Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 19 Heilbrigðisinál í svita síns andlitis Rannveig Kristín Baldursdóttir deildariðjuþjálfi, Reykjalundi Nafn: Rannveig Kristín Baldursdóttir Staða: Deildariðjuþjálfi, Reykjalundi. Menntun: Ergoterapi, Högskolen Þránd- heimi, 1981. Starfssvið: „Ég starfa við endurhæfingu og meðferð á sjúklingum með hina ýmsu sjúkdóma. Sérsvið mitt er þó þeir sem þjást af lungnasjúk- dómum, en ég kynnti mér sérstak- lega meðferð þeirra í Bandaríkjun- um. Iðjuþjálfun steíriir að því að gera sjúklingum kleift að verða eins sjálfbjarga og mögulegt er. Það getur falið í sér að láta þá gera einhverjar æfingar, kenna þeim slökun og réttar vinnustellingar, fræða þá um ýmislegt tengt sjúk- dómi þeirra og afleiðingum hans, finna hjálpartæki og margt fleira. Lungnasjúklingum þarf til dæmis að kenna þindaröndun og orku- sparandi vinnuaðferðir, þvr þeir nýta ekki súrefni jafhvel og annað fólk.“ Það besta: „Það skemmtilegasta við þetta starf er samskiptin við fólk. Svo og hversu fjölbreytilegt og lifandi það er. Þá er að sjálfsögðu ákaf- lega gaman þegar góður árangur næst.“ Það versta: „Það versta við starfið er hættan á þvr að verða jafn stofnana- skemmdur og sumir sjúklinga okkar eru. Annars er auðvitað verst að þurfa að sjá sama fólkið koma aft- ur og aftur í meðferð, án þess að nokkur árangur náist. Langverst er þetta þegar hlutirnir hafa stöðv- ast einhvers staðar i kerfinu. Þegar þú hefur unnið vel og sjúklingur- inn hefur haft fullan starfsvilja en einhver þáttur málsins stöðvast í skriffinnskunni og kemur í veg fyrir að fullur árangur náist.“ Draumurinn: „Ég á þann draum helstan að hér verði sem minnst af stórum stofhunum, einkum að langtíma- vistun byggist ekki á þeim. Ég vil að starfið byggist sem mest upp á smærri sambýlum, til dæmis, svo og því að fólki verði gert kleift að bjarga sér eins mikið sjálft i heima- húsum og mögulegt er. Þetta er gamla sagan um það hvaða hjálp er áhrifaríkust. Ég held það sé af- farasælast að hjálpa fólki til sjálfs- bjargar, sem er raunar megin- markmið iðjuþjálfunar. Þó ekki væri nema vegna sjálfsvirðingar sjúklinganna." Skoða fræðslu í heil- brigðismálum sem heild „Þótt við í Háskólanum menntum auðvitað hluta af heilbrigðisstéttunum tel ég réttara að ræða um það í sam- hengi við menntun og fræðslu í heilbrigðismálum í heild, frekar en aðskilið. Þar á ég við að skoða alla menntun heilbrigðisstétta, menntun í matvælaiðnaði sem og menntun og fræðslu almennings um heilbrigði og holla lífshætti því fyrir mér eru þessir þættir óaðskiljanlegir," sagði Sig- mundur Guðbjamason háskólarektor í viðtali við DV en hann var beðinn um að gera nokkra grein fyrir mennt- un heilbrigðisstétta í landinu. „Menntun heilbrigðisstétta fer fram á fleiri en einni stofnun," sagði Sig- mundur ennfremur, „því auk þess að háskólinn menntar fólk í læknisfræði, tannlæknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, líffræði og matvæla- fræði menntar til dæmis Tækniskóli íslands meinatækna og röntgentækna. Hvað varðar menntun annarra heil- brigðisstétta vakna svo oft spumingar sem erfitt getur verið að svara. Hver sér um menntun heilbrigðisfulltrúa, svo dæmi sé nefnt? Þeir sjá um allt eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum, í matvælaiðnaði og í verslunum og hljóta því að teljast heilbrigðisstétt.