Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
31
Sandkorn
Búist er við að fljótlega
birti til og hlýni nokkuð frá
því sem nú er. Þó er ekki
reiknað með því að sólin iáti
sjá sig.
Vindur mun haldast hæg-
ur norðaustan eða aust-
lægur. Flug ætti því að geta
gcngið samkvæmt áætlun.
Veðurspá Vestlirska (réttablaósins
-engin venjuleg veóurspá.
Veðurspáin
á Ísafirði
Flugið er snar þáttur í líFi
Vestfirðinga og svo mikilvægt
að Vestfirska fréttablaðið
birtir veðurfréttir undir heit-
inu „flugspá“.
Bach er ekki
aðvestan
Á dögunum var mikil M-
hátíð fyrir vestan, en þetta var
menningarhátíð mikil og
haldin að frumkvæði Sverris
Hermannssonar menntamála-
ráðherra. Fjölmargt var á
dagskrá, bæði alvarlegs eðlis
og af léttara taginu, og mest-
allt að vestan eða tengt
Vestfjörðum hinum traustari
böndum.
Sérstök nefnd safnaði liði
og meðal annars var ungur
fiðiuleikari, HjörleifurVals-
son, beðinn að lofa heima-
mönnum að sjá hvernig
hantera á fiðluna. Tók Hjör-
leifur því ekki illa og settist
yfir fiðlukonsert eftir Jóþann
Sebastían Bach. Þegarhann
hafði þaulæft Bach mundi ein-
hver eftir því að segja Hjörleifi
að hann ætti að leika eitthvað
eftir vestfirskt tónskáld. Það
lá auðvitað fyrir að Bach væri
ekki að vestan og því varð
fiðluleikarinn að hætta við
Þetta var því eins konar vest-
firsk uppreisnartilraun í
Sjálfstæðisflokknum.
Uppreisnarmennirnir hafa
nú verið kældir, að sögn Þor-
steins Pálssonar, og þurfa
ekki að gera sér miklar vonir
um ráðherrastóla á vegum
flokksins í bráð.
Fá
félagsfræöi-
lega aöstoö
Uppfinningamenn hafa ekki
átt upp á pallborðið í þjóð-
félaginu og fæstir hafa komið
hugmyndum sínum í gagn,
nema þá helst í útlöndum. Nú
er að verða breyting á þessu
og á meðan Albert Guðmunds-
son var iðnaðarráðherra stóð
hann fyrir einS konar upp-
fmningastormi. Nú er Iðn-
tæknistofnun að efla aðstoð
sína við uppfmningamennina
og hefur meðal annars verið
ráðinn þangað sérstakur mað-
ur til þess að annast ráðgjöf
og aðstoð, svo og til þess að
byggja upp gagnabanka varð-
andi uppfinningarnar. Og
uppfinningamennirnir ættu
Sverrir og Matthias - uppreisnarmennirnir að vestan.
að róast í framhaldi af þessu,
því í starfið var ráðinn félags-
fræðingur. Hann heitir Emil
Thoroddsen og verður sem sé
eins konar „safnaðarprestur'*
íslenskra uppfinningamanna.
Tekið á móti
bömum
í Keflavík
Málefni Sjúkrahúss Kefia-
víkur hafa dottið hér inn hvað
eftir annað, enda hefur verið
mikið íjör þar syðra síðustu
mánuðina. Berast nú óstað-
festar fregnir af því að
kvikmyndagerðarmenn í leit
að góðu söluefni þykist jafnvel
hafa dottið niður á gullnámu.
Muna menn þá eftir vinsælu
efni í sjónvarpinu um sjúkra-
húsið í Svartaskógi. Það getur
því farið svo að skreiðarkóng-
urinn Ólafur Björnsson
komist innan tíðar á hvíta
tjaldið í svo ólíku hlutverki
og sem formaður stjórnar
frægasta sjúkrahúss á íslandi.
Frá því síðast hefur það
gerst að hætt hefur verið við
lokun á fæðingardeildinni í
sumar en í staðinn á að loka
skurðstofunni.
þátttöku í menningarhátíð
Vestfirðinga að þessu sinni.
Sverrir
meðvest-
firskan hósta
Slysfarirnar í Sjálfstæðis-
flokknum í síðustu viku hafa
auðvitað orðið ýmsum að um-
ræðuefni, enda þótt sjálfstæð-
ar skoðanir hafi nú verið
bannaðar í þingflokknum og
formaðurinn tilkynni að slík
slys hendi ekki aftur. Stóra
slysið var auðvitað harkaleg
ádeila Sverris Hermannssonar
menntamálaráðherra á for-
manninn og flokkinn. En þess
verður að gæta að rétt upp úr
M-hátíðinni fyrirvestan fékk
Sverrir leiðindi í hálsinn.
Nú er Svemr þingmaður
Austfirðinga en á hins vegar
uppruna sinn að rekja vestur
aðDjúpiogersemsagtfædd-
ur og uppalinn Vestfirðingur.
Hinn sjálfstæðisráðherrann,
sem gagnrýndi formann
flokksins, er Matthías Bjarna-
son viðskipta- og samgöngu-
ráðherra og er ekki minni
Vestfirðingur en Sverrir. auk
þess sem hann er þingmaður
fyrir heimabyggðir sínar.
Umsjón: Herbert Guömundsson
ÚRVAL - JÚNÍHEFTIÐ ER KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI
ÓTRÚLEGA GOTT LESTRAREFNI - ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ!
