Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. Erlend myndsjá Harka i Koreu Ekki verður annað sagt en að harka hafi verið í átökum þeim sem undan- fama daga hafa staðið milli stúdenta og lögreglu í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér draga menn ekkert af sér í barát- tunni. Á einni myndinni má sjá stúdenta leggja til atlögu við -lögreglumenn með væna lurka að vopni. Á annarri hefur einn stúdentanna náð táragasbyssu af lögreglumanni og brýtur hana við vegg. Loks má sjá einn lögreglumannanna liggja í blóði sínu og félaga hans stumra yfir honum. Simamynd Reuter Forréttíndastéttirnar Forréttindastéttir þurfa ekki að ferðast um í strætisvögn- ekki fundið síður til mikilvægis síns, þessi eins árs gamli um og litlum blikkdósum líkt og sauðsvartur almúginn. górilluapi, þótt hann hefði hvorki tillögu- né atkvæðisrétt Við íslendingar sáum gott dæmi þess í síðustu viku þegar á NATO-fundum. Hann hallar sér engu að síður út um framámenn Atlantshafsbandalagsins voru fluttir á milli í glugga límúsínunnar, tilbúinn að veifa til múgsins í lítil- helstu glæsikerrum landsins, spegilfægðum og gljáandi. læti sínu. Raunar var hann að flytja búferlum, frá einum En forréttindastéttimar eru margar og misjafnar og ekki. dýragarði til .annars, og. fór spölinn í teygðum kádilják, allar atkvæðamiklar í stjómmálum. Líklega hefur hann með einkabílstjóra að sjálfsögðu. Simamynd Reuter Landbúnaðarstyrjöld Franskir bændur eru yfirleitt ekki að tvínóna við hlutina ef þeir telja afkomu sinni að einhverju leyti ógnað. Fyrir nokkru þótti þeim innflutningur Spánverja á ávöxtum og grænmeti til Frakklands ganga úr hófi, einkum þar sem þeir spænsku seldu sína vöru ódýrt og því erfitt að keppa við þá á jafnréttisgrund- vélli. Frakkamir höfðu ekki mörg orð um málið, réðust einfaldlega að næstu lest flutningabíla, sem kom með landbúnaðarafurðir yfir landamæri ríkjanna, og kveiktu í henni. Þar með var málið afgreitt í bili og væntanlega bið á því að spænskir bændur hrelli franska stéttarbræður sína að nýju. - Símamynd Reuter Tólin fínpússuð Það er aðalsmerki góðs verkmanns að tólum hans er vel við haldið, þau hrein- suð og jafhvel gljáfægð. Þetta gildir alveg jafnt um morðtól sem önnur, enda þurrkar hann rykið vandvirknislega af eldflaugunum sínum, þessi ungi maður. Það er ekki nema sjálfsögð kurteisi, ef herja skal á einhvem, að gera það með hreinum tólum, aldrei að vita nema skítur á eldflaugum geti valdið einhverju smiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.