“ Vanmetinn þáttur - Þú nefndir menntun í matvælaiðn- aðinum, er það hluti af fræðslu í heilbrigðisgreinum? „Já, vissulega eru þar tengsl á milli. Menntun í matvælaiðnaði er hér ákaf- lega vanmetinn þáttur. Við þurfum að huga mun betur að menntun og upp- fræðslu stjómenda, starfsliðs og eftir- lits i þessum iðnaði, skilgreina þær kröfur sem við viljum gera í þeim efn- um og leita leiða til að sjá um að þeim sé mætt. Þetta er mikilvægt af mörgum orsökum, ekki síst vegna bæði efna- mengunar og gerlamengunar. Efna- mengunina verðum við lítið vör við en hins vegar segir gerlamengunin meir til sín, svo sem salmonella- mengunin sem er nýjasta dæmið. Ég held að hjá okkur sé víða pottur brotinn í þessum efnum. Háskólinn tók upp kennslu í matvælafræði með hag neytenda, atvinnugreinanna og útflutnings i huga, en hér hefur komið upp hvert vandamálið á fætur öðru. Þau opinberast einkum í tengslum við útflutning en við neytendur fáum minna að vita. Þó eru hér flutt inn gömul matvæli sem mæta ekki kröf- um, svo og hafa verið vandamál í matvælaiðnaði, til dæmis í litlum fyrir- tækjum sem eiu nánast rekin í bíl- skúrum. Mér er ekki kunnugt um að þessi vandamál hafi verið leyst." Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor. Almannafræðsla - Hvað um almannafræðsluna? „Fræðsla almennings er þáttur sem við eigum að leggja áherslu á að sinna nú, fræðsla um mataræði, matreiðslu og næringarfræði. Breyttir þjóðfélags- hættir kalla mjög á mat sem er hollur, bragðgóður. ódýr og um leið auðveldur og fljótlegur í franileiðslu - meðal annars vegna aukinnar útivinnu kvenna. Þá er fræðsla imi umhverfisþætti mikilvæg. Þai- á ég við hreinlæti, mengun af aukaefnum og aðskotaefn- um, ryk og fleira. Við höfum mörg krassandi dæmi run aðskotaefni í mat- vælum, það er efni og hluti sem alls ekki var ætlun framleiðandans að væru í vörunni. Aukaefni eru til dæm- is litarefhi og rotvarnarefni. Þá tel ég að heilbrigðisfræðsla hljóti að ná vfir heilsurækt. hófsemi í mat og drykk, hreyfingu og aðra holla lífs- hætti. Þar má ekki gleyma reykingum enda þvkir mér ljótt að sjá ungt og hresst fólk svæla í sig reyk. sjálfu sér og öðrum til ama og skaða. Loks vil ég tiltaka fræðslu um of- næmi af ýmsu tagi. Það eru mörg efni á heimihun sem geta valdið ofhæmi. ekki síður en á vinnustöðum. Við erum sífellt að gera okkur betm' grein fi’rir þessum þætti, til dæmis vitum við nú að húsryk er samsett úr örsmármi líf- venmi. sem lifa í húð manna." Skólarnir nokkuð góðir - Nú hefur gætt nokkmrar gagnrýni á skólakerfið hjá okkur. Hvernig telur Þú að ástandið í þeim greinum. sem kenndar eru. sé? ..Ég held það sé yfirleitt nokkuð gott. Ef við erum að ræða um þá gagn- rýni sem komið hefur fi-am á grunn- skólakerfið. að það undirbúi fólk ekki nógu vel til langskólanáms, býst ég við að þar megi ýmislegt bæta. Hins vegar eru mælikvarðamir, sem við notum, til dæmis það hversu margir hverfa frá námi við háskóla og aðra framhaldsskóla, ekki skilgreindir þannig að við vitum í raun hvert vandamálið er. Við förum þar ein- göngu eftir því hversu margir hafi horfið frá námi í tilteknum greinum en flokkum ekkert eftir því hvort þeir hafi haldið áfram í öðrum greinum og svo framvegis. Niðurstöðutölurnar em því ekki marktækar. í Háskólanum hygg ég að kennsla sé nokkuð góð. Það má alltaf bæta og við erum sífeflt að endumkoða, til dæmis læknisfræðina. Ég' held til dæmis að það sé brýnt að bæta inn í læknisfræðina ýmsum almennum þáttum, svo sem næringarfræði. Hins vegar verður að huga að því líka að þegar þróunin kallai' á að einhverju sé bætt inn verðm- að fella eitthvað