Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 14
64 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. DV kyiuúr 1. defldarliðin í knattspymu • FH-ingar sjást hér afslappaðir og rólegir eftir erfiða æfingu. DV-mynd Brynjar Gauti „Við FH-ingar ætlum okkur allt annað en fallbaráttu í sumar“ - segir varnarmaöurinn sterki í FH, Guðmundur Hilmarsson „Við erum bunir að æfa mjög vel frá því að við byrjuðum, svona fjórum til fimm sinnum í viku, en því miður he£-. ur verið of lítið um æfingaleiki," sagði hinn eldhressi FH-ingur, Guðmundur Hilmarsson, í samtali við DV er hann var spurður um horfumar hjá FH í sumar. Löngum hafa FH-ingar haft falldrauginn á herðunum en þeir hyggjast gera breytingu þar á í sum- ar. Þeir hafa ráðið til sín skoskan þjálfara, Ian Fleming, og mun hann að öllum líkindum leika með liðinu í sumar í stöðu aftasta manns í vöm- inni. Guðmundur heldur áíram: „Við munum setja alla okkar krafta í sumar í að forðast fallbaráttu og reyna að ná góðu sæti í deildinni þegar upp verður staðið. Við erum orðnir mjög leiðir á sífelldri fallbaráttu og stefnum hátt í sumar.“ „Valur, Fram og KR eru sterk á pappírnum“ - Heldur þú að Ian Fleming muni breyta FH-liðinu mikið frá í fyrra? „Ég veit ekki hvaða leikmenn hann hyggst nota mest í sumar en hitt er ljóst að hann hefur þegar breytt ein- hverju í leik okkar. Við höldum að hann sé snjall þjálfari og vonumst eft- ir góðum árangri undir hans stjóm. Hann hefur þegar náð upp mikilli stemmningu í liðinu." - Nú em allir að spá í toppbaráttuna í sumar. Hvaða lið sérð þú fyrir þér í toppbaráttunni í 1. deild? „Það er auðvitað erfitt að vera með mikla spádóma en því verður ekki neitað að Valur, Fram og KR em með mjög sterk lið á pappírnum. Svo gæti farið að þessi lið skæm sig nokkuð úr og ef svo verður þá er það trú mín að hin liðin fylgi í einum hnapp á eft- ir.“ „Meiðsli Jóns Erlings gætu sett strik í reikninginn" - Vilt þú spá einhverju um fallbarátt- una? „Það gildir það sama um fallbarátt- una og toppbaráttuna, það er erfitt að spá um gengi liðanna áður en mótið hefst. En ég hef þó á tilfinningunni að komandi keppnistímabil verði nýju liðunum í deildinni, KA og Völsungi, erfitt. Hitt er ömggt að við FH-ingar ætlum okkur stærri hlut í sumar en áður. Við höfum að vísu orðið fyrir nokkm áfalli þar sem Jón Erling Ragnarsson er meiddur og má ekki hefja æfingar fyrr en eftir fimm vikur. Þetta kemur sér auðvitað illa fyrir okkur en vonandi nær Jón sér að fullu af meiðslunum sem fyrst.“ - I lokin langar mig til að biðja þig að spá fyrir um röð liðanna. „Ég get reynt en geri þetta að sjálf- sögðu meira í gríni en alvöru." 1. Valur 2. KR 3. Fram 4. Keflavík 5. Akranes 6. FH 7. Þór 8. -10. Völsungur 8.-10. Víðir FH aldrei orðið ís- iandsmeistari í 1. deild FH-ingar hafa ekki riðið mjög feit- um hesti frá keppni í meistara- Ðokki karla í knattspymunni. Félagið á það sameiginlegt með nokkrum öðrum félögum, sem leika í 1. deild, að liðið hefur aldr- ei borið sigur úr býtum í 1. deild. Aftur á móti hafa FH-ingar tví- vegis sigrað í 2. deild en það var fyrst árið 1974 og svo aftur árið 1984, tíu árum síðar. Þess má geta að Iþróttabandalag Hafnaríjarðar, ÍBH, sigraði einnig tvívegis í 2. deild, árin 1956 og 1960, það er áður en Haukar og FH sameinuö- ust. Markakóng 1. deildar hefúr FH alilrei eignast þrátt fyrir að margir raarksæknir leikmenn hafi leikið með liðinu í 1. deild. i-------------------------------------------------n ! Guðjón og lan Fleming! ! bætast í hópinn hjá FH! Nokkrar breytingar verða á með Fram, leiki með liðinu í sum- | I FH-hðinu frá síðasta keppnistíma- ar. ■ I bili en ekki þó eins miklar og hjá Tvö nöfri ber hæst þegar litið er I I mörgum öðrum liðum í 1. deild. yfir nýja leikmenn í herbúðum I I FH-inga. • I Ingi Bjöm Albertsson hefur sem Það er annars vegar Guðjón Guð- I j kunnugt er skipt yfir í Val og þang- mundsson sem áður lék með ÍK | að fór einnig Ólafur Jóhannesson. og Þór frá Akureyri og svo þjálfar- | Þá er talið mjög ólíklegt að ólaf- inn Ian Fleming sem þykir mjög . | ur Hafsteinsson, áður leikmaður liðtækur leikmaður. I___________________________________________________I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.