Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 12
58
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
Tækniþróunin stórkostleg og hvert skref til bóta
Rætt við Óla Vestmann Einarsson, prentara og forvígismann í prentfræðslumálum, í tilefiii af níutíu ára afinæli samtaka bókagerðarmanna
Gamli timinn og nýi. Óli Vestmann meö átta siöur af bók i blýsetningu fyr-
ir framan sig og vegur blýið í þessar átta síður rúm 22 kiló. í hægri
hendinni er hann svo meö diskettu sem hefur aö geyma texta i fjögur til
fimm hundruð síöna bók. DV-mynd Brynjar Gauti
Samtök bókagerðarmanna halda
upp á 90 ára afmæli sitt um þessar
mundir. Upphaflega hét félagið Hið
íslenska prentarafélag en fyrir
nokkrum árum sameinaðist það bók-
bindurum og Grafíska sveinafélag-
inu i Félagi bókagerðarmanna.
Geysileg uppsveifla hefur orðið í
prentiðnaðinum á þessum níutíu
árum og síðustu árin hafa orðið slík-
ar tækniframfarir í faginu að það
nálgast byltingu.
Það hefur ekki verið heiglum hent
að fylgjast með öllum tækninýjung-
unum og því miður hefur marga eldri
prentara „dagað uppi“ í tækni-
flóðinu. Þeir eru enn að berjast í
blýi.
En það fer ekki eftir aldri hversu
móttækilegir menn eru fyrir fram-
farirnar. Óli Vestmann Einarsson er
einn þeirra sem taka nýjungunum
opnum örmum ef þær eru til bóta,
og þó er hann löggilt gamalmenni
eins og hann segir sjálfur, kominn á
áttræðisaldurinn.
Óli á meira en aðrir menn þakkir
skildar fyrir uppbyggingu prent-
kennslu á íslandi. Hann átti stóran
þátt í að koma á stofn prentdeild við
Iðnskólann í Reykjavík fyrir þrjátíu
árum og hann hefur verið við stjórn-
völinn í þeirri deild alveg fram á
þetta námsár.
Að tilefni níræðisafmælis Samtaka
bókagerðarmanna ræddi DV stutt-
Iega við Óla.
Hitti konuna í bókbands-
salnum í isafold
Óli Vestmann Einarsson er 71 árs
gamall. Hann hóf prentnám í ísafold-
arprentsmiðju árið 1934 og þar
kynntist hann konu sinni, Jónu Ein-
arsdóttur, en hún vann í bókbandinu
hjá tsafold um þær mundir. Þau hafa
verið gift í 48 ár og eiga þrjár dæt-
ur.
Óli nam og starfaði í ísafoldar-
prentsmiðju til ársins 1942 og fór þá
í Víkingsprent til Ragnars í Smára.
Þar var hann til 1946 en þá stofnaði
Óli ásamt öðrum prentsmiðjuna Bor-
garprent.
Það var síðan árið 1953 að hann
innritaðist í tækniskólann í Kaup-
mannahöfn til að kynna sér nýjungar
í faginu. Þegar hann kom heim frá
Kaupmannahöfn hóf hann undirbún-
ing að prentdeild Iðnskólans í
Reykjavík og hefur hann haft veg
og vanda af þeirri deild fram á þenn-
an dag.
Frumkvæði að stofnun þessarar
deildar áttu bæði prentsmiðjueig-
endur og prentarar. Árið 1957 var svo
prentdeild Iðnskólans tilbúin og hef-
ur því verið starfrækt í þrjátíu
Meira lagtupp úr
verklegu kennslunni
Hvenær lærir þú prentverk?
Ég byrja í prentnámi í janúar 1934.
Þá var prentnámið fjögur og hálft ár.
Var verklega kennslan aðalat-
riðið þá?
Já. Það var gerður samningur við
meistara og svo var bókleg kennsla
í gamla Iðnskólanum við Vonar-
stræti á kvöldin.
- Nú var oft sagt að bóklegi þátt-
urinn væri vanræktur af skólanum
í gamla daga.
Jú, það var talað um það en það
var misskilningur. Án almennrar
menntunar komust menn ekkert
áfram þannig að það þurfti að leggja
rækt við hana líka. Þetta vildi þó
loða við Iðnskólann. Núna er til
dæmis lagt mikið upp úr hinu bók-
lega og almenna námi. Hvernig á
maður að geta fylgst með ef maður
kann ekkert í erlendum tungumál-
um? Fyrir utan það að bókagerðar-
menn verða að vera vel að sér í
íslensku máli.
