Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. 7 Atvinnuinál Kvótaeftirlitið hert: Sjavarutvegsráðuneytið framkvæmir skyndikannanir höfum orðið að biðja um skýringar á ýmsu, segir Þórður Eyþórsson Lengi heíur legið grunur á að þorski væri landað sem annarri fisk- tegund og hefur stundum verið talað um „gula ýsu“ í því sambandi. Nú hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að framkvæma skyndikann- anir hjá frystihúsum í landinu í þessu sambandi. Þegar hefur verið farið í bókhald nokkurra frystihúsa á Suðumesjum, Vesturlandi og Vest- íjörðum. Þórður Eyþórsson í sjávarútvegs- ráðuneytinu sagði að farið væri ofan i bókhaldsgögn íyrirtækjanna, magn og aflasamsetning athuguð. Síðan væri þetta borið saman við þær skýrslur sem Fiskifélagi Islands væm sendar um afla og aflasamsetn- ingu þeirra skipa sem lönduðu hjá viðkomandi fyrirtæki. „Ég vil ekkert segja á þessari stundu um niðurstöður enda liggja þær ekki endanlega fyrir en ég get þó sagt það að við höfum í nokkrum tilfellum orðið að biðja um frekari skýringar," sagði Þórður Eyþórsson. Sjómenn, sem andvígastir em kvótakerfmu, hafa opinberlega gum- að af því að landa „gulri ýsu" og hafa haldið því fram að mikið sé gert af því að fara fram hjá kvóta- kerfinu. Til þessa hafa vigtarmenn, fiskmatsmenn og eftirlitsmenn ráðu- neytisins séð um eftirlitið en hafa átt mjög erfitt um vik að fylgjast með löndunum allra fiskiskipa og báta. Þessi herferð sjávarútvegs-- ráðuneytisins mun halda áfram og verða frystihús og fiskvinnslustöðv- ar skoðaðar allt umhverfis landið á næstunni og þau valin af handahófi að sögn Þórðar Eyþórssonar. -S.dór Mokveiði af grálúðu - gott verð er nú fyrir lúðuna erlendis Grálúðuveiðitímabilið stendur nú sem hæst og hafa togararnir mokveitt að undanfömu. Aðalveiðitímabilið er frá miðjum apríl fram í síðari hluta maí en þennan tíma heldur hún sig mjög þétt og er aðalveiðisvæðið út af Vestfjörðum. Þröstur Einarsson, verkstjóri hjá Granda, sagði að í byrjun veiðanna hefði lúðan verið horuð en nú væri hún orðin feit og væm togaramir að koma með afbragðs fi§k að landi. Ottó N. Þorláksson kom í gær með 170 lest- ir af grálúðu og 70 lestir af karfa eftir tiltölulega stutta veðiferð og þannig hefur það líka verið hjá öðrum togur- um að undanfómu, stuttar veiðiferðir og góður afli. Verð fyrir grálúðu er gott erlendis um þessar mundir en aðalmarkaðir fyrir grálúðu em í Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum. Mjög seinlegt er að vinna grálúðu í frystihúsum og raunar em grálúðuveiðar með því erf- iðasta sem togarasjómenn komast í. Þess vegna er nú unnið dagfari og náttfari í frystihúsi Granda hf. við þennan mikla afla sem berst að landi. -S.dór Verkfall leiðsögumanna: Lausn virðist ekki í sjónmáli - endurskoðunarákvæði aðaldeilumálið Svo virðist sem lausn sé ekki í sjónmáli í deilu leiðsögumanna og ferðaskrifstofanna en verkfall leið- sögumanna hefur nú staðið á sjöttu viku. Engar viðræður hafa átt sér stað síðan fyrir viku þegar upp úr samningaviðræðum slitnaði. Friðrik Haraldsson leiðsögumaður sagði að krafa þeirra um lágmarks- laun væri sú sama og samið hefði verið um í desembersamningunum fyrir faglært fólk eða 35 þúsund krónur á mánuði. Síðan væri gert ráð fyrir taxta upp á 37.625 krónur og 42 þúsund krónur á mánuði fyrir fólk með mesta starfsreynslu. Grunnlaun leiðsögumanna eru nú frá 23.500 krónum og upp í 27.200 krónur á mánuði. Hann sagði að eiginlega væri orðið samkomulag um þessi laun og einnig að greiða 10% álag ef talað er fleiri en eitt tugumál í rútu. En ferðaskrifstofum- ar vilja ekki greiða þau 2% sem fólk fékk 1. mars og þær vilja heldur ekki skrifa undir það að leiðsögu- menn fái þær hækkanir sem kynnu að koma út úr viðræðum Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins um endurskoðun launataxtanna í ljósi samninga opin- berra starfsmanna að sögn Friðriks. Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofú ríkisins, sagði kröfur leiðsögumanna óbilgjamar. Þeir fæm fram á tvisvar sinnum hærri prósentuhækkun en annað fólk í landinu hefði fengið. Benti Kjartan á að aðeins 3 eða 4 aðilar hefðu leið- sögn að aðalstarfi, hinir væm í langflestum tilfellum kennarar á fúllum launum nú í verkfallinu og á kennaralaunum yfir sumarið auk leiðsögumannslauna. „Við erum nýbúnir að skrifa undir nýja kjarasamninga við annað starfsfólk okkar og við gætum ekki horft frarnan í það ef við samþykkt- um og skrifuðum undir kröfúr leiðsögumanna," sagði Kjartan. Hann sagði lika að sér þætti það í hæsta máta ósmekklegt af leiðsögu- mönnum að dreifa áróðursbækling- um sínum til erlendra ferðamanna á hótelunum hér en það hefðu þeir gert að undanförnu. Kjartan sagðist vona að skriður færi að komast á samningamálin og það sama sagði Friðrik Haraldsson. -S.dór Otto N. Þorláksson kemur að landi með 170 tonn a< grálúðu og 70 tonn af karfa. DV-mynd S NÝ MYNDBÚNDí DAG The Messenger Hörkuspennandi mynd um uppgjör fyrrverandi fanga við fíkniefna- kónga undirheimanna. Aðalhlutverk Fred Williamson. Deadly Trigger Tónleikaferð Morrisonsystranna færóvæntan endi. Lögreglan stendur ráðalaus en systurnar leggja allt í sölurnar til að upplýsa málið. Aðalhlutverk: Aundrey Landers (Dallas) og Judy Landers. DREIFING: MELBÆ 4, SÍMI72151. ■ l* * L 4'*'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.