Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 5
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
5
Fréttir
Grfuriegur verðmunur á grænmeti:
Meira en 216 prósenta veið-
munur á innfluttu kínakáli
Það er betra að vera vel á verði þeg-
ar keypt er í matinn. Samkvæmt
nýjustu verðkönnun Verðlagsstofn-
unar er gífurlegur verðmunur á
grænmeti milli verslana. Verðmunur
á innflutti kínakáli var hvorki meiri
né minna en 216%. Það kostaði 49,30
kr. í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki
en 228 kr. hjá Kaupfélagi Héraðsbúa,
Egilsstöðum. Á innfluttum púrru-
lauk munaði 217%. Hann var
ódýrastur hjá SS í Glæsibæ, kostaði
158,05 kr., en dýrastur var laukurinn,
501,20 kr., hjá Kjörvali í Mosfells-
sveit.
Jöklasalat, laukur og spergilkál er
nú eingöngu til innflutt. Verðmunur
á milli verslana er mikill, munar tvö-
földu til þreföldu verðinu. Sami
munur er á innfluttum gulrótum og
hvítkáli.
Á íslensku grænmeti var mesti
munur á steinselju. Búntið var ódýr-
ast á 18 kr. í versluninni Kópavogi
í Kópavogi en 50 kr. þar sem það var
dýrast, hjá Nýjabæ Seltjarnarnesi.
155% munaði á grænni papríku. Hún
var ódýrust seld á 194 kr. kg. hjá
versluninni Tindastóli í Skagafirði
en dýrust var hún á 495 kr. hjá
Vöruvali á ísafirði. Þá munaði 106%
á verði blaðsalats, Ódýrast var salat-
ið hjá Víði í Austurstræti, 35 kr., en
dýrast var það 72 kr. í Vöruvali,
ísafirði.
Verðmunur á íslensku og innfluttu
grænmeti var mikill. Meðalverð á
innlendum gulrótum reyndist 88%
hærra en á innfluttum. Meðalverð á
innlendu kínakáli reyndist 67%
hærra en þvi innflutta. Takmarkað
framboð er enn á þessum tegundum
innanlands. Innlend framleiðsla var
ekki dýrust í öllum tilvikum. Inn-
fluttar gulrófur voru að meðaltali
90% dýrari en innlendar. Þar er um
nýja erlenda uppskeru að ræða en
innlendu rófurnar eru siðan í fvrra.
I þessari könnun Verðlagsstofnun-
ar, sem birt er í heild í 13. tbl.
Verðkönnunar og hægt er að fá hjá
Verðlagsstofnun, var birt dæmi um
leiðbeinandi smásöluverð í Dan-
mörku í síðustu viku. í nær öllum
tilvikum er verðið hér á landi hærra.
Borið saman við verð á innfluttu
kinakáli er það 60-70% hærra hér á
landi en munurinn verður miklu
meiri ef borið er saman verð á kína-
káli sem framleitt er hér á landi,
getur farið í allt að 190%. Gulrætur
sem ræktaðar eru hér á landi geta
verið hvorki meira né minna en 240%
dýrari hér en í Danmörku. Kartöflur
hér á landi eru 80-130% dýrari en í
Danmörku. -A.BJ.
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins:
Segir heila skrokka 0,8
prósent af haugakjötinu
Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins
segir að aðeins 1,5 tonn séu í heilum
skrokkum af þeim 177 tonnum kinda-
kjöts sem um þessar mundir er verið
að fleygja á sorphauga. Samkvæmt
þessu eru heilu skrokkamir ekki nema
0,8% af öllu kjötinu.
Upplýsingaþjónustan segir að
haugakjötið sé einkum ærkjöt og
dilkaírampartar frá sláturtíð 1985. Af
um 270 tonnum séu hátt i 100 tonn
hirt og send í verslanir á niðursettu
verði. Lærin séu söguð af ærskrokkun-
um en frampörtum hent. Framhiyggj-
arsneiðar séu sagaðar af dilkaframp-
örtum en afganginum hent.
Einu heilu skrokkarnir sem fari á
haugana séu um 1.500 kíló af hrúta-
kjöti og kjöti í flokki F IV. það er
„fullorðið í fjórða flokki".
-KMU
Þessi mynd var tekin á sorphaugunum í Gufunesi fyrir hálfum mánuði rétt
áður en jarðýtan urðaði kjötskrokkana. DV-mynd S
Bvfreiðaeftirlitið í frí:
Lögreglan klippir stíft
Þeir bifreiðaeigendur sem enn hafa
ekki fært bíla sína til skoðunar mega
eiga vona á að númerin verði klippt
af bilum þeirra því nú stendur yfir
átak hjá lögreglunni varðandi óskoð-
aða bíla. Þeir bifreiðaeigendur sem
vilja koma sínum málum á hreint er
bent á að Bifreiðaeftirlitunum í
Reykjavík, Hafnarfirði og í Keflavík
verður lokað vegna sumarleyfa þriðja
þessa mánaðar og ekki opnuð aftur
fyrr en sjöunda ágúst.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
er mikið um að það þurfi að klippa
númer af bílum. Lögreglan fór sér
hægt á meðan Bifreiðaeftirlitið var
lokað en nú verður engin miskunn
sýnd. Á meðan sumarleyfi Bifreiðaeft-
irlitsins stendur yfir munu umskrán-
ingar og nýskráningar ásamt prófúm
ökumanna verða með venjulegum
hætti. -sme
Lögreglan sviptir einn vagninn númeri sínu.
