Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987. 33 DV „Viö saumum mest brúðardragtir, þessir heföbundnu brúðarkjólar eru svo dýrir i saumaskap að það borgar sig að kaupa þá fjöldaframleidda. En hvítt er alltaf vinsælast, það er haldið i hefðina að því leyti,“ segir Maria Lo- vísa Ragnarsdóttir sem heldur hér á einum af mörgum brúðarkjólum sem hún hefur saumað. DV-mynd KAE Tískan í brúðarkjólum Iburður og rómantík „Það er mikið pantað af brúðar- fatnaði hjá mér núna,“ sagði María Lovísa Ragnarsdóttir, eigandi versl- unarinnar Maríurnar, sem saumar brúðarföt, þegar við ræddum við hana um tískuna í brúðarfatnaði. Aðspurð um hvers konar brúðar- kjólar væru vinsælastir sagði María Lovísa að það væri auðvitað mjög einstaklingsbundið. „Við saumum mikið dragtir því þessir hefðbundnu brúðarkjólar eru svo dýrir í sauma- skap að það borgar sig að kaupa þá fjöldaframleidda. Hins vegar er hvítt ennþá vinsælasti liturinn og haldið í hefðina að þvi leyti. Mér sýnist líka að þær yngri og þær sem eru í fyrsta sambandi vilji frekar íburðarmeiri kjóla með löngum slóða og slíku. Þær eldri, sem eru búnar að eiga börn, vilji oft ekki dragsíða kjóla.“ - Velja brúðirnar tilvonandi kjólana einar eða aðstoðar mannsefnið við valið? „Það er misjafnt. En flestar vilja halda í hefðina og halda kjólnum leyndum þar til á brúðkaupsdaginn." - Heldur þú að það sé rétt sem sagt er að giftingum sé að fjölga? „Ef við eru að tala um í samanburði við hvernig þetta var fyrir sex til sjö árum þá hefur átt sér stað bylting. Það er greininlega í tísku að gifta sig í dag. Það er líka meiri rómantík og íburður yfir þessu núna, stærri veislur og meira tilstand. Við höfum verið að færast frá hippamenning- unni og yfir í rómantíkina,“ sagði María Lovísa. Rómantik yfir sumrinu Þær Katrín Óskarsdóttir og Hulda Þórðardóttir reka báðar brúðar- kjólaleigur og þær voru sammála um að þær hefðu orðið varar við fjölgun giftinga. „Þetta kemur reyndar dálitið í bylgjum, en það er eins og það sé meiri rómantík yfir sumrinu og þá gifta sig fleiri,“ sagði Hulda. „Eg verð líka vör við það að fólk vill gifta sig með pomp og prakt. Þetta tengist sennilega bara efnahagnum. Eg held að fólk hafi einfaldlega meiri pen- inga nú en áður." I sama streng tók Katrín og að- spurð um hvers konar kjólum væri einkum sóst eftir sagði hún það dálít- ið misjafnt eftir aldri. „Mjög ungar brúðir vilja oft léttari snið, en þær sem eru komnar á þrítugsaldurinn vilja heldur hefðbundna brúðar- kjóla.“ - Tekur það brúðina langan tíma að velja rétta kjólinn? „Það er engin algild regla til í þeim efnum heldur er það misjafnt eftir manneskjum. Stundum sjá þær strax kjólinn sem þær voru að leita að, falla fyrir einhverjum ákveðnum kjól, en stundum koma þær aftur og aftur að skoða áður en ákvörðunin er tekin'.' Kemur brúðguminn með að velja kjól? „Það er svona sitt á hvað. Fólk sem hefur búið saman áður er stífara á því að brúðguminn sjái ekki kjólinn fyrr en á sjálfan brúðkaupsdaginn. Fólk sem hefur búið saman lengi og á kannski börn er meira sama.“ Tíðarandi Umsjón: Valgerður A. Jóhannsdóttir Brúðkaupsnótt í brúðarsvítu Flest stærri hótelin hér í borg eru með svokallaðar brúðarsvítur og mörgum finnst það vera punkturinn yfir i-ið að eyða brúðkaupsnóttinni á slíkum stað. Þeir hótelstjórar sem DV ræddi við voru flestir á því að það færðist heldur í vöxt að fólk gifti sig með pomp og prakt, eins og sagt er, og það er þó nokkuð algengt að brúðkaupsveislur séu haldnar í veislusölum hótelanna. „Það hefur aukist töluvert að fólk haldi hér brúðkaupsveislur og veisl- urnar eru líka stærri og veglegri nú en áður,“ sagði Hans Indriðason, hótelstjóri á Hótel Esju. „Við höfum alltaf sérstakan viðbúnað i þeim til- fellum. Ef veislan er haldin hér er brúðhjónunum boðið að gista í svít- unni og þeim færð blóm og kampa- vín, tendruð kertaljós og reynt að hafa þetta huggulegt. Það er auðvit- að ekki alltaf tekið fram þegar svítan er pöntuð að um brúðhjón