Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987. FLUGMÁLASTJÓRN RAFEINDAVIRKJAR Staða eftirlitsmanns flugöryggistækja í radíódeild Flugmálastjórnar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 29. maí nk. Þú hringir — vifl birtum og auglýsingin verður færð á kortifl. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu i sama simtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer -kortnúmerN og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. VANTAR I EFTIRTALIN HVERFI Þórsgata Freyjugata Lokastígur Eiríksgata Barónsstígur 49-78 Hofsvallagata 40-61 Melhagi Stóragerði Brekkugerði Hverfisgata 66—út Laugavegur oddatölur Boðagrandi Keilugrandi Rekagrandi Seilugrandi Lindargata Klapparstígur AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 Neytendui Garðrækt er fyrir alla fjölskylduna. Spuming vorsins hjá garðeigendum: Hvemig á að eyða mosa úr grasflötum? Ræktaðu garðinn þinn f sínu víðfræga riti, Birtingi, hvetur Voltaire menn til að rækta garðinn sinn, og auðvitað er ekki nema sjálf- sagt að verða við þeim tilmælum ef menn á annað borð hafa einhvem garð að hugsa um. Við snerum okkur til Hafsteins Hafliðasonar garðyrkju- manns og inntum hann eftir helstu vorverkum garðeigenda. Vorverkin I garðinum Hafsteinn byrjaði að benda okkur á að nú ættu þeir sem huga vilja að trjá- gróðrinum að vera búnir að klippa af runnum og grisja trjágreinar. Nú er hins vegar rétti tíminn til að hreinsa garðinn, fjarlægja illgresi sé það til staðar, stinga upp blómabeð og gefa þeim áburð. Hæfílegur skammtur af tilbúnum áburði er u.þ.b. 30 g á fermetra. Þar að auki má gefa u.þ.b. 30 g af þrífos- fati. Að þessu slepptu ættu menn að varast of mikla áburðargjöf. Nú er rétti tíminn til að huga að blómabeðum. Mosaþemba Að sögn Hafsteins spyrja garðeig- endur nú oftast um það hvemig beri að eyða - og forðast mosa í grasflöt- um. Ástæður íyrir mosamyndun í grasflötum em ýmsar. Ef háar byggingar eða hár og þéttur trjágróður skyggir á grasflötina eykur það líkur á mosamyndun. Mikill trjá- gróður getur einnig valdið því að trjárætumar taki næringu frá grasrót- inni, en þá er einnig hætta á mosa- vexti. Mosinn er viðkvæmur fyrir öllu traðki og því er hann algengur á blett- um sem lítið em notaðir. Þess vegna er um að gera að halda nokkrar garð- veislur í sumar og leyfa krökkunum að sparka svolítið á blettinum. Það er auðvitað engin þörf á því að breyta blettinum í moldarsvað, en hæfilegur umgangur heldur mosanum í skefjum. Leirborinn jarðvegur Ein meginástæðan fyrir mosavexti á grasflötum er rakin til jarðvegsins, sem er þá oftast of þéttur eða leirbor- inn. Þá telur Hafsteinn það helst til ráða að stinga göt á grassvörðinn með garð- gafli og hafa götin sem flest og þéttust. Síðsm á að raka svörtum hellusandi yfir flötina svo sandurinn sáldrist und- ir svörðinn. Að því loknu er svo borinn blandaður áburður á flötina sem nem- ur 3-4 kg á hverja 100 fermetra. Mánuði síðar er svo aftur gefinn áburður og þá heldur minna (u.þ.b. 2 kg á 100 fermetra). Þessa gjöf má svo endurtaka að einum og hálfum mán- uði liðnum. Ef mosaþemba er mjög mikil er ráð- legt að nota mosaeyði sem fæst í gróðrarstöðvum. Rétt er að geta þess að þó mosaeyðir sé góður til síns brúks þá er hann samt engin varanleg lausn á mosavandanum því mosinn vill koma aftur næsta vor. Ef menn vilja leysa vandann til frambúðar verður að grípa í gaffalinn eins og getið er um hér að framan. Sláið reglulega Hafsteinn leggur áherslu á það að ekki sé slegið of oft né of snöggt, því hvoru tveggja getur dregið úr eðlileg- um grasvexti. Að lokum ráðleggur svo Hafsteinn okkur að slá ekki blettinn eftir miðjan ágúst. Sé það látið ógert myndast sina sem hindrar mosavöxt yfir veturinn, en við hagstæð birtuskilyrði getur mosinn vaxið að vetrarlagi þó grasið hggi í dvala. KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.