Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1987, Side 33
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1987. Sviðsljós TindiJfætlur tvær Þeir fótfimu kollegar - Mikhail Baryshnikov og Rudolf Nurejef - hittust þegar Capezio Dance verðlaunin voru afhent. Nurejef afhenti Baryshnikov verðlaunin sín og saman dönsuðu þeir af staðnum - syngjandi glaðir og ánægðir með uppá- komuna. Símamynd Reuter Rambó og Rauðahafið Það er ekki um að villast - Rambó i forgrunni og israelskt herskip i baksýn. Karl veður Rauðahafið upp i bringu og það rétt grillir í Jórdanhæðir. Unnið er við tökur á Rambó III og þar kafar Sylvester Stallone í fyrsta sinn á ævinni. Reutermyndin var tekin þegar kappinn kom úr kafi á sunnudaginn og aðdáendur bíða með eftirvænt- ingu þess að geta séð herlegheitin á hvíta tjaldinu. Söguþráðurinn er Sovétafganistanagalegheit og það er nú þegar alveg á hreinu hver bjargar hverjum á þeim bænum. Íshokkí- hattur Heimsmeistarakeppnin í ísknattleik fór fram í Vínarborg á dögunum. Var þar margt um manninn og settu áhangendur liðanna sinn svip á dag- legt líf í borginni. Meðfylgjandi Reutersmynd sýnir hattatískuna á staðnum eins og hún birtist á höfði eins af fylgjendum sænska liðsins - víkingahattur á höfði með sænska fánanum á víð og dreif um hornin en tvö slík tróna á kolli. Liðsskyrt- una vantar að sjálfsögðu ekki í hina fullkomnu heildarmynd og radd- böndin eru í ágætri æfingu. Læknaskráin 1987 er komin út. Hún er til sölu á skrifstofu landlæknis, Laugavegi 116, og á skrifstofu læknafélaganna, Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík. Landlæknir. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Þvottahús ríkisspítalanna Starfsfólk óskast til vinnu í Þvottahús ríkisspítalanna að Tunguhálsi 2. Óskað er eftir fólki í hálfs- og heils- dagsvinnu. Góð vinnuaðstaða, ódýrt fæði og akstur til og frá vinnustað. Upplýsingar veitir forstöðumaóur þvottahússins í síma 671677. Sendum í póstkröfu um allt land. eiöiv Verslunin Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 0) 6870'90 Veiðimenn! Nú eykst veiðivonin á ný. Flugurog púpuríótrú- legu úrvali. Einnig straumflugur og túbur. Daglega nýjarvörur. Fyrir helgina: Veiðileyfi í Kleifarvatn, silungamaðkar. Opið til kl. 13 laugardag. Stærsta sérverslun landsins með veiðivörur. DAIHATSU - HONDA OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 LAUGARDAGA KL. 13-17. SÍMAR 92-1811 OG 92-4044 VIÐ REYKJANESBRAUT NJARÐVÍK Ford Scorpion Cli 2,0 árg. 1986, ekinn 10.000 km, dökkblár. Veró kr. 1.050.000,- Mercedes Benz 240 D árg. 1982, ekinn 203.000, blár. Veró kr. 585.000, Ford Escort 1300 L árg. 1986, Audi 100 árg. 1983, ekinn 87.000 ekinn 47.000 km, rauöur. Verð km, gullsans. Verð kr. 620.000,- kr. 500.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.