Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
15
Sévfiagsmunaþjónustan
Kvennalistakonum var skítsama
um afleiðingarnar. Þótt það kostaði
minnst 30% verðbólgu þegar í stað,
þá kröfðust þær hækkunar lægstu
launa sem skilyrði íyrir þótttöku í
ríkisstjóm.
Hagfræðingar úr öllum áttum
bentu kvennalistakonum á að það
þýddi ekki að breyta aldagömlum
launahlutföllum í þjóðfélaginu með
lagaboði. Konurnar neituðu að
hlusta.
Afstaða Kvennalistans er dæmi-
gerð fyrir það þegar stjómmála-
flokkar hætta að bera hagsmuni
þjóðarinnar í heild sinni fyrir brjósti.
KjaUarmn
Ólafur Hauksson
útgefandi hjá Sam-útgáfunni
Þessi afstaða er dæmigerð fyrir þá
blindu að halda að landinu verði
stjórnað með hrærigraut sérhags-
muna.
Sérhagsmunaflokkarnir
Kvennalistinn er ekki einn ó báti.
Nær allir stjórnmálaflokkamir í
landinu taka sérhagsmuni fram yfir
þjóðarhag. Sumir reyna reyndar að
blanda þessu saman.
Framsóknarflokkurinn stendmy
misskilinn vörð um úreltan land-
búnað, með dyggum stuðningi Sjálf-
stæðisflokksins. Landbúnaðarsukk-
ið kostar tugi milljarða og stendur
þjóðfélaginu fyrir þrifum.
Þessir flokkar em svo hræddir við
að missa atkvæði sérhagsmunahóp-
anna, sem tengjast landbúnaði, að
þeir hjakka lamaðir í því fari að láta
skattgreiðendur halda uppi vonlaus-
um atvinnurekstri.
Kíkinn fyrir blinda augað
ísland er markaðsþjóðfélag. Lög-
mál framboðs og eftirspumar ríkja.
Alþýðubandalag og Kvennalisti
neita að viðurkenná þessi lögmál.
Þessir flokkar telja að sérhags-
munum ákveðinna hópa verði best
borgið með því að setja lög sem
ganga þvert á markaðslögmálin.
Þessir flokkar setja kíkinn fyrir
blinda augað þegar þeir mæna á
heiminn í kringum sig. Þeir eru ó
móti vem íslands í Atlantshafs-
„Stjórnarmyndunarviðræður hafa tekið
ógnarlangan tíma vegna þess að þar hafa
fulltrúar flokkanna fyrst og fremst verið
að gæta sérhagsmuna sinna manna.“
„Framsóknarflokkurinn stendur misskilinn vörð um úreltan landbúnað, með dyggum stuðningi Sjálfstæðis-
flokksins. Landbúnaðarsukkið kostar tugi milljarða og stendur þjóðfélaginu fyrir þrifum."
bandalaginu jafnvel þótt almenn
skynsemi segi að það sé ein besta
vömin fyrir því að halda Islandi lýð-
ræðisríki.
Sérhagsmunaflokkur Alberts
Lítið hefúr reynt á stjórnvisku
borgaraflokksmanna. Kosningajdir-
lýsingar þeirra bentu hins vegar til
að þeir ætluðu fyrst og fremst að
sinna sérhagsmunamálum - litla
manninum. Þeir ætla að standa við
hlið litla mannsins í baráttunni við
kerfið. Flokkurinn ætlar að vera á
móti því kerfi sem hann þvkist vera
að byggja upp með veru sinni á Al-
þingi.
Hagsmunir heildarinnar
Stjórnmálaflokkar eiga fyrst og
fremst að si r.na hag allrar þjóðarinn-
ar. Þjónkun þeirra við sérhagsmuni
er óviðeigandi. Sérhagsmunir eiga
að vera mál viðkomandi hópa í þjóð-
félaginu en ekki alþingismanna.
