Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 53 ekki trú á að verfall sé á næsta leiti en neitar því ekki að „menn séu farn- ir að gerast órólegir". En þessi óróleiki stafar ekki aðeins af háu verið heldur einnig því að listaverkasalar óttast að kaupæði auðkýfinganna komi óorði á lista- verkasölu því þeir nýríku líti á listaverkin sem hverja aðra vöru og gleymi allri fagurfræði. Listaverkasalinn Richard Feigen segir að hugmyndir manna um fagrar listir séu greinilega að breytast. Fari svo fram sem horfi þá verði fræg listaverk innan skamms komin á stall með dýrum veðhlaupahestum. Þetta er þó ekkert nýtt og því til sönnunar er vitnað til kínversks spekings sem skrifaði fyrir 800 árum að „það væri tímanna tákn að lista- verk væru notuð sem verslunarvara og jafnvel sem mútur en virðingin fyrir þeim engin“. Ástæðan fyrir verðsprengingunni á síðustu árum er einföld, að mati margra sérfræðinga. „Þetta gerist alltaf á tímum verðbólgu," er haft eftir Gowrie lávarði, forseta Sothe- bys uppboðsfyrirtækisins í Lundún- um. „Það leynir sér ekki að til eru fleiri dollarar en listaverk." Verðið á eftir að hækka Og svo virðist sem verðið hækki meira en nokkur óraði fyrir þegar það tók fyrst að stíga. „Eftirspurnin fer vaxandi og framboðið minnk- var verk eftir Jasper Johns selt á 120 milljónir á síðasta ári og hafði þá hækkað um 1600 prósent frá árinu 1960. Ný verk eftir þekkta banda- ríska málara kosta nú ekki undir einni milljón króna. Ný kynslóð Safnararnir, sem nú hafa sig mest í frammi, þykja í mörgu ólíkir þeim sem áður hafa verið stórtækastir. „Við þekkjum ekkert þetta fólk sem nú eyðir háum upphæðum í listaverk og margt af því er að kaupa í fyrsta sinn,“ segir Philippe Gamer, yfir- maður deildar nútímaverka hjá Sotheby í Lundúnum. Margir þess- ara nýgræðinga hafa komist í álnir með skjótum hætti og eru nú í leit að stöðutáknum til að auka virðingu sína. „Þessi listaverkakaup hafa fyrst og fremst félagslega þýðingu," segir Rees-Moog, fyrrverandi ritstjóri. „Kaupendurnir vonast til að fá í krafti fágætra listaverka aðgang að þjóðfélagshópum sem þeim hafa áður verið lokaðir. Fagurfræðin kemur þarna hvergi við sögu og stundum slysast þetta fólk til að kaupa dýru verði verk sem eru lítils virði.“ En þrátt fyrir háðstóninn í orðum þeirra gamalreyndu þá hafa sumir nýgræðinganna snúið sér að lista- verkasöfnuninni af fullri alvöru og aflað sér staðgóðrar þekkingar ■ á greininni. Einn þeirra er Banda- ríkjamaðurinn Alfred Taubman sem Listaverkasafnararnir óttast alltaf falsanir og hafa þvi sérfræðinga á sínum snærum til að koma í veg fyrir óhöpp. andi. Það getur ekki þýtt neitt annað en hækkandi verð,“ segir John Lum- ley, sem til skamms tíma veitti forstöðu deild nútímaverka hjá Christies. „Verðið, sem nú er greitt fyrir dýrustu listaverk, á eftir að þykja lágt eftir nokkur ár,“ spáir Lumley. Ef miða á við þróunina á síðustu árum þá bendir allt til þess að spá Lumleys standist. Almennt er verð á listaverkum nú helmingi hærra en það var fyrir tveim til þrem árum. Til þessa hefur verð á listaverkum frá öllum tfmum og af öllum stefnum hækkað. Mest er hækkunin þó á verkum „gömlu meistaranna" og impressjónistanna. Þegar þessir hóp- ar eiga í hlut virðist engu skipta hver listamaðurinn er og ekki heldur hvaða álit listfræðingar hafa haft á verkunum. Þá hefur það vakið athygli að mik- il eftirspurn er eftir verkum banda- rískra málara frá síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Nú eru sérfræðingamir sammála um að þessi verk hafi til skamms tíma verið vanmetin. Nú í janúar var verk eftir Bandaríkjamanninn George Caleb Bingham, málað árið 1846, selt á 230 milljónir sem er met þegar bandarísk verk eiga í hlut. Síðari tíma bandarísk verk hafa einnig.hækkað mikið í verði. Þannig fyrir þrem árum gekk meira segja svo langt að hann keypti meirihlutann í Sothebys uppboðsfyrirtækinu og fæst nú eingöngu við verslun með listaverk. Aðrir kaupa bara til að kaupa. Þannig er það haft eftir auðjöfrinum Seijiro Matsuoka að hann komi verkunum fyrir í geymslu þegar hann hefur eignast þau. Seijiro er þekktur fyrir að fara í innkaupaleiðangra um heiminn og kaupa þá nánast allt sem í boði er. Seijiro hefur þó bætt nokk- uð álit sitt með því að opna safn í Tokýo. Söfn auðmanna Fleiri auðmenn hafa farið að dæmi hans og opnað almenningi söfn þar sem úrval verka er til sýnis. Breski aulýsingakóngurinn Charles Saatchi er einn þeirra. Hann á mjög verð- mætt safn nútímalistaverka og hefur það nú almenningi til sýnis í Lund- únum. Annar er vestur-þýski súkku- ' laðijöfurinn Peter Ludvig sem hefur verk sín til