Þá kemur stærðfræðikunnátta
heldur betur inn í þetta mál. Svo það
er sannarlega ekki eingöngu verk-
legi þátturinn sem leggja verður
áherslu á í iðnfræðslunni.
Fjaðurpenninn
og offsettæknin
Nú hefur orðið alveg geysileg
breyt.ing, nánast bylting í bókagerð-
inni, aðallega hin síðari ár.
Já. það er rétt. Sumir hafa jafnvel
talað um að þessi bylting sé sambæri-
leg við það þegar Gutenberg fann
upp prentlistina, hvarf frá fjaður-
pennanum til íjölföldunar hins
skráða máls. Ég get þó tæplega tekið
undir þau orð. Ég tel að breytingarn-
ar, sem orðið hafa hin síðari ár, séu
einungis endurbætur og fullkomnun
á prentlistinni því prentunin varð
mikil bylting fyrir mannkynið allt
og því til verulegra hagsbóta.
Hvað segir þú um þá skoðun að
breytingin, sem varð með offsettækn-
inni, jafnist á við þá byltingu sem
varð þegar Gutenberg fann upp
prentlistina?
Ég held að þetta sé mjög orðum
aukið þó svo framfarirnar hafi orðið
miklar með tilkomu offsetsins. Menn
mega ekki gleyma þeim miklu
straumhvörfum sem urðu þegar Gut-
enberg fann upp prentlistina. Meiri
breytingum hefur engin uppfinning
valdið á lifi alls mannkynsins og þó
einkum og sér í lagi alþýðunnar. Ég
held að enginn hafi orðað þetta betur
en nóbelsskáldið okkar, Halldór
Laxness, gerði í upphafsorðum að
Hugvekjum Hallbjarnar Halldórs-
sonar:
Gluggi hins himneska Ijóss
þekkingarinnar
„I stað raunhæfrar þekkíngar verð
ég enn að láta mér nægja að grilla
sem í spegli og ráðgátu það sem sagn-
fræðíngar og heimspekíngar vita, að
prentlistin upphefst jafnsnemma
aldahvörfum sem verða í menníngar-
sögu Vesturlanda. Eftir innbornum
rökum sínum er hún aflvaki í dreif-
ingu menta um jörðina, einn mestur
sem við höfum spurnir af. Segja má
að þar sem bakkabræður báru sólsk-
inið inn til sin í kyrnum, hafi prent-
listin orðið gluggi hins himneska
ljóss þekkíngarinnar í hverju koti,
og hafi síðan verið ef menn vildu
slíkt hafa; og er nú þar komið fyrir
laungu í okkar parti heimsins, að
hverju barni er kent, alls fyrst, að
læra að lesa á bók sem kostar á við
hálfan súpudisk. Það er því ekki sagt
út í bláinn að á lausum bókstöfum
Gútenbergs sé almenn mentun þjóð-
anna risin.“
Ég mundi segja að offsetið og öll
sú tækni, sem því hefur fylgt og mun
fylgja, sé aðeins fullkomnun á snilld
Gutenbergs.
Það hefur verið óskaplega
skemmtilegt að fylgjast með þeirri
miklu þróun sem orðið hefur í fag-
inu, allt frá því er menn urðu að
handsetja í blý og yfir í offsetið og
tölvuvinnsluna. Það varð mikil
breyting þegar Blaðaprent var stofn-
að árið 1971. Þá var offsettæknin
raunar komin til landsihs, en Blaða-
prent var fyrsta stóra offsetprent-
smiðjan á landinu.
Þarna sameinuðust dagblöðin til
ódýrari og hagkvæmari reksturs og
tóku upp nýju tæknina. Prentararnir
og þeir sem fyrir voru í faginu þurftu
að fara á endurmenntunar- eða end-
urhæfingarnámskeið.
Vanþroski og íhaldssemi
Voru menn vantrúaðir eða ó-
ánægðir þegar offsettæknin kom
fram? Vildu prentarar halda í blýið?
