Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Frjálshyggjan varir
Raddir hafa heyrzt um, að svokölluð frjálshyggjubóla
væri sprungin. Sumir segja, að kjósendur víða um heim
hafi hafnað frjálshyggju. Þetta er einnig sagt um ís-
land. Athygli beinist þessa síðustu daga að kosningaúr-
slitum á Bretlandi og Italíu. Ef við skoðum þau úrslit
og kosningar almennt að undanförnu, getum við ekki
með sanni tekið undir, að tími frjálshyggju sé að líða.
Hvað er frjálshyggja? I aðalatriðum er hún trú á, að
frjáls markaðsbúskapur muni skila þjóðunum mestum
tekjum. Lögð er áherzla á frelsi einstaklingsins og reynt
að draga úr umsvifum hins opinbera. Sannarlega hafa
Bretar ekki hafnað þessari stefnu í kosningunum nú.
ítalir hafa heldur ekki gert það. Hið sama gildir um
kjósendur víða um heim.
Sókn frjálshyggju hin síðari ár birtist einkum þann-
ig, að hægri flokkar viku, margir hverjir, frá miðjumoði
og lögðu meiri þunga á stefnuna um frjálsan markað.
En jafnframt gerðist annað. Helztu keppinautar hægri
flokkanna, sósíaldemókratar og sósíalistar, tóku upp
ýmis stefnumið frjálshyggjumanna. Töluverð breyting
hefur orðið á flestum flokkum sósíaldemókrata. Þeir
hafa víða skilið nokkru betur en áður, að öflug ríkis-
forsjá og bákn leiða til stöðnunar. Þessir flokkar höfðu
víða staðið fyrir mikilli fyrirgreiðslu við ákveðna hópa
og svonefndum velferðarríkjum. En með hækkun olíu-
verðs varð þetta æ þyngri baggi á ríkinu. Margir
sósíaldemókratar, einnig hérlendis, vilja draga úr ríkis-
afskiptum og leyfa meira frelsi á markaðnum. Enn
merkilegra er, að í kommúnistaríkjunum hefur að und-
anförnu gætt nokkurs skilnings á gildi markaðsfrelsis,
þótt enn sé í litlu.
Það gruggar þó vatnið, að margir hægri flokkar, svo
ekki sé minnzt á sósíaldemókrata, daðra enn mikið við
ríkisforsjá, þegar þeir hafa völdin. Þar kemur til til-
hneiging stjórnmálamanna til þess að ráða sjálfir yfir
sem mestum dúsum, sem þeir geti úthlutað gæðingum
sínum. Þetta gildir mjög hérlendis. En þróunin hefur
síðustu ár alls ekki verið fráhvarf frá miklu fylgi við
frjálsan markaðsbúskap. Þvert á móti. Kjósendur hafa
ekki hafnað frjálshyggju. Vissulega gerðu þeir það ekki
í Bretlandi, heldur veittu Margréti Thateher öflugan
stuðning. Skipti þá engu, þótt Verkamannaflokkurinn
tæki sveigju til hægri fyrir kosningar til að reyna að
stöðva sigurgöngu íhaldsflokksins.
Kosningarnar á Ítalíu eru eitt helzta fréttaefnið í
dag. Ekki er langt síðan varla gekk hnífurinn milli ít-
alskra kommúnista og sósíalista. Þessir flokkar unnu
víðast saman. Nú vinna sósíalistar kosningasigur. Þeir
hafa síðustu ár fjarlægzt kommúnista og tekið upp
stefnu með vaxandi áherzlu á einstaklingsframtak.
Kommúnistum hefur mistekizt, einnig hinum stóra ít-
alska kommúnistaflokki.
Jafnvel þótt við lítum á úrslit síðustu kosninga hér
heima, segja þau okkur ekkert um tap frjálshyggju. Að
svo miklu leyti sem einhverjir flokkar hér hafa tekið
upp einhverja frjálshyggju, gætir hennar nokkuð í Sjálf-
stæðisflokknum. Hann tapaði að vísu, en margir helztu
menn Borgaraflokksins hafa talizt fylgja frjálshyggju í
nokkrum mæli. Auk þess færði Alþýðuflokkurinn sig
nær slíkum sjónarmiðum fyrir kosningarnar.