sýnis í fjórum Evrópu- löndum. Þeir sem fara sér hægar í söfnun- inni kjósa heldur að láta minna á sér bera og fara leynt með söfn sín af ótta við þjófa. Þessir koma líka sjaldnast á uppboðin sjálfir en láta umboðsmenn sína þess í stað um að Þessi mynd var seld nú í byrjun árs fyrir um 230 milljónir króna og þótti lítiö. bjóða. Til að þóknast þesgum hæ- versku söfnurum bjóða uppboðsfyrir- tækin upp á símaþjónustu á uppboðunum þannig að kaupendur sem eru fjarstaddir geta fylgst með þróun mála. Stóru uppboðsfyrirtækin Christies og Sotheby hafa öðrum fremur notið góðs af kaupæði síðustu ára. Bæði fyrirtækin kynna uppboð sín vel og setja meiriháttar verk á sýningar áður en þau eru boðin upp. Sólblóm van Goghs voru sýnd í Tokýo, New York og Zúrich áður en á uppboðið í Lundúnum kom. Sothbys hafði sama háttinn á þegar verið var að kynna skartgripi hertogaynjunnar af Windsor en þeir voru boðnir upp í síðustu viku. Þetta kynningarstarf hefur skilað sér vel og á sinn þátt í aukinni ásókn í listaverk. Opinber söfii í svelti Nú, eftir að verð á listaverkum tók að hækka, hafa forráðamenn opin- berra safna víða um lönd kvartað sáran. Það fé, sem þau hafa til lista verkakaupa, nýtist nú stöðugt verr. Þá hefur það verið venja að fjalla ítarlega í stjórnum safnanna um inn- kaup áður en ákvarðanir eru teknar. Nú ganga kaupin hins vegar oft svo fljótt fyrir sig að enginn tími er til að velta málunum fyrir sér mánuðum saman. Því verða söfnin oft af feitum bitum vegan seinagangs. Þetta þýðir þó ekki að hin frægu söfn í Evrópu séu að gefast upp á samkeppninni. Þau búa nú þegar að svo mörgum frægum verkum að þau hafa ekki tök á að sýna þau öll. Því hefur það borið við að fræg söfn hafa hafnað höfðinglegum listverkagjöf- um vegna þessa að geymslur þeirra eru þegar fullar. „Stóru opinberu söfnin eiga í erfið- leikum með að varðyeita og sýna það sem þau eiga nú þegar af listaverk- um,“ er haft eftir listaverkasala í Róm. „Það er því óþarfi að gera sér reliu út af því þó þau geti ekki keypt meira.“ Safnverðirnir eru engu að síður áhyggjufullir vegna þess að þeim gengur stöðugt verr að láta innkaupaféð duga. Tatesafhið biður um aðstoð Tatesafnið í Lundúnum hefur t.d. aðeins 100 milljónir til að spila úr árlega. Safnstjómin hefur mikinn hug á að eignast frægt verk eftir John Constable en nú er borin von að þessi upphæð öll dugi fyrir mynd- inni. Eigandi myndarinnar hefur þó boðist til að láta safnið hafa for- kaupsrétt að myndinni takist því að öngla saman litlum 230 milljónum til að gefa íyrir hana. Safnstjómin hefur þegar ákveðið að efna til söfnunar meðal almennings til að afla þessa fjár. . Mistakist að safna fénu þá er lík- legast að myndin verði seld úr landi. þar með er þó ekki öll von úti fyrir Tatesafnið þvi það hefur samkvæmt breskum lögum enn rétt til að kaupa myndina en því aðeins að því takist að reiða fram jafnmikið fé og myndin seldist á. Þessi regla gilti einnig þeg- ar myndin eftir Manet var seld í haust en kom fyrir lítið því verðið var alltof hátt. Sömu sögu er að segja af Sólblómum van Goghs. Engar lík- ur eru á að bresku safni takist að safna hálfu öðmm milljarði á sex mánuðum til að kaupa myndina. Önnur Evrópuríki hafa svipaðar reglur til að koma í veg fyrir að lista- verk hverfi úr landi. Það reynist þó oftast gagnslítið og verkin enda í söfnum Bandaríkjamanna eða Jap- ana sem hafa margföld fjárráð á við virðuleg söfn í Evrópu. Verð á ódýrum verkum gæti fallið Spurningin, sem nú brennur hvað heitast á listaverkasöfnurum, er hvenær verðið hefur náð hámarki og það tekur að falla á ný. Síðast varð verðfall á listaverkum í olíu- kreppunni á ámnum 1973 til 1974. Þá féllu ódýrari verk mest í verði en þau dýrustu héldu sínu. Komi aftur til verðfall er búist við að það sama verði upp á teningnum. Upphafið að v jrðfalli gæti orðið þegar einhverj- um af stórukaupendunum ofbýður verðið og hættir að kaupa. Þá má búast við að margir af minni spá- mönnunum haldi einnig að sér höndum. Þegar er farið að bera á verðfalli á sumum gerðum mynda. T.d. hafa myndir úr villta vestrinu fallið í verði eftir að tekjur olíukónga í Texas tóku að minnka á síðasta ári. En sérfræðingarnir segja að myndir af vísundum jafnist hvort eð er ekki á við myndir van Goghs. Því verði að teljast að sá sem keypti mynd van Goghs fyrir metverð - hver hann er veit enginn - hafi gert góð kaup. Byggt á Newsweek/GK £ S'S5ööö“ L01 * 1314950 D« 332180Ö SF 2738700 YEN 30600 UppboösfyrirtækiA Christies i Lundúnum er annar af risunum á uppboðsmarkaðnum. Reksturinn hefur aldrei gengið betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.