er að ræða en ef við vitum af því þá er þeim allt- af færð kampavín og blóm þó veislan sé ekki haldin hér. Oft hringja vinir og kunningjar brúðhjónanna og láta vita og þá kemur tilstandið fólki gleðilega á óvart." - Kanntu einhverja skýringu á þess- um auknu vinsældum giftinga? „Það er bara svo gaman að gifta sig,“ sagði Hans en bætti síðan við „ég kann svo sem enga skýringu á þessu, en ég er það ihaldsamur og gamaldags að mér finnst þetta góð þróun. Þegar öllu er á botninn hvolft vill fólk hafa málin pottþétt og þá er hjónabandið besta leiðin. Og fólk vill gera þetta með viðhöfn til þess að hafa eitthvað að muna eftir, ein- hverjar ljúfar minningar að vlja sér við seinna." Meira lagt í giftinguna „Við höfum yfirleitt engan sér- stakan viðbúnað nema ef brúðkaups- veislán er haldin hér," ságði Konráð Guðmundsson. hótelstjóri á Hótel Sögu, er DV ræddi við hann um þessi mál. „En ef svítan er pöntuð fyrir brúðhjón þá veitum við þeim afslátt í stað þess að gefa kampavín eða eitt- hvað slíkt sem vfirleitt er nóg af hvort eð er." - Hefur þú orðið var við einhverja aukningu, er meira um brúðkaups- veislur hjá vkkur nú en áður? „Nei, það held ég ekki. Þetta eru sex til sjö skipti á ári og hefur verið þannig undanfarin ár,“ sagði Kon- ráð. Hann sagðist samt halda að fólk legði meira í giftingar nú en áður þó þess yrði ekki endilega vart á hótelunum. „Oft er það þannig að brúðhjónin eru að flytja inn í nýja íbúð og eyða brúðkaupsnóttinni þar,“ sagði Konráð. Einar Olgeirsson, hótelstjóri á Loftleiðum, tók í sama streng og Konráð og sagðist ekki háfa orðið var við aukningu á brúðhjónagist- ingum eða brúðkaupsveislum hjá hótelinu. „Þetta er ósköp jafnt og þétt. Svít- an okkar er nú reyndar ekki kölluð brúðarsvíta heldur heitir hún Gimli. Þar bjóðum við brúðhjónum að gista ef haldnar eru stórar veislur hér hjá okkur. Við gefum lika alltaf blóm og kampavín ef við vitum af brúðhjón- um hér. Ég er ekki frá því að það sé rétt að giftingum sé að íjölga og menn vilji viðhafnarmikil brúðkaup þó við verðum ekki mikið vör við það hér á hótelinu. Hér á árum áður var ekki mikið um það að hinn almenni borg- ari héldi stórar veislur, það gerðu frekar þeir sem mest höfðu á milli handanna. Kannski sýnir þetta að fleiri hafi meira á milli handanna nú en áður. Það er allavega fólk úr öll- um stéttum sem gistir og heldur veislur hér hjá okkur. þannig að þetta er kannski farið að jafnast meira út,“ sagði Einar. Viss stíll yfir þessu „Við höfum enga sérstaka brúðar- svitu sem við köllum þvi nafni." sagði Gróa Asgeirsdóttir í móttök- unni á Hótel Borg. „En við höfum eitt stórt og flott herbergi sem er hálfgerð svíta og mikið notað fyrir brúðhjón. Yfirleitt er látið vita þegar herbergið er pantað að það sé fvrir brúðhjón, enda oftast einhverjir aðr- ir en þau sem panta. Og við reynum að gera eins mikið og hægt er til að gera brúðhjónunum þetta minnis- stætt. Við kaupum meðal annars blóm og kampavín og skreytum her- bergið." sagði Gróa. - Verðið þið vör við aukningu? ,,Já, ég held ég megi segjn það, Þnð eru líka vfirleitt fleiri giftingar á sumrin, enda skemmtilegra að gifta sig á sumrin í góðu veðri. Við vorum með tvenn brúðhjón og eina brúð- kaupsveislu hér nýlega og fólk virðist leggja meira i þetta en áður. Bílarnir eru skreyttir og kjólarnir hvítir og mjög fínir og þar fram eftir götunum. Það setti einmitt mjög skemmtilegan svip á veisluna sem var hér síðast að bill brúðhjónanna, skreyttur hvítum borðum og slauf- um, stóð hér fyrir utan allan tímann. Ég kann svo sem enga sérstaka skýringu á þessari þróun," sagði Gróa. „En það er viss stíll yfir því að gera þetta svona. Fólk er farið að gifta sig seinna og vill þá kannski meiri viðhöfn." Mörg brúöhjón kjósa aó eyöa brúókaupsnóttinni á svitu eins og þessari. Ef starfsfólk hótelanna veit af þvi að um brúðhjón er aö ræöa eru þeim færö blóm og kampavin og reynt aó gera dvölina sem minnisstæóasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.