Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1987, Side 38
38
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987.
Kvikmyndir
Hápunktur spennunar. Stallone lætur vöðvana tala enn einu sinni, en tekst
illa upp.
Háskólabíó/Á toppinn:
Slakur Stallone
Over the top.
Bandarisk frá Cannon Group Inc.
Leikstjóri: Menaham Golan.
Handrit: Stirling Silliphant
Myndataka: David Gurfinkel.
Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Robert
Loggia, Susan Blakely, David Menden-
hall, Rick Zumwalt, Chris McCarty og Terry
Funk.
Enn einu sinni er Sylvester Stall-
one kominn á kreik og ekki er
fjölbreytni í hlutverkavali frekar en
endranær. Að þessu sinni leikur
hann Lincoln Hawk, flutningabíl-
stjóra á úr sér gengnum vörubíl, og
hans helsta tómstundagaman er að
fara í sjómann á þeim krám sem
hann hann kemur við á leiðum sín-
um yfir Bandaríkin.
Myndin segir frá því þegar hann
hittir 12 ára gamlan son sinn, Micha-
el, í fyrsta skipti að tilstuðlan
deyjandi barnsmóður sinnar. Sonur-
inn er ofdekrað yfirstéttarbam sem
hefur alist upp hjá forríkum móður-
afa sínum og vill upphaflega ekki
sjá foðurinn. Myndin fjallar síðan
um hvemig samband þeirra feðga
þróast og tilraunir afans til að stía
þeim í sundur. Eins og við er að
búast endar myndin í geysispenn-
andi heimsmeistarakeppni í sjó-
manni þar sem hryllilegustu tröll
taka þátt auk Stallones, sem auðvit-
að er hógværðin uppmáluð, en sigrar
þó með yfirburðum. Og heitasta ósk
sonarins upp frá því er að verða
heimsmeistari í sjómanni.. .eins og
pabbi!
Ekki ýkja mikil frávik í söguþræði
frá Rocky og Rambo. Ef það em
ekki hnefaleikar eða heilt herlið,
sem vinna þarf á þá, er það eitthvert
kraftatröllið í sjómanni. Og há-
punkturinn er í lokauppgjörið síðast
í myndinni þar sem aðalsöguhetjan
nær augnsambandi við ástvin sinn
(í þessu tilfelli soninn þar sem hann
stendur í þvögu meðal þúsunda
áhorfenda). Við þetta fíleflist sögu-
hetjan, enda þarf hann bráðnauð-
synlega að berjast fyrir ást sonarins,
nælir sér í heimsmeistaratitil og
myndin endar í faðmlögum. Allt
þetta gerist undir dúndrandi banda-
rískri rokktónlist, að þessu sinni
saminni af Giorgio Moroder sem
m.a. samdi tónlist í kvikmyndinni
„Stayin’ alive“ fyrir nokkrum árum
með John Travolta í aðalhlutverki
og bróður Stallones í aukahlutverki.
Tókst Moroder betur upp með tón-
listina þá en nú.
Ef nokkur skyldi kannast við
bandarísku kvikmyndina The
Champ, sem sýnd var hér fyrir
nokkrum árum með John Voight og
Faye Dunaway í aðalhlutverkum,
þá er söguþráðurinn ekki ósvipaður,
en þessi er þó ólíkt flatari og
fullvæmin á stundum. Stallone er
fámáll að vanda en lætur vöðvana
tala. Hlutverkið í heild er afturfór
frá síðustu Rockymynd og mátti þó
varla við því. Eina stjaman í þessari
mynd er David Mendelhall sem leik-
ur soninn unga og kemst vel frá því.
-BTH
fæst
í blaðasölunni
á
járnbrautarstöðinni
i
i
Kaupmannahöfn.
VAIMIAR
ÞKt...
Garðslátt, ánamaðka,
vélritun, gluggaskreytingu,
þýðingar, túlk, forritun,
tækifærisvísu, ráðgjöf,
> hellulagnir, sölufólk,
prófarkalestur, bókhald,
parketlögn, málningu,
saumaþjónustu,
innheimtufólk, inn- og
útflutningsþjónustu..
Hafðu samband.
62-33 88
Leikhús
Útvaip - Sjónvarp
Þjóðleikhúsið
Leikför Þjóðleikhússins 1987
Hvar er hamarinn?
Hnífsdal 18. júní.
Bolungarvik 19. júní.
Flateyri 20. júní.
Þingeyri 21. júni.
Bildudal 22. júní.
Patreksfirði 23. júni.
Króksfjarðarnesi 24. júní.
Búðardal 25: júni.
Stykkishólmi 26. júní.
Grundarfirði 27. júni.
Hellissandi 28. júni.
Borgarnesi 29. júni.
