Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987. Útlönd DV Fjölskyldulæknar fremja líknarmorð Líknarmorð, siðferðilegur og lagalegur grunnur þeirra, hafa undanfarin ár verið mjög til um- fjöllunar í vestrænum löndum. í nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, hafa einstakling- ar verið dregnir fyrir dóm, sakaðir um morð eftir að hafa ýmist framið líknarmorð á dauðvona eða ósjálf- bjarga sjúklingum eða aðstoðað þá við sjálfsmorð. í flestum ríkjum hins vestræna heims kveða lög svo á um að þótt ljóst sé að hinn látni hafí beðið um aðstoð til að enda líf sitt teljist saknæmt að veita að- stoðina, hvort sem hún er bein eða óbein. Flest mála þeirra er risið hafa snerust um ættingja sem ákváðu að stytta kvalir sinna nánustu með því að fremja líknarmorð. í örfáum tilvikum hafa þó komið til rann- sóknar mál þar sem læknar eða hjúkrunarkonur áttu hlut að. Nið- urstaða dómsrannsóknar hefur yfirleitt orðið sú að sakborningur er dæmdur fyrir manndráp en ekki morð og hlýtur fangelsisdóm. Hollendingar kæra ekki I Hollandi tíðkast það nú æ meir að fjölskyldulæknar framkvæmi líknarmorð á sjúklingum sínum og hollensk yfírvöld hafa enn ekki séð ástæðu til þess að bera fram ákær- ur á hendur þeim fyrir. Dr. Henry Cohen, hollenskur heimilislæknir, hefur skýrt frá því opinberlega að hann hafi sjálfur átt hlut að nokkrum fjölda líknar- morða. Kveðst hann skýra lögregl- unni frá hverju og einu tilviki fyrirfram, með nokkurra daga fyr- irvara. Að verknaðinum loknum sendir hann svo lögreglunni til- kynningu þar að lútandi. Lögregl- an gefur skýrslu um málið til saksóknaraembættis hollenska ríkisins, en embættismenn hafa ekki enn séð ástæðu til þess að bera fram kærur vegna skýrslna af þessu tagi þó svo hollensk lög taki skýrt fram að hver sá sem verður við beiðni um líknarmorð skuli sæta tólf ára fangelsisvist. Tíu þúsund á ári Þótt engar áreiðanlegar upplýs- ingar um íjölda líknarmorða séu fyrir hendi telur Jeane Tromp Me- esters, einn af leiðtogum þeirra sem berjast fyrir lögleiðingu liknar- morða, að milli sex og tíu þúsund séu framin í landinu árlega. Að sögn hollensks læknis, sem rætt hefur líknarmorð við 63 samlækna sína, kom í ljós að liðlega fimmtiu af þeim höfðu framið líknarmorð. Telur læknir þessi að líknarmorð séu um fimm þúsund árlega. Hollenskir læknar komast hjá því að verða sóttir til saka með því að fylgja nákvæmlega aðferðum sem staðfestar voru fyrir rétti árið 1973 þegar læknir var sýknaður af morðákæru eftir að hafa framið líknarmorð á móður sinni sem var dauðvona. Aðferðir þessar fela í sér stað- festingu á því að sjúklingur hafi endurtekið og um nokkurn tíma beðið um að fá að deyja, að aðrir læknar staðfesti sjúkdómsgrein- ingu og niðurstöðu um batahorfur og þá skoðun læknis að sjúklingur líði óbærilegar kvalir sem ekki sé hægt að lina. Læknir getur við slík- ar aðstæður framið líknarmorð ef ekki finnast aðrar leiðir til úr- lausnar. Hollensk stjórnvöld íhuga nú hvort setja beri formlegar reglur um þær aðstæður sem geta réttlætt líknarmorð. Leikritahöfundurinn Brian Clark gerði líknarmorð og rétt ósjálfbjarga sjúklinga tii að ákvarða sjálfir endalok lífs síns að umfjöllunarefni í leik- ritinu „Er þetta ekki mitt líf?“. Á myndinni eru þau Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Margrét Jóhannsdóttir í hlutverkum sínum í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á verkinu. Að deyja með virðingu Þeir læknar, sem fremja líknar- morð eða eru þeim fylgjandi, leggja áherslu á að þau geri sjúklingum kleift að deyja með virðingu. Þegar einstaklingar sjái ekkert fram und- an annað en kvalir og hrörnun, er óhjákvæmilega leiði til dauða á nokkrum mánuðum, hljóti það að teljast mannúðarverk að stytta kvalirnar og færa sjúklingnum frið. Flestir læknar fremja líknarmorð með því að gefa sjúklingum sterk deyfilyf eða svefnlyf og þegar þeir eru sofnaðir er þeim gefið curare- eitur í æð, en curare lamar alla vöðvastarfsemi líkamans, þar á meðal öndunarvöðva. Öndun stöðvast þá samstundis og hjarta innan tuttugu mínútna. Læknar