Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
Útlönd e
Verðum að sýna samninga-
vilja jafiiframt vaifærni
„Á sama tíma verðum við að sýna varkárni og gæta þess að skaða
ekki varnarmátt okkar.“ George W. Jaeger, aðstoðarframkvæmdastjóri
stjórnmáladeildar Atlantshafsbandalagsins. DV-mynd HV
Leiðtogar vestrænna ríkja virðast
í dag binda miklar vonir við þann
hóp leiðtoga í Moskvu sem stundum
er nefhdur nýja kynslóðin. Helsti
forvígismaður þess hóps er að sjálf-
sögðu Mikhail Gorbatsjov, aðalrit-
ari kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna. Með honum virðast hafa
komið nýir straumar í sovésk stjóm-
mál og frá honum virðast nú blása
nýir vindar inn í deilumál austurs
og vesturs. Þessi sovéski leiðtogi
virðist ólíkur öllum fyrirrennurum
sínum. Hann hefur sett fram tillögur
um miklar umbætur í innanríkismál-
um lands síns og hefur vakið mikla
athygli á Vesturlöndum fyrir tillögu-
gerð sína um afvopnunarmál og, að
því er virðist, einlægan samnings-
vilja.
Ný kynslóð alls staðar?
Það er hins vegar oíúrlítið villandi
að leggja of mikla áherslu á það að
ný kynslóð sé komin til valda í Sov-
étríkjunum. Við nánari athugun má
sjá ýmis merki þess að hið sama sé
að gerast innan vesturveldanna, að
þar séu að verða breytinar er kunna
að verða afdrifaríkar. Þótt manna-
skipti hafi ekki verið áberandi
virðast nýjar hugmyndir hafa rutt
sér ofurlítið til rúms meðal þeirra
sem veita forstöðu samningum við
austantjaldsþjóðir. Viðhorf kalda
stríðsins eru á undanhaldi. Sú við-
leitni að skapa vesturveldum, með
Bandaríkin í forystuhlutverki, hem-
aðarlega og stjómmálalega aðstöðu
til að knýja fram vilja sinn í hinum
ýmsu heimshomum er að víkja fyrir
hugmyndum um friðsamlega sambúð
án ofríkis.
Leiðtogar og embættismenn Atl-
antshafsbandalagsins vilja yfirleitt
lítið ræða þessar breytingar, vilja
halda því fram að sammngavilji og
sáttfysi hafi ávallt ráðið ferð banda-
lagsins. Það þarf þó ekki að fara
langt aftur í söguna til að sjá að
stefna bandalagsins var mun ágeng-
ari, laut meira að þvi að halda
yfirburðum yfir Sovétmönnum í stað
þess að láta sér nægja jafhvægi.
Það felur því að minnsta kosti í
sér áherslubreytingu þegar utanrík-
isráðherrar allra NATO-ríkja láta
frá sér fara yfirlýsingu þar sem gefið
er grænt ljós varðandi afvopnunar-
viðræður.
George W. Jaeger, næstæðsti yfir-
maður stjómmáladeildar NATO, er
talandi dæmi um þessar breyttu
áherslur. Hann lýsir því fúslega yfir
að þótt gæta verði varfæmi í viðræð-
um við Sovétmenn verði ríki Atl-
antshafsbandalagsins nú að þekkja
sinn vitjunartíma og sýna vilja ti)
þess að ganga til samninga við Sov-
étmenn. „Það er ýmislegt sem bendii
til þess að Sovétmenn séu að reyna
að opna þjóðfélag sitt,“ segir Jaeger,
„og séu famir að sýna viðbrögð við
ýmsu sem þeir minntust aldrei á
áður. Hversu tortryggnir sem við
höfum tilhneigingu til að vera verð-
um við að ganga til samninga að því
marki sem þeir sýna einlægan vilja
til.“
Óttast afturhvarf
Þótt Jaeger gerist að þessu leyti
talsmaður þess að ganga eins langt
við samningaborðið og unnt reynist
slær hann jafnframt á varúðar-
strengi. „Við verðum að gæta þess
að missa ekki vamarmátt okkar,“
segir hann og talar í því sambandi
um að vestrænar þjóðir haldi hem-
aðarmætti sínum á því stigi að þær
geti verið vissar um að ekki verði á
þær ráðist.