Sól sósíalismans hefur farið lækkandi. En við sjáum
við athugun, að tiltrú á frjálsan markaðsbúskap hefur
haldið sínu.
Haukur Helgason
Hægra megin
við miðju
Þessa dagana bendir margt til þess
að stóra stundin sé að renna upp hjá
Alþýðuflokknum. Jón Baldvin for-
maður ætlar sér að skila flokknum
inn í ríkisstjóm eftir nær 15 ára eyði-
merkurgöngu utan stjórnar. Að vísu
gengu kratar inn í vinstri stjórn
haustið 1978, en sprengdu hana í
loft upp að Benedikt Gröndal, þáver-
andi formanni, fjarverandi haustið
1979. Þá átti að koma í staðinn „við-
reisn“, þ.e. samstjórn með Sjálfstæð-
isflokknum eins og 1959. Sá draumur
komst þó ekki lengra en að mynduð
var minnihlutastjóm kratanna í 4
mánuði í skjóli Sjálfstæðisflokksins.
Vorið 1983 reyndu kratar aftur mik-
ið til að komast í stjóm. Margir
muna enn kröfu Kjartans Jóhanns-
sonar, þáverandi formanns, um að
fá að verða forsætisráðherra í
þriggja flokka samstjóm eins og
núna. Þá þurftu Sjálfstæðisflokkur
og Framsókn hins vegar ekki á Al-
þýðuflokknum að halda og gáfu
Kjartani langt nef. Staða Jóns Bald-
vins er að. því leyti betri þessa
dagana að nú vantar þriðja hjól
undir vagninn. Samt bendir fátt til
að það nægi Jóni til stjómarforystu.
Þess í stað gerist Alþýðuflokkurinn
nú bjarghringur íyrir Þorstein Páls-
son og fyrrverandi ríkisstjóm.
Uppskera af 200 fundum
Jón Baldvin hefur ekki legið á liði
sínu frá því hann steypti Kjartani
Jóhannssyni af formannsstóli. Hann
hefur þeyst um landið þvert og endi-
langt á 200 fundi á þremur árum
undir kjörorðunum „Hver á Is-
landi?“ og „Brjótum múrinn" og nú
síðast undir véfréttaauglýsingunni:
„Hver talar á Austurvelli 17. júní?“.
Á sama tíma hefur hann skrifað
margar greinar hér í Dagblaðið und-
ir kjörorðinu: „Vinstra megin við
miðju“. Uppskera þessa ötula sáð-
manns er að koma í ljós á þessum
björtu vordögum: Þorsteinn Pálsson
í forystu ríkisstjómar, Steingrímur
Hermannsson honum til hægri
handar við borðið og dyggur þjónn
beggja, Jón Sigurðsson úr Þjóð-
hagsstofnun, einn liprasti embættis-
maður úr Kerfinu, tekur sæti hið
næsta þeim í gervi fjármálaráðherra.
Engum þurftu að koma á óvart
kærleikamir með Jóni Baldvin og
Þorsteini Pálssyni. Þeir sómst í fóst-
bræðralag fyrir meira en ári að verða
ekki viðskila að kosningum loknum.
Eftir kosningaósigurinn þurfti Þor-
steinn sannarlega á að halda vini í
raun. Á hinu hefðu fáir átt von af
Hannibalssyni að hann kostaði til
heiðri sínum og sæmd og kjörorðum
frá 200 fúndum og drægi Framsókn-
armaddömuna að landi í leiðinni.
„Þvílík saga finnst ekki í saman-
lögðum antiquitatibus", svo vitnað
sé í orð Jóns Marteinssonar í ís-
landsklukkunni.
