Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
5
____________________________Fréttir
Mosfellshreppur
verður Mosfellsbær
- Hveragerði kaupstaður 1. júlí og Borgames fyrir áramót
Fjótfijólaleigur:
Selja sig dýrt
Nú virðist vera í uppsiglingu íjöldi
íjórhjólaleiga. Þegar hafa nokkrar
tekið til starfa og samkvæmt upplýs-
ingum, sem DV heíúr frá leigunum,
er leigugjaldið í hærra lagi ef miðað
er við verð á bílaleigubílum. Gjald
fyrir sólarhringsnotkun á fjórhjólum
er á bilinu 5000 til 5500 krónur. Hjá
Bílaleigu Akureyrar fengust þær upp-
lýsingar að Pajero-jeppi kostaði 2.450
krónur á sólahring. Þá er eftir að
reikna kílómetragjald og söluskatt.
Ef slíkum jeppa er ekið 75 kílómetra
á sólarhring og greiddur söluskattur
þá er sólarhringsgjaldið rúmlega 5.000
krónur.
Það er ólíkt hvað þessi tæki, fjórhjól
annars vpgar og Pajero-jeppi hins veg-
ar, kosta til leiganna. Gott fjórhjól
kostar um 250.000 krónur en Pajero-
jeppi kostar hins vegar 850.000 krónur.
Fyrir einn jeppa má fá 3,5 fjórhjól.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk á skrifstofu lögreglustjórans í
Reykjavík þarf ekki leyfi til að hefja
rekstur leigu með fjórhjól. Náttúru-
vemdarráð hefúr af þessu miklar
áhvggjur og hafa þeir farið þess á leit
við dómsmálaráðuneytið að ekki verði
gefin leyfi fyrir leigum af þessu tagi.
I lögum og reglugerðum er lögleg
notkun fjórhjólanna afar takmörkuð
en það stöðvar ekki stöðuga sölu á
nýjum hjólum.
-sme
Þann 9. ágúst næstkomandi skipt>
ir Páll Guðjónsson, sveitarstjóri
Mosfellshrepps, um starfsheitL Hann
verður titlaður bæjarstjóri Mosfells-
bæjar.
Mosfellshreppur, langfjölmennasti
hreppur landsins, með um 3.800 íbúa,
er nefhilega að verða kaupstaður.
Hreppsnefndin ákvað 3. júní sfðast-
liðinn að nafn bæjarins yrði Mos-
fellsbær eftir að skoðanakönnun,
sem gerð var meðal íbúanna, sýndi
að 76% vildu það nafn.
Hveragerði, þar sem búa um 1.450
manns, er hins vegar næsti hreppur
landsins sem verður kaupstaður.
Það gerist eftir tvær vikur, 1.
júlí.
Stykkishólmur og Egilsstaðlr
1 síðasta mánuði urðu tveir hrepp-
ar að kaupstöðum, Stykkishólmur
þann 22. maí og Egilsstaðir þann 24.
maí, báðir með um 1.300 íbúa.
Horfur eru á að fimmti hreppurinn
bætist í röð kaupstaða á þessu ári.
Allar líkur eru á að Börgames, þar
sem búa um 1.700 manns, verði bær
síðar á þessu ári, að sögn Eiríks öl-
afssonar, skrifetofústjóra hreppsins.
Effcir þessar breytingar verður Höfii
í Homafirði fjölmennasti hreppur
landsins, með rúmlega 1.500 íbúa.
Lítill áhugi á Hornafirði
„Ætli það verði nokkru sinni. Við
höfúm enga dulda vanmáttarkennd
þótt við heitum ekki bær eða bæjar-
stjóm," sagði Hallgrímur Guð-
mundsson, sveitarstjóri Hafriar-
hrepps, spurður um hvenær Höfii
yrði að bæ. Taldi hann slika breyt-
ingu tilgangslitla.
Páll Guðjónsson, verðandi bæjar-
stjóri Mosfellsbæjar, er á öðm máli.
Hann tekur sem dæmi að gjöld Mos-
fellshrepps vegna sýsluvega, sem
falla niður við breytinguna, væm
áætluð á þessu ári um 4,5 milljónir
króna. Um það bil helmingur þess-
ara fj ármuna færi nú út fyrir sveitar-
félagið.
Ennfremur gæti Mosfellsbær feng-
ið eigin lögreglusamþykkt, sjúkra-
samlag og möguleiki opnaðist á
áfengisútsölu.
Imynd sveitarfélagsins
,3tœrsta breytingin er kannski
ímynd sveitarfélagsins. Það er engin
launung á því að bær og bæjarstjóm
em litin öðrum og meiri augum en
hreppur og hrcppsnefnd," sagði
Páll.
Samkvæmt nýju sveitarstjómar-
lögunum getur hreppsnefnd ákveðið
breytingu yfir í kaupstað ef minnst
1.000 manns hafa búið í þéttbýli í
hreppnum samfleytt í þrjú ár.
Auk áðurgreindra sveitarfélaga
geta Ölfushreppur (þar er Þorláks-
höfii), Miðneslireppur (kunnari sem
Sandgerði), Garður og Blönduós
orðið að kaupstöðum á þessu ári ef
hreppsnefiidir þeirra ákveða svo.
