Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 18
68 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. Popp C.S.N.& Y. saman á ný Gömlu félagamir David Crosby, Stephen Stills, Graham Nash og Neil Young eru famir að æfa saman og hafa verið að halda hljómleika að undanfómu í Bandaríkjunum. Crosby, Stills og Nash komu reynd- ar saman fyrir nokkrum árum og gerðu eina plötu saman en Neil Young hefur ekki starfað með þeim frá árinu 1974. Harrn gerði aðeins eina stúdíóplötu, Deja Vu, með þess- um merka kvartetti, en þegar vinnsla annarrar stúdíóplötunnar var að hefjast sinnaðist honum eitthvað við félaga sína, gekk út úr hljóðverinu og kom aldrei aftur, skv. því sem haft var eftir David Crosby. Þar með urðu þeir þrír á nýjan leik. En hvað veldur því að Neil Young gengur til liðs við þessa gömlu félaga sína 13 árum eftir að samstarfinu lauk? kann einhver að spyrja. Að sögn Neils Young má leita skýr- inganna hjá David Crosby. Hann var driffjöðrin í gamla daga og nú, þegar hann hefúr losað sig við eiturlyfja- vandann og er orðinn eins og maður á nýjan leik, er kominn grundvöllur fyrir frekara samstarf. David Crosby, sem er orðinn 45 ára gamall, er í góðu formi eftir fangavist og dvöl á endurhæfingarhæli. Hann var hand- tekinn og dæmur til átta mánaða fangavistar í héraðsfangelsi Dallas á síðasta ári vegna eiturlyfja sem fund- ust í fórum hans og fyrir ólöglegan Helgaipopp Jónatan Garðarsson vopnaburð. Nú leikur hins vegar allt í lyndi og Crosby hefur ekki verið jafnvel á sig kominn líkamlega og andlega í 10 ár. Þeir byijuðu að hljóðrita efhi á nýja plötu í febrúar, en það eru nokk- ur ljón á veginum. Neil Young á enn eftfr að skila Geffen útgáfúnni tveim- ur plötum áður en einkasamningur Geffens við Young rennur út. Geffen sjálfur segir ekkert því til fyrfrstöðu að Crosby, Stills, Nash og Young geri plötu, eina skilyrðið sé að hún komi út hjá sér. Hinir þrír eru samn- ingsbundnir hjá Atlantic útgáfunni og þess vegna getur orðið nokkuð erfitt að útkljá málin. En Young hef- ur engar áhyggjur. Hann segir að ekki sé hægt að banna mönnum að starfa saman á listrænum grundvelli vegna einhverra fjármálasamninga. Þeir muni gera plötuna og skila henni af sér, síðan geti viðskiptajöfr- amir samið um skiptingu kökunnar. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort platan kemur út á þessu ári eða eftir fimm ár. Þeir segjast vera í það góðri samæfingu núna og eiga það mikið af góðum lögum að þau komi til með að standast tímans tönn og aðdáend- ur þeirra hafa sýnt að þeim er sama þótt rúmur áratugur sé nú liðinn síð- an þeir unnu síðast saman. Hvað eru þá nokkur ár í viðbót ef því er að skipta? U2 veldur öngþveiti Irska hljómsveitin U2 fylgir nú plötunni Joshua Tree eftir með hljómleikaferð um Bandaríkin. Þegar sveitin hafði viðdvöl í Los Angeles fyrir stuttu var ákveðið að nota tímann og gera myndband við lagið Where The Streets Have No Name sem mun verða á næstu smáskífu þeirra. En ekki eru allar ferðir til fjár og það sannreyndu strákarnir í U2. Þrátt fyrir að þeir hefðu gert allar ráðstafanir, svo sem að fá leyfi borgaryfirvalda og þess háttar, fór allt úr böndunum. Þeir ætluðu að mynda á þaki vöruskemmu nok- kurrar í fremur vafasömu hverfi í Los Angeles en svæðisútvarpsstöð hafði fregnað hvað til stóð og sagði frá atburðinum i útsendingartíma og gaf jafnframt upp staðsetningu og tímasetningu myndatökunnar. Það var ekki að sökum að spyrja. Allt varð vitlaust. Þegar yfirmenn lögregluliðs Los Angeles fréttu af útsendingu stöðv- arinnar voru ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir öngþveiti en allt kom fyrir ekki. Þegar lögreglan kom á vettvang höfðu þúsundir dyggra aðdáenda mætt á staðinn og næriiggjandi götur voru því tepptar sökum mannfjöldans. Reynt var að koma fólkinu í burtu en ekkert gekk og gripu lögreglu- mennirnir þá til þess ráðs að ræða við meðlimi hfjómsveitarinnar. Þeim viðræðum lauk á þá leið að strákunum frá eyjunni grænu var skipað að ljúka myndatökum á 20 mínútum og hafa sig síðan á brott. Þessum fyrirmælum hlýddu þeir hins vegar ekki og gerðu lögregl- unni þann grikk að bregða á leik og spila fyrir nærstadda aðdáendur sína lögin Sunday Bloody Sunday, Dancing in the Street og Where the Streets Have No Name. Gripu þá lögregluyfirvöld til þess ráðs að taka rafmagnið af hverfinu í miðju lagi og síðan var ráðist til úpp- göngu og meðlimir U2 reknir á braut ásamt aðstoðarfólki sínu. Mega drengirnir þakka fyrir að ekki var gripið til þess ráðs að handtaka þá fyrir að stofna til óspekta á