Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987. 67 Bílar . WBj| III r HB tt fX i Citroen AX - ný hugsun í gerö smábíla frá þessum frönsku bílasmiöjum - er nú loks kominn hingaö til lands. Þessi bill byggir aö mörgu leyti á því sem áður sást í BX-bílnum en í útliti er honum stefnt gegn mörgum keppinautum i sama stærðarflokki. DV-mynd RS Citroen AX er mættur til leiks - léttur og lipur smábíll sem höfðar til breiðari kaupendahops Það vakti þónokkra athygli á sið- asta ári þegar Citroen kynnti nýjan smábíl, Citroen AX. Þessi bíll var kynntur fyrst opinberlega í Bergerac í Suður-Frakklandi í september og þá fjallað um hann hér í DV. Nú er AX loks kominn hingað til lands og því rétt að tæpa lítillega á því helsta. AX er sá bíla frá Citroen sem minnst minnir á fyn'i bíla frá þeim verksmiðj- um. I útliti svipar honum mjög til annarra bíla í sama stærðarflokki og innrétting og mælaborð eru einnig fjarri því sem áður befúr sést á þeim bæ. Þessa línu höfum við þó séð áður í Citroen BX. AX-bílnum er greinilega ætlað að höfða til breiðari kaupenda- hóps líkt og BX á sínum tíma. Þótt AX sé kannski ekki svo frá- brugðinn í útlití frá öðrum bílum í sama stærðarflokki þá hefur hann hlotið í arf frá fyrirrennurum sínum ýmsa þá kosti sem lyfta honum upp. AX hefur greinilega notið góðs af tilraunabílnum ECO 2000 frá Citroen, sérstaklega hvað varðar lækkun heild- arþyngdar, minni mótstöðu og betri nýtingu vélarafls. Heildarlengd bílsins er aðeins 3,5 metrar en þrátt fyrir það er innanrým- ið lengra en í flestum keppinautanna eða alls 161 sentímetri. Þá er hann ríkulega búinn aukahirsfum og hólf- um, alls á 18 stöðum. Athygli vekur hve léttur bíllinn er. Notkun gerviefna hefur gert sitt til að létta bílinn. Útkoman er bíll sem er um hundrað kílóum léttari en marg- ir keppinautanna eða 640 til 695 kíló eftir búnaði. f upphafi var búist við nýrri gerð véla í AX, svipaðri FIRE vélinni í Fiat, en Citroen og Fiat höfðu átt samvinnu við hönnun slíkra véla. Frá þessu var horfið og hannaðar nýjar vélar, 954 cc - 45 hö., 1124 - 55 hö. og 1360 - 65 hö. Þessi nýja vél er með yfirliggjandi knastás og ýmsum öðrum nýjungum. Gírkassi er einnig nýr, 4ra eða fimm gíra og er hann algjörlega smíðaður af vélmennum. Hann er smurður fyrir „lífstíð" með sérstakri olíu. Fjöðrunin er einnig ný af nálinni hvað varðar bíla frá Citroen. Hin róm- aða vökvafjöðrun Citroen er ekki lengur fyrir hendi heldur er komin McPherson gormaflöðrun að framan og að aftan er einnig sjálfstæð fjöðrun en í formi þverstæðrar snúnings^öð- runar með láréttum höggdeyfum sem gera það að verkum að gólfið að aftan getur verið lægra og þar með meira rými fyrir farangur. Það verður aldrei af Citroen skafið að þar eru þægindin sett ofar mörgu öði-u. Hvað AX varðar þá er hann þægilegur í akstri þótt ekki sé mjúku hreyfingunum. sem einkenndu bílana frá Citroen með vökvafjöðruninni, fyr-. ir að fara. Fjöðrunin er stíf og jöfh og svarar sérstaklega vel í hörðum beygjum og á holóttum vegi. Sætin í dýrari gerð- unum eru sérlega góð og styðja vel við ökumann og farþega í akstri. Mælaborð og stjómtæki eru horfin frá fyrri línu Citroen og em meira í anda annarra svipaðra bíla. Stjómi'of- ar fyrir stefnuljós, ljós og þurrkur em á stilkum en rúðusprauta í hnapp í mælaborði. Bílar Jóhannes Reykdal Þótt innanrýmið sé mikið þá finnst mér fulllítið fótarými fyrir vinstri fót- inn í akstri, þvi hjólskálar taka of mikið af fótaiýminu. Lengd innanrým- isins kemur hins vegar til góða fyrir aftursætisfarþegana því nóg rými er fyrir hnjákollana þótt framsæti sé ýtt aftur. I reynsluakstri kom þessi nýi Citroen vel út, gott viðbragð og nægilegt vélar- afl, sérstaklega í dýmstu gerðinni, AX 14 TZS, sem er með 65 hestafla 1360 rúmsentímetra vél. Bensíneyðslan kom mér einnig á óvart því meðal- eyðslan í reynsluakstrinum reyndist aðeins 4,8 lítrar á hundraðið þótt ekki væri ekið með neinn sparakstur í