Hver sá hemaðarmáttur er fæst
ekki skilgreint. Jaeger, líkt og aðrir
embættismenn NATO, færist undan
nánari umfjöllun á því. Hann bendir
þó á að þær þjóðir sem um ræðir
verði að geta fúllvissað væntanlega
árásaraðila um að yfirgangur verði
árangurslaus.
Ljóst er að áður en vesturveldin
telja sér óhætt i kjamorkuvopna-
lausri Evrópu verða að koma til
verulegar breytingar á jafnvæginu í
hefðbundnum herafla. f dag hafa ríki
Varsjárbandalagsins um 3,8 milljón-
ir manna undir vopnum, á móti 2,4
milljónum í herjum NATO-ríkja.
Sovétmenn geta teflt fram um 50
þúsund skriðdrekum, á móti 22.500
skriðdrekum NATO. Og Sovétmenn
ráða yfir um átta þúsund herflugvél-
um á móti 4.600 í flugsveitum
NATO-ríkja.
Þetta jafnvægisleysi er einn liður
þess að jafnvel talsmenn samninga
við Sovétríkin, þeirra á meðal Jaeg-
er, vilja sýna varúð. Þeir óttast ekki
einungis að Gorbatsjov kunni að
reynast tvöfaldur í roðinu heldur
ekki síður hitt að hann missi tökin
á stjóm sinni.
Ljóst er að staða aðalritarans er
að mörgu leyti viðkvæm heima fyr-
ir. Umbótatillögur hans hafa fengið
allnokkra mótstöðu innanlands og
meira að segja leiðtogar annarra
kommúnistaríkja A-Evrópu hafa
tekið þeim heldur fálega. Austur-
Þjóðverjar hafa ekki tekið undir þær
og Nicolae Ceausescu, forseti Rúm-
eníu, hefúr gagnrýnt þær opinber-
lega.
Þá virðast margir af herforingjum
sovéskra herja vera mótfallnir samn-
ingastefnu aðalritarans, telja vafa-
lítið að með henni sé vegið að valdi
þeirra.
Því telja margir NATO-menn
nauðsynlegt að fara mjög varlega.
Ef gengið yrði til umfangsmikilla
samninga við ríkisstjóm Gor-
batsjovs, og hann yrði síðan settur
af í kjölfar þeirra, gætu viðkomandi
samningar gert stöðuna milli stór-
veldanna enn erfiðari en hún er í
dag.
„í öllum samningum af þessu tagi
eru ákvæði sem hægt er að grípa til
í slíkum tilvikum," segir George Ja-
eger, „þannig að vesturveldin yrðu
ekki í þeirri stöðu að þurfa ein að
standa við það sem um var samið.
Hins vegar er því ekki að leyna að
það tæki vafalítið langan tíma að
komast að nýju á skrið í afvopnunar-
málum.“
Af hverju tortryggni?
Tortryggni sú, er gætir meðal
manna í þessum efnum, á sér sínar
orsakir. Fyrir nokkru birtust viðtöl
í DV við sendiherra Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna á íslandi þar sem
báðir gerðu hana að umræðuefni.
Hennar gætir mikið á báða bóga og
eins og sendiherramir bentu á liggja
sögulegar, stjómmálalegar og hem-
aðarlegar forsendur til grundvallar.
„Við getum ekki enn treyst því
fullkomlega að stjómvöld, sem ekki
virða mannréttindi sinna eigin
þegna, muni virða okkar rétt nokk-
urs,“ segir George Jaeger og undir
það taka margir leiðtogar vestur-
veldanna. I því er einnig að leita
orsaka þess að Vesturlandabúar
vilja gera mannréttindabrot Sovét-
manna og það hvemig þeir hundsa
ákvæði Helsinki-sáttmálans að at-
riði í samningum við þá. „Meðan
staða mannréttindamála helst
óbreytt í Sovétríkjunum getur samn-
ingavilji þeirra reynst helber blekk-
ing,“ bætir Jaeger við.
Þessar efasemdir em í sjálfu sér
skiljanlegar þegar viðræður standa
milli tveggja risa sem byggja stjóm
sína á jafnólíkum forsendum og
Bandaríkjamenn og Sovétmenn.
