Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987.
13
Mest seldu lyfin
of dýr og gagnslaus
Neytendasamtök Evrópu, BEUC,
gerðu rannsókn á verði og gæðum
lyfja íyrir EBE. Rannsóknin sýndi
ástandið í Vestur-Þýskalandi,
Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu,
Belgíu, Hollandi og írlandi. Niður-
staðan var að verð var mjög
mismunandi, munurinn jafnvel um
400%. Hann er kominn til aðallega
vegna þess að nokkur lönd hafa
strangt eftirlit með myndun verðs
hjá framleiðendum.
Franskir neytendur borga minnst
fyrir lyfin. Næst koma belgískir og
ítalskir neytendur þar sem stjómin
ákveður beint hvaða verð framleið-
endur mega setja upp.
Stjómvóld á Ítalíu reyna einnig
að hafa bein áhrif í þá átt að ódýr-
ari lyf séu seld, lyf sem em eins að
efni til en ekki seld undir firma-
merkjum.
Hins vegar greiða neytendur í
Stóra-Bretlandi og á írlandi meira
en í Hollandi og í Vestur-Þýskalandi
greiða þeir mest. I Bretlandi væri
hægt að spara um 20 milljónir punda
árlega ef læknar vildu gefa tilvísun
á ódýrari lyf. í skýrslu BEUC er
reiknað með að spamaður næði 142
milljónum þýskra marka, hefðu þeir
gefið tilvísun á góð og ódýr lyf við
háum blóðþrýstingi í stað lyfla bris-
erin og isokel við hjartakveisu
(angina pectoris) sem em þriðja og
fjórða mest selda lyfið.
Belgíumenn em sólgnir í fukkalyf
og kaupa aðallega vibramycine og
clamoxyl. Því miður fjölga þessi lyf
gerlum sem efu ónæmir fyrir þeim.
I skýrslu BEUC er einnig bent á
annað mest selda lyfið í Belgíu, pers-
antine, sem notað er við angina
pectoris, þrátt fyrir að bandaríska
stofnunin Federal Dmg Administr-
KjáDaiiim
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
6. Aukaáhrif.
7. Matur, drykkur og hreyfingar
sem verður að forðast.
8. Hvar á heimili ber að geyma lyfið.
í BEUC-skýrslunni em bomar
saman upplýsingamar sem fylgdu
mikið notuðum lyfjum í ýmsum lönd-
um:
a) Hollenskar upplýsingar um gikt-
arlyfið voltaren vom mjög ítar-
legar og bent var á að lyfið mætti
ekki nota samtímis lyfjunum
phenobarbital, acetylsalylsým
(aspirin o.þ.h.) og lithium, en ekk-
ert er sagt um þessar takmarkanir
í frönskum, ítölskum og belgisk-
um fylgiritum voltaren. í vestur-
þýska upplýsingaritinu var bent
á að taugaáfall getur fylgt kvala-
stillandi lyfinu optalidon, en að
vísu sjaldan. Ekkert finnst um
„Á íslandi fylgja alls engar upplýsingar
innfluttum lyfjum enda eru upplýsing-
arnar teknar út úr pakkningunum.“
ation hafi 1981 komist að þeirri
niðurstöðu að ekki væri sannað -
eftir 25 ára notkun - að lyfið væri
áhrifaríkt.
Nauðsynlegar upplýsingar
Upplýsingar sem neytendum
(sjúklingum og læknum) em nauð-
synlegar:
1. Heiti lyfsins.
2. Tilgangur notkunar þess.
3. Hve mikið er æskilegt að nota.
4. Mesta magn sem taka má á sólar-
hring.
5. Tímabilið sem nota má lyfið.
þetta í hinum löndunum. Á ís-
landi fylgja alls engar upplýsing-
ar innfluttum lyflum enda em
upplýsingar teknar út úr pakkn-
ingunum.
b) BEUC varð að benda á að ýmis
mest seldu lyfin væm jafnframt
gagnslaus og hættuleg. í Stóra-
Bretlandi gaf neytendaráð út bók
1984 (sjá mynd) og benti á að af
50 mest seldu lyfjunum mætti
kaupa 30 tegundir í ódýrari út-
gáfu. Sams konar bók var gefin
út í Vestur-Þýskalandi (sjá
mynd).