huga. Ég var svolítið efins hvernig svo létt- ur bíll 'kæmi út T kröppum beygjiun. Raunai' gerir náttúrulögmálið ráð fyr- ir að jafnléttur bíll hafi minna veggrip en þeir sem þvngri ei-u en það var sama hvemig bílnum var þevtt inn í krappar beygjur, hann skilaði sér allt- af rétt úr þeim. Heildarniðurstaða reynsluaksturs á AX er sú að hér er vel heppnaður bíll á ferðinni. Hann er ..minni" Citroen en búast mátti við en verðugur keppi- nautur bíla eins og Fiat Uno. Peugeot 205 og Renault 5. Plúsar eru góðir aksturseiginleikai'. gott útsýni. þægileg stjómtæki og góð- ur búnaður. Mír.usar em ónógt fótarými að fram- an, slæmur aðgangui' að rúðusprautu og óvarið vai'adekk undir bilnum að aftan. Nú er bara að sjá hvernig AX stend- ur sig í samkeppninni hér á landi. Hvað verðið áhrærir þá ætti hann að geta keppt á þeim markaði því ódýr- asti bíllinn sem boðið er upp á hér. AX 10 RE. kostar um 329.900. Dýrasti bíllinn. AX 14 TZS. kostai' hins vegar mn 415.000 krónur. Nokkrar tölur: Lengd: 3,50 m Breidd: 1,56 m Hæð 1.35 m Öxlabil: 2.285 m Þyngd: 640-695 kg (eftir gerð). Vélar: Fjögurra strokka. þverstæð með yfirliggjandi knastás. AX 10: 954 rúmsm, 45 hö. (32,5 kW) við 5200 sn. á mín. Þjöppun 9,4:1 AX 11:1123 rúmsm, 55 hö. (40 kW) við 5800 sn. á mín. Þjöppun 9,4:1 AX 14:1360 rúmsm, 65 hö. (47 kW) við 5400 sn. á mín. Þjöppun 9,3:1 Gírkassi. A-X 10 og 11: Fögurra gira. AX 14: Fimm gíra. Hjól: AX 10 og 11: 135/70-13. AX 14: 155/70-13. Fjöðmn: McPherson að framan, þver- stæð snúningsfjöðmn að aftan. Hemlar: Diskar að framan, skálar að aftan. Hjálparafl á dýrari gerðunum. Stýri: Tannstangarstýri. Aldagamlar kínverskar trékúlur gera aksturinn þægilegrí Aldagömul kínversk hefð verður ef til vill til þess að létta mörgum ökumanninum langa setu undir stýri. Hér er um að ræða svokallaðar slökunarkúlur, nokkurs konar sætaáklæði úr litlum trékúlum sem festar em saman með gimi og mynda heila mottu yfir allt sætið. Þetta er í raun byggt á þúsund ára gamalli kínverskri hefð og enn þann dag í dag nota Kínverjar mottur úr slíkum kúlum til að sofa á. Þessar sætamottur em tveggja ára gömul uppfinning, uppmnnin í Frakklandi. Þar í landi má segja að hún hafi sleg- ið í gegn og sem dæmi má nefna að 15.000 leigubílstjórar í París einni nota slökunarkúlurnar við akstur- inn. Galdurinn við þessar kúlur er sá að við hrevfingu bílsins nudda kúl- umai’ líkamann og koma þar með blóðinu á hre.N'fingu. Með þvi má koma í veg fyrir bakverki og ýmsa aðra kvilla sem langsetur undir stýri geta orsakað. Frágangurinn á kúlunum er með þeim hætti að tvefr þræðir úr gimi em þræddir í gegnum hverja kúlu og mynda net sem á að halda þótt annar þráðurinn slitni. Kúlurnar eru meðhöndlaðai- á sérstakan hátt þannig að þær em glansandi og þar með auðveldara að fara út úr bílnum eða renna sér inn í sætið. Ótrúlega þægilegt Ég var hálfvantrúaður i upphafi á að það gæti verið þægilegt að sitja á grjóthörðum trékúlum í akstri. Revndin varð allt önnur. Það er ótrúlega þægilegt að sitja á slökun- arkúlunum og þær bera svo sannar- lega nafn með rentu því eftir akstur. sérstaklega á lengri leiðum. er það staðreynd að ökiunaðurinn er með minni strengi eða önnur óþægindi. Einnig koma kúlurnar algjörlega í veg fyrir þá óþægindatilfinningu sem er því samfara að svitna við langa setu undir stýri. Það er Islendingur. búsettur í Dan- mörku. Freyr Franksson. sem á heiðurinn af því að kynna okkur þessa nýjung og flytur hana inn en hér á landi verða kúlumottumar fáanlegar á bensínstöð\'um Olís. Einnig hefur Freyr kynnt þær ýms- ’um starfsstéttum sem vegna vinnu sinnar þurfa að sitja lengi undir stýri. Þeiira á meðal má nefha leigU- bifi'eiðastjóra og þeir sem reynt hafa kúlumar rilja ekki án þeima vera. og sja ma mynaa kulurnar heila mottu yfir sætið. Að ofan eru þær festar með höfuðpúðafestingunum en bundnar niður til hliðanna að neðan. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.