Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1987, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987. 37 Sviðsljóðs Að —hljóta —koss -—er hnoss ---þótt gefandinn sé hross. Það er þjálfarinn Bill Million sem undirbýr uppáhaldið sitt, Demons Begone, undir sitt eitt hundraðasta og þrettánda kapphlaup á veðhlaupabrautinni Kentucky Derby í byrjun maí. Símamynd Reuter Hjásvæfa Harts? Allt virðist ætla upp i loft hjá vin- um vörum vestra vegna þess að einn forsetaframbjóðandinn þeirra hefur ekki allt í röð og reglu i rúminu sinu. Hvað karl gerir við rúmfatnaðinn er ekki ennþá komið á forsíður þar- lendra blaða en síðasti kvenmanns- búkur sem þar er sagður hafa haft viðdvöl þekur flesta dálka prentaðra fjölmiðla - útvarp og sjónvarp láta núna ekki sitt eftir liggja heldur. Að sögn stórblaðsins Miami Herald heimsótti ljóskan Donna Rice for- setaefnið Gary Hart í aðsetur þess í Washington DC og hafa nú demó- kratar miklar áhyggjur af meintu ástarsambandi þeirra tveggja. Bæði þræta hressilega fvrir að standa í nokkru slíku en sögusagnirnar hafa vakið upp gamlar gróur sem fjalla um fjöllyndi karlsins. Eiginkona Harts hefur ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu um málið og Donna Rice fer ekki fetið án lögfræðingsins Thomas W. McAliev. Vont mál fyrir Hart því kjósendur vestra sýna stjórnmálamönnum sáralítið um- burðarlyndi á þessu sviði. Svíakóngur á fimmtugsaldri Af svölum konungshallarinnar veifuðu Svíakóngsi og fjölskylda til þegn- anna síðastliðinn fimmtudag - Karl Gústaf hafði þá einn um fertugt. Hjónin Silvia og Karl Gústaf eru með barnungana þrjá á meðfylgjandi Reutersmynd - fyrst er fjörkálfurinn Madeleine, þá Viktoria krónprins- essa og Karl - Philip prins veifar glaðbeittur lengst til hægri. Síðustu daga fer kvenmaðurinn ekki fetið án lögfræðingsins síns - Thomas W. McAliey. Sá góði maður segir samband hennar við Hart „lauslegt og ákaflega sérstakt“. Simamyndir Reuter Fyrirsætan og leikkonan - Donna Rice - sést hér á veggspjaldi sem selst nú grimmt vestra. Ölyginn sagði... Superman er mættur til leiks á ný á breiötjaldinu í væntanlegri kvikmynd um Superman IV. Christopher Reeve varð frægur um ómunatíð í hlut- verki Supermans, hins ráðagóða ofurmennis. Að þessu sinni gengur baráttan út á það að bægja hættunni á kjarnorkustyrjöld frá. Su- perman mætir þar erkifjanda sínum, Lex Luthor, á ný. I kvikmyndinni kemur fram frómt föruneyti leikara á borð við Gene Hackman, Margot Kidder og Mariel Hemingway. Mick Jagger Enn á ný hefur Mick Jagger gefið út þá yfirlýsingu að hljómsveitin hans, Rolling Stones, sé að leggja upp laupana. „Ég er orðinn þreyttur á að reyna að halda mannskapnum saman," segir Jagger sem hefur leitt hljómsveitina síðastliðin tuttugu og fjögur ár. Fyrst og fremst snýst deilan um Keith Richards sem Mick segir að vilji stjórna öllu eftir sínu höfði. Hermt hefur verið að Mick sé þegar búinn að stofna nýja hljómsveit. Mick Jagger áformar nú aðra sólóplötu sína og segist vel geta hugsað sér að halda áfram í þessum bransa, alla- vega fram til fimmtugs en hann er sjálfur fjörutíu og þriggja ára og þer aldurinn aðdáunarlega vel. v- Brigitte Niels- en hafnaði alfarið boði um að leika í næstu mynd Stallo- nes, Rocky III. Henni var boðið hlutverk sjálfstæðrar konu sem hefði áhuga á villtum dýrum í frumskógi Afríku, Eiginmaðurinn, Stall- one, var ólmur í að hún tæki hlutverkið að sér og fannst ekkert við það að athuga að þau skötuhjúin léku saman í kvikmynd. En það var ann- að upp á teningnum hjá Brigitte því hún stóð á því fastar en fótunum að hefja sinn eigin leikferil fjarri frægðarglampa eiginmanns- ins. Málin standa því svo í dag að enn er óráðið í hlut- verkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.