Nennti ekki að hugsa til vinstri
Jón Baldvin batt við það miklar
vonir allt þangað til Borgaraflokk-
urinn varð til að Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur næðu þingmeiri-
hluta í kosningunum í vor. Þegar
það brást var strax farið að litast
um eftir varahjóli. Varla var búið
að telja upp úr kjörkössunum þegar
Jón Baldvin byrjaði að gera hosur
sínar grænar fyrir Kvennalistanum
og Alþýðubandalaginu og sárbiðja
báða um að koma með sér í dans
með íhaldinu. Á sama tíma lýsti
hann Framsókn óalandi og óferjandi
með þeim „árangri" að þurfa síðan
að biðja Steingrím Hermannsson
auðmjúklega afsökunar á stóryrðun-
um. Kvennalistinn lét tilleiðast að
prófa, en Alþýðubandalagið gaf
Sjálfstæðisflokknum afsvar milli-
liðalaust. Jón var hins vegar ekki á
því að gefa sig, því að eftir að Þor-
steinn Pálsson hafði gefist upp við
„Ofan á allt þetta er svo erfðalögmálum Mendels snúið við, og eini
íslendingurinn, sem örugglega hefur fæðst með forsætisráðherra í blóð-
inu, er dæmdur óhæfur til annars en fjósverka á Framsóknarbúinu."
KjaUariim
Hjörleifur
Guttormsson
þingmaður fyrir
Alþýðubandalagið
sinni að hugsa um fjögurra flokka
ríkisstjóm". Stjórnmálaforinginn,
sem reynt hafði gagnvart kjósendum
að stimpla sig inn „vintra megin við
miðjú', sá nú enga glætu í þeirri átt.
Dýr aðgöngumiði
Alþýðuflokkurinn virðist reiðubú-
inn að kaupa sig dým verði inn í
þrotabú fyrrverandi stjómar. Ekkert
af helstu kosningamálum flokksins
ætlar að fá náð fyrir augum viðmæl-
endanna og komast á blað í málefna-
samningi nema í mesta lagi sem
stílbrigði.
Landbúnaðarstefnan verður áfram
ómenguð frá Framsókn og Agli á
Seljavöllum. „Lífeyrissjóður fyrir
alla landsmenn" var bara misskiln-
ingur, sem ekki þarf einu sinni að
fara í þjóðaratkvæði. Kaupleigu-
íbúðir verða í besta falli fyrirsögn á
„Stjórnmálaforinginn, sem reynt hafði
gagnvart kjósendum að stimpla sig inn
„vinstra megin við miðju“, sá nú enga
glætu í þeirri átt.“
að mynda þriggja flokka stjórn kom
Jón Baldvin í eins konar dulargervi
og bað Alþýðubandalagið og
Kvennalistann um að tala við sig
um „samstjóm með þriðja aðila“,
þ.e. Sjálfstæðisflokknum. Afhenti
hann í leiðinni svökölluð „drög að
málefnasamningi", sem augljóslega
vom stíluð á íhaldið. Hvorki Al-
þýðubandalagið né Kvennalistinn
sáu ástæðu til að fara út í viðræður
á þessum forsendum. Þingflokkur
og framkvæmdastjóm Alþýðu-
bandalagsins höfnuðu því 1. júní sl.
að taka upp viðræður við Alþýðu-
flokkinn með samstjóm við Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir augum. Eins og
til að taka af öll tvímæli um það, til
hvers refimir væm skornir, lýsti Jón
Baldvin því samdægurs yfir í fjöl-
miðlum að hann „nennti 'ekki einu
blaði, enda aldrei hugsað til enda
hvernig það dæmi ætti að ganga
upp. Enginn skilur hvernig Jóhönnu
varaformanni frá Örk dettur í hug
að sækjast eftir ráðuneyti húsnæðis-
mála með milljarðaloforðin á
bakinu, nema þá fjármálaráðherra-
efnið, Jón Sigurðsson, hafi lofað
henni milljörðum í viðbót árlega úr
ríkissjóði. Ofan á allt þetta er svo
erfðalögmálum Mendels snúið við,
og eini íslendingurinn, sem ömgg-
lega hefur fæðst með forsætisráð-
herra í blóðinu, er dæmdur óhæfúr
til annars en fjósverka á Framsókn-
arbúinu. Og það sem verra er: Það
hafði gleymst að moka flórinn í gós-
entíð þeirrar ríkisstjómar sem
bundin hefur verið á bása í rösk fjög-
ur ár.
Hjörleifur Guttormsson.