DV-mynd S
Kvafa Brunamálastofnunar:
Breytingar á tívolíþakinu!
„Niðurstaða umsagnarinnar er sú að
plastið stenst ekki danskar kröfúr og
þetta plast er ekki leyft í Danmörku,"
sagði Bergsteinn Gizurarson en hon-
um var að berast í hendur álit dönsku
brunavamanefndarinnar sem sam-
komulag varð um milli Brunamála-
stofnunar og eigenda tívolísins í
Hveragerði að leita eftir.
Málavextir eru þeir að þakklæðning
tívolísins Eden-Borgar er úr plastefni
sem Brunamálastofnun getur ekki fellt
sig við og telur ekki uppfylla þær kröf-
ur sem gera þurfi til mannvirkis af
þessu tagi. Eigendurnir segja aftur á
móti að stofnunin hafi haft sýnishom
af efninu í marga mánuði án þess að
gera athugasemd. Segja þeir að það
kosti 6 milljónir að skipta um klæðn-
ingu. Var sæst á að fá umsögn erlendra
aðila sem nú er komin.
„Plastið uppfyllir ekki þær kröfur
sem gerðar em til þess. Kröfumar em
að það drjúpi ekki og slokkni í því af
sjálfu sér þó það brenni í eldi frá
öðm,“ sagði Bergsteinn og bætti því
við að næsta skref yrði að sættast á
hvemig skipt yrði um plast á þakinu.
Taldi hann að gerð yrði fram-
kvæmdaáætlun í samráði við stofnun-
ina.
Engin könnun á aðstæðum hér
„Þessi umsögn er lítið annað en til-
vitnun í dönsk lög og reglugerðir.
Þeir hafa ekki komið og skoðað að-
stæður heldur líta i lög og reglugerðir
og gefa sér forsendur og komast því
að þessari niðurstöðu.1' sagði Ólafur
Ragnarsson, lögmaður tívolísins Ed-
en-Borgar. Ólafur sagði að ef ekki vrði
gerð könnun á aðstæðum í tívolíinu
vrði ekki hægt að meta rétt bmnaeig-
inleikana sem þar væm. „Annars
stöndum við í viðkvæmum viðræðum
við bmnamálastjóra um þessi mál og
því vil ég helst ekkert tala um þetta
i fjölmiðlum á meðan," sagði Ólafur.
-JFJ
FYRIRTÆKI - STOFNANIR
LJÚFFENGIR MATARBAKKAR
Verði ykkur að góðu
SENDUM
Leitið tilboða
Veitingamaðurinn
sími: 686880.
Matseðill
Vikuna 29. júni-3. júli
Mánudagur
Sveskjusúpa.
Ostbökuð ýsuflok m/hrásalati.
hvítum kartöflum og remolaði.
Þriðjudagur
Hænsnakjötssúpa.
Hakkað buff m/lauk, grænum
baunum, djúpsteiktum kart-
öflum og paprikusósu.
Miðvikudagur
Tómatsúpa.
Marineraður lambafram-
hryggur m/steiktum kartöfl-
um, gulrótasalati og brúnni
sósu.
Fimmtudagur
Bláberjagrautur m/t>eyttum
rjóma.
Hangikjötsbitar i rjómagræn-
metissósu, m/tartalettu og
hvitum kartöflum.
Föstudagur
Sellerlsúpa.
Beinlausir fuglar (nautakjöt
m/gulrótum og baconi) m/
hrásalati og kartöflumús.
Desert.
Matseðill
Kabarett
Vikuna 29. júní- 3. júli
Mánudagur
Sveskjusúpa.
Brauð með tómötum, agúrk-
um, eggjum. Jurtapaté með
sýrðum rjóma.
Þriðjudagur
Hænsnakjötssúpa.
Brauðterta m/rækjusalati og
laxasalati. Ávextir.
Miðvikudagur
Tómatsúpa.
Brauð m/svinasteik og rauð-
káli. Karrísíld m/rúgbrauði og
smjöri.
Fimmtudagur
Bláberjagrautur m/þeyttum
rjóma.,
Pizza Milanaise m/hrásaiati.
Melóna.
Föstudagur
Sellerisúpa.
Fyllt kjúklingarúlletta m/kart-
öflusalati. Ostamauk. Desert.