Vesturlandabúum ógnar það sem
þeir nefna alræði í Sovétríkjunum.
Á móti hljóta Sovétmenn að óttast
hversu stefnumörkun Vesturlanda
er háð duttlungum kjósenda og jafri-
vel einstakra stjómmálamanna. Þeir
þykjast einnig greina ýmis merki
þess að mannréttindi séu ef til vill
ekki jafnvel í heiðri höfð á Vestur-
löndum og látið er í veðri vaka.
Framkvæmd lýðræðis er víða með
vafasamari hætti, svo sem skýrt hef-
ur komið fram í afstöðnum kosning-
um á Bretlandseyjum þar sem
meirihlutastjóm íhaldsflokksins
hefúr ekki meirihluta kjósenda á bak
við sig. I ljósi þess hvemig kosning-
ar em framkvæmdar í Bandaríkjun-
um er einnig auðvelt að halda því
fram að þar ráði enginn meirihluti
alþýðu ferðinni.
í trausti aflsins
Leiðtogar Vesturvelda hafa að
sjálfsögðu lengi gert sér grein fyrir
þessari gagnkvæmu tortryggni, þótt
málatilbúnaður þeirra byggist á
kenningum um að Sovétríkin hafi
ekkert að óttast úr vestri, vestrið
allt að óttast úr austri. Þeir em einn-
ig sammála um að gera verði ráðstaf-
anir til að komast ffarn hjá þessu
vantrausti ef ekki reynist unnt að
eyða því.
„Við verðum að vera hemaðarlega
sterkir," segir Reagan Bandaríkja-
forseti sem hefur gert endumpp-
byggingu hemaðarmáttar
Bandaríkjanna að helsta baráttu-
máli sínu undanfarin sex ár.
Þótt margir leiðtogar taki undir
orð forsetans gætir annarra áherslna
hjá þeim mörgum. George Jaeger
telur nauðsynlegt að vesturveldin
sýni styrk en með öðrum hætti en
forseti hans talar um. „Sovétmenn
ganga nú til samninga vegna þess
að við höfum sýnt að við stöndum
saman um vamir okkar,“ segir hann
og vísar þar til þess að Evrópuríki
reyndust tilbúin að setja niður
kjamorkuvopn í löndum sínum til
að mæta ógnuninni er þótti stafa af
SS-20 flaugum Sovétmanna.
Jaeger telur því, að því er best
verður skilið, að styrkurinn þurfi að
felast í samstöðu aðildarríkja Atl-
antshafsbandalagsins. Með tilliti til
þess ættu ríkin ekki að þurfa að
ganga til vemlegrar uppbyggingar
.hefðbundins herafla síns. Þau þurfa
þá aðeins að sýna Sovétmönnum
svart á hvítu að þau séu reiðubúin
til þeirrar uppbyggingar ef á þarf að
halda.
Spumingin er aðeins hversu langt
þau þurfa að ganga áður en Sovét-
menn virða þann kost vænni að
draga úr sínum vígbúnaði.
Einhliða afvopnun
í þessarri kenningu á rætur sínar
sú óánægja sem hugmyndir um ein-
hliða afvopnun, kjamorkuvopna-
laus svæði og annað af því tagi hafa
vakið með Bandaríkjamönnum og
ýmsum öðrum leiðtogum NATO-
ríkja-.
Hugmyndir breska verkamanna-
flokksins um að leggja niður kjam-
orkuvígbúnað Breta, sem voru liður
í kosningabaráttu þeirra síðastliðn-
ar vikur, ollu nokkrum ugg meðal
Bandaríkjanna. Hið sama gildir um
hugmyndir um kjamorkuvopnalaus
Norðurlönd og fleiri.
„Slík staða myndi gera Sovét-
mönnum kleift að ganga að vestur-
veldunum einu í senn, í stað þess
að glíma við þau sameinuð," segir
Jaeger og svipaðra skoðana gætir
hjá bandarísku utanríkisþjón-
ustunni.
