Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987. 3 Kringlan: Byggð á undanþágum Nýja Hagkaupshúsið, Kringlan, er byggð á undanþágum. Úttektarmenn frá byggingafulltrúanum í Reykjavík taka ekki út einstaka verkþætti eins og venja er heldur hefur verið veitt sérstök undanþága. í byggingareglu- gerð er kveðið á um að slíka undanþágu megi veita. Hagkaup sem byggingaraðili réði til sín sérstaka verkfræðinga sem annast þessa út- tekt. Er þeim ætlað að gæta hags- muna Hagkaups gegn einstökum verktökum. Miklar, umræður hafa verið um byggingarmál að undanförnu. Þar hefur verið deilt á flesta þætti bygg- ingamála. DV innti nokkra verk- fræðinga álits á þeirri aðferð sem notuð er við úttektir verkþátta í Kringlunni. I máli þeirra kom fram að þessi aðferð sem notuð væri við úttektir á byggingu Kringlunnar væri síst verri kostur en að kalla til eftirlitsmenn byggingafulltrúans í Reykjavik. Til að bæta eftirlitið væri ein af betri leiðunum sú að ráðnir væru sérstakir verkfræðingar sem önnuðust úttektir við stærri bygg- ingar. Burtséð frá því hvor leiðin er betri, að eftirlitsmenn byggingafulltrúa eða sérstaklega tilráðnir verkfræð- ingar annist úttektir, þá er Kringlan byggð á undanþágum. -sme Mallorcaveður á Neskaupstað Þorgeröur Maímquist, DV, Neskaupstaö: Á Neskaupstað ímynda sér nú allir að þeir séu komnir til Mallorca og eru famar að renna tvær grímur á þá sem þegar eru búnir að borga inn á sólar- landaferðimar í ár. í Neskaupstað hefur nefhilega verið blíðskaparveður undanfama daga, vel yfír 20 stiga hiti og logn. Fólk hefur dregið fram sumar-' klæðin og sólarolíuna. Skólum er lokið og njóta krakkamir nú sumar- blíðunnar til hins ýtrasta. Útvarp Aldan í Ölduselsskola: Um 60 dagskrávgeið- armenn að störfum Um sextíu dagskrárgerðarmenn voru að störfum við útvarpsstöð sem starfrækt var á vegum nemenda í Ölduselsskóla um helgina. Útvarps- stöðin hét Aldan og dagskrárgerðar- mennirnir 60 úr röðum nemenda komu við sögu, auk kennara, for- eldra og systkina. Sendingar Öldunnar hófust klukk- an fjögur síðdegis á föstudegi og stanslaust var útvarpað til miðnættis á sunnudegi. Með þessum hætti fögn- uðu nemendur Ölduselsskóla skóla- lokum. Að sögn Guðmundar Fertram Sig- urjónssonar, útvarpsstjóra Öldunn- ar, stóð undirbúningur að útsend- ingu í tvær vikur og hefðu nemendur sýnt framtakinu mikinn áhuga bæði á undirbúningstímanum og á meðan á útsendingu stóð. Aldan sendi aðallega út tónlist en síðustu tvo tímana fyrir miðnætti í gær var rætt við skólastjóra og kenn- ara um reynsluna af útvarpinu. Guðmundur sagði að stefnt væri að því að gera útvarpssendingar að ár- vissum viðburði í félagslífi skólans. Þeir 60 dagskrárgerðarmenn, sem tóku þátt í sendingum Öldunnar, borguðu með sér 200 krónur til að stöðin gæti staðið undir sér. „Við köllum það hlutafé," sagði Guð- mundur. Útvarpsreksturinn kostaði 30.000 krónur og með stuðningi fjölda fyrirtækja bjóst útvarpsstjór- inn við að endar næðu saman. -pal Astarævintýri aldarinnar Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Ástarævintýri aldarinnar, samband aliandarinnar og heiðargæsarinnar á Andapollinum á Akureyri, er enn í miklum blóma. Heiðargæsin er búin að verpa úti í hólmanum og liggur stíft á. Búist er við að fimm til sjö ungar komi. Hvíta, stóra aligæsin býr sig af krafti undir föðurhlutverkið. Karlfuglinn hefur fylgst náið með ungum sem pek- ingönd leiddi fyrir tveimur dögum út á pollinn. Sú hafði verpt undir tré rétt við Andapollinn. Fiskmarkaður Norðuriands: Framkvæmda- stjóri ráðinn Jón G. Haukssan, DV, Akureyit Sigurður P. Sigmundsson, hagfræð- ingur og deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands h/f á Akureyri. Hann tekur til starfa 10. júlí. Fiskmarkaður- inn mun mest starfa sem fjarskipta- markaður en jafnframt verður uppboðshús við Strandgötuna á Akur- eyri. Fréttir Hagkaupshúsið í Kringlunni er byggt á undanþágum jmwt tæk® OG þÚ FLÝGUR í GEGNUM DAGINN fÍöSyWutrimmtæVúð- Hvernig á að nota fjölskyldutrimmtækið rétt? Burt með aukakíló. Æfið S mín. á dag. Til þess að ná árangri verður að æfa hlnar þrjár mlkllvægu undirstöðuæflngar daglega. Eftlr að byrjað er að æfa samkvæmt æflngar- prógrammi mótast vaxtarlag Ifkamans af sjálfu sér. Æfing I Þessl æfing er fyrlr magavöðva og stuðlar að mjóu mlttl Setjlst á sætlð á trlmmtæklnu, legglð fæturna undlr þverslána, hendur spenntar aftur fyrlr hnakka. Látlð höfuðlð sfga hægt að gólfl. Efrl hlutl Ifkamans er relstur upp og teygður f átt að tám. Mikllvægt: Æflngu þessa verður að framkvæma með Jöfnum hraða án rykkja. f byrjun skai endurtaka æflnguna flmm sinnum, en sfðan fjölga þelm I allt að tiu slnnum. Æflng 2 Þessl æflng er fyrlr handleggi og rassvöðva. Legglst á hnén á sætlð á trlmmtæklnu. Taklð báðum höndum um vinklana, handlegglrnir hafðlr belnlr og stíflr allan tímann. Teyglð úr fótunum þannlg að setan rennl út á enda, hnén dregln aftur að vlnklunum. Æflngln endurtekin a.m.k. flmm slnnum. Æflng 3 Þessl æflng er tll þess að þjálfa og móta lærvöðva, fætur og handleggl. Setjlst á sætlð og taklð báðum höndum um handföngln á gormunum og draglð sætlð að vinklunum. Teyglð úr fótunum og hallið efrl hluta llkamans aftur og toglð I gormana. Haldlð gormunum strekktum allan tfmann og spennlð og slaklö fótunum tll skiptls. Æflngln endurtekin a.m.k. tfu slnnum. Enginn líkami er góður án vöðva f brjósti, maga og bakhluta Kúlumagi, fitukeppir, slöpp brjóst, slappur bakhluti o.s.frv.J Allt petta sýnir slappa vöövavefi. Byrjaöu strax aö stækka og styrkja vöövana pína meö pessan árangursríku og eölilegu aðferö S/iippir vixjvar Hrjcwivo^"^ I S/;ij>/nr vrirJvar ÆJiiir v»lv:ir Leggðu fljótt af Misstu aukakíló með því að æfa 5 mín. á dag. ÓTA Verð aðeins 2.890. Pöntunarsími 91-651414 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00 Póstverslunin Príma Box 63, 222 Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.