Já, margir. Það er eiginlega leið-
inlegt að minnast á þann vanþroska
sem upp kom hjá mörgum. Margir
héldu því stíft fram að offsetið væri
ekki prent heldur eins konar fjölrit-
un og fannst lítið til koma. Þetta
lagaðist þó fljótt því það sýndi sig
strax hvað þetta vinnsluferli var
miklu einfaldara, fljótlegra og betra.
Þetta var bara skammsýni, íhalds-
semi eins og oft vill koma í ljós hjá
mönnum þegar eitthvað nýtt kemur
fram.
- Heldurðu að menn hafi séð að
sér? Eru einhverjir ennþá að vinna
í blýi?
Ja, það eru ennþá einhverjir að
tregðast við. En við hættum með blý-
ið í Iðnskólanum upp úr 1977, og var
það fyrsti iðnskólinn á Norðurlönd-
um sem hætti að kenna blýsetningu.
Þá var líka allt að færast yfir í offset-
ið og tilgangslaust að vera að kenna
úrelta aðferð. Offsetið var framtíðin,
fljótvirkari, vandaðri, fjölbreytilegri
og tryggari aðferð og því sjálfsagt
að láta nemendur einbeita sér að
henni frekar en að vera að kenna
þeim aðferð sem fyrirsjáanlegt var
að heyrði fortíðinni til.
Þá má minnast á óhreinindin sem
þessu gátu fylgt. Það var allt vað-
andi í blýi og prentsvertu úti um allt.
í þá daga urðu prentarar að koma
til vinnu í sérstökum vinnufatnaði
sem þoldi að verða kámugur og svo
notuðu þeir auk þess svuntur til að
sleppa við mestu óhreinindin en í dag
geta menn þess vegna mætt í vinn-
una í jakkafötunum sínum án þess
að eiga á hættu að þau óhreinkist
að ráði. Núna eru vinnustaðirnir líka
orðnir allt öðruvísi og skemmtilegri,
ljósmálaðir og með blómaskreyting-
um. Það er ekki hægt að líkja þessu
saman.
Sóðaskapurinn óþarfur
Annars fór þetta mikið eftir mönn-
um. Hjá sumum prenturum var allt
í drasli og sóðaskap en aðrir voru
snyrtimennskan uppmáluð. Þegar ég
byrjaði sem nemi var ég hjá Gunn-
laugi- 0. Bjarnasyni. Hann var
snyrtimenni fram í fingurgóma og
ég lærði margt af honum. Það var
óþarfi að láta allt vera í drasli og
sóðaskap hjá sér þó vinnan væri
ekki sem hreinlegust.
- Enn eru menn sem vilja halda
því fram að ef þeir vilji fá einhver
lítil verk virkilega vel gerð þá sé
raunbest að leita í blýið.
Þetta er alger misskilngur. Offsetið
og tölvusetningin bjóða upp á miklu
meiri möguleika. Þar er hægt að
bæta við og breyta með blýanti eða
penna á síðustu stundu, fjölbreyti-
leikinn er nær ótakmarkaður. I
blýinu þarf að setja hvert orð og
hvert tákn. Þetta er bara gamall
hugsunarháttur.
Margfalt meiri möguleikar
- Þér finnst breytingin úr blýi yfir
í offset þá ekki vera neitt fráhvarf
frá hinni upprunalegu prentun?
Nei, þetta er bara rökrétt og eðlileg
þróun og það hefur verið ánægjulegt
að fylgjast með henni. Ég skil til
dæmis ekki hvernig dagblöðin ættu
að geta haldið úti allri útgáfu sinni
í dag ef offsetið og tölvusetningin
væru ekki til staðar. Það þyrftu að
vera 50-100 setjaravélar ef þetta
væri enn í blýi, í staðinn fyrir að það
er núna afgreitt með nokkrum tölvu-
skermum. Eins og tæknin er orðin,
til dæmis hjá ykkur á DV og á Mogg-
anum, þá er farið að brjóta hluta
blaðsins um beint á skerminum.
Til að taka dæmi af þróuninni má
benda á setninguna. Gömlu blýsetn-
ingarvélarnar gátu með hæfum
mönnum afkastað um fimm línum á
minútu en línufjöldinn á hverri DV
síðu er um 600 ef engar myndir eða
fyrirsagnir eru á síðunni. Það tók
því vanan setjara tvo tíma að af-
greiða eina blaðsíðu með gamla
laginu.
