Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987.
15
Ódýrar aðgerðir en áhrifaríkar
Opinberar aðgerðir í húsnæðis-
málum hafa hyggst á því að reyna
að leysa vandamál húsnæðiskaup-
enda með opinberu lánsfjármagni.
Líklega verður nýja húsnæðislána-
kerfið síðasta tilraunin sem gerð
verður til þess að leysa lánamál allra
húsnæðiskaupenda í gegnum opin-
bert lánakerfi. Það hefur þó senni-
lega opnað augu manna fyrir hinni
gríðarlegu fjárþörf fasteignamark-
aðarins.
Það hefur smám saman verið að
renna upp fyrir mönnum undanfarin
misseri að fasteignamarkaðurinn
hefur núorðið grundvallarþýðingu
fyrir húsnæðismál okkar. Þrjár
íbúðir eru seldar hér á landi á móti
hverri nýbyggðri. Af þeim sökum er
augljóst að viðskiptavenjur á fast-
eignamarkaði hafa mikil áhrif á
húsnæðismálin í landinu.
Reynsla undanfarinna ára hefur
einnig kennt mönnum hversu hættu-
legt er að reiða sig á skammtímalán
við fasteignakaup. Húsnæðislán
bankanna eru veitt til skamms tíma.
Þau eru óheppileg fyrir húsnæðis-
kaupendur. Með heppilegri banka-
lánum hefði vafalítið verið unnt að
koma í veg fyrir vanda margra fjöl-
skyldna undanfarin ár.
Unnt er að beita aðgerðum sem
auka lánsfjármagn á fasteignamark-
aði, minnka greiðslubyrði húsnæðis-
kaupenda og nýta betur það fé sem
opinbera húsnæðislánakerfið hefur
til ráðstöfunar. Þessar aðgerðir
kosta ekki fjármagn úr opinberum
sjóðum.
Það er tímabært að menn taki þær
til athugunar ásamt öðrum stjóm-
unaraðgerðum sem færa fasteigna-
viðskipti og fasteignalán í viðunandi
horf.
Tíma einfaldra allsheijarlausna og
pólitískra yfirboða í húsnæðismálum
á að ljúka. Ráðstafanir, sem byggjast
á faglegri þekkingu og raunsæi, taka
tillit til eðlis fasteignamarkaðarins
og hagfræði húsnæðismála. Þær eiga
að koma i staðinn.
Lækkun útborgunar
Lækkun útborgunar minnkar þörf
markaðarins fyrir ópinbert lánsfjár-
magn. Lánsfjárþörf fasteignamark-
KjaHarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
aðarins verður því meiri sem
útborgunin er hærri. Lækki útborg-
unin minnkar fjárþörfin að sama
skapi. Utborgun í fasteignaviðskipt-
um hér á Iandi er afbrigðilega há.
Algengt er í grannlöndum okkar að
útborgun í íbúðarhúsnæði sé 10%
til 20% af kaupverði þess. Hér á
landi var hún lengst af 50% af sölu-
verði. Undanfarin 8 ár hefur hún
hins vegar verið um 75%.
Þessi háa útborgun er leifar óða-
verðbólgu, óverðtryggðra lána og
neikvæðra raunvaxta. Útborgunin
hækkaði úr 50% upp í 75% frá 1975
til 1979. Allar forsendur hafa breyst
frá þeim tíma. Fasteignasalar hafa
þó ekki náð að sameinast um að leið-
rétta greiðslukjörin aftur. Markað-
urinn þarf því opinbera leiðsögn til
að ná útborguninni niður. Hún þarf
að lækka sem fyrst niður í 50% af
söluverði. Lokatakmarkið er hins
vegar að hún fari á endanum niður
í 30% til 40%.