Þá gætir einnig nokkuð þeirrar
skoðunar að ef einstök aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins lýstu sig
kjamorkuvopnalaus væm þau þar
með að valda því að kjamorkuvopn-
um austantjaldsríkja yrði beint
meira að þeim sem hefðu kjamorku-
vígbúnað. Þar með tækju aðildarrík-
in ekki lengur sömu áhættu og
kominn yrði ójöfnuðui' innan banda-
lagsins sem gæti orðið erfiður að
ráða við.
Það sem veldur mestum ugg gagn-
vart þessum hugmyndum er þó sú
skoðun að ef þær komast i fram-
kvæmd gætu þær gert Sovétmönnum
kleift að reka fleyg milli Bandaríkj-
anna og Evrópu. I framhaldi af því
gætu þeir náð vígbúnaðarsamkomu-
lagi sem þeim væri svo hagstætt að
þeir gætu hafið kerfisbundna kúgun
Evrópu á gmndvelli yfirburðastyrks
síns. Þegar rætt er um þessa hugsan-
legu kúgun er í raun ekki verið að
fjalla um að sovéskur her komi til
með að streyma inn í vestanverða
Evrópu og taka lönd þar hervaldi.
„Sú kúgun, er menn óttast, er mun
flóknara og óræðara fyrirbrigði en
bein beiting hervalds,“ segir Jaeger.
„Um er að ræða að koma í veg fyrir
að hemaðarstaða Sovétríkjanna
verði svo sterk að hún fari að hafa
áhrif, bein eða óbein, á það hvernig
samningum þau ná við vestræn ríki.
Viðskiptasamningum, stjómmála-
legum samningum og svo framveg-
is.“
Ógnarjafnvægi áfram
I raun er það sem stjómvöld vest-
urveldanna óttast, umfram annað,
að Sovétmenn seilist til áhrifa, verði
leiðandi afl í Evrópu allri enda verð-
ur að telja mjög ólíklegt að þeir
freistist til að beita beinu herafli.
Staða mála yrði að minnsta kosti
að breytast vemlega til þess.
Sovétmenn vita að herjum NATO
í Evrópu er ætlað að verja V-Þýska-
land í eina viku en á þeim tíma er
áætlað að liðsstyrkur berist frá
Bandaríkjunum. Því má ætla að sov-
éskir herforingjar leggi ekki til
atlögu við vesturveldin nema þeir
telji tryggt að geta náð markmiðum
sínum innan þessara tímamarka.
Leiða má rök að því að hvorugur
aðilinn, það er Sovétríkin eða
Bandaríkin, telji mögulegt að há
takmarkaða kjamorkustyrjöld.
Hvomgt ríkið muni því grípa til
kjamorkuvopna fyrr en í lengstu
lög. Af þessu má draga þá ályktun
að stórveldin tvö muni gæta þess
vandlega að ógna ekki öryggi hvort
annars ef hjá því verður komist. í
ljósi þessa má sjá að ógnaijafnvægið
kemur til með að gilda áfram meðan
hemaðarbandalögin tvö em við lýði.
Það er í raun ekkert sem bendir
til þess að Sovétmenn séu reiðubún-
ir eða verði í náinni framtíð reiðu-
búnir til að bjóða þessu jafnvægi
birginn með beinum hemaðarað-
gerðum gegn Evrópuríkjum. Hins
vegar er ljóst að þeir vilja gjama
seilast til áhrifa, jafiivel breyta stöðu
mála, til þess að ríki V-Evrópu verði
Sovétríkjunum hliðholl í framtíðinni
á svipaðan hátt og þau hafa verið
Bandaríkjunum frá lokum annarrar
heimsstyrjaldar.
Um það stendur slagurinn í Evr-
ópu í dag. Leiðtogar NATO-ríkja
krefjast samstöðu og tala um styrk
og viðhald jafnvægis til þess að eiga
ekki á hættu að þurfa að mæta Sov-
étmönnum við samningaborð þar
sem þeir hafa yfirburðastöðu og geta
knúið fram vilja sinn með litlum til-
kostnaði.
Þess vegna verður allt sem raskað
getur samstöðu NATO-ríkja þeim
þymir í augum.
-HV
Byg&t á samtölum við George W. Jaeg-
er, aðstoðarframkvæmdastjóra stjórn-
máladeildar NATO, embættismenn
bandarísku utanríkisþjónustunnar og
aðra aðila, íslcnska og erlenda.