almannafæri. Meðlimir U2 veita irskum aðdáanda eiginhandaráritun. A myndinni sjást Alison (kona Bono), The Edge, Larry Mullen Jr. Bono, aðdáandinn heppni og Paul McGuinnes, umbi U2. Grace Jones, Yoko Ono og Sean Lennon hugleiða hvernig heimildar- myndin um ævi Johns Lennon muni lita út á hvíta tjaldinu. Ný heimildarmynd um Lennon Vinnsla er hafin á nýrri heimild- arkvikmynd um ævi Johns Lennon sem á að bera heitið In My Life. Yoko Ono hefur gefið leyfi sitt til vinnslunnar og jafnframt veitt framleiðandanum, David L. Wol- per, fullt athafnafrelsi við gerð myndarinnar. Hún hefur afhent honum ýmsar heimildarmyndir, kvikmyndabúta, sem þau gerðu saman, og ýmsar myndir af Lennon úr einkasafni sínu. Þá hefur Yoko sagt að hann geti notað ýmis lög sem Lennon samdi á sínum tíma en hafa hvorki heyrst áður né ve- rið hljóðrituð. Kvikmyndafram- leiðandinn David L. Wolper hefur gert myndir á borð við This Is El- vis, Hellstrom Chronicle og Willy Wonka and the Chocolate Factory. Hann hefur náð samningum við EMI og Capitol um notkun á tón- list þeirra sem Lennon hljóðritaði, bæði með Bítlunum og einn síns liðs. Wolper hefur algerlega frjáls- ar hendur og þarf ekki að leita samþykkis hjá Yoko né neinum öðrum um samsetningu efnisins. Hér er fyrst og fremst um kvik- mynd að ræða og Yoko Ono hefur látið hafa eftir sér að hún þekki fyrri verk Wolpers og beri fullt traust til hans. Þau hafi hist og hann hafi sannað fyrir sér að hann 'beri mikið og gott skynbragð á það hvernig John Lennon var í raun- inni og hvernig best sé að koma þeirri vitneskju á framfæri við komandi kynslóðir, sem og þá sem þekktu verk hans af eigin raun. „Ég tel að þetta eigi að verða hin eina og sanna heimild um John,“ segir Yoko. „Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum en hún á að vera gerð með þeim hætti að allir núlifandi aðdáendur og þær kyn- slóðir sem á eftir okkur koma geti farið og kynnt sér allt um John Lennon á næsta kvikmyndasafni." Samkvæmt nýjustu fréctum mun áætlað að Live Aid 2 eða One World tónleikarnir verði haldnir í júlí þrátt fyrir að Terry Waite, verndara tónleikanna, sé enn hald- ið í gíslingu í Beirút. Ekki hafa enn komist á kreik flugufregnir um hvaða hljómsveitir og söngvarar koma til með að troða upp. Amnesty International fyrir- hugar að halda veglega upp á það þegar 40 ár verða liðin frá því að mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var gerður opinber. Þetta merkisafmæli verður haustið 1988 og er áætlað að tónleikaferðin heíj- ist í september og standi í 40 til 60 daga og að farið verði um Norður- og Suður-Ameríku, Evrópulönd, Asíu og Afríku. Meðal hljómsveita, sem nefndar hafa verið til leiksins, er Dire Straits, en sú hljómsveit er í rauninni ekki til í dag. Mark Knopfler og John Isley bassaleik- ari leystu sveitina upp í lok Brothers in Arms hljómleikaferð- sumarsins Madonna er á meðal þeirra sem leggjast í ferðalög í sumar til að skemmta aðdáendum sinum. arinnar og það er því óvíst hvort hljómsveitin er til og hverjir eru þá meðlimir hennar. Prince mun ætla í hljómleikaferð um Evrópu í sumar í kjölfar útgáfu plötunnar Sign ’O’The Times. Hann losaði sig við hljómsveitina Revolution á síðasta ári og verður því að finna nýja meðreiðarsveina til hljómleikahaldsins. Sömu sögu er að segja af David Bowie sem var að senda frá sér nýja plötu. Hann hefur skipulagt sína viðamestu hljómleikareisu til þessa og mun m.a. koma fram á Wembley dagana 19. og 20. júni. Nú þegar er uppselt á seinni tón- leikana en heppnir aðdáendur geta ef til vill tryggt sér miða á fyrri tónleikana ef gripið er til skjótra aðgerða. Þeir sem leika með Bowie að þessu sinni eru: gamli skólafé- laginn Peter Frampton, Carlos Alomar, Carmine Rojas, Allen Childs, Richard Cottle og tyrk- neski hljómborðsleikarinn Erdal Kizilcay. Bob Dylan ætlar að halda tón- leika víða, fyrst með Grateful Dead en síðan með Tom Petty and the Heartbreakers. Kanadíski rokkarinn Bryan Ad- ams var að senda frá sér plötuna Into the Fire og í kjölfarið fer hann í hljómleikaför. Madonna mun trú- lega halda í reisu í sumar um leið og búið er að frumsýna þriðju kvik- mynd hennar, Who’s That Girl. Þá verða samkvæmt venju fjölmargar tónlistarhátíðir haldnar í Bretlandi og annars staðar í Evrópu í sumar. Meðal þeirra sem koma fram á Glastonbury-hátíðinni 19. til 21. júní eru Elvis Costello, Commun- ards, Robert Cray, Los Lobos, Richard Thompson Band, Wood- entops, Mighty Lemon Drops, Ben E. King, Taj Mahal, Van Morrison og New Order.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.