Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
Neytendur
Ellilrfeyrir -
tekjutiygging
Auk ellilífeyris eiga þeir sem litlar
eða engar tekjur hafa rétt á tekju-
tiyggingu. Umsókn um tekjutrygg-
ingu þarf að fylgja skattframtal.
Við útreikning tekjutryggingar er
tekið mið af tekjum sl. órs en ef tekjur
falla á miðju ári þarf að gefa yfirlýs-
ingu þar um og er þá tekið tillit til
breyttra aðstæðna.
Óskert tekjutrygging einstaklings er
13.166 kr. á mánuði og er þá miðað
við að árstekjur hans séu undir 75.840
kr.
Hjá hjónum er óskert tekjutrygging
11.130 kr. hjá hvoru þeirra og skerðist
hún ef sameiginlegar tekjur hjóna ná
106.160 kr. á ári. Þessum skerðingar-
mörkum er þó ætíð breytt með reglu-
gerð 1. júlí ór hvert til samræmis við
almennar hækkanir.
Bætur almannatrygginga skerða
ekki tekjutrygginguna en aftur á móti
ýmsar aðrar tekjur svo sem launatekj-
ur og eftirlaun úr lífeyrissjóði ef þau
fara yfir þetta ákveðna mark.
Þess misskilnings gætir stundum að
ekki þýði að sækja um tekjutryggingu
ef tekjumar fara að einhverju ráði
yfir skerðingarmörkin. Það ber að
leiðrétta því tekjutryggingin skerðist
aðeins eftir ákveðnum reglum en fellur
ekki alveg niður fyrr en við töluvert
hærri tekjur. Ég vil því benda fólki á
að snúa sér til viðkomandi umboðs og
kanna rétt sinn.
Ellilífeyrir - heimilisuppbót
Heimilisuppbót greiðist einhleypum
lífeyrisþegum sem búa einir og hafa
tekjutryggingu. Óskert er hún 4.475
kr. á mánuði en skerðist í sama hlut-
falli og tekjutiyggingin.
Hámarksbætur skv. framansögðu
EINSTAKLIN'GUR:
ellilífevrir kr. 7.581
óskert tekjutrygfóng 13.166
heimilisuppbót 4.475
Ég vil vekja sérstaka athygli á
því, vegna síendurtekinna fyrir-
spuma, að hvort hjóna um sig fær
töluvert lægri upphæð en einstakl-
ingur. Munar þar mest um heimilis-
uppbótina sem aðeins er greidd þeim
er búa einir.
Rétt er að geta þess að sama rétt
til bóta eiga þeir sem metnir eru 75%
öryrkjar eða meira. Mun ég ræða
nónar um örorkubætur í síðari þátt-
um.
Auk þessara lögfestu bóta er um
ýmsar heimildarbætur að ræða sem
greiðast í vissum tilvikum til við-
bótar framangreindum upphæðum.
Mun ég gera grein fyrir þeim í næsta
pistli.
HJÓN:
kr. 13.646
22.259
kr. 25.222
kr. 35.905
hjá hvoru hjóna kr. 17.953
Hvað á að gera við
300 tonn af áli?
Talið er að árleg sala á gosdiykkjum
í áldósum hér á landi, nemi um 25
milljón dósum. Það samsvarar hátt í
300 tonnum af áli!
Notkun einnota umbúða fyrir gos,
öl og svaladrykki hefur stóraukist á
undanfömum misserum hér á landi.
Er bæði um að ræða vörur sem fram-
leiddar em hér á landi og innfluttar.
Með tilkomu pökkunarvéla fyrir öl og
gosdrykki í áldósir hér á landi má
gera ráð fyrir að notkun slíkra um-
búða stóraukist á næstunni.
Frá þessu segir í fréttatilkynningu
frá Hollustuvemd ríkisins.
Þar segir einnig að í flestum ná-
grannalöndum okkar hafi verið settar
reglur um notkun einnota umbúða,
endumýtingu þeirra og hvaða efni
megi nota í slíkar umbúðir. í Dan-
mörku er bannað að nota áldósir sem
öl og gosdrykkjaumbúðir.