Setningarvélar / nútímans gætu
hæglega spýtt út úr sér texta sem
fyllti nokkrar blaðsíður á einni mín-
útu.
Bækurnar brotnar um á með-
an prentararnir eru í kaffi
Þá má nefna prentvélarnar. Nú eru
til fjögurra og jafnvel fimm lita
prentvélar sem skila fullkominni lit-
prentun í einni umferð en áður þurfti
að láta arkirnar fara fjórum sinnum
í gegnum prentvélarnar til að skila
fullkomnum lit, einu sinni fyrir
hvern lit. Hér er því ekki um neinar
smáframfarir að ræða.
Nú eru nokkrar prentsmiðjur, til
dæmis Prentstofa G. Benediktssonar
og Oddi, orðnar svo tæknivæddar að
hægt er að láta tölvurnar brjóta um
einfaldar bækur á meðan prentar-
arnir eru í kaffi. Ert þú ekkert
smeykur um að þessi tækniþróun
verði til þess að prentarar missi at-
vinnu sína?
- Ég held ekki. Ég held að það sé
alltaf þörf fyrir fagfólk. I prentverki
þarf alltaf að nota iðnlært fólk enda
hefur sýnt sig, þar sem verk hafa
verið unnin án þess að faglærðir
prentarar komi við sögu, þá er ekki
um fallega vinnu að ræða. Nei, ég
held að reynslan hafi sýnt að aukin
tækni og hagræðing í prentverki,
rétt eins og á öðrum sviðum, verði
frekar til þess að eftirspurnin aukist
- verkefnin verði fleiri. Hins vegar
er sennilegt að aukin tæknivæðing
kalli á frekari sérhæfingu í faginu
en áður tíðkaðist. Þetta er bara eðli-
leg þróun sem menn eiga ekki að
óttast. Það er alltaf eftirspurn eftir
fólki með góða menntun.
Sitja eldri prentarar ekki eftir -
missa af lestinni - í þessari miklu
tæknibyltingu?
- Jú, það hefur komið fyrir og
menn þurfa ekki að vera gamlir til
þess. Ef menn fylgjast ekki með nýj-
ungunum þá sitja þeir náttúrlega
eftir. Menn eru misfljótir að tileinka
sér nýjungar en það er enginn of
gamall til að sækja námskeið þar sem
þróunin er kynnt.
Útilokað að tæknin útrými fag-
fólkinu
Það er sama hver þróunin verður,
góðra fagmanna er alltaf þörf ef ætl-
unin er að leysa verkið sómasamlega
af hendi.
Ég held það sé útilokað að tæknin
útrými fólki með prentfræðilega
þekkingu.
- Hvert heldurðu að verði næsta
skrefið í prentþróuninni?
Það er mjög erfitt að segja. Þróun-
in í þessu fagi er stöðug og það er
ógerlegt að segja hvað framtíðin ber
í skauti sér. Tækniþróunin er stór-
kostleg og hvert skref til bóta.
Fylgist enn vel með nýjungum
- Sérðu nokkuð eftir gamla tíman-
um og blýinu?.
Nei. Mín mesta ánægja er að hafa
fengið að fylgjast með þróuninni í
prentlistinni í gegnum árin. Kannski
það eina sem ég sé neikvætt í þróun-
inni er að prentararnir missa núna
sambandið við listamennina. I gamla
daga kynntist ég mestu listamönnum
þjóðarinnar eins og Tómasi, Þór-
bergi og Halldóri Laxness. Höfund-
arnir höfðu miklu meira beint
samband við prentarana í þá daga
með sínar séróskir og kröfur. Nú
skilar starfsmaður frá forlögunum
bara handriti höfundanna inn á af-
greiðslur prentsmiðjanna og prent-
ararnir missa þannig sambandið við
höfundinn.
En þetta er sjálfsögð og eðlileg
vinnuhagræðing.
- Reynir þú enn að fylgjast með
nýjungum sem verða í faginu?
Já, ég hef reynt það. Ég hef bæði
haft gaman af því og svo hef ég orð-
ið að gera það vegna starfa minna
hjá Iðnskólanum. Þó hef ég slakað
örlítið á upp á síðkastið og látið
yngri mönnunum eftir að tileinka sér
nýjungarnar.
-ATA