Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
51
Þegar Giorgio Armani ákvað að hætta
í læknisfræði og leggja fyrir sig störf á
sviði tískunnar var það mikið áfall fyrir
fjölskyldu hans. Föðurafi hans tók fréttun-
um verst og þótti sárt að sjá þennan
efnilega sonarson fara í hundana með svo
hörmulegum hætti. Afinn var læknir í litlu
sveitaþorpi á Norður-Italíu og þar var
reiknað með því að Giorgio tæki við eftir
hans dag. Starfið þótti gott og tryggði
þeim sem því gegndi örugga framfærslu
fram á elliárin.
En læknanámið átti ekki við Giorgio
Armani og hann stóðst ekki mátið lengur
þegar hann var um það bil hálfnaður í
háskólanum. Fyrsta skrefið var að láta sig
hverfa og Giorgio tókst að troða sér í vinnu
hjá vefnaðarvöruframleiðanda. Eftir það
tók við starf hjá Nino Cerrruti sem hafði
talsverða trú á hæfileikum hins uppgjafa
læknanema. En það var honum ekki nóg
til lengdar og þegar Armanitískuhúsið
varð að veruleika áttu fáir von á því að
fyrirtækið myndi bera sig í framtíð-
inni.
Hugmyndir Armanis þóttu byltingar-
kenndar því hann boðaði einföld snið og
fyrst og fremst ættu föt að vera þægileg
íveru. Hann hataði sjálfur hefðbundin
karlmannajakkaföt sem þrengdu að á alla
vegu og hannaði fyrsta blaserjakkann til
þess að leysa mörg vandamál í einni flík.
Þar með voru Armanijakkar komnir á
Jafnvel kjólar hafa harðan svip frá Armani og hreinar linur i
fyrirrúmi. Faldurinn er tvöfaldur og meö hinu nýja óreglulega
yfirbragði en húfa og skór minna á striðsárastilinn.
blað sem eitthvað mjög merkilegt - hönn-
unin orðin heimsfræg og jafnframt
möguleikar á fi-ekari stílbrigðum. Stakir
jakkar urðu tískubóla og einkum ef þeir
voru frá þeim eina sanna jakkameistara -
Giorgio Armani.
Konurnar létu svo ekki jakka eigin-
manna, bræðra, feðra og elskhuga í friði
og frá þeim kom svo tískusveiflan þegar
herrajakkar voru það eina sem gilti á
kvenmannsherðar. Þeim þótti mun þægi-
legra að klæðast slíkum fatnaði og létu
ekki lengur bjóða sér þröngar og illa
sniðnar dragtir. Síðar fór svo Armani út
íað hanna séi'staka kvenlínu því þörfin
var svo sannarlega fyrir hendi og í dag
er þessi yfirlætislausi ítali talinn konung-
ur tískunnar á Ítalíu.
Sem aðrir tískukóngar er Giorgio Armani
þekktur fyrir að vera vinnudýr hið mesta.
Hann þolir illa margmenni, drekkur ekki
né reykir og býr í stórri íbúð í Mílanó
ásamt tveimur köttum. Næturlífið freistar
hans ekki og vinnan er áhugamál rnírner
eitt, tvö og þrjú. Og fiölskyldan getur an-
dað léttar því ljóst er að tískubólan sem
náði tökum á honum fyrir allmörgum
ármn hefur skilað allnokkiaim krónum í
kassann - jafnvel þótt læknisstaða afans
hafi gegnið úr höndum fiölskyldunnar með
þessum hætti. Giorgio Armani hefur tryggt
sér fiárhagslegt öryggi það sem hann á
eftir ólifað — og gott betur.
6m'SS’ -
andl i samsiæöuna. ^ • • A
Giorgio Armam:
Herrai akkar
á karla og konur