Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Side 7
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987.
•7
Fréttir
Forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar:
Hyggst silja áfram gegn
vilja nýs meirihluta
„Við erum búnir að mynda meiri-
hluta. Það á bara eftir að skrifa
undir málefhasamning sem búið er
að vinna,“ sagði Bjöm Jónasson,
efsti maður Sjálfstæðisflokks í bæj-
arstjóm Siglufjarðar.
Eftir að slitnaði upp úr meirihluta-
samstarfi Alj)ýðuflokks og Alþýðu-
bandalags í aprílbyrjun hófúst
viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðubandalags og Framsóknar-
flokks um nýjan meirihluta.
Alþýðuflokkur verður einn í and-
stöðu.
Nýju meirihlutaflokkamir hafa
komið sér saman um að Bjöm Jónas-
son verði forseti bæjarstjómar.
Núverandi forseti bæjarstjórnar,
Kristján Möller, Alþýðuflokki,
hyggst hins vegar sitja áfram.
„Eg held að hann sé bara að stríða
okkur. Ég held að hann geri það
ekki þegar á reynir,“ sagði Björn
Jónasson.
„Ef maðurinn ætlar að sitja þá
held ég að hann geti það lagalega
séð. Þetta er löglegt en siðlaust,"
sagði Björn.
„Bæjarmálasamþykkt gerir ráð
fyrir að forseti bæjarstjómar sé kos-
inn til fjögurra ára,“ sagði Kristján
Möller.
„Bæjarráðið er líka kosið til fjög-
urra ára og bæjarstjóri ráðinn til
fjögurra ára. Ég vil að við forum
eftir bæjarmálasamþykkt.
Á síðasta kjörtímabili sprakk
meirihluti líka. Enginn fastur meiri-
hluti var megnið af kjörtímabilinu.
Sá forseti sem þá var sat allt kjör-
tímabiliðsagði Kristján.
-KMU
Það var mikið um að vera á Akranesi á dögunum þegar lúðrasveitir unglinga komu þar saman til mótshalds. Alls tóku 22 hljómsveitir þátt i mótinu, þar af
ein frá Færeyjum. Auk tónleikanna gerðu þátttakendur sér ýmislegt til gamans. M.a. var keppt í íþróttum, kvikmyndir voru sýndar í bióhöllinni og fleira var
til skemmtunar. Á myndinni má sjá hluta lúðrasveitanna taka lagið fyrir áheyrendur. DV-mynd Helgi
cordata
LASER.
PRENTUN
SÉRFLOKKI!
Cordata LP300 prentarinn
er sá fullkomnasti sem
býðst við IBM-PC og aðrar
samræmdar tölvur.
Leysið úr læðingi ótrúlega
hæfileika ritvinnsluforrita
á borð við WordPerfect og
Word. 60 íslensk letur-
afbrigði fylgja með sem
kosta þúsundir króna
aukalega hjá öðrum.
Sá fjölhæfasti er einnig
ótrúlega ódýr, verðið
aðeins kr. 135.000
MICROTÖLVAN
Siímmúla 8 - Sími 688944
„Vertíð" falkaþjofa fer í hönd:
„Allt gert sem
hægtergegn þeimu
Nú fer í hönd sá tími sem fálkaþjófa
hefur helst orðið vart hérlendis og eru
lögregluyfirvöld því í viðbragðsstöðu
á þeim stöðum sem þessi ófögnuður
hefur helst heimsótt undanfarin ár.
„Það er allt gert sem hægt er gegn
þeim, vamarstarfið er þegar bytjað og
menn eru á varðbergi," sagði Ámi
Sigurjónsson, yfirmaður Útlendinga-
eftirlitsins, í samtali við DV er blaðið
ræddi við hann um þetta mál.
Ámi sagði að náin samvinna væri
milli helstu aðila sem ynnu gegn fálka-
þjófum, Útlendingaeftirlitsins, lög-
reglustjóraembættisins á Keflavíkur-
flugvelli, Náttúmverndarráðs og
lögreglunnar úti á landi og haldin
hefðu verið sérstök námskeið fyrir
vegaeftirlitið.
Ámi sagði að auk þess að heima-
menn væm með vaktir við varpstaði
fálka í sumum tilfellum hefði lögreglan
einnig staðið slíkar vaktir ef beðið
hefði verið um það.
Hjá Útlendingaeftirlitinu er skrá
með nöfnum kunnra fálkaþjófa en enn
sem komið er hefur ekki orðið vart
við neinn sem á skránni er hérlendis.
-FRI
Þorgrímur Jonsson gullsmiður:
„Engln uppgjöf
■ ■ __ÍÉ
hja mer
Þorgrímur Jónsson gullsmiður
hafði sambandi við DV vegna fréttar
blaðsins fyrir viku þar sem skilja
mátti að hann hefði lokað búð sinni
í framhaldi af því að brotist var inn
í hana. Þetta er ekki rétt. Frétt DV
byggðist á viðtali við Þorgrím dag-
inn eftir innbrotið og var átt við að
hann væri að loka búðinni þann dag-
inn.
„Búðin og verkstæðið er opið dag-
lega á venjulegum tíma eftir sem
áður og það er engin uppgjöf hjá mér
þrátt fyrir þetta tjón sem ég varð
fyrir,“ sagði Þorgrímur.
-FRI
Maímót Svrfdrekafelagsins:
Jóhann
Jóhann Isberg varð sigurvegari
maí-móts Svifdrekafélags Reykjavíkur
sem haldið var í Mosfellssveit um síð-
ustu helgi. Hann náði 21 km úr
tveimur bestu flugum sínum um þá
helgi. Annar varð Jón B. Sveinsson
með 18 km og í þriðja sæti varð Sveinn
Ásgeirsson með 17 km.
I frétt DV um slys á þessu móti kom
fram að það hefði verið við Úlfarsfell.
sigraði
Það er rangt, slysið varð við Mosfell.
Það var Sveinn Ásgeirsson sem lenti
í óhappinu. Vegna aðstæðna á lend-
ingarstað sá hann sig tilneyddan til
að lenda undan vindi og fór hann úr
axlarlið í lendingunni.
Hér var um fyrsta mót ársins að
ræða hjá félaginu og fóru félagsmenn
víða í leit að flugstöðum.
DUNDUR
RÓMANS
í kvöld verður það hijómsveitin Dúndur sem
skemmtir gestum EVRÓPU með
feikigóðum smellum. Dúndur hefur verið
húshljómsveit í EVRÓPU undaníarna
mánuði og notið gífurlegra vinsælda.
Hljómsveitina Dúndur skipa: Eiríkur
Hauksson, Pétur Kristjánsson, Jóhann
Ásmundsson, Gunnlaugur Briem, Friðrik
Karlsson og Sigurgeir Sigmundsson.
Framúrskarandi tónlistarmenn sem allir
þekkja.
Þau Nadia og Hrafn frá dansflokki JSB sýna
í kvöld dansinn "Romans” eftir Önnu
Norðdahi. Það er samdóma álit allra, sem
séð hafa dansinn, að hann sé alveg sérdeilis
írábær.
Daddi, ívar og Stebbi verða í diskótekinu
með splunkunýjar plötur.
Allir i EVRÓPU - alltaf.
Á laugardagskvöldið milli kl. 19.00 og
22.00 verður opið hús fyrir þá sem sjá
vilja Eurovision á risaskjánum. Ókeypis
aðgangur og pottþétt stemmning. Vertu
velkominn.
_ ^
__ (0
-FRI