Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 2. JIJLÍ 1987.
Fréttir_____________________________________________________________________________________ x>v
Stjömaniiyndunin:
Enn koma upp vandamál
- stjómamiyndun áætluð um helgina
Enn einu sinni voru vonir manna
bundnar við það að stjómarmyndun
tækist í gærkvöldi en enn einu sinni
komu upp ófyrirséð vandamál og
stífiii.
í þetta sinn vom það alþýðuflokks-
menn sem settu strik í reikninginn
þegar ekki tókst að fá þá til að fallast
á málamiðlunartillögu sem sjálfstæð-
ismenn og framsóknamienn vom
tilbúnir til að samþykkja.
Mikil fundahöld hafa verið vegna
stjómarmyndunarinnar undanfama
sólarhringa. Þannig var fundað linnu-
laust frá kl. 21 á þriðjudagskvöld til
kl. 7 í gærmorgun. Þráðurinn var tek-
inn upp að nýju kl. 10.30 í gærmorgun
og fundað með hléum til miðnættis í
gærkvöldi. Árangurinn af þessum
fundahöldum var nokkur þó ekki
dygðu þau til að reka endahnútinn á
stjómarmyndunina.
Samkomulag hefur nú náðst um
ráðuneytaskiptingu. Ekki hefur hins
vegar verið gengið frá stefnu í sjávar-
útvegs- og landbúnaðarmálum en
búist er við að þau verði leyst á ein-
faldan hátt.
Stóra vandamálið í gær vom hins-
vegar hugmyndir Alþýðuflokksins um
kaupleiguíbúðir. Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur telja að í núver-
andi löggjöf sé þegar séð fyrir þeim
þörfum sem kaupleiguíbúðimar eiga
að svara. Ný málamiðlunartillaga um
kaupleiguíbúðimar var lögð fram
seint í gærkvöldi og á fundi vinnuhóps
flokkanna í morgun átti að reyna til
þrautar að ná samkomulagi um hana.
Því er eina ferðina enn búist við að
þingflokkarnir afgreiði stjómarmynd-
unina fyrir sitt leyti í kvöld þannig
að stjómin ætti að geta komist á lagg-
imar um helgina. Allur er þó varinn
góður. -ES
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Egill Jónsson, Halldór Blöndal, Eyjólfur Konráð Jónsson og Birgir ísleifur Gunn-
arsson, ræða um veröandi ríkisstjórn undir styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í góöa veðrinu i gær.
DV-mynd JAK
Albert klár í bátana
Eins og alþjóð er kunnugt hefur
stjómarmyndun Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Framsóknarflokks
gengið hægt og brösulega þó nú bendi
flest til að smiðshöggið verði rekið á
næstu dögum.
Þegar sem stirðlegast hefur gengið
hafa menn litið í kringum sig og reynt
að meta hvaða möguleikar em aðrir
í stöðunni.
DV hefur heimildir fyrir því að þeg-
ar virtist vera að slitna upp úr stjóm-
armynduninni vegna framsóknar-
manna á sunnudag og mánudag var
rætt í hópi sjálfstæðismanna að næsti
möguleiki væri að fá Borgaraflokkinn
til samstarfs við Sjálfstæðis- og Al-
þýðuflokk í stað Framsóknarflokks.
Meirihluti var þessu fylgjandi innan
þingflokksins en þó er mjög hörð and-
staða við slíkar hugmyndir meðal
nokkurra þingmanna.
„Við höfum alltaf sagt að við séum
tilbúnir að ganga til viðræðna við
hvem sem er um myndun ríkisstjóm-
ar. Það em allir þingmenn jafnir í
okkar augum,“ sagði Albert Guð-
mundsson þegar DV spurði hann um
þetta mál í morgun.
Steingrímur Hermannsson afhenti
Albert verkefiiaskrá stjómarinnar,
sem nú er reynt að mynda, á fundi
þeirra í Stjómarráðinu á mánudag.
Albert var spurður hvemig Borgara-
flokknum litist á verkefriaskrána.
„Það er nú ómögulegt að segja nokk-
uð um það fyrr en við höfum fengið
nánari upplýsingar. En við höfum
rætt þetta plagg nokkuð. Við settum
nefnd í að skoða það,“ sagði Albert.
Á þessari stundu bendir flest til þess
að yfirstandandi stjómarmyndun ta-
kist en ef upp úr slitnar er ljóst að
samstarf Sjálfstæðisflokks og Borg-
araflokks er alls ekki útilokað eins og
margir hafa talið til þessa.
-ES
Stjómarskipti:
Laugardagur
til lukku
- segir verðandi forsætisráðherra
„Við höfum ekki stjómarskipti á
mánudegi. En laugardagur er til
lukku,“ sagði Þorsteinn Pálsson, verð-
andi forsætisráðherra, spurður um
hvenær búast mætti við stjómarskipt-
um, komi ekkert óvænt upp á. Þor-
steinn kvað menn þó ekki sjá fyrr en
síðar í dag hvenær ný ríkisstjóm tæki
við völdum.
