray Kennedy sem
. lék hér á árum áður með. Arsenal
I og Liverpool, sem er orðinn 35 ára
Igamall, hefur fengið hina illræmdu
parkinsonveiki.
Hann er búinn að missa bjórstofu
■ sem hann hefur rekið um skeið og
| lifir nú á atvinnuleysisbótum - sorg-
| legur endir það.
IKeeling lýsir vetrarhörkum í
Noregi
IHinn nýi þjálfari Keflvíkinga í
knattspymu, Peter Keeling, og fyrr-
I verandiþjálfarihjáTromsöíNoregi,
* sagði í viðtali fyrir stuttu: „Er ég
1 fyrir sex árum kom til Noregs í fe-
_ brúar og hélt mína fyrstu æfingu,
I
I
I
en þá var Tromsö í 2. deild, rak ég ■
upp stór augu þegar ég sá að leik- I
mennimir höfðu mannbrodda undir I
skónum sínum í stað takka.
Úti var20stigafrostogallursnjór- |
inn á vellinum og í stúkunni minnti .
mig á Gullæðið með Chaplin. En |
eitt get ég fullyrt að eftir því sem ■
norðar dregur í Noregi, þeim mun I
þijóskari em Norðmenn."
Borgarstjóri Verona beðinn
um hjálp
Forráðamenn ætla að gera allt sem |
í þeirra valdi stendur, til að halda ■
sínum toppmanni, Dananum Preben I
Elkjer Larsen. Þeir vilja að minnsta I
kosti hafa í sínum herbúðum eitt ár ■
enn. En greinilegt er á öllu að það |
verður ekki auðvelt. Forseti félags-
ins hefur leitað til borgarstjórans i |
Verona og beðið hann um fjárhags- ■
aðstoð, til að halda í stjömuna. Talið I
er að árslaun hans séu um 15 millj- |
Spakmæli frá Maradona
„Ég hef aldrei keypt dagblöð og |
með þeim peningum sem ég hef spar- _
að með því get ég nú keypt mér|
Ferrari.“
„í mesta lagi tær leikmanna“ i
Celtic hafði fyrir skömmu mikinn *
áhuga á að kaupa tvær aðalstjömm-1
Chelsea, þá Pat Nevin og McLaug-
hlin. Og buðu forráðmenn Celtic 30 |
milljónir íslenskar í kappana. En ■
svarið sem kom frá yfirmönnum I
Chelsea var að fyrir þetta verð sem ■
þeir buðu, fengju þeir tær leik- ■
manna. Ekki fara sögur af viðbrögð- I
um Celtic-manna eftir þetta ákveðna1
svar frá Chelsea.
-JKSj