Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1987, Blaðsíða 6
56 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1987. ' /I. i 1 .tV, i?*f*&*Í*J>*« mwM^ llitll Málmfríður Sigurðardóttir: Við gerum okkar kröfur og hvikum ekki frá þeim DV-mynd GVA íslenskra stjórnmála- manna bíður nú það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn. Þeir, sem og aðrir landsmenn, spá í stöðuna sem upp kom með kosningunum. Málmfríður Sigurðar- dóttir er komin norðan úrlandi til að leggja hönd á plóginn með sam- herjum sínum af Kvennalistanum. Hún er ein þeirra kvenna sem nú taka sæti á þingi eftir sögulegar kosningar. Hún hefur að vísu setið þar áður sem varamaður en nú tekur föst þingseta við. Lífs- hlaup Málmfríðar er ólíkt því sem flestir aðrir þingmenn eiga að baki og til þessa hafa konur, sem titla sig „aðstoðar- matráðskonur“, ekki verið í hópi þingmanna. „Eg hef ekki beinlínis gert mér grein fyrir hvernig ég fell inn í hóp þingmanna og hef ekki áhyggjur af því,“ segir Málmfríður þegar hún er spurð hvernig hún hugsi til starfsins næsta vetur. Margt ólært „Ég geri mér samt ljóst að ég á margt ólært af því sem kunna þarf skil á en mér dettur ekki hug að ég geti ekki lært það eins og hver annar. Ég hef alla tíð haft áhuga á þjóð- málum en mínar heimilisástæður leyfðu ekkert að ég tæki beinan þátt. Ég tck heimilið fram yfir afskipti af stjórnmálunum. Ég á mörg börn og þurfti að sinna þeim.“ Málmfríður skipaði fyrsta sætið hjá Kvennalistanum í Norðurlands- kjördæmi eystra við þessar kosning- ar. Hún var í sama sæti við kosningamar árið 1983 og var þá nærri því að ná kjöri. ' „Aðdragandinn að því að ég fór að starfa með Kvennalistanun var sá að ég fylgdist á sínum tíma vel með kvennaframboðinu sem bauð fram til bæjarstjórnar á Akureyri árið 1978,“ segir Málmfríður. „Að vísu starfaði ég ekkert með þeim konum því ég hafði ekki að- stöðu til þess. En ég fylgdist með þeim og fannst það merkilegt sem þær voru að gera. Andvökunætur vorið 1983 Þegar að því kom að þær urðu að ákveða hvort ætti að bjóða fram til Alþingis við kosningarnar árið 1983 boðuðu þær mig á fund til sín gagn- gert til að spyrja hvort ég vildi taka efsta sæti á lista. Þá var orðinn mjög skammur tími til stefnu. Ég held að það hafi ekki verið eftir nema rúm vika af framboðsfrestinum. Ég hafði því nánast engan umhugsunartíma og ég hefði ef til vill aldrei farið í framboð ef ég hefði fengið lengri tíma til að hugsa mig um. Mér fannst afleitt ef framboðið strandaði á því að ég segði nei. Það réð úrslitum og ég sé ekki eftir að hafa slegið til. Þetta kostaði mig auðvitað andvökunætur og alls kon- ar hugrenningar því ég gerði mér grein fyrir því að ég var alls ekki undir þetta búin. Ég gerði mér einn- ig grein fyrir því að það væri ekki óhugsandi að þingseta fylgdi í kjöl- farið. Akurinn var ekki mikið plægður þá og við renndum blint í sjóinn með hvaða fylgi við hefðum úti í kjör- dæminu. Við vissum að við áttum sterkan kjarna á Akureyri. Þó voru alls ekki allar konur, sem fylgdu framboðinu til bæjarstjórnarinnar, því sammála að bjóða fram til Al- þingis. Samt sem áður held ég að þær hafi flestar fylgt okkur þegar á hólm- inn var komið." - Þú segist lengi hafa haft áhuga á þjóðmálum. Fylgdir þú þá öðrum stjórnmálaflokki að málum áður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.