Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Fréttir_______________________________________________ Heimsmeistaramót 20 ára og yngri í skák: Geri mér engar vonir - segir Hannes Hlrfar Stefánsson sem tekur þátt í mótinu ásamt Þresti Þórhallssyni Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og fararstjóri þeirra Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari. DV-mynd S „Ég geri mér engar vonir um árang- ur enda er ég bara 14 ára en þama verða rosalega sterkir menn, margir alþjóðlegir meistarar. Ég ætla samt að tefla eins og ég hef alltaf gert og bara sjá til,“ sagði Hannes Hlífar Stef- ánsson, heimsmeistari unglinga i skák, í samtali við DV. Hannes er að fara til Filippseyja um miðjan júli ásamt Þresti Þórhallssyni og munu þeir taka þátt í heimsmeist- aramóti skákmanna 20 ára og yngri. Mótið hefst 19. júlí og því lýkur 3. ágúst. íslendingar mega samkvæmt reglun- um senda einn þátttakenda á þetta mót, en með því að verða heimsmeist- ari pilta 16 ára og yngri ávann Hannes Hlífar sér rétt til þátttöku á mótinu og fer því ásamt Þresti. Fararstjóri og aðstoðarmaður þeirra félaga verður Guðmundur Sigurjóns- son stórmeistari en hann var aðstoðar- maður Hannesar þegar hann varð heimsmeistari í vor. -S.dór Héðinn Steingrímsson skákmaður: Á leið til Puerto Rico Héðinn Steingrímsson fer til Puerto Rico í dag. DV-mynd S „Ég lofa ekki að verða heimsmeist- ari, en ég lofa því að gera mitt besta,“ sagði hinn ungi og efnilegi skákmað- ur, Héðinn Steingímsson, í samtali við DV en hann fer i dag áleiðis til Pu- erto Rico í M-Ameríku til þátttöku í heimsmeistaramóti drengja 12 ára og yngri. Héðinn er einn af okkar efnilegustu piltum í skákinni og hefur þrisvar sinnum orðið Norðurlandameistari í skólaskák, síðast í vetur er leið í flokki 12 ára og yngri. Hann sagðist hafa undirbúið sig sæmilega vel, sérstaklega síðustu dag- ana en þá hefði hann verið á æfingum hjá Guðmundi Siguijónssyni stór- meistara. „Annars var ég í sveit framan af sumri og þar tefldi ég ekkert og skoð- aði heldur ekkert skákir en samt held ég að ég sé sæmilega vel undirbú- inn,“ sagði Héðinn. -S.dór Húsið Skipholt 50c: „er vandað og stenst fyllilega kröfur". Burðarþolið á Skipholti 50c: Húsið vandað og stenst fyllilega kröfur Umræður vegna burðarþolsskýrsl- unnar margfrægu eru hvergi úti. Hafsteinn Pálsson, sem var faglega ábyrgur fyrir skýrslunni, sendi frá sér yfirlýsingu vegna niðurstaðna skýrsl- unnar um húsið númer 50c við Skipholt. Nú hefur Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins, sent frá sér tilkynn- ingu um sama hús. Tilkynningin er svohljóðandi: „Vegna umræðna sem orðið hafa um nýlega skýrslu Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins um ástand þolhönnunar bygginga vill undirrit- aður taka fram: Ein af byggingum þeim sem til umræðu voru var nýbygging að Skip- holti 50c. Ég hef rætt við hönnuði byggingarinnar, yfirfarið burðarþols- teikningar af húsinu svo og kannað húsið sjálft og vil að því loknu lýsa því yfir að það er vandað og stenst fyllilega kröfur sem gerðar eru um burðarþol og jarðskjálftaþol af bygg- ingaryfirvöldum. Jafnframt harma ég þá óréttmætu gagmýni sem hönnuðir hússins hafa orðið fyrir.