Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
9
Starfsmaður rannsóknarstofu skoðar greiningarprófanir.
- Símamynd Reuter
Reyna bóluefni gegn
eyðni á næsta ári
Austum'skt lvíjafyrirtæki skýrði frá
því í gær að það væri nú tilbúið með
frumgerð af bólueíhi sem kynni að
veita vöm gegn eyðni og vonast væri
til að tilraunir á mönnum gætu hafist
á næsta ári.
Talsmaður fyrirtækisins sagði í gær
að simpansi, sem gefið var þetta bólu-
efni, hefði reynst ónæmur fyrir eyðni-
veimnni án þess að nokkrar
hliðarverkanir hefðu komið í ljós.
Rannsóknir á virkni bóluefnisins á
dýr verður haldið áfram til þess að
reyna að ákvarða hversu mikla vöm
það veitir gegn eyðniveimnni. Vonast
er til þess að klíniskar tilraunir með
efnið á mönnum geti hafist í ársbyijun
1988.
Bóluefnið hefur verið nefnt GP 160.
Talsmaður austurríska fyrirtækisins
sagði í gær að ef frekari tilraunir
sýndu að hliðarverkanir í mönnum
væm litlar eða engar mætti vonast til
að bólusetningar á áhættuhópum
gætu hafist síðari hluta næsta árs.
Þeir sem fjalla um eyðni leggja þó
áherslu á að ástæða sé til að fullyrða
sem minnst í þessum efnum. Enn eigi
eftir að leysa mörg vandamál sem
hindrað geta að hægt verði að fram-
leiða bóluefhi gegn eyðni. Þeir vilja
því ekki tala um þetta nýja bóluefhi
sem einhvers konar bjargvætt, en við-
urkenna að það sé allavega stórt skref
í rétta átt.
A meðan einbeita vísindamenn í
öðrum fyrirtækjum sér að því að finna
nýjar, einfaldari og ömggari aðferðir
til að greina eyðnismit. Leggja þeir
áherslu á að þrátt fyrir fréttir af hugs-
anlegum bóluefnum sé ömgg greining
smits og það að fá fólk til að haga lífi
sínu á þá vegu sem minnka möguleika
á útbreiðslu þess enn besta vömin sem
þekkt er gegn sjúkdómnum.
Kirkjan valdamikil
á Filippseyjum
Jón Omnur HalldórssonXlV, Lundúnum;
Þótt íbúum Filippseyja fjölgi í það
minnsta um 120 þúsund í hverjum
mánuði hefur ríkisstjórn Cory Aquino
ákveðið að stjórnvöld skuli lítið eða
ekkert gera til að spoma við fólks-
fjölguninni af ótta við að styggja
kaþólsku kirkjuna.
Sterk tengsl eru á milli stjómarinnar
í Manilla og íhaldssamra afla sem
stýra kaþólsku kirkjunni í landinu.
Án aðstoðar kirkjunnar hefði Aquino
ekki komist til valda og til að tryggja
framtíð sína verður ríkisstjórnin að
reiða sig á stuðning kirkjunnar.
Flestir em sammála um að stórkost-
legir efnahagslegir og þjóðfélagslegir
erfiðleikar séu stórum erfiðari við-
fangs vegna örrar mannfjölgunar.
Sérfræðingar alþjóðastofnana telja
að áætlanir stjómarinnar um mann-
Qölgun séu of lágar. Á Filippseyjum
búa nú 57 milljónir manna.
Ríkisstjóm Aquino erfði frá hinum
brottrekna einræðisherra, Marcosi,
vísi að aðgerðum sem dregið gætu úr
mannfjölgun. Kirkjan sýndi þessari
viðleitni Marcosar fúlla andstöðu og
vann hann sér andúð sumra kirkjunn-
armanna. Margir innan kirkjunnar
vilja ganga svo langt að banna sölu á
smokkum með lögum.
Þrátt fyrir að flestir ráðherrar lands-
ins séu hlynntir aðgerðum sem dregið
gætu úr fólksfjölgun em fáir sem þora
að hreyfa málinu af ótta við að vinna
sér óhelgi kirkjunnar.
Stærstur hluti Filippseyinga býr í
þorpum og bæjum til sveita en gífurleg
vandamál fólksfjölgunarinnar sjást ir manna hírast þar í hreysum og á
best í höfðuborginni Manilla. Þúsund- götum úti.
MR.SCHULTZ, PRE&ideint
MARCOS was
10 AMERICA j PLEASE |Ie| p
brimq \m TkiPyt
Kirkjan á Filippseyjum vill stöðva aðgerðir þær sem Markos, fyrrum forseti
landsins, hóf gegn mannfjölgun á eyjunum. Stuðningsmenn Markosar vilja
hins vegar fá hann til baka. - simamynd Reuter
Lii/ Jlui m->? inlknhvl s«tf< LÍbr ais f ióodlff .Axl' ir/ irL£ [jAsJ.iiiiti »
Útlönd
Uppreisnarmenn myrtu 11 bændur
Lögreglan í Perú segir að skæmliðar vinstrimanna hafi myrt ellefú
bændur vegna meintrar samvinnu bændanna við hersveitir ríkisstjómar
landsins.
Lögreglan segir að morðin hafi verið framin á föstudag af skæmliðum
maóista sem að jafhaði ganga hart fram gegn smábændum sem neita
þeim um samvinnu.
Að sögn lögreglunnar frömdu maóistamir verknað þennan í vitna við-
urvist, öðrum til viðvömnar, og lýstu þvi yfir að á þennan hátt myndu
þeir ganga í skrokk á öllum svikurum við málstað alþýðu landsins.
Ekki reyndist unnt að staðfesta fregn þessa.
