Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 63 Bflar Hulunni lyft af bílum næstu ára Þetta ár, líkt og þau fyrri, mun bera í skauti sér ýmsar nýjungar og breyt- ingar í heimi bílaiðnaðarins. Ef íram heldur sem horfir mun ein mest spenn- andi nýjungin á þessu ári koma frá Hollandi: Volvo 440, fjögurra dyra fjöl- skyldubíll, byggður á sömu forsendum og hinn framhjóladrifni 480 ES. Hjá Volvo eru menn þögulir sem gröfin: „No Comment‘\ Þýski hílablaðamaðurinn og ljós- myndarinn Hans G. Lehmann, sem komið hefur upp um fleiri nýjungar í hilaheiminum en nokkur annar, held- ur fast við sitt: „Áður en árið 1988 gengur í garð verður þessi bíll stað- reynd.“ Fyrsti framhjóladrifhi fjöl- skyldubíllinn frá Volvo. Líkt og 480 ES verður hann með þverstæðri fjög- urra strokka vél, McPherson gorma- fjöðrun og heilum afturöxli. Þessi nýi millistærðar Volvo verður með vélar allt frá 54 hestafla dísilvél upp í 115 hestafla turbo með beinni innspýtingu. Með 440 (módelnúmerið er ekki enn öruggt) má ekki búast við ódýrum hollensk-sænskum millibíl. Hér verður frekar um að ræða samþjappaða gerð af „betri“ bíl með öiyggi í fyrirrúmi. Ýmsar nýjungar á næstunni Danska bílablaðið, BILEN MOTOR OG SPORT, gerir í aprílblaði sínu grein fyrir því helsta sem það telur að muni gerast í bílaiðnaðinum á næstunni. Verður hér á eftir greint frá því helsta sem þar kom fram og þeim vangaveltum sem þar fylgdu. Nýr VW Passat kemur 1988. Margir höfðu búist við nýrri gerð af Volkswagen Passat á þessu ári. Þeir hinir sömu verða fyrir vonbrigð- um. Það verður ekki fyrr en í janúar á næsta ári sem breyting verður á þeirri gerð Passat sem byrjaði feril sinn 1980. En í staðinn verður hér um að ræða alveg nýjan bíl sem með mjúkum lín- um sínum skilur sig frá hinum kantaða Passat dagsins í dag. 1 bílnum, sem kallast B3 á meðan á þróuninni stend- ur, verður meira bil á milli öxla og vélin verður þverstæð í stað þess að vera langsum eins og í dag. Þetta gef- ur meira pláss, bæði í farangursrými og farþegarými, og mjúkar línur verða alls staðar ráðandi. Vangaveltur eru um nýjar vélar, jafnvel 160 hestafla V-6, 2,4 lítra. í byijun verður þessi nýi Passat með fjögurra strokka vélar, frá 90 upp í 110 hestöfl. Gírskiptingar verða með ýmsum hætti því fyrir utan venjulega fimm gíra kassa verður boðið upp á fjór- hjóladrif og þá einnig með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Lancia Prisma í nýjum búningi Það var á árinu 1978 sem ítalski bíla- hönnuðurinn Pininfarina kom fram með tilraunabíl með höfirungslagi. Það er á þessum bíl sem Fiat/Lancia hefur þróað arftaka, bæði Fiat Regata og Lancia Prisma. Gagnstætt því sem áður var er nú fullt samstarf milli þess- ara tveggja aðila í hönnun framleiðsl- unnar og Regata og Prisma verða ekki lengur sjálfstæðar gerðir heldur byggðar á svipuðum grunni. Sam- vinnan mun koma fram á líkan hátt og nú þegar hefur sést á Lancia Thema og Fiat Croma. Nýja Prisman mun væntanlega verða kynnt á eftir'nýrri gerð Regata sem líklega kemur á markað með haustinu. Nýjum Senator seinkar vegna velgengni Omega Upphaflega var gert ráð fyrir því að ný gerð Opel Senator yrði frumsýnd á Genfarsýningunni nú i mars. En vel- gengni Omega hefur valdið því að þeirri frumsýningu seinkar, það hefur Opel Senator kemur í haust. hreinlega ekki verið laust pláss á færi- böndunum. Því er nú gert ráð fyrir að hinn nýi Senator komi fram eftir stóru bílasýninguna í Frankfurt í haust. Senator verður byggður á sama grunni og Omega en yfirbygging og búnaður verður glæsilegri en nú er hjá Omega. Fiat Topolino lætur enn biða eftir sér. Fiat Topolino fyrst að vænta eftir1990 Litla músin, eða Topolino frá Fiat, er einn þeirra bíla sem oft hefur verið rætt um og beðið hefur verið eftir. Eftir því sem heyrst hefur innan raða toppmanna Fiat er bíllinn staðreynd og er nánast tilbúinn til framleiðslu. En, sem sagt, hann er og verður í bið- stöðu, bíður eftir næsta áratug. Teiknar Bertone nýju 200 lín- una frá Volvo? Arftaki 