Seljendur lána meira
Með lækkun útborgunar er þess
krafist að eigendur skuldlausra eða
skuldlítilla íbúða láni kaupendum
meira en nú gerist. Þegar seljendur
taka þátt í fjármögnun markaðarins
minnkar jafnframt þörfin fyrir opin-
bert fjármagn. í raun er réttara að
segja að fjármagnið nýtist betur en
áður. Unnt er að reikna út hversu
mikið lánsfé bætist við á markaðin-
um við lækkun útborgunar. Þannig
jafngildir lækkun útborgunar úr
75% í 50% því að seljendur láni
kaupendum 2500 milljónum meira
en nú gerist. Það er nægilega mikið
til þess að endamir nái saman til
frambúðar í hinu nýja húsnæðis-
lánakerfi ef ráðstafanir eru jafn-
framt gerðar til að lán verði
eingöngu veitt til þeirra sem raun-
verulega þurfa á niðurgreiddum
lánum að halda.
Skerðing lána til eignamanna
Ljóst er að allháar lánsfjárhæðir
fara úr opinbera lánakerfinu til fólks
sem á fyrir verðmætar skuldlausar
fasteignir. Margir komust yfir eignir
sínar á tímum neikvæðra raunvaxta.
Þeir hafa þegar notið góðs af niður-
greiddum vöxtum þótt með öðrum
hætti hafi verið en í nýja húsnæðis-
lánakerfinu. Þegar kerfið nær
jafnvægi eftir 5-6 ár munu lán til
þessa hóps tæplega nema lægri upp-
hæð en 700 milljón krónum á ári.
Sennilega er þegar búið að ráðstafa
liðlega 1100 milljónum króna úr nýja
húsnæðislánakerfinu ti) þessa hóps.
Með því að fella niður lánsrétt hans
„Aðgerðir, sem ná þeim árangri að lækka
útborgun í 50% af kaupverði og fella
niður lánsrétt þeirra sem eiga miklar
fasteignir fyrir, munu samkvæmt fram-
ansögðu auka lánsfé á húsnæðismarkað-
inum um 3000 milljón krónur.“
„Það er timabært að menn taki þær til athugunar ásamt öðrum stjórn-
unaraðgeröum sem færa fasteignaviðskipti og fasteignalán i viöunandi
horf.“
minnkar gárþörf kerfisins umtals-
vert.
Aukið fjármagn til
húsnæðismála
Aðgerðir, sem ná þeim árangri að
lækka útborgun niður í 50% af kaup-
verði og fella niður lánsrétt þeirra
sem eiga miklar fasteignir fyrir,
munu samkvæmt framansögðu
auka lánsfé á húsnæðismarkaðinum
um 3000 milljón krónur. Það er mik-
ið fé. Ríkissjóður greiðir á þessu ári
til dæmis ekki nema þriðja hluta
þess inn í almenna húsnæðislánkerf-
ið.
Bætt lánafyrirgreiðsla
bankastofnana
Húsnæðislán íslensku bankanna
og þjónusta þeirra við húsnæðis-
kaupendur eru lélegri en gerist í
grannlöndum okkar. Forsvarsmenn
húsnæðismála hafa hikað við að
ræða þessi mál af alvöru við banka-
kerfið. Sumir telja jafnvel að með
tilkomu nýja lánakerfisins hafi þýð-
ing bankalána minnkað. Það er
alrangt. Þýðing þeirra er síst minni
en áður. Hins vegar hafa komið upp
aðstæður sem kalla á verkaskipt-
ingu og samvinnu Byggingarsjóðs
ríkisins og bankanna. Nauðsynlegt
er að forsvarsmenn húsnæðismála
móti stefnu varðandi þátt bankanna
í fjármögnun húsnæðismarkaðarins
og leiti eftir samkomulagi við þá um
að þeir hagi lánafyrirgreiðslu sinni
í samræmi við það.
Bankarnir eiga að hækka einstök
lán, lengja lánstíma og og taka upp
ráðgjöf fyrir viðskiptamenn sína.
Lánstími skammtímalána
lengdur
Skammtímalán, sem koma við
sögu i fasteignaviðskiptum. eru aðal-
lega tvenns konar. Annars vegar eru
lán sem seljandi eignar veitir kaup-
anda fy’rir eftirstöðvum söluverðs.