annað niður því við getum ekki lengt námið endalaust. Við verðum í vaxandi mæli að leggja áherslu á að kenna fólki að vinna. að afla sér upplýsinga og vega og meta hver sú staðfasta þekking er sem ein- stakir aðilar þurfa að hafa. Hér í Háskólanum bjóðum við upp á grunnnámið í þessum greinum og nemendur okkar fara þá flestir utan til framhaldsnáms. Kandidatar okkar hafa fengið mjög góða dóma í námi erlendis, þannig að undirbúningurinn. sem þetta fólk fær hjá okkur, er fvlli- lega sambærilegur við það sem gerist í erlendum háskólum. Við gerum enda miklar kröfur til okkar nemenda og ég tel að kennarar og stjómendur deilda við Háskólann séu vel vakandi yfir þvi að þær séu sambærilegar við hvort heldur er háskóla í Bandaríkj- unum eða íhaldssama evrópska háskóla." Opinn skóli - Hvað hefur orðið um hugmvndir manna um opinn háskóla? „Ég vildi gjama sjá hér rísa upp opinn skóla fyrir hin ýmsu skólastig. allt fi-á gmnnskóla og upp úr, en ekki aðeins opinn háskóla. Sjónvarpið hef- ur sannað mátt sinn í þessum efnum og við eigum að nota þetta tæki til kennslu. Þessi miðill gæti levst ýmis vanda- mál sem við eigum við að stríða. til dæmis hvað varðar endurmenntun og símenntun hinna ýmsu starfsstétta. Þá er það ákaflega stei'kur miðill til almannafræðslu og við ættum að taka upp framleiðslu og sýningar á föstum þáttum með efni sem á erindi til al- mennings. Hvers eiga gamlir að gjalda? Við Islendingar stærum okkur af þjónustu okkar við alla þjóðfélags- hópa, þar á meðal aldraða. Viljum við gjarnan láta í veðri vaka að hér sé öllum séð fyrir þörfum sínum fyr- ir heilbrigðisþjónustu, án tillits til félagslegrar eða fjárhagslegrar stöðu einstaklingsins. Ef grannt er skoðað er þessi mynd þó ofurlítið fölsk, meðal annars hvað varðar heilbrigðisþjónustu okkar við eldri borgara, því þótt neyðar- ástand ríki ef til vill ekki í þessum efrium er brotalömin í þeim mörg og vafalítið sár. í stað þess að vinna markvisst að þessari þjónustu virðast kraftar þeirra sem stjóma eiga fara i til- gangslítið þref um það hverjar ytri aðstæður þjónustunnar eiga að vera. Á að byggja dvalarheimili fyrir þá sem em meira eða minna sjálf- bjarga, á að byggja hjúkrunarheim- ili, á að byggja eitthvað þar á milli. Likt og í svo mörgum öðrum mála- flokkum eyðum við púðrinu í að rífast um hvað eigi að byggja, hvað steinkofamir eiga að heita. Á meðan er hér aldrað fólk sem ekki fær nauðsynlega þjónustu, enn fleira fólk sem ekki fær þá fyrir- byggjandi heilbrigðisþjónustu sem gæti létt því lífið svo mjög, aukið bæði lengd og gæði lífs þess. Er ekki kominn tími til að stjóm- endur þessara mála losni úr viðjum byggingarklafans, sem þeir hafa sett sér sjálfir, og fari að huga að því sem þeir eiga að gera? Skilgreina, skipu- leggja og framkvæma heilbrigðis- þjónustu fyrir aldraða. Þið sem eigið að stjóma, vinsam- legast gefið svör við eftirfarandi spumingum: Hvemig er þörfin fyrir heilbrigðis- þjónustu aldraðra skilgreind? Hveijar em forsendur þeirrar skil- greiningar og hver er þörfin í umfangi og kostnaði? Hvaða úrlausna er nú leitað á þeim vandamálum sem blasa við? Hvert á framtíðarskipulag þessara mála að verða? Þetta em einfaldar spumingar og ætti að verða létt að svara þeim. Heilbrigðisþjónusta okkar er góð, betri en í flestum öðrum löndum. Þeim mun minni þörf er á gloppum af því tagi sem virðast vera í þjón- ustu við aldraða, þær verða nánast fáránlegar. -HV Umsjón: Halldór Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.