Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1987, Qupperneq 4
28 MÁNUDAGUR 13. APRÍL 1987. Iþróttir_________________ „Fyrsti titillinn á mínum ferii“ - sagði Hannes Lerfsson, fyrirliði Stjömunnar „Þetta var mikill spennuleikur. Það sýndi sig svo sannarlega í þessum leik að leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaðar af. Þetta er minn fyrsti titill á ferlinum. Það var búist við miklu af okkur á keppnistímabil- inu en því miður fór það á annan veg, þ.e. í deildakeppninni. Undir það síð- asta small allt saman hjá okkur. Við eigum þetta mikið að þakka Páli Björgvinssyni þjálfara. Hann hefur unnið mikið og gott starf. Þetta var mjög ánægjulegur endir á keppnis- tímabilinu," sagði Hannes Leifsson, fyrirliði Stjömunnar, í samtali við DV eftir leikinn. Hörður Jóhannesson, liðsstjóri Fram „Leikurinn bauð upp á allt fyrir áhorfendur. Við spmngum í framleng- ingunni. Þetta er það lengsta sem Fram-liðið heíúr náð í mörg ár. Við verðum að horfa raunsætt á hlutina. Stjaman er með reynslumeira lið en við. Það var líka greinilegt að strax í upphafi leiksins voru Stjömumenn mrm ákveðnari og gerðu færri mistök. Annars lít ég björtum augum fram á veginn. Eg vil nota tækifærið og óska Stjömunni til hamingju með sigurinn og drengilegan leik,“ sagði Hörður í samtali við DV. -JKS Fram meistari - sigraói FH, 14-13, í kvennaflokki Fram-stúlkumar urðu bikarmeist- arar 1987 þegar þær sigruðu FH í úrslitaleik með 14 mörkum gegn 13 í Laugardalshöllinni í gær. Eins og kunnugt er urðu Fram-stúlkumar einnig Islandsmeistarar í sínum-flokki. Fram var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náði fljótlega góðu for- skoti. Kolbrún Jóhannsdóttir, mark- vörður Fram-liðsins, fór á kostum í fyrri hálfleik, varði meðal annars 6 vítaskot og lokaði hreinlega markinu. FH-stúlkunum tókst aðeins tvisvar í hálfleiknum að koma knettinum fram- hjá Kolbrúnu. En í hálfleik var staðan 7-2. I seinni hálfleik fóm FH-stúlkumar fyrst í gang og leikurinn jafhaðist tölu- vert. Undir lokin var talsverð spenna en Framarar reyndust sterkari á enda- sprettinum og tiyggðu sér titilinn. Það var Arna Steinsen sem tryggði Fram sigurinn skömmu fyrir leikslok Hjá Fram var Kolbrún markvörður yfirburðamanneskja. Einnig áttu þær Margrét Blöndal og Oddný Sigsteins- dóttir góðan leik. Hjá FH átti Heiða góðan leik. Ann- ars var liðsheildin jöfn í þessum leik. Mörk Fram: Guðríður 4/1, Margrét 3, Oddný 3, Jóhanna 2, Ama 1, Ósk 1. Mörk FH: Rut 3/2, Heiða 3, Inga 2, Kristín 2, Sigurborg 2, María 1. -JKS • Hannes Leifsson, fyrirliði Stjömunnar, sést hér með bikarinn eftirsótta. Hannes vann sinn fyrsta titil í handknattleik með Stjörnunni í gaer. DV-mynd Gunnar Sverrisson „Þetta hefur verið að smella betur saman undir það síðasta - sagði Páll Björgvinsson, þjátfari Stjörnunnar, eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfh „Þetta var frábær bikarúrslitaleikur. Leikurinn bauð upp á allt til að gera svona leiki skemmtilega, framleng- ingu og mikla spennu. Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað sjá fleiri áhorfendur en raun bar vitni en leik- urinn var að vísu sýndur beint í sjónvarpinu. Við eigum mjög skemmtilega liðsheild. Eftir frekar ró- lega byrjun á íslandsmótinu hefur liðið verið að smella betur saman und- ir það síðasta. Ég er mjög ánægður með að bikarinn hafnaði í okkar her- búðum,“ sagði Páll Björgvinsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, í samtali við DV eftir að Stjaman hafði sigrað Fram með 26-22 i úrslitaleik bikarkeppni HSÍ í Laugardalshöllinni í gær. Leikurinn var æsisþennandi undir lok venjulegs leiktíma, en þá tókst Fram að jafha metin. