Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 61 Goðsögwa ven Spi^Yberg 1 i naennynd 1 bls. 3 1 Kiffl'- Fseða íiamtiðaiiimai bls. 13 Giænii to9UI hjónabandsms Kvikmyndir Bíóhöllin/Litla hryllingsbúðin Engin páskalilj a Það hafa án efa margir beðið eftir mynd þeirri er verður aðalmyndin í Bíóhöllinni um páskana. Þetta er að sjálfsögðu myndin um Litlu hryll- ingsbúðina (Little Shop of Horrors) sem var frumsýnd í Bandaríkjunum í haust. Efni myndarinnar ætti varla að þurfa að kynna fyrir neinum en samnefnt sviðsverk var sýnt hér fyrir tveim árum í Gamla bíói við fádæma vinsældir. Þó ætti að vera hægt að fullyrða að þeir sem sáu leikritið ættu einnig að hafa gaman af mynd- inni því auðvitað er hægt að fram- kvæma flóknari tæknibrellur á tjaldinu. Þar að auki er næstum því allt „gam- anleikaralandslið" Bandaríkjanna mætt í myndinni og hefur frammi- staða margra þeirra verið lofuð mjög. Sérstaklega þykir Steve Martin stór- kostlegur í hlutverki tannlæknisins sem hefur meira gaman af því að kvelja en lækna sjúklinga sína. Hef- ur Martin verið líkt við Ladda í þessu hugljúfa hlutverki! Þarna er einnig mættur Rick Moranis sem vann hug og hjarta kvikmyndaunnenda fyrir frábæra túlkun á hinum dæmigerða bandaríska „loser“ í Draugabönun- um (Ghostbusters). Moranis hefur einnig komið nálægt myndum eins og Streets of Fire og Club Paradise. Ellen Greene leikur hana Auði en auk þess koma fram leikarar eins og John Belushi, John Candy, Christop- her Guest og Bill Murray. Nú, leikstjóri myndarinnar er síðan eng- inn annár en Frank Oz sem er þekktastur sem faðir Prúðu leikar- anna. í stuttu máli má segja að myndin fjalli um litla blómaverslun sem í upphafi myndar má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. Blómaverslun Mushniks er satt best að segja virki- lega ógeðsleg enda hefur varla sést þar viðskiptavinur í áraraðir. Því ákveður Mushnik að segja upp starfsfólki sínu, þeim Seymour og ljóskunni Auði, upp störfum. Þá rekst Seymour á sérkennilega plöntu sem fær nafnið Auður önnur og eftir það fer verslunin að blómstra í blómaverslun Mushniks. I öðrum sölum Bíóhallarinnar verða Seymour (Rick Moranis) og Auður fyrsta (Eilen Greene) virða fyrir sér tii- burði Auðar annarrar i forundran. að sjálfsögðu sýningar á fullu yfir páskana og má þar meðal annars nefna myndir eins og Liðþjálfann. nýjustu mvnd Clints Eastwood. frá- bæra teiknimynd um músina Basil. myndina Fluguna sem fékk óskarinn fyrir förðun og Krókódíla-Dundee. Síðast en ekki síst er Peningaliturinn en fyrir frammistöðu sína þar fékk Paul Newman langþráðan óskar. í Bíóhúsinu verða auðvitað einnig páskasýningar en þegar þetta er rit- að er ekki ljóst hvaða mynd verður sýnd þar. -SMJ Nýtt befti fvrir aUa 4. HEFTl 46. AR (!‘Xírto Stt*“SPie'be'E.. 3 Evðfog -:::S S > ................... Uíaiestur. .43 Mesta ‘t'Sf \SSS5—*■“ « heimsins .................... m WS- 64 '®SSUSH£-*‘ .. * I KrU Fiöaíramtíöarinnat tlÚkknimi \ \iftonanál3pPs°kim ^ bls. 90 | ...............90 Morðtrukkarnvr. ................ Úrval LESEFNI m ALLRA HÆFI Áskriftar- síminn er 27Ó22 Kappsigto# ® 5 Amervkuh&aimrt - bls. * Kim Basinger. Stjörnubíó/ Engin miskunn Mis- kunnar- leysi Páskamynd Stjörnubíós er glænýr hörkuþriller frá Bandaríkjunum, No Mercy, sem útleggst á íslensku Eng- in miskunn. Mynd þessi skartar tveim frægum stjörnum sem eiga það báðar sameiginlegt að vera frægar án þess að vera virtar! Richard Gere leikur aðalkarlhlutverkið og er víst kominn tími til að á það verði látið reyna hvort hann geti leikið. Hið sykursæta útlit hans hefur vanalega eyðilagt alla möguleika hans til al- varlegri túlkunar enda verður að segjast eins og er að hann virðist ekki hafa haft metnað til að brjótast út úr þeim viðjum. Á afrekalista 'nans eru myndir eins og American Gigolo, Breathless, The Cotton Club, An Officer and a Gentleman og King David. Hin stjarna myndarinnar er hin mjög svo yndislega Kim Basinger sem líklegast er frægust fyrir mynd sína 9/2 vika. Basinger sýndi þar athyglisverð tilþrif þó að auðvitað hefði rennilegur kroppur hennar leikið stærsta hlutverkið þar. Þá lék hún einnig í The Natural. Myndin No Mercy segir írá Eddie Jillette (Gere) sem er lögregluþjónn er hyggur á hefndir þegar félagi hans í Chicagolögreglunni er myrtur af glæpaforingja nokkrum frá New Orleans, Losado að nafni. Svo vill til að eina vitnið að þessu er ástkona Losados, Michel Duval (Basinger). Eddie neyðist til að fara á ókunna slóðir til að hafa uppi á Michel og brátt er hann hundeltur um alla New Orleans, bæði af lögreglu og glæpa- mönnum. -SMJ Richard Gere.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.