Skoðar franskan vopnabúnað
Vamarmálaráðherra Persaflóaríkisins Qatar er um þessar mundir
staddur í París þar sem hann skoðar franskan vopnabúnað og ræðir við
frönsk stjómvöld um kaup á vígbúnaði fyrir hersveitir sínar.
Fregnir bárust út í gær af því að vamarmálaráðherrann hygðist festa
kaup á fjórum Mirage-2000 orrustuþotum frá Frökkum en þær fengust
ekki staðfestar. Talsmaður framleiðanda Mirage-þotnanna sagði hins
vegar í gær að vafasamt væri að svo lítil pöntun yrði afgreidd.
Kaupa tíu stórar farþegaþotur
Viðskiptanefnd frá Taiwan mun í næsta mánuði ganga frá kaupum á
tíu stórum farþegaþotum frá Bandaríkjunum, alls að verðmæti um 2,3
milljarðar Bandaríkjadala. Em þotukaup þessi liður í þeirri viðleitni
stjómvalda í Taiwan að minnka ójöfnuð í viðskiptum landanna tveggja,
en í dag flytja Taiwanbúar mun meira út til Bandaríkjanna heldur en
þeir kaupa frá þeim.
Talsmaður stjómar Taiwan sagði í gær að fest yrðu kaup á sex Boeing
747 þotum, svo og fjórum öðrum þotum san ekki var sagt hverrar gerð-
ar yrðu.
Klrfraði yfir landamæragirðingu
Liðlega tvítugur austurþýskur tæknifrasðingur fiúði í gær yfir til Bavar-
iu í Vestur-Þýskalandi með því að festa klifúrbrodda á skó sína og klífa
yfir þriggja metra háa landamæragirðingu milli þýsku ríkjanna tveggja.
Sama dag ílúðu tveir Pólverjar yfir til V-Þýskalands með þvi að fljúga
lítilli flugvél yfir jámtjaldið og lenda henni á v-þýskum herflugvelli.
Þeir kváðust hafa verið svo óhamingjusamir í Póllandi að ekki heföi
verið við unað lengur.
Ekki er vitað hvort mennirnir muni biðja um hæli sem pólitískir flótta-
menn.
Eitraði fyrir matargestina
Öánægð aðstoðarkona á kinverskum veitingastað eitraði fsrir nær tvö
hundmð matargesti á vinnustað sínum vegna óánægju með nýja reglu-
gerð en samkvæmt henni minnkuðu aukagreiðslur til hennar. Setti konan
skordýi'aeitur 1 hrískökur gestanna sem flestir voru skólaböm.
Bömin, ásamt þrem kennurum sínum og fjórum öðrum fúllorðnum,
vom flutt á sjúkrahús þar sem þau em nú til meðferðar. Ekkert þeirra
lét lífið.
Aðstoðarstúlkan hefúr verið dregin fyrir rétt. Hún er ein af þúsundum
kínverekra launþega sem nú verða að sætta sig við launalækkun vegna
þess að stjómvöld reyna að stemma stigu við aukagreiðslum.
Sextíu dmkknuðu í bflslysi
Óttast er að að minnsta kosti sextiu manns hafi drukknað þegar yfir-
fullur almenningsvagn ók út í síki í Punjab, einu af norðurfylkjum
Indlands, i gær.
Indverska fréttastofan sagði að líklega hefðu allt að áttatíu manns
látið lífið í slysi þessu en þær tölur fengust ekki staðfestar.
Almenningsvagninn, sem var troðfullur af fólki og hlaðinn farþegum
á þaki og utan á hliðum, féll út af brú niður í tíu metra djúpt síki.
Martin Sheen handtekinn
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Martin Sheen var í gær handtekinn,
ásamt um tvö hundmð félögum sínum, vegna mótmæla gegn tilraunum
Bandaríkjamanna með kjamorkuvígbúnað skammt frá tilraunasvæði
þeirra í Novadafylki. Við mótmæli þessi kom til átaka milli þeirra sem
mótfallnir em tilraununum og þeirra sem telja þær nauðsynlegar.
Þeir sem handteknir vom em allir mótfallnir kjamorkutilraunum og
er þeim gefið að sök að hafa farið um land sem þeim var ekki heimilt
að ganga, um.
Kínverjar alltaf of seinir
Hundmð kínverska embættismanna, þar á meðal nokkrir mjög háttsett-
ir, em að jafnaði allt of seinir til vinnu sinnar, að því er kínverska
fréttastofan Nýja Kína sagði í gær.
Rannsóknarfréttamenn stofúnnar fylgdust i síðasta mánuði með emb-
ættismönnum nokkurra ráðuneyta í Peking og komust að þeirri niður-
stöðu að starfslið þeirra kæmi seint til vinnu sinnar, bæði að morgni
og eftir hádegisverðarhlé. Þeir sem kæmu á réttum tíma slóruðu ofl
fyrir utan skrifstofúr sínar og fengju sér matarbita hjá götusölum.
I fréttinni er tekið fram að meðal þeirra sem mæta illa og seint séu
háttsettir embættismenn sem ekið er um í límósínum frá stjóminni.
Fjarvistm og seinagangur eru talin mikil vandamál í skriffinnskukerfi
Kína, þótt starfsmenn þess eigi í orði kveðnu að vinna sex fúlla vinnu-
daga á viku.
Samkvæmt tilskipun ríkisstjómar landsins var hádegisverðarhlé stytt
árið 1985. Starfkmenn vom svo óánægðir með þá tilhögun að feila varð
hana niður enda munu þeir vanir tveggja og hálfrar klukkustundar
hádegishléum því nauðsynlegt sé að fá sér lúr eftir matinn.