Meðal annars Úrvalsefnis má nefna þetta:
Margvísleg andlit Audrey Anne Wilder Hér er rakin raunveruleg saga konu sem þjáöist af margklofnum per- sónuleika. i henni bjuggu margar gjörólíkar persónur og gerðu það að verkum að hegðun hennar var gjörsamlega óútreiknanleg. Rakin er sagan af því hvernig Audrey Anne fékk hjálp og lækningu. Másleikfimi þjalfar hjartað Másleikfimi (eróbik) dugar ekki bara til að draga úr hættu á hjarta- sjúkdómum heldur flýtir hún fyrir þvi að við þrennum upp hitaein- ingum i stað þess að hlaða þeim utan á okkur, eyðir eitri úr líkaman- um og þætir heilsuna almennt. Við fáum nánari útlistun á því hvað másleikfimi raunverulega er. i hafdjúpunum með Jacques Cousteau Frá þvi þessi heimskunni könnuð- ur undirdjúpanna hóf feril sinn sem liðsforingi í franska sjóhernum hefur hann sýnt milljónum manna veröld sem þeir hefðu aldrei kynnst ella. Hann hefur fundið upp fjöld- ann allan af búnaði til köfunar, einn eða í félagi við aðra, og aflað ómetanlegs fróðleiks um lifið i sjónum.
Krabbamein er erfðafræðilegt Tilraunir til að afhjúpa íeyndardóm krabbameins hafa staðið yfir I ára- tugi en fyrst nú eru vonirnar um að hann verði skilinn og ráðinn að nálgast það að verða raun- hæfar. Allt er þetta I framhaldi af nýjum uppgötvunum irianna um erfðaeiginleika sem genin flytja frá kynslóð til kynslóðar. - Það er gott að lesa þetta núna til að vera betur undirbúinn að taka við frek- ari fréttum af genunum sem koma í næsta hefti Úrvals. Leyniformúla Coca Cola Lengi hafa menn velt vöngum yfir þvi hvernig sú leyniformúla sé er liggur til grundvallar bruggun hins sivinsæla drykkjar, Coca Cola. Þvi verða menn að halda áfram enn um sinn en nýlega kom í Ijós að fyrirtækið átti aðra formúlu sem kannski er engu siður heilladrjúg en uppskriftin að drykknum góða. Kötturinn sem dó úr ástarsorg „Mér fannst þessi flækingslæða úfin og fráhrindandi. En Proska féll fyrir henni. Hann varð bókstaf- lega bergnuminn. Hefur þú nokkurn tima séð augu i ástföngn- um ketti? Það hef ég. Og þar sem þetta var enginn annar en hinn óprúttni og lifsreyndi Proska var umbreytingin enn meira áberandi.
Urval
KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA!
LAUSAR STÖEXJR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Starfsfólk óskast í heimilishjálp. Heilsdags- eða hluta-
störf. Einnig unnið í smá hópum. Hentugt fyrir
húsmæður og skólafólk. Upplýsingar í síma 18800.
Heimilisþjónustan.
Tillögur í samkeppni um ráðhús Reykjavíkur eru sýnd-
ar í anddyri Borgarleikhúss dag hvern frá kl. 14.00-
22.00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21. júní.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
LÖGTÖK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengum
úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir-
vara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að
átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessárar
fyrir eftirtöldum gjöldum:
Söluskatti fyrir júlí-des. 1986, og jan., febr. og mars
1987, svo og söluskattshækkunum, álögðum 1. okt.
1986 til 12. júní 1987; vörugjaldi af innlendri fram-
leiðslu fyrir júlí-des. 1986 og jan„ febr. og mars 1987;
mælagjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnu 11. sept.
1986 og 11. febr. og 11. júní 1987; skemmtanaskatti
fyrir júlí-des. 1986 og jan., febr., mars og apríl 1987;
iaunaskatti, gjaldföllnum 1985; skipulagsgjaldi af ný-
byggingúm, gjaldföllnu 1986, svo og aðflutnings-
gjöldum, gjaldföllnum 1986.
Reykjavík 12. júní 1987
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
LAUSAR STÖÐUR VIÐ
FRAMHALDSSKÓLA:
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöóur við
eftirtalda framhaldsskóla framlengist til 22. júní:
Við Menntaskólann á Akureyri, kennarastöður í þýsku,
líffræði/efnafræði, ein staða, og ein staða í sögu og
íslensku.
Menntaskólann á Egilsstöðum, kennarastöður í
frönsku, stærðfræði og tölvufræði.
Menntaskólann við Hamrahlíð, kennarastöður i efna-
fræði og tölvufræði.
Menntaskólann við Sund, kennarastöður í stærðfræði
og tölvufræði.
Flensborgarskóla í Hafnarfirði, kennarastöður í
dönsku, félagsfræöi, vélritun, viðskiptagreinum, þar á
meðal bókfærslu, stærðfræði og eðlisfræði.
Fjölbrautaskólann í Breiðholti, kennarastöður í eðlis-
fræði, efnafræði, vélritun og almennum viðskiptafræð-
um. Einnig hálf kennarastaða í félagsfræðum.
Fjölbrautaskólann í Garðabæ, kennarastöður í við-
skiptagreinum.
Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki, kennarastöður í ís-
lensku, stærðfræði og sérgreinum tréiðna.
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, kennarastöður
í íslensku, ensku, eðlisfræði, stærðfræðigreinum,
tölvufræði. Einnig hlutastarf í félagsfræði, líffræði,
heilsugæslugreinum, lögfræði og tónmennt.
Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, kennara-
stöður í ensku, dönsku, líffræði, efnafræði, eðlisfræði,
verslunargreinum, rafmagnsfræði, málmsmíði, sér-
greinum vélstjórnarbrautar, þýsku, stærðfræði og
félagsfræði.
Við Iðnskólann í Reykjavík, kennarastöður í hársnyrti-
greinum, offsetprentun, offsetskeytingu, rafiðnagrein-
um og tölvugreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.