Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. 15 Sfjómmál í uppnámi Þá er kosningaslagurinn afstaðinn með þeim afleiðingum að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar missti meirihluta sinn. Margt annað gerð- ist í þessum kosningum sem sjálfsagt þykja meiri tíðindi. Nýr flokkur, sem að mestum parti er klofningur úr Sjálfstæðisflokki, klofningur sem trúlega hefði ekki verið hægt að komast hjá til langs tíma, náði nær ótrúlegu fylgi á einum mánuði. Ekki var það fyrir skelegga baráttu for- ystumannsins, sem í raun hefði átt að vera búið að víkja úr embætti íyrir mörgum mánuðum, heldur hitt hvemig að því var staðið, svo og ágreiningurinn sem til staðar var innan flokksins. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Sjálfstæðifslokkinn því nú hefur hann tapað ímyndinni sem flokkur allra stétta. Fljótt á litið sýnist svo að Albert verði ekki sterk- asti maður þessa flokks þó svo hann sé kveikjan. Þama munu taka for- ystu yngri stjómmálamenn sem hafa mikla reynslu og þeir munu veita Sjálfstæðisflokknum mjög harða samkeppni. Hin blindu markaðs- hyggjuöfl innan Sjálfstæðisflokksins munu því eiga erfitt uppdráttar á næstunni. Frjálshyggjan var for- dæmd í þessum kosningum og notuð sem sérstök grýla. Helsti talsmaður hennar, Vilhjálmur Egilsson, fékk slíka útreið að fádæmi má kalla. Því er sennilegt að sveit Hannesar Hólmsteins verði ekki flíkað á veg- um Sjálfstæðisflokksins að sinni. Að markaðssetja Framsóknarflokkurinn fékk betri útkomu en almennt hafði verið gert ráð fyrir. Hann var reyndar eini flokkurinn sem beitti pólitískri markaðssetningu að einhverju ráði. Þar var einkum tvennt markaðssett. I fyrsta lagi var það persónan Stein- grímur Hermannsson og í öðru lagi sá góði árangur sem stjómin sagðist hafa náð. Það sem misfarist hafði hjá stjóminni, svo sem fjármála- stjómin, heyrði undir hinn stjómar- vanda af niðurfærslu verðbólgunnar var Ásmundur Stefánsson, forseti ASf. Hann fékk hins vegar hörmu- lega útreið í kósningunum. Ástæðan fyrir því var sú að fólk var ekki til- búið í tvígang að borga niður verðbólgu með því að taka aftur á sig hraksmánarleg laun á sama tíma KjáUarinn Kári Arnórsson skólastjóri frumkvæði verið í kjarabaráttunni. Á þeim hafa líka lágu launin bmnn- ið heitast. Alþýðubandalagið skynj- aði ekki þar sinn vitjunartíma, mest kannski vegna innri átaka í flokkn- um. Alþýðuflokkurinn missti minna fylgi til Kvennalistans, enda hefur flokkurinn líklega átt minni ítök í fylgi róttækra kvenna. Þó að Al- þýðubandalagið byði fram mun fleiri konur í líkleg þingsæti en Alþýðu- flokkurinn þá virtist það vera um seinan. Sigur Kvennalistans á eftir að hafa mjög miklar breytingar í för með sér í íslenskum stjómmálum. Sigur Al- þýðuflokksins, sem í sjálfu sér getur nú ekki talist merkilegur ef horft er til kosninganna 1978, er ekki stór- viðburður. 1978 var Bandalag jafn- aðarmanna ekki orðið til. Á síðasta ári liðins kjörtímabils var þing- mannafjöldi Alþýðuflokks orðinn 9 og sennilegt að fylgi BJ hafi þá þeg- ar verið búið að skila sér heim. Sigur Alþýðuflokksins felst í þvi að verða stærsti andstöðuflokkur núverandi stjómar, sem flest í miklu tapi Al- þýðubandalagsins eins og fyrr getur. Ekki er samt ástæða til að draga fjöður yfir þá staðreynd að máttleysi flokksins á fyrri árum hefur breyst i afl og Jóni Baldvin ber að þakka það öðrum fremur. Hver áhrif þeirra