Akranesi 30. júní.
'hl Hirsdimann
I
Loftnet og loftnetskerfi.
Það besta er aldrei of gott.
Ávallt fyrirliggjandi
fyrir allar rásir.
Hirsihmann
loftnet eru
heimsþekkt gæðavaræ
M Hirsthmann
loftnet,
betri mynd,
. betri ending
Heildsala,
smásala.
Sendum í póstkröfu.
Reynsla sannar gæðin
Leiðbeinum,
fúslega
við
uppsetningu.
Týsgötu 1 - simar 10450 og 20610.
Þriðjudagur
16. júm
Sjónvazp
18.30 Villi spæta og vinir hans. 22. þátt-
ur. Bandarískur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Ragnar Ölafsson.
18.55 Unglingarnir i hverfinu. Þriðji þáttur.
Kanadískur myndaflokkur ,í þrettán
þáttum. Hér eru á ferðinni gamlir kunn-
ingjar, Krakkarnir í hverfinu, sem nú
eru búnir að slíta barnsskónum og
komnir i unglingaskóla. Þýðandi
Gunnar Þorsteinsson.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur
Bjarni fiarðarson, Ragnar Halldórsson
og Guðrún Gunnarsdóttir. Samsetn-
ing: Jón Egill Bergþórsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Bergerac. Breskur sakamálamynda-
flokkur í tíu þáttum. Fyrsti þáttur í nýrri
syrpu um Bergerac rannsóknarlög-
reglumann á Ermarsundseyjum.
Þýðandi Trausti Júliusson.
21.35 Umræðuþáttur. Astand og horfur í
íslenskum stjórnmálum.
22.30 Stál (Steel). Bandarlsk bíómynd frá
1979. Leikstjóri Steve Carver. Aðal-
hlutverk: Lee Majors, Jennifer O'Neill,
Art Carney og George Kennedy.
Myndin er um þá kjarnakarla sem reisa
háhýsi í stórborgum. Verktaki einn bíð-
ur bana við vinnu sína en dóttir hans
tekur þá við og leggur allt kapp á að
Ijúka byggingu föður sins. Hún hefur
barðsnúinn flokk stálsmiða sér við hlið
en óvandaðir keppinautar gera þeim
allt til bölvunar. Þýðandi Þórhallur
Eyþórsson.
00.20 Dagskrárlok.
Stöð 2
16.45 Hörkukvendi (Getting Physical).
Átakanleg og persónuleg bandarisk
sjónvarpsmynd frá árinu 1984. i aðal-1
hlutverkum eru Sandahl Bergman,
Alexandra Paul og David Naughton.
Leikstjóri er Steven Hilliard Stern.
Kendall Gibley vinnur á ferðaskrifstofu
auk þess sem hún þreifar fyrir sér sem
leikari. Kvöld eitt verður hún fyrir árás
á leið heim frá vinnu og er hún rænd.
I reiði sinni og vanmætti tekur hún til
sinna ráða.
18.20 Knattspyrna - SL mótið - 1. deild.
Umsjónarmaður er Heimir Karlsson.
19.30 Fréttir.
20.00 Miklabraut. Bandarískur framhalds-
þáttur með Michael Landon oy Victor
French i aðalhlutverkum. Einfaldar
dyggðir og jákvætt lífsviðhorf ein-
kenna þennan þátt um engilinn á jörðu
niðri og aðstoðarmann hans.
20.50 Bölvun bleika pardusins (Curse of
the Pink Panther). Gamanmyndirnar
um bleika pardusinn hafa hvarvetna
notið mikillar hylli og er þessi frá 1983
sú sjöunda I röðinni. Með helstu hlut-
verkfara David Niven, Robert Wagner,
Herbert Lom og Joanna Lumley. Leik-
stjóri er Blake Edwards. Þegar besta
leynilögreglumanns Frakka, Jacques
Clouseau, hefur verið leitað árangurs-
laust í heilt ár létu sumir sér kannski
detta í hug að ráða næstbesta lög-
reglumanninn til að finna hann. En
ekki lögregluforinginn Dreyfus, hon-
um liggur ekkert á að finna helsta
andstæðing sinn. Með aðstoð tölvu
Interpol hefur hann upp á versta lög-
reglumanni heims og ræður hann til
verkefnisins.
22.35 Brottvikningin (Dismissal). Fimmti
þáttur ástralsks framhaldsþáttar I sex
hlutum. Árið 1975 varforsætisráðherra
Ástraliu vikið frá störfum. Brottrekstur
hans var upphaf mikilla umbrota I ástr-
ölskum stjórnmálum. Aðalhlutverk:
Max Phipps, John Stanton og John
Meillon.