200 línunnar frá Volvo, sem kom fyrst fram á árinu 1974, er ekki enn kominn fram í dagsljósið. Þróun þessa bíls er þó vel á veg komin og menn eru farnir að gera sér nokkra Volvo 240 kemur 1990. grein fyrir því hvemig þessi bíll muni líta út. Gamla gerðin var eigin hönnun Volvo en þessi nýja gerð er hönnuð í samvinnu Bertones hins ítalska og hönnuða Volvo í Gautaborg. Ljóst er að nýi Volvoinn verður lík- ur núverandi 740/760 línu en framend- inn verður meira framhallandi, gluggar stærri, færri hom og skraut- listar og línur allar mýkri. Og hvenær er þessa nýja híls að vænta? Trúlegast í árslok 1989 og þvi tilbúinn' á markað 1990. Yugo frá Zastava - 1988. Yugo frá Zastava í nýjum bún- ingi í Júgóslavíu er unnið að því að koma fram með arftaka Yugo, sem fyrst sá dagsins ljós í apríl 1980. Þessi smábíll, sem byggður er á Fiat 127, hefur átt mikilli velgengni að fagna, einkum í Bandaríkjunum. Nýja gerðin verður einu númeri stærri en núverandi Yugo en með mun mýkri línum. 1 byrjun er reiknað með að báðar gerðimar verði í framleiðslu saman en nýja bílsins verður þó ekki að vænta fyrr en á árinu 1988. Nýr Austin Metro sumarið 1989 Þegar Metro kom fram árið 1980 höfðu framleiðendumir miklar vonir um framgang hans og vonuðu að æv- intýrið um Austin Mini myndi endur- taka sig. Vonir þar um bmgðust að mestu. Billinn var að mörgu leyti stór- góður en ekki jafnbyltingarkenndur og Mini var á sínum tíma. Jafhframt var bíllinn hreinlega allt of dýr miðað við keppinautana. Sem dæmi þar um hefur Metro alls ekki náð fótfestu hér á landi enn. Þá mátti Metro líða fyrir það sama og önnur framleiðsla bresks bílaiðnaðar, léleg gæði. En nú ætla Bretar sér stóra hluti Volvo 440 frá Hollandi - kemur i lok ársins. með Metro II, sem búist er við að fari í framleiðslu á árinu 1989. Metro II fær meira hallandi fram- rúðu og stærri gluggaflöt. Hann verður bæði í þriggja og fimm dyra útgáfum og ný vél mun undirstrika að hér verður um nýjan bil að ræða. Fiat Ritmo tipo 2 - 1988. Fiat Ritmo tipo 2 tilbúinn á næsta ári. Sögusagnir höfðu verið á lofti um að arftaki hins tiu ára gamla Fiat Ritmo myndi koma á markað á þessu ári. En hjá Fiat hrista menn bara hausinn og segja bílinn í fyrsta lagi koma á markað næsta vor, eða eftir rúmt ár. í útliti mun nýi Ritmoinn líkjast Uno en verður þó stærri. Bæði mun verða um þriggja og fimm dyra gerðir að ræða. Vélar verða þær sömu og eru í bílum Fiat í dag. Nýjar vélar munu ekki koma úr þeim herbúðum fyrr en 1991. Mazda 626 með beygjur á öll- um hjólum og 16 ventla vél Með háustinu er von á alveg nýrri gerð 626 frá Mazda í þremur útgáfum, sedan, hatchback og coupé. Útlitið verður nýtt, mjúkar línur í átt við það Mazda 626 - i haust. sem við þekkjum í dag hjá Audi. Innanrýmið verður aukið, búnaður allur betri, fjöðrun á öllum hjólum sjálfstæð og nú verður boðið upp á beygjur á öllum hjólum sem aukabún- að. Vélar verða þverstæðar og verða 1,6 og 2,0 lítra. Aflið verður frá 72 upp í 147 hestöfl. Nýr Peugeot 405 með 16 ventla vél Enn er von á nýjungum frá Peuge- ot. I kjölfar 205 og 309 gerðanna er nú með sumrinu enn von á nýjung frá Peugeot. Nýi bíllinn heitir i dag D60 en fær módelnúmerið 405. Hann verður arf- taki 305, dálítið stærri, en líkt og 305 með þverstæðri vél og framhjóladrif- inn. Miðað við útlit bendir allt til þess að Pininfarina hafi komið nálægt hönnuninni. Eftir því sem heyrst hefur verðm’ þessi nýi bíll með einni nýrri 16 ventla vél. Peugeot 405 - á árinu. BLÁFJALLA- NEFND Að bregða sér á skíði í Bláfjöllum samræmir þetta tvennt á skemmtilegan hátt. Skíði er góð alhliða íþrótt sem veitir þrek, kraft og gott jafnvægi, hvort sem þú kannt lítið eða mikið. Að vera úti í frísku loftinu hressir húðina (sálina líka!) og gefur fallegan lit - sem er EKTA. Komdu í Ijós og líkamsrækt í BláQölIum - það er heilbrigð skemmtun. Súnanúmer í BláfjaUa- skála: 78400 i Símsvari: 80111 „Ljos og líkamsrækt44 í BláfjöDum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.