Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 2
52 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Bardot safnar fé Kynbomban Brigitte Bardot hefur ákveðið að fækka við sig skartgrip- um. Hún ætlar að láta bjóða hluta af safni sínu upp í París til að afla fjár svo betur gangi að vernda ýmis elskuleg dýr. Á uppboðinu verður m.a. hægt að festa kaup á demanti sem metinn er á yfir 6 milljónir króna og er þá fátt eitt talið. Sérfræðingar eru þó efms um að Bardot fái viðlíka verð fyrir gripi sína og fengist hefur fyrir aðra slíka nú upp á síðkastið. Til þess eru Brigitte Bardot, verndari selanna. eigur hennar ekki nógu sögufrægar. Bardot hætti kvikmyndaleik með öllu árið 1972 og hefur síðan helgað sig baráttunni fyrir dýravernd. Mest- um árangri hefur hún náð í að draga úr selveiðum en selafangarar kunna henni litlar þakkir fyrir. Milljónir fyrir Mozart Undanfarna mánuði hefur upp- boðsæði gengið yfir heiminn. Einkum eru það Sotheby’s og Christie’s, stóru uppboðsfyrirtækin í Lundúnum, sem staðið hafa fyrir þessu fári og keppa hart sín í milli. Seinni partinn í maí verður mikið uppboð hjá Sotheby’s. Meðal gripa þar verður 510 síðna handrit hvar á eru skrifaðar níu sinfóníur eftir Wolfgang Amadeus Mozart, allar með hendi höfundar. Þetta er frumrit Mozarts að meist- araverkunum og koma þar fram margar leiðréttingar og endurbætur. Það var Leopold, faðir Mozarts, sem lét binda verkin í eina bók. Wolfgang Amadeus Mozart. Talið er að þessi bók seljist ekki á lægra verði en 60 milljónum ís- lenskra króna og reikna þó ýmsir með að verðið verði töluvert hærra þegar hamarinn fellur við síðasta boð. Glæpa- maðurinn og fórnarlambið Maður að nafni Helmut Seyss- Inquart hefur boðið hollensku stofn- uninni, sem kennd er við Önnu Frank, samvinnu sína. Stofnun þessi hefur baráttu gegn kynþáttahatri á stefnuskrá sinni. Nú er skemmst frá þvi að segja að boðinu hefur verið hafnað. Ástæðan til þess er sú að nefndur Helmut er sonur Austurríkismanns- ins Arthur Seyss-Inquart sem var æðstráðandi í Hollandi meðan Þjóð- verjar hersátu landið á árum heims- styrjaldarinnar síðari. Arthur var að stríðslokum dæmur til dauða fyrir stríðsglæpi og tekinn af lífi árið 1946. Eitt af fórnarlömbum Arthurs var áðurnefnd Anna Frank sem lét lífið í útrýmingarbúðum nasista aðeins fimmtán ára gömul. Áður hafði hún ritað dagbók sem gert hefur nafn hennar ódauðlegt. Forráðamenn stofnunar Önnu Frank segjast ekki efast um að Helm- ut gangi gott eitt til. Hins vegar sé óhugsandi að tengja nafn hans við starf stofnunarinnar. Frami flóttamanns Ár hvert berast fréttir af sovéskum andófsmönnum sem yfirgefa heima- land sitt og halda á vit frelsisins í vesturvegi. Það kemur einnig fyrir að Vesturlandabúar fá nóg af lífinu fyrir vestan og hverfa austur fyrir járntjald. í september á síðasta ári flúði Arn- old nokkur Lockshin austur og bar við pólitískum ofsóknum í heima- landi sínu, Bandaríkjunum. Hann var virtur sérfræðingur í krabba- meinsfræðum. Nú berast þær fréttir af Lockshin að hann hafi tekið við stöðu for- stöðumanns nýrrar rannsóknar- stofnunar í Sovétríkjunum og á þar að fara fyrir rannsóknum á krabba- meini. Af pólitískum vandamálum hans austur þar fara hins vegar eng- ar sögur. Jesús eins og menn halda að hann hafi litið ut. Jesús Kristur lítur út Fjölmargir íbúar smábæjarins Sup- ino á Ítalíu halda því fram að þeir hafi séð andlit Jesú Krists í glugga húss nokkurs þar í bænum. Glerið hefur nú verið tekið úr glugganum og sent til rannsóknar í Róm. Kirkjunnar menn á Ítalíu óttast margir að með þessari sögu sé verið að hafa fólk að ginningarfíflum. Þeg- ar eftir að fréttist um að frelsarinn hefði látið sjá sig dreif fólk til Supino og hópaðist fyrir utan gluggann, í von um að líta hann augum. Það var ung skólastúlka sem fyrst sá Jesú í glugganum snemma í þess- um mánuði og síðan urðu margir bæjarbúar fyrir sömu reynslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.