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit, og reyndust þá Stjörnumenn sterkari og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta skipti i sögu félagsins. En áður hefur Stjaman keppt tvisvar til úrslita í þessari keppni en beðið lægri hlut. Því var þessi sigur þeim mjög kærkom- inn. Stjarnan var mun ákveðnari í byijun leiks. Þeir komust fljótlega í 2-0. Það var ekki fyrr enn sex mínútur vom liðnar af leiknum að Fram skoraði fyrsta markið. Eftir það hélst leikurinn nokkuð í jafhvægi, en þó var Stjaman ávallt með forystu. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Stjarnan mjög góðan sprett. En í hálf- leik höfðu þeir þriggja marka forystu, 12-9. Það sýndi sig greinilega hvað reynslan í úrslitaleikjum sem þessum getur komið liði til góða, eins og það gerði með Stjömu-liðið. Leikmenn þess hafa tvisvar áður keppt til úr- slita. Leikur þeirra var mun yfirveg- aðri heldur en Fram-liðsins enda hefur Fram-liðið ekki í mörg ár komist svona langt í handknattleikskeppni. Framarar byrjuðu seinni hálfleik vel og skomðu fyrstu tvö mörkin og stað- an orðin 11-12. Munurinn á liðunum var aldrei meiri en eitt mark fram í miðjan hálfleikinn en þá kom góður leikkafli Stjömunnar og náðu þeir þriggja marka forskoti þegar um fimm mínútur vom til leiksloka og héldu þá margir að úrslitin væm ráðin, en það var öðm nær. Framarar vom ekki búnir að segja sitt síðasta orð og með miklu harð- fylgi tókst þeim að jafna metin. Per Skámp jafhaði leikinn, lfl-19, úr víta- kasti þegar 16 sekúndur vom eftir af leiktímanum. Stjaman bmnaði í sókn og fékk aukakast eftir að leiktíminn var úti. Or aukakastinu skomðu þeir ekki og varð því að framlengja leikinn. Fram sprakk í framlengingunni Stjaman átti mun meira úthald eftir en Framarar þegar út í framlengingu var komið. Eftirleikurinn var þeim því auðveldur og fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Stjaman sigraði sanngjamt og er vel að sigrinum kom- in. Sigmar Þröstur, markvörður Stjöm- unnar, átti stórleik og varði meðal annars þijú vítaskot. Gylfi Birgisson var einnig mjög sterkur og skoraði grimmt. Stjaman barðist annars vel í leiknum, bæði í vöm og sókn, og því erfitt að taka einstaka menn út. Liðið átti allt góðan leik. Þegar upp er staðið mega Framarar vel við una. Að ná svona langt í keppn- inni er viss árangur út af fyrir sig. Þeir eru búnir að vera í basli í deild- inhi vetur en héldu þó sæti sínu þar. Þeir geta því litið björtum augum fram á veginn því efniviðurinn er nógur. Júlíus Gunnarsson og Birgir Sigurðs- son vom þeirra bestu menn i þessum leik. Júlíus hefur sýnt það og sannað í leikjum Fram-liðsins að þar er á ferð- inni mikið efni. Per Skámp náði sér aldrei á strik. Þáttur Agnars Sigurðs- sonar í leiknum var sérstakur. Hann brenndi af þremur vítaskotum og var mjög bráður í skotunum þegar-mest reyndi á. Dómarar leiksins vom Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Olsen. Þeir hafa oft dæmt betur en þeir gerðu í þessum leik. Mörk Stjörnunnar: Gylfi 9, Siguijón 5, Hannes 5/4, Skúli 3, Páll 2/1, Einar 1, Hafsteinn 1. Mörk Fram: Birgir 6, Hermann 4, Júlíus 4, Agnar 3, Skámp 3/2, Ragnar 2. -JKS • Lið Stjömunnar úr Garðabæ sem varð bikarmeistari í gær og leikur því í Evrópukeppni bikarhata á næsta keppnis- tímabili. DV-mynd Gunnar Sverrisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.