Bittere
Piwen
WRONG
. hindof
medícíne
CHAm-nmM^oaALmn
„BEUC varð að benda á að ýmis mest seldu lyfin væru jafnframt gagns-
laus og hættuleg. í Stóra-Bretlandi gaf neytendaráð út bók 1984 (sjá
mynd) og benti á að af 50 mest seldu lyfjunum mætti kaupa 30 tegundir
í ódýrari útgáfu. Sams konar bók var gefin út í Vestur-Þýskalandi (sjá
mynd).“
c) Alvarlegt dæmi er um mjög mikið
selt lyf og jafnframt hættulegt
sem var nýlega bannað. Árið 1981
var lyfið operen (benoxaprofen) í
18. sæti í Stóra-Bretlandi þótt það
hefði aðeins verið til sölu í 2 ár.
Giskað var á að um 350.000 manns
hefðu notað giktarlyfið þar til
framleiðandinn, Eli Lilly í Banda-
ríkjunum, tók það af markaði í
öllum löndum haustið 1982. Þar
til í ágúst 1982 voru skýrslur um
3500 alvarleg aukaáhrif, þ.m.t. 61
dánartilfelli. En lyfið, nú undir
nafni bexopron, var selt í Dan-
mörku frá því í ágúst 1981 en
alvarlegar upplýsingar komu
fram og lyfið var tekið af mark-
aði 1984. Ef til vill létust þijár
eldri manneskjur af lvfinu í Dan-
mörku.
d) Markaður fyrir lyf (ekki með
firmaheiti) hefúr stækkað um
10% árlega. í Bretlandi var út-
búinn listi yfir ód>TU lyfin og
læknar verða að gefa tilvísanir á
þessi lyf sem líklega mun spara
75 millj. punda á ári. 25% allra
lyija í Bretlandi eru ódýrari lyf,
en veltan er aðeins 8%. d) Nauð-
synlegt er þó að rannsaka lyfin
og hafa opinbert eftirlit með útg-
áfu leyfa til framleiðenda til að
koma í veg fyrir markaðssetningu
gagnslausra fy'fja. Þessu er ítar-
lega framfydgt í Bandaríkjunum.
I gangi er nú samanburður á verði
lvfja sem flutt eru inn og einnig
framleidd á íslandi. Niðurstöður
verða birtar þegar verð er fengið frá
íslenskum framleiðendum.
Eirika A. Friðriksdóttir
Um „slátrarann fvá Lyon“
„Hann starfaði alltaf með hægristjórnum i Rómönsku Ameríku. Slagorð
og afstaða nasisma til lifs og dauða loddu alltaf við hann. Hann iðrað-
ist aldrei."
Nú standa yfir í Frakklandi réttar-
höld yfir nasistanum fyrrverandi,
Klaus Barbie, fyrir stríðsglæpi hans
í siðari heimsstyrjöld, sem og yfir
áframhaldandi leynilögregluferli
hans í Evrópu eftirstríðsáranna og
í Rómönsku Ameríku síðustu ára-
tuga. Fáum blandast hugur um að
þetta sé merkilegt mál vegna hinnar
sífelldu árvekni og endurskoðunar
sem þörf er á í lýðræðisríkum til áð
varast undirróðursstarfsemi öfga-
hópa.
Reynt verður hér að bregða ljósi á
kjama málsins með þvi að leita
svara við þeirri spumingu hvort
Barbie var dæmigerður nasisti.
Stéttauppruni nasista
Illræmdustu nasistamir komu
flestir úr lægri miðstéttinni. Þeir
vom því ekki ófaglærðir verkamenn
úr borg eða sveit né stóreignamenn
eða aðall. Þeir komu gjaman úr stétt
embættismanna, kaupsýslumanna
og menntamanna. Allar stéttir urðu
illa úti á kreppuárunum í Þýska-
landi en lægri millistéttin var sú stétt -
sem varð rótlausust. - Framtið lífs-
stíls hennar virtist í molum í fátækt-
inni og atvinnuleysinu en um leið
hafði hún meiri getu til að gera upp-
reisn gegn ástandinu en verkamenn-
imir sakir menntunar sinnar og
stöðu í þjóðfélagskerfinu.
Að þessu leyti var Barbie dæmi-
gerður. Foreldrar hans vom kennar-
ar og að auki ólst hann upp á árum
uppreisnarólgu í Trier, landamæra-
borg við Frakkland, og Lúxemborg.
Að loknu stúdentsprófi blasti at-
vinnuleysi við honum.
Framaforsendur
í nasistaríkinu
Til að komast áfram í kerfi nasism-
KjaUaiinn
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
ans og verða meira en venjulegur
fylgismaður urðu menn að hafa
styrk í sér til að verða færir um að
afneita gamla skipulaginu. Það var
hægt með því að gerast hugsjóna-
maður sem trúði að baráttan við að
komast út úr kreppunni útheimti
hetjulega fómarlund til að brjóta
niður allt efnahagsskipulag, bæði til
hægri og vinstri.
