Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 60 Kvikmyndir Dennis Hopper og Gene Hackman Tónabíó/Hoosiers Körfuskot að Tónabíói er ætlunin að halda úti kvikmyndasýningum um páskana, svo framarlega sem bíóið verður ekki selt í millitíðinni, en Tónabíó er nú á sölulista. Ef af sýningum verður verður sýnd myndin Hoosiers sem er nýleg bandarísk kvikmynd. í aðal- hlutverkum eru þeir Dennis Hopper og gamla brýnið Gene Hackman. Hopper, sem hefur vakið mikla at- hygli að undanförnu fyrir leik sinn í Blue Velvet, þykir standa sig stór- vel í þessari mynd sem fjallar uih körfuknattleikslið eitt sem hefur glngið slaklega að undanförnu. Hopper fékk óskarsverðlaunaút- nefningu í aukahlutverki fyrir túlkun sína á bæjarfyllibyttunni í Hoosiers þó að margir hafi reyndar tekið það sem sárabót fyrir að Hop- per var ekki tilnefndur fyrir Blue Velvet sem fer víst fvrir brjóstið á siðprúðu fólki. Hopper er nú talinn einn af athyglisverðustu leikurum vestanhafs þó að fráleitt sé að tala um hann sem einhvern nýliða, enda er hann nýorðinn fimmtugur. Hann hefur verið lengi að; lék t.d. með James Dean í Rebel Without a Cause og Giant. Þá leikstýrði hann mynd- inni The Last Movie sem var reyndar kolfelld í Hollywood eftir að hún vestan hafði unnið til verðlauna í Feneyj- um. Bandaríski körfuknattleikurinn hefur verið í mikilli sókn að undan- förnu hér á landi og ættu því margir að vera forvitnir um efni þessarar myndar. Bandaríkjamenn hafa verið iðnir við gerð kvikmynda um íþróttir og oft, en ekki alltaf, farist það vel úr hendi. Leikstjóri er David Anspaugh en Barbara Hershey, sem átti mjög góð- an leik í mynd Woody Allen um Hönnu og systur hennar, leikur aðal- kvenhlutverkið. -SMJ Hvað veldur svona miklum hneykslunarsvip? Það skyldu þó ekkl vera naktir karlmenn að hlaupa fyrir framan fólkið? Regnboginn/Herbergi með útsýni Listrænt herbergi Myndin Herbergi með útsýni (A Room with a View), sem verður aðal- myndin í Regnboganum yfir hátíð- imar, er byggð á klassískri skáldsögu eftir breska höfundinn E.M. Forster. Sagan er nokkurs kon- ar þjóðfélagsdrama með hörðum ádeilutón þar sem fjallað er um líf breskra þegna, heima og heiman, í upphafi aldarinnar. Myndin gerist bæði í Flórens og enskri sveitasælu. Og fjallar um ungt par sem gefur sig a vald ástríðnanna á Ítalíu en vakn- ar síðan upp við vondan draum heima í viktoríönsku umhverfi Eng- lands. Lucy Honeychurch (Helena Bon- ham Carter) er ung ensk stúlka af góðum ættum. Hún ferðast til Flór- ens í fylgd frænku sinnar, Charlotte Barlett (Maggie Smith). Þær búa á gistiheimili þar en í leit sinni að herbergi með útsýni kynnast þær sérkennilegum feðgum. Ástir takast með þeim Lucy og George (Julian Sands) en þau neyðast til að skilja þegar hún heldur til Englands. Þar ber fundum þeirra saman aftur með óvenjulegum hætti. Þessi mynd er enn ein afurð sam- starfs svokallaðs Merchant-Ivory hóps. Þessi hópur samanstendur af framleiðandanum Ismail Merchant og leikstjóranum James Ivory asamt nokkrum dyggum fylgismönnum. Þeir félagar hafa haft mikinn áhuga á að taka fyrir bókmenntaverk E.M. Forster en David Lean varð á undan þeim að kvikmynda Ferðina til Ind- lands svo að þeir félagar einbeittu sér að þessu verki Forsters. Áður hafa þeir gert myndir eins og Heat and Dust, sem var sýnd í sjónvarpinu um