reyna allt sem þeir geta til að fá sjúklinga ofan af því að deyja áður en þeir samþykkja líkn- armorð. í meira en helmingi tilvika tekst þeim að veita sjúklingum þessum lífslöngun. Flestir þeirra sem halda fast við ákvörðun um að deyja eru hins vegar dauðvona krabbameinssjúklingar sem eiga enga von um bata, líða kvalir sem deyfilyf lina ekki nema að óveru- legu leyti og hafa því í raun ákaflega lítið að lifa fyrir. Græn lömb á beit í Wales Það er óvenjulega mikið um lita- dýrð þetta vor í Wales á Bretlandi. Þar hoppa nú græn og apríkósulit lömb við hlið rauðra mæðra sinna. Þau eru fómarlömb mglingslegs og óþjáls merkingarkerfis sem komið var á fót til að aðgreina kindur sem orðið höfðu íyrir geislavirkni eftir Chernobylslysið. Margir bændur í Wales óttast nú að þeir eigi eftir að verða fyrir óþæg- indum vegna þess i fjölda ára. Rúmlega þrjú hundmð bændabýli í norðurhluta Wales em undir ströngu eftirliti stjórnarinnar eftir að jarðir þeirra urðu fyrir geisla- virkni. Bretar urðu þó ekki jafnilla úti og ýmis lönd í Norður-Evrópu en þar hefur orðið að slátra mörgum dýrum og banna neyslu mjólkur- afurða. Alvarlegar afleiðingar Óttast er þó að þetta komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir máttarstoð bresku matargerðarlist- arinnai-. Gera þarf próf á mörg hundmð þúsund kindum í norður- hluta Wales, nokkrum svæðum í norðurhluta Englands og hluta af Skotlandi. Hafa þær verið undir sér- stöku eftirliti frá því í júní í fyrra. Aðgerðimar bitnuðu á sjöttu hverrí kind í fyrravor og vom þær hafðar á afmörkuðum svæðum í tvo mánuði. Eftir fyrstu tvo mánuðina var komið á flóknu kerfi og var þess krafist að gerðar yrðu athuganir á öllum kindum sem fæm frá afmörk- uðu svæðunum, hvort sem þær voru settar á beit á hættulaus svæði eða seldar á markað. Átti að að tryggja að geislavirknin í þeim væri ekki yfir hættumörkum. Málaðar í skærum litum Þær sem ekki standast prófið em málaðar í skærum litum. Blár og grænn litur var notaður þegar um mikla geislavirkni var að ræða. Nú ---------------->lk---------------- MÁLMSUÐA ’87 Vlð viljum minna á sýninguna Málmsuða ’87 í anddyri Laugardalshallarinnar 8.—10. maí. Viljum við bjóða ykkur velkomin i sýningarbás okkar og kynnast því sem við höfum að bjóða. KLIFf Grandagarði 13 simi 23300. Kindur í Bretlandi eru nú undir ströngu eftirliti. Framkvæmdar eru mælingar á þeim tii þess að hægt sé að fylgj- ast með því hvort enn gæti geislavirkni í þeim eftir Chernobylslysið. Þær sem ekki standast prófið eru málaðar skærum litum. - Símamynd Reuter er rauður litur notaður á ær með lömb, apríkósulitur á fé sem á að slátra og grænn á lömb sem eru of ung til að gangast undir próf. Kerfi þetta, sem notað er til að vemda neytendur, hefur reynst bændum hreinasta martröð. Ef of mikil geislavirkni mælist í kindun- um er ekki hægt að selja þær til slátrunar. Eru þær látnar bíta óm- engað gras þar til geislunin mælist undir hættumörkum. En þegar loks er hægt að selja þær fara sumar þeirra á hálfvirði. Neysla á lambakjöti frá Wales, sem er lofsungið fyrir bragðgæði, hefúr minnkað um tuttugu prósent á síð- astliðnu ári. Hafa bændur þar tapað mörg bundmð þúsund pundum hver. Stjómin hefur greitt bændum rúm- lega fjórar milljónir punda í bætur. Meðan á sauðburði stóð í apríl vom rollumar ýmist á beit á af- mörkuðum svæðum eða hættulausu svæði með lömbin. Mælingar og end- urmælingar vom gerðar og gefur að skilja að þetta hefur í for með sér mikla vinnu fyrir bændur og þá sem fara á milli svæðanna til að fram- kvæma mælingamar. Frá því í september hafa verið gerðar mælingar á tvö til þrjú hundr- uð þúsund kindum auk þess sem kúamjólk hefur verið mæld og súr- hey. Mælingamenn vinna tólf klukkustundir á dag og búast þeir við enn meiri önnum í haust þegar selja á dýrin til slátrunar. Margir fullyrða að ástandið eigi eftir að versna. Rannsóknir sýna að geislavirkni mælist enn í jarðvegi og grasi. Gæti það haft í för með sér að geislavirkni mældist aftur í kind- um sem áður hafa staðist prófið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.