Hins vegar eru bankalán. Þessi lán
eru samanlagt lægrí en langtímalán-
in. Engu að síður eru 75% af
greiðslubyrði fasteignakaupenda
fyTstu árin til komin vegna þeirra.
Með því að lengja lánstíma þessara
lána í 10 ár má minnka greiðslubyrði
kaupenda vegna þeirra um meira en
40%.
Lán, sem seljendur fasteigna veita
kaupendum fyTÍr eftirstöðvum kaup-
verðs. eru afar óhagstæð. Lánstími
þeirra er skammur. 4 ár, og greiðslu-
byrðin er eftir því þung. Þessi lán
voru lengst af veitt til 10 ára. Láns-
tíminn ætti ekki að vera skemmri
nú. Helst þvrfti hann að fara upp í
15 ár.
Við venjuleg fasteignakaup mundi
samanlögð greiðslubvrði kaupenda
minnka um 25% til 30% fy’rstu árin
eftir kaupin ef lánstími þessara lána
og bankalánanna lengdist í 10 ár.
Stefán Ingólfsson
Stjómarkreppa er ætíð alvarleg
Nú er að verða liðinn hálfur mán-
uður frá því að kosningar fóru fram
og ríkisstjómin baðst lausnar í kjöl-
far kosninganna. Þó er enn, þegar
þetta er skrifað, ekki farið að hefja
formlegar stjómarmyndunarviðræð-
ur. Virðist það sýna tvennt: Annars
vegar að stjómmálamenn og forseti
lýðveldisins telji enga sérstaka
nauðsyn á að flýta slíkum viðræðum
og hins vegar að stjómmálamenn
láti sig litlu skipta hver fari með
formlegt umboð til stjómarmyndun-
arviðræðna, - mestu skipti að stjóm
sé mynduð.
Varðandi síðamefnda atriðið em
okkur kunn mörg slík dæmi, frægust
án efa þegar Ólafur Jóhannesson var
með umboð til stjómarmyndunar-
viðræðna og ríkisstjóm Geirs
Hallgrímssonar var mynduð og hins
vegar þegar dr. Gunnar Thoroddsen
myndaði ríkisstjóm sína þvert á þá
sem vom með umboð til stjómar-
myndunar, - þá virtust tvennar
umræður vera í gangi, annars vegar
þær er sá er umboðið var með stjóm-
aði en hins vegar leyniviðræður dr.
Gunnars.
Þótt vitanlega verði aldrei komið
í veg fyrir leynilegar viðræður og
plott (samsæri?) þá væri það hollt
fyrir stjómarfarið í landinu að
stjómmálamenn tækju stjómar-
myndanir alvarlega og væm ekki
að mynda stjóm hver fyrir annan
eða tækju þátt í tveimur eða þremur
tilraunum í einu.
Pólitískur loddaraskapur
kvennanna
Hitt er öllu alvarlegra hversu lengi
Kjallaiiim
Haraldur Blöndal -
lögfræðingur
hefur dregist að hefja fonnlegar
stjómarmyndunarviðræður. Sú
skýring virðist vera gefin að
Kvennalistinn hafi þurft að kalla
saman lið sitt til skrafs og ráðagerða
eftir kosningar til þess að setja sam-
an stjómmálastefnu sem nota mætti
í stjórnarmyndunarviðræðum. Þessi
skýring er haldlaus. Stjómmála-
menn, kvennalistakonur meðtaldar.
eiga ekki að þurfa sérstaka ráðstefnu
eftir kosningar til þess að móta sína
stefriu. Fundur kvennanna bar á sér
vfirbragð pólitísks loddaraskapar. en
frambjóðendur Kvennalistans em
snillingar í þeirri list og standa þar
feti framar en hinir flokkamir. Það
má hins vegar átelja blöð. útvarp og
sjónvarp fyrir að fletta ekki ofan af
skrípaleiknum í stað þess að gerast
bumbuslagarar og þátttakendur í
leiknum.