Hin leiðin var að vera svo mis-
kunnarlaus í eðli sínu að menn gátu
unnið níðingsverk sem venjulegum
mönnum var ekki treystandi til.
Barbie virtist hafa báða þessa eig-
inleika í einhveijum mæli. Hann var
hugsjónamaður að upplagi sem sést
af því að hann vék aldrei frá lífsskoð-
un nasismans, jafnvel ekki er ytri
skilyrði lífs hans vom gerbreytt í
Suður-Ameríku. Ennfremur var
hann alltaf sjálfum sér samkvæmur
í baráttu sinni gegn kommúnisma.
Sést það á þvi að í stríðslok gekk
henn ekki til liðs við leyniþjónustu
Sovétmanna til að nýta sér sína víð-
tæku þekkingu á njósnastarfsemi
bandamanna, líkt og aðrir leynilög-
reglumenn, heldur gekk henn til liðs
við leyniþjónustu hinna lýðræðis-
sinnaðri en hægrisinnaðri Banda-
ríkja í hemumdu Þýskalandi. Hann
starfaði alltaf með hægristjómum í
Rómönsku Ameríku. Slagorð og af-
staða nasisma til lífs og dauða loddu
alltaf við hann. Hann iðraðist aldrei.
Óvenjulegt kaldlyndi og yfirborðs-
mennska hans birtist hins vegar í
því að strax eftir stúdentspróf fékk
hann atvinnu hjá Vemdarsveitun-
um við að njósna um samlanda sína
í hvers konar hópum sem ríkinu stóð
ógn af. Skipti þá litlu hvort í hlut
áttu stúdentar. sértrúarhópar eða
stjórnmálahópar til hægri eða
vinstri. í stríðinu virtist hann hafa
gaman af að yfirhevra fanga sína
sjálfur með barsmíðum og p.vnting-
um og af að taka menn sína af lífi
fyrir agaþrot.
Glæpir hans
„gegn mannkyninu“
Þessir glæpir em reyndar löngu
fymdir en eftir standa glæpir hans
„gegn mannkyninu" er hann sendi
hóp hólpinna gyðingabama í dauða-
búðir og var ábyrgur fy.ir að senda
aukalega lest af fólki í dauðabúðir.
Hvort tveggja var gert í stríðslok
þegar óbreyttir tækifærissinnar
meðal nasista hefðu ekki lengur
haft sig í frammi.
Barbie gerðist venjulegur eigin-
maður og faðir. Síðan flúði hann
með ijölskyldu sína til Bólivíu í Suð-
ur-Ameríku og setti þar upp sögun-
armyllu. Ekki liðu þó mörg ár áður
en hann sá sér leik á borði að bjóða
nýrri stjóm þjónustu sína. Þar með
hófst ferill hans við að innleiða í
Rómönsku Ameríku evrópska
fangabúðatækni og and-skæmliða-
tækni, ásamt öðrum landflótta
nasistum. fasistum og hryðjuverka-
mönnum. Var þetta mest á sjöunda
og áttunda áratugnum.
Sem dæmi um að Barbie var sami
þykkskinnungurinn og áður má
nefha að í fyTÍrlestri, sem hann hélt
fyrir lækna og aðra útvalda um yfir-
heyrslur, pyntaði hann tvo pólitíska
fanga til dauða sem hluta af sýni-
kennslu.
Alvöru stríðsglæpamaður
Barbie er því verðugt dæmi um
illsku stærsta og versta tilfellis fas-
ismans, þ.e. nasisma þriðja ríkisins.
Hann var ekki bara leynilögreglu-
maður af þeirri harðsvímðu tegund
sem jafiian má finna hjá stríðandi
ríkjum heldur manngerð sem er
áskorun við allt lýðræðislegt gildis-
mat. Hann er ekki eins slæmur og
ríkisleiðtogar, skrifræðismorðingjar
og útrýmingarbúðarekendur þriðja
ríkisins, sem þegar hafa verið dæmd-
ir, heldur fulltrúi hinna mörgu sem
sluppu en vom glæpamenn samt.
Tryggvi V. Líndal
„Sem dæmi um að Barbie var sami þykk-
skinnungurinn og áður má nefna að í
fyrirlestri, sem hann hélt fyrir lækna og
aðra útvalda um yfirheyrslur, pyntaði
hann tvo pólitíska fanga til dauða sem
hluta af sýnikennslu.“