Stjórnannyndunarviðræður hafa
tekið ógnarlangan tíma vegna þess
að þar hafa fulltrúar flokkanna fyrst
og fremst verið að gæta sérhags-
muna sinna manna.
í raun ætti ekki að vera erfitt fyr-
ir raunsæja stjómmálamenn að setja
saman ríkisstjórn. Markmið hennar
þmfa ekki að vera flókin. Þar nægir
að setja á oddinn að ríkisreksturinn
verði í samræmi við það sem þjóð-
félagið þolir og að atvinnufyrirtækin
í landinu fái frið til að bæta afkomu
sína. og þar með afkomu launþega.
Sérhagsmunum er nefnilega best
borgið með því að þjóðfélagið þrífist
vel í heild sinni. Ef stjórnmálaflokk-
amir hafa sérhagsmuni að megin-
markmiðum þá er enginn eftir til að
hugsa um hagsmuni heildarinnar.
Kvennalistinn gerir hinum lægst-
launuðu mest gagn með því að
hjálpa til við að byggia upp öflugt
atvinnulíf og draga úr umsvifum rík-
isins.
Ólafur Hauksson
Bara að erfðalögunum væri breytt
Gömlu hjónin höfðu þrælað og
púlað allt sitt líf. Þau höfðu menntað
bömin sín 6 að bestu getu og nú
vom þau öll flogin úr hreiðrinu. Þau
gömlu höfðu bæði verið gift áður og
áttu sitt hvort barnið frá fyrra hjóna-
bandi. En samkomulagið var gott.
Þau höfðu ekki gert upp á milli bam-
anna og mikið var gaman þegar öll
súpan, börn og barnaböm, kom í
heimsókn á sunnudögum. Þá var
gott að hafa rúmgott hús.
Að vísu fannst sumum að húsið
væri óþarflega stórt. Það fannst þeim
gömlu ekki. Það var notalegt að
hafa aukaherbergi þegar krakkarnir
komu utan af landi til þess að sinna
hinum ýmsu erindum.
Það hafði líka komið sér vel hérna
um árið þegar hún Gunna þeirra
hafði skilið við manninn að þau
höfðu útbúið séríbúð í húsinu sínu.
Þama hafði Gunna búið með stelpu-
hnokkann sinn og raunar fleiri. T.d.
bamabörnin sem voru að byrja að
stofha bú. Þetta var raunar dálítið
skrítið nú til dags. Engin opinber
trúlofun, hvað þá gifting. Þetta hét
víst pappírslaust1 hjónaband. Þótt
þeim gömlu væri þetta á móti skapi
þá sættu þau sig við það, þótti gam-
an að geta hlaupið undir bagga á
meðan unga fólkið var að koma
undir sig fótunum.
Lífið lék við þau. Þau áttu líka
mörg sameiginleg áhugamál. Ekki
síst garðinn sem meira að segja hafði
að geyma ýmsar sjaldgæfar blóma-
tegundir. Það er heldur ekki svo
lítill félagsskapur af því þegar þau
„Seinna, mikið seinna. Þá jafnaði gamli maðurinn sig eftir konumiss-
inn. Það er sagt að timinn lækni öll sár. Ekki samt hans. Það var of
seint að snúa til baka. Hann gat ekki fengið húsið sitt, garðinn sinn.“
vom að skiptast á við vinina með
hinar ýmsu plöntur.
Þá gerðist það. Gamla konan fékk
hjartaslag og dó. Eftir stóð gamli
maðurinn. Miður sín og utan við sig
af sorg. Meira en það. Hann gat
ekki hugsað. Starði úti í loftið.
Gleymdi að borða. Svaf misvel.
Stundum á nóttunni. Stundum á
daginn.
Bömin fylgdust áhvggjufull með
þeim gamla. Þetta vai' vandræða-
ástand. Gamli maðurinn orðinn 75
ára gamall. Elliheimili? Já. elliheim-
ili gæti verið lausnin. Það lá í augum
uppi að sá gamli gat ekki séð mn sig
sjálfur. Gleymdi meira að segja
blómunum sínum. Aðaltómstunda-
gamninu.