-KMU
ívAíáKSÍ]
Unnið við niðursetningu fyrstu vélasamstæðunnar i nýrri verksmiðju Lystadúns. DV-mynd S
Bruninn í Lystadún:
„Rekstrarstöðvunar-
tiyggingin skiptir
sköpum fyrir okkur“
Kristián Sigmundsson framkvæmdastjóri
Rúmur mánuður er nú liðinn frá því
að eldsvoðinn varð í verksmiðju
Lystadúns við Dugguvog. Ekki er búið
að meta tjónið sem varð á v^erksmiðju-
húsinu. Vonir standa til að matið verði
tilbúið í þessari viku.
Eigendur verksmiðjunnar vom með
svokallaða rekstrarstöðvunartrygg-
ingu og mun þetta í fyrsta sinn sem
reynir á slíka tryggingu hér á landi.
Kristján Sigmundsson sagði að Ly-
stadún hefði keypt tryggingapakka
hjá Sjóvá og þar hefði þessi trygging
verið innifalin. Kristján sagði enn-
fremur að fyrir þá kæmi þessi trygging
til með að skipta sköpum hvað varðar
framtíð fyrirtækisins. Lofaði Kristján
mjög samvinnu Sjóvá við Lvstadún.
Tjón vegna rekstrarstöðvunar verður
metið þegar reikningar ársins liggja
fyrir.
Nú er Lystadún búið að koma sér
fyrir á nýjum stað, Smiðjuvegi 4 í
Kópavogi. Fyrsta vélasamstæðan er
komin til landsins og fleiri vélar vænt-
anlegar bráðlega. Kristján sagðist
vongóður að þeir næðu fúllum afköst-
um von bráðar. -sme
Burðarþolið:
Mikil gagn-
lýni á skýrslugerðina
„Umræður um þolhönnun eru
ekki nægilega jákvæðar. Að draga
persónur inn í umræðurnar er þess-
um málum ekki til framdráttar, það
verður að forðast slíkt,“ sagði Ragn-
ar Sigbjömsson, forstöðumaður
Verkfræðistofnunar Háskólans, en
hann hefur gagnrýnt vinnubrögð
þau sem viðhöfð vom við gerð
skýrslunnar. Ragnar hefur, ásamt
Hákoni Ólafssyni, forstjóra Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins, sent frá sér yfirlýsingu vegna
burðarþolskönnunarinnar. Ragnar
undirritar yfirlýsinguna skömmu
eftir að hann gagnrýndi gerð hennar
harkalega. Ragnar hefur meðal ann-
ars sagt: „ .. .ég harma þetta sérstak-
lega vegna þess að hér á í hlut
samstarfsaðili úr verkfræðingastétt
sem hefur notið álits og virðingar."
Hér á Ragnar við Hafstein Pálsson,
deildarverkfræðing hjá RB, en Haf-
steinn er faglega ábyrgur fyrir
burðarþolsskýrslunni.
Fáum dögum síðar hirtist rnnrædd
yfirlýsing en þar segir: „Vegna mis-
skilnings, sem gætt hefúr í umræð-
unni um burðarþolskönnunina sem
gerð var fyrir félagsmálaráðuneytið,
vilja undirritaðir taka fram:
1. Könnunin leiðir ótvirætt í ljós að
hönnun og eftirlit með byggingum
er áfátt.
2. Undirritaðir gera sér vonir um að
könnúnin leiði til jákvasðrar þróun-
ar við hönnun bygginga með vem-
legu átaki í staðlamálum á sviði
þolhönnunar."
Það hafa fleiri en Ragnar Sig-
björnsson gagnrýnt skýrsluna.
Hönnuðir að einu húsanna tíu gerðu
athugasemd við niðurstöður nefnd-
arinnar. I niðurstöðunum segir að
burðarþol þess húss sé ekki fullnægj-
andi. Hafsteinn Pálsson hefur
undirritað yfirlýsingu til hönnuða
hússins þar sem hann dregur dóm
nefndarinnar til baka.
Athygli hefur vakið að fjögur af
tíu húsum, sem gerð var úttekt á,
vom hönnuð af fyrrverandi eða nú-
verandi starfsmönnum byggingar-
fulltrúans í Reykjavík. Það fer fjarri
að þeir.menn hafi hannað svo hátt
hlutfall af byggingum í Reykjavík.
Athygli hefúr einnig vakið að ekkert
húsanna tíu er hannað af stóm verk-
fræðistofunum. Starfsmenn þeirra
flestra vom í nefndinni sem vann
að skýrslunni. Fyrrverandi starfs-
maður byggingarfulltrúa hefur sagt
við blaðamann DV að sér þyki liggja
ljóst fyrir að þeir verkfræðingar, sem
unnu að könnuninni, hafi notað
þetta tækifæri til að knésetja
ákveðna menn og er þar að sjálf-
sögðu átt við starfsmenn byggingar-
fulltrúa.
Þessu neita forsvarsmenn RB al-
farið. Hákon Ólafsson segir að ekki
hafi verið vitað hverjir væm hönn-
uðir húsanna, að Foldaskóla
undanskildum. Vitað var hverjir
vom hönnuðir hans.
Ein stærsta verkfræðistofa lands-
ins er verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen. Einn eigenda hennar,
Níels Indriðason, var einn nefndar-
manna. Þegar Níels var inntur eftir
hvort honum þætti það eðlilegt að
ekkert húsanna hefði verið hannað
af hans fyrirtæki, þar sem það hefúr
annast hönnun á aragrúa bygginga
í Reykjavík, sagði hann: „Ég vil
ekki tjá mig um það.“
-sme