flokka, sem utan stóðu í ríkisstjóm, verða í nýrri stjóm skal ósagt látið, en verði A-flokkamir hvor sínum megin við stjómarborðið er líklegt að enn líði langur tími þar til heil- indi verða í þeirra samstarfi. Framsóknarflokkurinn hefur lifað á því að vera í stjóm og í sviðsljósinu. Hverfi hann þaðan er hætt við að hann hafi fyrir lítið að lifa. Líklegt er að Borgaraflokkurinn verði utan stjómar ætli hann að festa sig í sessi. Þar hlýtur margt að þurfa skipulagningar við. Kvennalistinn hefúr sérstöðu sem gerir hinum flokkunum öllum erfitt fyrir. Þeim flokkum er öllum stjóm- að af körlum sem enn virðast ekki skilja kvennapólitíkina. Þeir sjá að vísu að Kvennalistinn stækkar og þess vegna sé best að taka hann inn í stjóm en hvemig á að öðm leyti að bregðast við honum vita þeir ekki. Þeir óttast eitthvað nýtt og dularfúllt sem þeir hafa aldrei reikn- að með í sinni pólitík. Þvi þykir mér líklegt að þeir hafi enn ekki þroska til að taka Kvennalistann með sér í stjóm þó að þeir kunni að kalla það hræðslu. Mér kæmi ekki á óvart þótt ný- sköpunarstjórnin skyti upp kollinum undir forsæti Þorsteins. Um lífdag- ana ætla ég ekkert að segja. Kári Ámórsson. . .verði A-flokkarnir hvor sínum megin við stjórnarborðið er líklegt að enn líði langur tími þar til heilindi verða í þeirra samstarfi.“ flokkinn. Auglýsingamar á Steingrími Hermannssyni minntu óþægilega mikið á ameríska kosn- ingabaráttu. Peningum var þar útdeilt í formi auglýsinga eins og flokkurinn væri vellríkur. Þó er vit- að að Framsóknarflokkurinn er stórskuldugur. Menn geta getið sér til um hver hafi verið fjárhagslegi bakhjarlinn. Á síðasta kjörtímabili var Steingrímur Hermannsson af- skaplega mikið í sviðsljósinu. Ekki var það síst vegna mikilla ferðalaga. Þannig skapaði hann sér að vera inni á gafli hvers heimilis oftar en nokkur annar, í gegnum sjónvarpið. Hann, sem og reyndar menn úr hin- um stjómarflokknum, hömruðu sífellt á árangri stjómarinnar í efna- hagsmálum. Sannleikurinn er hins vegar sá að verkalýðshreyfingin lagði allt upp í hendumar á ríkis- stjórninni. Það var hún sem færði niður verðbólguna. Steingrímur gerði minnst sjálfur. Hann var hins vegar talsmaðurinn og þakkaði sjálf- um sér. Sá sem átti mestan veg og og launaskrið hafði orðið gífurlegt í þjóðfélaginu og einkageirinn marg- faldað laun hæstu manna. Það haföi Kjaradómur gert einnig. Fólki fannst kominn tími til að aðrir tækju meiri þátt í stríðinu við verðbólguna og vinnuþrælkuninni létti. Þetta hvort tveggja var tengt Ásmundi þvi hann hafði skrifað undir samning- ana, ekki Steingrímur. Ótti við konurnar -ótti við ný viðhorf Alþýðubandalagið fékk herfilega útreið í þessum kosningum. Tví- skinnungurinn í flokknum á þar drýgstan þátt. I launabaráttunni hefur flokkurinn verið klofinn. Flokkurinn á ekki að hengja sig á þverpólitiskt ASl heldur hafa djörf- ung til að móta eigin stefnu. Það breytir engu þótt forseti ASÍ sé fé- lagi í flokknum. En það er eins og flokkurinn sé viðspymúlaus. Þess vegna tekst Kvennalistanum að plokka fylgið af honum án mikillar fyrirhafnar. Hjá konunum hefur allt Átján rauðar rósir Alþýðuflokkurinn hlaut tiu þing- menn í síðustu kosningum ,og Alþýðubandalagið átta. Margir telja núna að þama séu þær komnar átján rauðu rósimar sem Alþýðuflokkur- inn söng um í kosningabaráttunni. Augljóst er að minna aðskilur þessa flokka núna en nokkm sinni áður. Utanríkismál