Súru vinberin
I grein minni í síðustu viku benti
ég á nokkur atriði er valda því að
Albert Guðmundsson hefur mikið
kjörfylgi. Nú hefur Albert lýst því
yfir að hann kjósi ekki að vera í rík-
isstjórn heldur starfa utan stjómar,
enda þurfi ekki síður að hafa ábvrga
menn í stjórnarandstöðu en stjóm.
Út af fy’rir sig rétt hjá Albert. og
gefur hann jafhframt afsökun fy’rir
því ef hann er ekki kallaður til
stjómarsamstarfs. Albert er að sínu
levtinu snjallari refnum. sem talaði
um súm vínberin. að hann er búinn
að meta fjarlægðina til berjanna og
sýnist að þau séu úr færi og því eins
gott að gefa vfirlýsinguna strax.
Aðrir skorast ekki undan. Ekki
veit ég hverjum forsetinn felur
stjómarmvndun. en mér þykir þó
líklegt að það verði annaðhvort
Steirigrímur Hermannsson eða Þor-
steinn Pálsson. Er jafnframt rétt að
hafa í huga að ríkisstjómin missti
ekki þingmeirihluta sinn. Flokkam-
ir tveir hafa enn möguleika til þess
að koma fjárlögum í gegn (Stefán
Valgeirsson þá meðtalinn). Það er
þess vegna ekki útilokað að þeir
ákveði að stjóma áfram og beita síð-
an stjómlist um að koma öðrum
málum í gegn. Þetta er raunar sterk-
ari staða en ríkisstjórnir Noregs og
Dannierkur hafa. Ef þetta gerðist þá
væri um að ræða nýmæli í stjómar-
fari á Islandi, - og leiddi vitanlega
til þess að Alþingi hefði meiri völd
en áður, - en er það af hinu vonda?
Of margt of oft
Það er aftur á móti afar ólíklegt
að stjómarflokkamir grípi til þessa
ráðs strax. Best væri auðvitað að
mynda þriggja flokka stjóm og eðli-
legast að lýðræðisflokkamir
mynduðu hana. Hvatvíslegar yfirlýs-
ingar Jóns Baldvins Hannibalssonar
virðast hins vegar geta gert þama
strik í reikningana. - a.m.k. er Stein-
grímur Hermannsson farinn að gefa
út vfirlýsingar, - sá maður er raunar
búinn að segja of margt of mörgum
sinnum.
Ég sagði í upphafi að dregist hefði
of langan tíma að formlegar viðræð-
ur stjómmálaflokkanna hæfust. Það
er ekki venja á Islandi að ræða störf
forseta lýðveldisins nema fræðilega
og geri ég það hér. Stjómarkreppa
er ætíð alvarleg. Það er meginskvlda
forsetans að eiga frumkvæði að
mvndun ríkisstjómar og það gerir
hann með því að fela þeim stjóm-
málamanni, er hann treystir best til
þess að geta myndað stjóm, umboð
til þess að mynda stjóm. Forsetinn
á því að kalla stjómmálaforingjana
og forseta þingsins strax á sinn fund
eftir kosningar og ræða við þá um
framhaldið. Þar á engin grið að gefa,
og ef einhver flokkur telur sig ekki
tilbúinn til þess að taka þátt í slíkum
viðræðum eða tjá sig þá er sá flokk-
ur einfaldlega ekki með í umræðun-
um fyrr en hann hefur lokið við
heimadæmin. Kvennalistinn hefur
eftir kosningar hagað sér eins og
krakki sem kemur í próf án þess að
lesa undir það og heimtar svo með
dularfullum rökum færi á þvi að lesa
þegar prófið á að vera hafið.
Slíkan frest myndi enginn kennari
gefa og slíkan frest á engin stjóm-
málahreyfing að fá. Konur heimta
jafnrétti. Það fengu þær fyrir löngu.
Mér sýnist að Kvennalistinn heimti
forréttindi í stjómmálum landsins.
Haraldur Blöndal
„Kvennalistinn hefur eftir kosningar hag-
að sér eins og krakki sem kemur í próf án
þess að lesa undir það og heimtar svo með
dularfullum rökum færi á því að lesa þeg-
ar prófið á að vera hafið.“