Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNl 1987.
7
Atvinnumál
Gisli Gunnarsson merkir fyrirtæki sinu fyrstu kassana sem seldir voru á
fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. DV-mynd KAE
„Alvegfrabært“
- sagði Gísli Gunnarsson, fyrsti kaupandinn á fiskmarkaðnum
„Það er hreint út sagt frábært að
fá fiskmarkað og ég er ánægður með
það_ verð sem ég fékk þessa 100 kassa
á. Ég ætla að kaupa aðra 100 kassa
til viðbótar en það er einmitt það
magn sem við þurfum fyrir þriðjudags-
og fimmtudagsvinnsluna hjá okkui',"
sagði Gísli Gunnarsson, annar tveggja
eigenda hraðfrystistöðvarinnar Sjáv-
arfiskur hf. í Hafnarfirði, sem hreppti
100 fyrstu kassana á uppboðinu í gær.
Gísli sagði að Sjávarfiskur hf. hefði
keypt mest af trillunum undanfarið en
yfir vetrarvertíðina af þeim bátum þar
sem fisk hefði verið að fá. Hann benti
á að þetta verð, sem hann bauð í fisk-
inn, 33,60 krónur fyrir kílóið, væri
nærri gamla verðlagsráðsverðinu.
Samkvæmt því hefði hann orðið að
greiða 3Ö,6Ö krónur fyrir 'kílóið og að
auki 10% kassauppbót og þess væru
dæmi að greiða þyrfti löndunargjald.
Gísli sagðist eiga von á því að verð-
ið hækkaði ef fiskurinn væri stærðar-
flokkaður en þetta væri sanngjamt
verð fyrir blandaðan fisk. Hann sagði
að í mörgum tilfellum þyrfti að greiða
trillukörlunum mun hærra verð fyrir
fiskinn en þetta, einkanlega ef lítið
bærist af fiski og þá yrðu menn að
taka allar tegundir.
Gísli var mjög umsetinn fjölmiðla-
fólki vegna þess að hann var fyrsti
kaupandinn á markaðnum og sagði
hann þegar mest gekk á:
„Ég hefði sleppt því að kaupa þessa
hundrað kassa ef ég hefði vitað þessi
ósköp fyrirfram."
-S.dór
Uppboð alla virka daga
þegar fisk er að fá
- sagði Einar Sveinsson, forstjóri fískmarkaðarins í Hafnarfírði
Einar Sveinsson, forstjóri fiskmark-
aðarins f Hafnarfirði, stjómaði sjálfur
fyrsta uppboðinu og gerði það af rögg-
semi, líkt og hann væri þessu alvanur.
Mikið mæddi á uppboðshaldaranum
að fylgjast með spjöldum á lofti meðan
boðin stóðu yfir.
Einar sagði í samtali við tíðinda-
mann DV að fyrsta uppboðið hefði
gengið svipað og hann hefði átt von
á. Hann sagðist líka vera ánægður
með verðið sem fékkst fyrir fiskinn,
miðað við aðstæður.
„Ég held að við megum bara vel við
una, bæði hvað márgir komu að bjóða
í og eins það verð sem menn em tilbún-
ir að greiða. Við megum ekki gleyma
því að mikið barst af fiski fyrir helgina
og á miðvikudaginn er frídagur. Þetta
lofar því vissulega góðu,“ sagði Einar.
Hann var spurður hvemig starfsem-
inni yrði háttað í framtíðinni. Hann
sagði fyrirhugað að vera með uppboð
alla virka daga, jafrivel á laugardögum
líka ef nóg bærist að af fiski.
„Ég á von á því að yfir vetrarvertíð-
ina bjóðum við upp tvisvar á dag þegar
aflinn er mestur. En á meðan aðeins
eitt uppboð verður á dag höfum við
hugsað okkur að það fari fram síðdeg-
is en það verður bara að koma í ljós
hvemig best verður að hafa þetta,"
sagði Éinar Sveinsson forstjóri.
-S.dór
Einar Sveinsson med köflótta uppboöshúfu gerir upp dæmiö við einn kaupandann á markaðnum i gær.
Pétur sjómaður Sigurðsson, fyrrum alþingismaður, ásamt utanrikisráð-
herra, Matthíasi Á. Mathiesen, á fiskmarkaðnum i gær. DV-mynd KAE
Nýkomin til landsins!
POLflRIS fjórhjól
Ótvíræður sigurvegari samkvæmt prófun
Nýtt Polarisumboð í Reykjavík:
Inter rent/Bílaleiga Akureyrar
Skeifunni 9 - Símar 31615
og 31815.
Sala - Viðgerðir - Varahlutir
en önnur - afteins 205 kg - 22 hö.
Algjörlega
sjálfskipt
Hátt og lágt drif
með 100%
læsingu á öllum
hjólum
Læsist sjálfkrafa
í framdrifi
þegar þörf krefur
Vökvabremsur
á öllum hjólurn
• 6" fjöðrun á
öllum hjólum
Allar gerðir
fyrirliggjandi
Komið og fáið
bæklinga
Einkaumbob á íslandi
Hjólbarðaþjónustan
Hvannavöllum Ub, Akureyri simi 96-22840
Aðeins kr.
• 185 þúsund
Góðir
greiðsluskilmálar