hafa oft verið nefhd til sögunnar sem ásteytingarsteinn og vissulega er mikill ágreiningur milli flokkanna í utanríkismálum. I reynd hefúr Alþýðubandalagið þó aldrei gert utanríkismál að nokkrum ásteytingarsteini að marki í ríkis- stjóm. Það telur sig fyrst og fremst vera verkalýðsflokk og í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það að telji það sig ná árangri fyrir launþega megi önnur mál hinkra. Moskvutrúboðið breytt Sjálf þróunin í heimsmálunum ger- ir einnig, sem betur fer, allar línur af þessu tagi óljósar. Umbótastefna sú sem Sovétríkin halda fram að Gorbatsjov sé að boða byggir á slök- un andstæðnanna í veröldinni. Markaðshugtökum skýtur jafhvel upp í miðstýrðu efnahagskerfi Ráð- stjómarríkjanna og boðið er upp á slökunarstefnu í vamarmálum, m.a. fækkun skamm- og meðaldrægra eldflauga aústurveldanna gegn fækkun stýri- og Pershing eldflauga Atlantshafsbandalagsins í Vestur- Evrópu. Þótt eftir standi ógnun yfirburða Sovétríkjanna í hefð- bundnum herafla i álfunni og seint verði ábyggilega fallist á að skilja Vestur-Evrópu óvarða fyrir þeim er þetta gjörbreytt stefna frá fyrra Moskvutrúboði sem fleygaði vinstri menn um alla álfuna og allan heim. „Fnðarsinnar" Vestur-Evrópu sjá þó núna að Sovétríkin em til viðtals um fækkun skamm- og meðaldrægra eldflauga sinna sem kom ekkert til mála áður en Bandaríkin hófu upp- setningu stýri- og Pershing flaug- anna í Vestur-Evrópu. Stór jafnaðarmannaflokkur Með sameiningu Alþýðubanda- lagsins við Alþýðuflokkinn í einn stóran jafhaðarmannaflokk má ætla að Kvennaframboðið kæmi fljótt með líka. Kvennamál í framkvæmd geta nefnilega aldrei verið svo sér- greind að þau varði ekki þjóðfélagið í heild. Þá kemur kannski í ljós að veik staða jafnaðarmanna flokks- lega á Islandi var einmitt forsendan fyrir stofnun kvennaframboðsins. Ef félagshyggjan ætti nógu sterkan málsvara hér á landi þyrfti kvenfólk ekki að óttast örlög sín eða bam- anna. Jafnaðar- og samvinnumenn í framhaldi af þessu má svo auðvit- að benda á að jafnaðarmenn og samvinnumenn em samherjar um víða veröld. Styrkist jafnaðarmenn verulega á íslandi má einmitt gera ráð fyrir að þeir verði samvinnu- mönnum sú pólitíska forysta sem þeir sækja núna til Framsóknar- flokksins og á sér eingöngu söguleg- ar rætur, samtvinnaðar skipulagi samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Tengsl Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks Kunnara er en frá þurfi að segja að þúsundir, ef ekki tugþúsundir atkvæða, hafa gengið á milli Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í kosningum siðustu áratugi. Ekkert ber því gleggra vitni hve stutt er á milli frjálslyndra sjálfstæðismanna og jafhaðarmanna í skoðunum. Stór spuming er auðvitað hvað verður um þetta fólk ef vinstrí menn sam- einast i einum sterkum jafnaðar- mannaflokki á íslandi. Hugm>mda- fræðilega er þetta fólk jafhaðarmenn, launþegar og jafnvel félagsbundið í verkalýðsfélögum. Flokkslega hefúr skarpt augnatillit fálkans og óumdeilanlega hæfileika- ríkir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins náð að skipa þessu fólki í sínar raðir. Þegar hallar á launafólk kýs það Alþýðuflokkinn, þegar því finnst að forvsta fyrir lýðveldinu unga kynni að vera á einhverjum glapstig- um þá hallar það sér að Sjálfstæðis- flokknum. Samt eru þetta jafnaðar- memi í hjarta sinu. Komandi menn Stóra spumingin fyrir