“ í dag mælir Dagfari Þeim er ekki fisjað saman, stjóm- málamönnunum okkar. Eftir átta vikna þóf slitnaði upp úr stjómar- myndunarviðræðunum aðfaranótt mánudags vegna ágreinings um einn ráðherrastól sem ekki fannst. Af þessu sést hvað íslensk pólitík er á háu plani. Hér deila menn ekki um stefriur eða málefhi, ekki um vinnu- brögð eða viðfangsefni. Ekki aldeilis. Ef flokkamir fá ekki stóla eins og þeim hentar má þjóðarhagur fara til fjandans, landstjómin og stjómar- ráðið og orðstír Alþingis. Stólana skulu þeir fá og stólana fengu þeir. Nú er Framsókn búin að fá sitt fram og allt fallið í ljúfa löð. En það kom fleira til. Steingrímur hafði hug á að mynda fjögurra flokka stjóm. En þá uppgötvaði hann að þar með þ'urfti hann að tala við sigurvegara kosninganna, bæði Kvennalistann og Borgaraflokkinn, en það er alveg tabú um þessar mundir. Það kemur auðvitað ekki til greina undir neinum kringum- stæðum í þessum stjómarmyndunar- viðræðum að blanda þeim flokkum inn í viðræðurnar sem kjósendur greiddu atkvæði. Þegar Steingrímur mundi eftir þessu gafst hann upp á fjórflokkastjóminni. Þar að auki hefði hann þurft að hafa allaballana Fjandvinir í faðma með sér. Allballamir hafa að undanf- ömu verið að reyna að tjasla upp á flokkinn sinn og koma viti í hann. Steingrímur talar ekki við flokka sem gera tilraun til að komast á rétt- an kjöl. Þá er miklu betra að tala við íhaldið sem tapaði stórt eins og allaballar en hefur ekki haft uppi neina tilburði til að skýra og skil- greina það tap. Ósigurinn virðist falla Sjálfstæðisflokknum vel í geð og þess vegna er íhaldið vænlegri kostur til stjómarsetu heldur en hitt dótið sem ýmist sigraði í kosningun- um eða er að reyna að taka sig á. En það sem réð úrslitum um að stóllinn fannst og ákvörðun var tek- in um að mynda nýja Stefaníu vom kveðjumar sem formennimir sendu hver öðrum að loknum fúndinum langa um helgina. Jón Baldvin sagði að Steingrímur hefði svikið á síðustu stundu. Steingrímur sagði að Jón Baldvin segði ósatt. Steingrímur fór fram á formlega afsökunarbeiðni frá Jóni Baldvini en Jón Baldvin svar- aði með hortugheitum. Ekki batnaði ástandið þegar spurðist að Stein- grímur hefði afhent trúnaðarskjölin úr viðræðunum til annarra flokka. Þá fór allt í háaloft og trúnaðar- bresturinn varð alger. Mitt í þessum hólmgöngum komst ástarsambandið á. Þegar kveðjumar urðu hvað kaldastar féllust þeir fjandvinimir í faðma. Það vom brigslyrðin og trúnaðarbrotin sem gerðu útslagið. Ný ríkisstjóm er að fæðast. Af hveiju datt mönnunum þetta ekki fyrr í hug? Ef þeir hefðu sleppt allri þessari kurteisi og væmni en slegist strax í upphafi fyrir opnum tjöldum og talað nógu illa hver um annan hefði þjóðin ekki þurft að bíða í tvo mánuði eftir ríkisstjóm. Reyndar er þessi aðferð ekki ný af nálinni. Það er gamalt húsráð að hjón rífist duglega og hreinsi and- rúmsloftið áður en sættir takast. Hjónabandið gengur aldrei betur en einmitt eftir almennilegt rifrildi og helst slagsmál. Sama lögmál gildir augsýnilega í pólitíkinni og nú er bara að vona að þeir skvetti úr klauf- unum með reglulegu millibili og skammi hveijir aðra fyrir trúnaðar- brot og ósannindi og þá er nokkurn veginn pottþétt að þetta verður góð og langlíf ríkisstjóm. Verst er hvað Steini greyið er kurt- eis og ráðvandur maður. Hætt er við hann verði útundan í ráðherraslagn- um og nái því ekki að skapa heilbrigt andrúmsloft með því að baknaga og tortryggja hina ráðherrana. Þor- steinn verður að læra þá iðju sem allra fyrst ef hann ætlar að duga í ríkisstjóm með þeim Jóni Baldvini og Steingrími. Hann lifir þetta stjómarsamstarf ekki af nema beija hina til hlýðni í tíma og ótíma. Nú er sem sé stóllinn fundinn. Nú er búið að mynda stjóm um það að sigurvegarar kosninganna komist ekki að. Nú er búið að upplýsa trún- aðarbrot og ósannindi hjá þeim sem ætla að starfa saman. Nú er kominn ríkisstjóm í landinu sem kann að tala illa um þá sem í henni sitja. Betra getur þetta ekki verið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.