Ráðstefna bak við tjöldin
Félagsráðgjafi var fenginn með í
spilið. Það varð heljarmikil ráð-
stefna. Þó fór svo að meirihluti
bamanna var á móti elliheimili. Bak
við tjöldin fór minnihlutinn að at-
huga hvemig hægt væri að kaupa
þann gamla inn á elliheimili. Það
var notuð klíka, sambönd.
A meðan sat gamli maðurínn og
reyndi að hugsa. Hann botnaði ekk-
ert í öllu þessu umstangi. Hann bara
saknaði konunnar sinnar. Hvar var
hún? Af hverju kom hún ekki og
eldaði fyrir hann, talaði við hann
eins og venjulega?
Sum bamanna gerðu sér grein fyr-
ir þvi að sorgin getur valdið því hjá
ungum sem gömlum að sálarlífið fer
í rúst um lengri eða skemmri tíma.
Enginn gat samt tekið þann gamla
heim, þótt ekki væri nema tíma-
bundið. Það voru jú allir að vinna.
Heilu dagana var enginn heima.
Hver vissi nema að sá gamli myndi
kveikja í húsinu. Honum dytti
kannski í hug að elda sér eitthvað.
Myndi gleyma pottinum á eldavél-
inni.
Kjallariim
Erna V. Ingólfsdóttir
húsmóðir
mæla. Það nægir til þess að ógilda
erfðaskrána." Það tókst honum. Og
nú var allur svstkinahópm-inn kom-
inn í hár saman.
Því fór sem fór. Aður en gamli
maðurinn vissi af var búið að ráð-
stafa öllu. Selja húsið hans sem hann
og kona höfðu stritað við að koma
upp. Garðurinn. Hver vissi hvernig
höndum vrði farið um blómin hans?
Sá gamli var kominn í 10 fermetra
herbergi á elliheimilinu. Ekkert
pláss fyrir hlutina hans. Sjálfsagt að
skipta þeim á milli bamanna. Það
var ekki einu sinni pláss fyrir bæk-
urnar hans. Bara rúmið. einn stól.
sófaborð og hillu með smámunum.
Jú. sjónvarpið stóð þama i einu
hominu. Hann hafði ekki einu sinni
rænu á að kveikja á því.
„Skítt með hana,“ hugsaði húsbyggjand-
inn. „Ég fæ annað hvort hálfsystkina
minna til þess að mótmæla. Það nægir
til þess að ógilda erfðaskrána.“ Það tókst
honum. Og nú var allur systkinahópur-
inn kominn í hár saman.“
Seirrna, miklu seinna. Þá jafnaði
gamli maðurinn sig eftir konumiss-
inn. Það er sagt að tíminn lækni öll
sár. Ekki samt hans. Það var of seint
að snúa til baka. Hann gat ekki feng-
ið húsið sitt, garðinn sinn. Hvað þá
heldur gat hann safhað saman allri
íjölskyldunni i 10 fermetrum. Það
hefði heldur ekkert þýtt. Það ríkti
fullur íjandskapur á milli systkina-
hópsins eftir erðamálin. Annar hver
maður talaðist ekki við.
Og gamli maðurinn horfði sorg-
mæddur í gaupnir sér.
Erna V. Ingólfsdóttir
Meirihluti barnanna stakk upp á
því að fengin væri húshjálp. Einhver
gæti fengið frítt húsnæði í litlu íbúð
gamla mannsins og hugsað mn
hann... Minnihlutinn var ósam-
mála. Einn var að byggja. Hugsaði
í launú að gott væri að fá þama
peninga til að létta undir með sér.
Nú vom góð ráð dýr. Þau gömlu
höfðu gert með sér erfðaskrá og sam-
kvæmt henni mátti sitja í óskiptu
búi. „Skítt með hana,“ hugsaði hús-
byggjandinn. „Ég fæ annað hvort
hálfsystkina minna til þess að mót-
L