jafnaðar- menn á Islandi núna er auðvitað sú hvort ekki sé tímabært að skilja sinn vitjunartíma. Sameina undir einu merki öfl lýðræðis, jafhaðar, sam- vinnu, framsækni og festu í landinu. Skuldugasta þjóðin Stundum er haft á orði að lýðveld- ið ísland sé tilraun. Miklu skiptir fyrir þessa tilraun að sú stjómar- myndun, sem nú á sér stað, fái giftusamlegan endi. Ýmsar blikur em á lofti. Við erum skuldugasta þjóð í veröldinni, skuldum 76 millj- arða króna eða 308 þúsund krónur á mann. Sumir revna að gera til- hugsunina um þessar skuldir létt- bærari með því að túlka þær sem hlutfall af þjóðartekjum eða afborg- anir af þeim sem hlutfall af gjald- eyristekjum þjóðarbúsins. Fá þá út að þær fari lækkandi. Því miður er þetta blekking. Skuldimar halda áfram að aukast núna vegna fj:ir- lagahallans og lækkun greiðslu- byrðarinnar er eingöngu vegna lægri alþjóðlegra vaxta sem við ráð- um engu um, auk aukningar útflutn- ingstekna vegna aukins afla og hærra verðlags á útflutningsvörum og vita allir hve miklu við ráðum um þessi atriði. Vinnufriður - góð laun Verði slegið á þessa strengi sund- urlvndisfjandans i íslensku þjóðfé- lagi í framhaldi af stjómarmvndun- inni er tilraunin um lýðveldið Island í hættu. Aðilar vinnumarkaðarins verða að fá að ráða ráðum sínum sjálfir og ná sáttum. Ríkisvaldið verður að einbeita sér að þjónustu- hlutverki sínu að skapa atvinnuveg- unum hagstæð skilyrði. Sérstaklega verður að skoða útflutningsatvinnu- vegina og sjá meðal annars til þess að sex milljarða vaxtaafborganir af skuldunum bitni ekki óeðlilega á þeim útflutningsatvinnuvegum sem standa höllum fæti með vinnuafl og að þeir nái ekki að greiða eðlileg laun vegna þess. Á valdi óvissunnar Við íslendingar vitum ekkert hvenær alþjóðavextir hækka aftur, markaðsverð fellur á afurðum okkar eða afli bregst. Á slíkum tímum er vá fyrir dyrum í lýðveldinu unga, ekki verður spyrnt við fótum í hinu svokallaða góðæri og skuldamynd- unin hamin. KjaUaiinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur Minnkun skulda -stöðugtverðlag Verðbólga er hættumerki í efiia- hagskerfinu og setur atvinnulífið í vanda. Þess vegna verður það að vera annað aðalsmerki næstu ríkis- stjómar, auk þess að ná hagstæðum jöfnuði í erlendu viðskiptunum. að trvggja stöðugt verðlag. Halda þarf hinu góða atvinnustigi, sem ein- kennir landið, en vinnuþrælkunin verður að minnka í framtíðinni. Treysta verður á eðlilegan vinnudag til verðmætasköpunar. Hagvöxtur- inn er góður núna vegna hagstæðra ytri skilyrða, hann er líka endanleg forsenda fyrir því að við getum unn- ið okkur út úr skuldunum og aukið jöfhuð í þjóðfélaginu í reynd. Þjóðin á skilið góða stjórnmálamenn ísland er ekki aðeins fagurt land heldur einnig gott og gjöfult og þjóð- in er dugleg og gáfúð. Allir geta haft það gott héma og verið ham- ingjusamir. Forystuna fyrir því hafa m.a. stjómmálaforingjamir okkar sem standa að ríkisstjómarmyndun- inni. Nú skiptir miklu að þeir vinni af heilindum saman til þess að finna bestu lausnimar fyrir þjóð sína. Megi fegurð vorsins og angan út- sprunginnar rósar styðja þá og styrkja að finna þessa bestu lausn. Það yrði lýðveldinu unga mikils virði. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. „í framhaldi af þessu má svo auðvitað benda á að jafnaðarmenn og samvinnu- menn eru samherjar um víða veröld.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.