23.25 Lúxuslif (Lifestyles of the Rich and
Famous). í þessari bandarisku þátta-
röð er skyggnst á bak við tjöldin hjá
hinum ríku og frægu. I þessum þætti
veita Donald Sutherland, Ryan O'Neal
og Jay Bernstein áhorfendum innsýn
i líf allsnægtanna.
00.15 Öryggisvöröurinn (The Guardian).
Bandarísk spennumynd frá 1984 með
Martin Sheen, Louis Gosset jr. og Art-
hur Hill I aðalhlutverkum. Leikstjóri er
David Greene. Ibúar fjölbýlishúss i
New York ákveða að stemma stigu við
innbrotum og öðrum glæpum I hús-
inu. Þeir ráða öryggisvörð til starfans
og þykir hann standa sig vel þó að
starfsaðferðir hans séu nokkuð harð-
neskjulegar. Þó kemur að því að einn
íbúanna fer að gruna að ekki sé allt
með felldu og rannsakar fortið öryggis-
varðarins. Þar kemur ýmislegt I Ijós
sem er ekki við hæfi barna.
01.50 Dagskrárlok.
Útvaxp rás I
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleik-
ar.
13.30 í dagsins önn - Breytingaaldurinn,
breyting til batnaðar. Umsjón: Helga
Thorberg.
14.00 Miðdegissagan:„Franz Liszt, örlög
hans og ástir" eftir Zolt von Hársány.
Jóhann Gunnar Ólafsson þýddi.
Ragnhildur Steingrímsdóttir les (3).
14.30 Operettutónlist.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Afrika - Móðir tveggja heima. Þriðji
þáttur: Hlekkjuð heimsálfa. Umsjön:
Jón Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn
þáttur frá sunnudagskvöldi).
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Siödegistónleikar. a. „Carnival
d'Aix", fantasia eftir Darius Milhaud.
Michel Béroff leikur á píanó með Fil-
harmoniusveitinni f Monte Carlo;
Georges Prétre stjórnar. b. Sónata I
Es-dúr op. 167 eftir Camille Saint-
Saens. Wilfried Berk leikur á klarinettu.
Elisabeth Seiz leikur á píanó.
17.40 Torgið. Umsjón: Einar Kristjánsson
og Sverrir Gauti Diego.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið,' framhald. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur-
tekinn þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson flytur.
19.40 Glugginrt - Louisianasafnið i Dan-
mörku. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir.
20.00 Kínverskir hljómar. Hljómsveit kvik-
myndaversins í Peking leikur þjóðlega
tónlist I útvarpssal. Kynnir: Arnþór
Helgason.
20.40 Málefni fatlaðra. Umsjón: Guðrún
Ögmundsdóttir. (Endurtekinn þáttur
frá deginum áður).
21.10 Ljóðasöngur. Gerard Souzay syngur
lög eftir Robert Schumann, Johannes
Brahms og Richard Strauss. Dalton
Baldwin leikur á píanó.
21.30 Útvarpssagan: „Leikur blær að
laufi" eftir Guðmund L. Friðfinnsson.
Höfundur les (12).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Mynd af listamanni. Sigrún Björns-
dóttir tekur saman þátt um Óskar
Gíslason kvikmyndagerðarmann og
ræðir við hann. (Áður útvarpað 15.
febrúar sl.)
23.25 íslensk tónlist. Sunnukórinn á
ísafirði syngur „Cantötu V" og „Mold
og dagar" eftir Jónas Tómasson, auk
íslenskra þjóðlaga I útsetningum
Hjálmars H. Ragnarssonar. Stjórnandi
er Jónas Tómasson en aðrir flytjendur
eru María Maríusdóttir, Szymon
Kuran, Einar Jóhannesson og Sigriður
Ragnarsdóttir. Kynnir Sigurður Einars-
son.
24.00 Fréttir.
0.10 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stef-
ánsson. (Frá Akureyri). (Endurtekinn
þáttur frá morgni).
1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
Útvarp rás II
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauks-
son, Guðrún Gunnarsdóttirog Gunnar
Svanbergsson.
16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda-
son og Erla B. Skúladóttir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Á grænu Ijósi. Umsjón: Kristján Sig-
urjónsson.
22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvars-
son.
0.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur
Sigfússon stendur vaktina til morguns.
Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00,
11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00.
Svæðisútvaxp
Akuxeyxi
18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5. Umsjón: Tóm-
as Gunnarsson.
AlfaFM 102,9
8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn.
8.15 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritning-
unni.
16.00 Dagskrárlok.
Bylgjan FM 98,9
7.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan.
Pétur kemur okkur réttum megin
fram úr með tilheyrandi tónlist og lit-
ur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
9.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nót-
um. Sumarpoppið allsráðandi, af-
mæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið
inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu
92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00.