Hér á landi em engar reglur um
framleiðslu né notkun einnota um-
búða. Talsvert ber á því að neytendur
fleygi umbúðum þessum á víðavangi.
Hollustuvemd ríkisins, Náttúmvernd-
arráð og Landvemd beina þeim
tilmælum til allra landsmanna að
ganga vel um landið og fleygja ekki
slíkum umbúðum né öðm msli á víða-
vangi.
Einnig er þeim tilmælum beint til
framleiðenda og innflytjenda að þeir
geri sér í ríkara mæli ljósa ábyrgð sína
í þessu máli, m.a. með því að benda
neytendum á að fleygja ekki umbúðum
á víðavangi.
Umgengni fólks er víða ótrúlega
sóðaleg. Bæði fullorðnir og börn
fleygja umbúðum af alls konar drykkj-
um, samlokum og hinu gífurlega
magni af sælgæti sem neytt er, hvar
sem það er statt. Þá má einnig víða
sjá hvar bílstjórar hafa tæmt ösku-
bakka bíla sinna á almannafæri.
Einhvers staðar segir að umgengni
lýsi innri manni. Hann er þá ansi sora-
legur innri maður margra landsmanna
ef dæma á eftir umgengni þeirra.
-A.BJ.
Tryggingamál:
Hver er
réttur okkar?
Greinar um tryggingamál birtast
að á neytendasíðunni á þriðjudög-
um. Það er Margrét Thoroddsen sem
sér um þennan þátt. Hún svarar
einnig fyrirspui-num ef einhverjar
kynnu að berast. Utanáskriftin er
DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver-
holti 11, Reykjavík.
Aldraðir íbúar við Norðurbrún boðið i fræðsluferð um borgina
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meöaltal heimiliskostnaðar
(jölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks_
Kostnaður í maí 1987:
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
Lausn á miklu vandamáli í augsýn?
Hratustoppari i kominn
á markaðinn
Hver þekkir ekki þann hrylling að
sofa hjá einhverjum sem hrýtur? En
það er ekki bara að hljóðin séu hvim-
leið og óþolandi heldur hafa vísinda-
menn komist að raun um að það
getur verið lífshættulegt að hrjóta
mikið. Sumir hrjóta þannig að
tungan fellur ofan í kokið og lokar
fyrir öndunarveginn og þá verður
heilinn súrefnislaus í smátíma. Það
getur haft skaðvænlegar afleiðingar.
Nú er kannski í augsýn lausn á
þessu mikla vandamáli því að til
landsins er komið tæki sem kalla
mætti hrotustoppara.
Galdurinn er í því fólginn að reim
er fest með frönskum rennilás um
annan handlegg þess sem hrýtur. Á
reiminni eru tvö rafskaut sem tengd
eru við rafeindabúnað í plasthylki
sem gengur fyrir rafhlöðu. Plast-
hylkinu er síðan stungið í vasann á
nóttfötunum eða fest á koddann og
kveikt á tækinu.
Þegar hrotumar hefjast fær við-
komandi ertingu frá rafskautunum.
Losar hann þá svefninn og hættir
að hrjóta. Eftir að þetta hefúr endur-
tekið sig nokkrum sinnum eru
ósjálfráð viðbrögð mannslíkamans
að láta af hrotunum til þess að losna
við ertinguna.
Þetta er þekkt úr heimi sálfræð-
innarogkölluð Pavlovsk skilyrðing.
Dreifingaraðili hrotustopparans er
Japís. Fæst þetta nýstárlega tæki þar
og einnig í gegnum póstkröfuversl-
un. Greinargóðar leiðbeiningar á
íslensku fylgja gripnum. Hrotu-
stopparinn kostar 3.900 kr.
-A.BJ.
Reimin er sett utan um beran handlegg þess sem hrýtur og tengd við
litla tækið og kveikt á þvi um leiö og viðkomandi fer að sofa. Þegar
hann byrjar að hrjóta fær hann örlitla ertingu og losar þá svefninn.
DV mynd KAE