Til stjómarþátttöku þurfa flokkam-
ir samþykki stærri valdastofnana
sinna; flokksráðs Sjálfetæðisflokksins,
miðstjómar Framsóknarflokksins og
flokksstjómar Alþýðuflokksins.
í gær töluðu menn um að í fyrsta
lagi væri mögulegt að ná þessum
valdastofriunum saman á föstudags-
kvöld. -KMU
Þanmg sómdu þeir
um verkaskiptingu
Framsóknarmenn fá fjóra ráðherra
eins og sjálfetæðismenn. Sjálfetæðis-
flokkur fær samgönguráðuneyti af
Alþýðuflokknum en lætur í staðinn
dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Þetta eru tvær helstu breytingamar
sem forj'stumenn flokkanna hafa sa-
mið um síðasta sólarhring. Tillaga
þeirra um verkaskiptingu, sem þeir
hafa orðið ásáttir um að leggja fyrir
þingflokkana, er þannig:
Sjálfstæðisflokkur fái forsætisráðu-
neyti, menntamálaráðuneyti, iðnaðar-
ráðuneyti og samgönguráðuneyti.
Ennfremur forseta Sameinaðs þings
og formann utanríkismálanefhdar.
Framsóknarflokkur fái utanríkis-
ráðuneyti með utanríkisviðskiptum,
sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðar-
ráðuneyti og heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneyti.
Alþýðuflokkur fái fjármálaráðu-
neyti, viðskiptaráðuneyti, dóms- og
kirkjumálaráðuneyti og félagsmála-
ráðuneyti. Ennfremur formann íjár-
veitinganefndar.
Ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins,
auk Þorsteins Pálssonar, eru talin
Friðrik Sophusson, Birgir ísleifur
Gunnarsson og Ólafur G. Einarsson.
Erfiðast er talið fyrir Þorstein að fá
Matthías Á. Mathiesen til að láta af
ráðherradómi fyrir Ólaf G. Einarsson.
Rætt er um að Halldór Blöndal verði
tekinn inn verði menn ekki ásáttir um
annan hvom Reyknesinginn.
Frá Framsóknarflokki er talið nokk-
uð öruggt að ráðherrar verði Stein-
grímur Hermannsson, Halldór
Ásgrímsson, Jón Hélgason og Guð-
mundur Bjamason.
Frá Alþýðuflokki er talið nær víst
að setjist í ráðherrastóla þau Jón Bald-
vin Hannibalsson, Jón Sigurðsson og
Jóhanna Sigurðardóttir, sem verður
eina konan í þessari ríkisstjóm.
Forseti Sameinaðs þings verður
áfram að öllum líkindum Þorvaldur
Garðar Kristjánsson. Eins er gert ráð
fyrir að Eyjólfur Konráð Jónsson
verði áfram formaður utanríkismála-
nefndar. Formaður fjárveitinganefnd-
ar er talinn verða Kjartan Jóhanns-
son.
, -KMU
Fiskmarkaðurinn:
Karfaverðið for niður
í rúmar tólf krónur
Á fiskmarkaðnum í Hafharfirði vom
boðin upp 118 tonn af fiski í gær og
fékkst ágætt verð fyrir nema á karf-
anum, þar fór verðið niður í 12,20
krónur kílóið. Af karfa var boðið upp
51 tonn og var meðalverðið 12,70
krónur, hæsta verð 17,00 krónur en
lægsta 12,20 krónur sem fyrr segir.
Af þorski vom boðin upp 56 tonn
og var meðalverðið 33,50 krónur,
lægsta verð 32,20 krónur, en hæsta
verð 36,60 krónur fyrir kílóið.
Af ufsa vom boðin upp 3,7 tonn,
meðalverð 16,86 krónur, lægsta verð
12,00 krónur en hæsta verð 19,50
krónur fyrir kílóið.
Af ýsu vom boðin upp 3 tonn,
meðalverð 53,58 krónur, lægsta verð
40,50 krónur en hæsta verð 56,40
krónur fyrir kílóið.
Lítið var af kola, aðeins 1,7 tonn,
meðalverð 17,30 krónur, lægsta verð
15,00 krónur en hæsta verð 19,80
krónur fyrir kílóið.
í dag verða boðnar upp 150 lestir
af togarafiski í Hafnarfirði og um 5
tonn af bátafiski. Uppboðið hefst
klukkan 15.00.
Ekkert var boðið upp á Faxamark-
aðnum í Reykjavík í morgun og
verður ekki fyrr en eftir helgi vegna
viðgerða. -S.dór