síðustu helgi, og Bostonians sem var sýnd í Regnboganum fyrir tveim árum en fæst nú á myndbandaleig- um. Myndin kom ágætlega út á óskarsverðlaunahátíðinni. Þar fékk hún verðlaun fyrir listræna hönnun, besta handrit eftir öðru efni (Ruth Prawer Jhabvala) og bestu búninga (Jenny Bevan og John Bright). Það var aðeins Maggie Smith, sem fékk tilnefningu fyrir aukahlutverk, sem missti af verðlaunum. í neðri sölum Regnbogans eru myndir eins og Hjartasár, stórmynd- in Trúboðsstöðin, Hanna og systur hennar, Skyttumar hans Friðriks, sem á skilið betri aðsókn en hún hefur fengið til þessa, og síðast en ekki síst er frönsk kvikmyndavika sem lýkur nú um helgina. -SMJ DV Háskólabíó/Guð gaf mér eyra I hljóðlát- um heimi Háskólabíó verður að öllum lík- indum ekki mikið opið yfir hátíðirn- ar en á þeim sýningum sem verða verður verðlaunamyndin Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God) sýnd. Þessi mynd uppskar þokkalega við óskarsverðlaunahátíðina nýlega og ber þar hæst verðlaun Marlin Matlin sem fekk óskar fyrir besta kvenhlutverk og vakti sú veiting verðskuldaða athygli enda er hér um frumraun þessarar mállausu stúlku að ræða. Alls fékk myndin fimm til- nefningar. Varla þarf að fara mörgum orðum um efni myndarinnar hér enda hefur hún nú verið sýnd í þessum stærsta bíósal landsins um hálfs mánaðar skeið. Þetta er hugljúf mynd - tilval- in fyrir fjölskylduna ef hún vill sameinast í bíóferð yfir hátíðirnar. -SMJ William Hurt gantast hér við einn af nemendum sínum en hann fékk sína aðra óskarsverðlaunaútnefningu i röð fyrir leik sinn í myndinni. Laugarásbí ó/T vífarinn Tvífari á tjaldinu 1 aðalsal Laugarásbíós verður sýnd myndin Tvífarinn (The Wrath) sem er nokkurs konar yfirskilvitleg unglingamynd með ofbeldisfúllum undirtóni. Myndin segir frá pilti ein- um sem kemur til smábæjar í Bandaríkjunum. Enginn veit neitt um hann eða fortíð hans en fljótlega eftir að hann kemur til bæjarins fara einkennilegir hlutir að gerast. Spurningar vakna: Er hann dauður eða lifandi eða er hann yfirleitt þessa heims? Er hann kominn til að hefna og mun hefnd hans snúast gegn ungl- ingaklíku bæjarins? Mikið unglingalið kemur fram í myndinni og athyglisvert er að flest- ir lelkarar myndarinnar eiga ætt- ingja sem hafa náð því að „slá í gegn“ í heimi kvikmyndanna. Charlie Sheen fer með eitt aðalhlut- verkið en hann er sonur hins fræga Martin Sheen. Þá fer sonur Johns Cassavetes og Gene Rowlands, Nick, með stórt hlutverk. Einnig leikur sonur Ryans O’Neal í myndinni og yngri bræður þeirra Rons Howards og Dennis Quaid birtast á tjaldinu. I sal 2 verður síðan auðvitað páska- mynd 2 og er þar einnig um að ræða nýlega bandaríska biómynd, Soul Man. Hún fjallar um dálítið óvenju- legt efni, nefnilega hvítan pilt sem dulbýst sem svertingi til að fá skóla- styrk í bandarískum lagaskóla. Hefur þetta atriði að sögn vakið tölu- verðar deilur þar vestra, enda ávallt um viðkvæmt mál að ræða þar sem eru samskipti hvítra og svartra. Með, aðalhlutverkið fer C. Thomas How- ell sem orðinn er nokkuð þekktur fyrir leik sinn í myndum eins The Hitcher og Fríið hans Ferrys Bull- ers. Einnig kemur Rae Dawn Chong fram í myndinni en leikstjóri er Steve Miner. -SMJ Unglingar og ofbeldi koma dálítiö við sögu I páskamynd Laugarásbíós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.