Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 7
FIMMTUDAGUR 2. JÚLl' 1987.
7
Atvinnumál
Nýjar mælingarreglur fiskiskipa:
Fjölmörg vandamál
sem þarf að leysa
-skipstjómarréttindi,veiðiréttindiogviömiöunarreglurkjarasamningabídaúrlausnar
Hinar nýju mælingarreglur skipa, sem
tóku gildi hér á landi í gær, 1. júlí, eru
alþjóðareglur sem íslendingar hafa
tekið upp. Breytingamar eru fólgnar
í því að nú eru skip ekki lengur mæld
í brúttólestum eins og verið hefur held-
ur í tonnum. Að sögn Páls Hjartarson-
ar hjá Siglingamálastofhun er það
ekki sjálfgefið að 100 brúttólesta skip
teljist meira en 100 tonn samkvæmt
nýju mælingarreglunum. Þó sagði
hann að hér á landi myndu skip í
langflestum tilfellum mælast upp á við
samkvæmt nýju reglunum. Páll sagði
að þegar skip væru mæld í tonnum
ætti það ekkert skylt við þyngd skips-
ins né burðargetu. Þess vegna gætu
tvö skip, sem bæði væru talin 300 tonn
að stærð, borið mismikinn afla. Hann
sagði það mjög flókið mál að útskýra
mælingarreglumar.
Fjölmörg vandamál munu skapast
hér á landi vegna þessara nýju reglna.
Þau skip sem smíðuð vom eða smíði
var hafin á fyrir 1. júlí fá aðlögunar-
tíma varðandi mælingar fram til 1.
janúar 1994. En skip sem smíði er
hafin á eftir 1. júlí verða mæld sam-
kvæmt nýju reglunum.
Þau vandamál sem leysa þarf em
meðal annars skipstjómarréttindi
manna. Þar hefur verið miðað við
brúttólestir. Nú þarf að breyta því yfir
í tonnastærð skipa og nota aðra við-
miðun.
Sama er að segja um veiðiréttindi
skipa. Þau fara sums staðar eftir brút-
tólestafjölda þeirra. Þar þarf sömuleið-
is að breyta yfir í tonnafjölda og breyta
viðmiðunarreglum.
Þá þarf að breyta viðmiðunarreglum
varðandi kjör sjómanna á fiskiskipum
og er þar fyrst og fremst um að ræða
bátakjara- og togarasamninga. Á tog-
urum, sem í dag em 500 bróttólestir
eða minni, gilda bátakjarasamningar.
Á togurum, sem em stærri, gilda hinir
svonefndu togarasamningar. Þeir em
mjög frábmgðnir bátakjarasamning-
unum, auk þess sem fleiri menn eru í
áhöfh stóm togaranna en þeirra
minni.
Það er því ljóst að mikið verk er
framundan við að levsa þessi mál.
-S.dór
Mælingarreglurnar:
Tvöfalt kerfi næstu 6 árin
- mál 9,9 lesta bátanna fylgir lögum um fískveiðistefnu
Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að
ljóst væri að ýmis vandamál yrðu því
samfara að hafa tvöfaldar mælingar-
reglur fiskiskipa hér á landi næstu 6
árin. Öll skip, sem hafin er smíði á
eftir 1. júlí, verða mæld samkvæmt
nýju reglunum en hin eldri hafa aðlög-
unartíma varðandi mælingu eftir þeim
til 1. janúar 1994. Ámi sagði að taka
þyrfti því á hverju máli fyrir sig í þessu
efni um leið og það kemur upp.
Margir sem verið hafa að kaupa 9,9
brúttólesta bátana, sem em í raun
niðurmældir samkvæmt gömu mæl-
ingarreglunum og em því undan-
þegnir kvótakerfinu eins og aðrir
bátar sem em minni en 10 brúttólest-
ir, bera nú ugg í brjósti um að missa
réttindin og falla undir kvótakerfið.
Ámi Kolbeinsson benti á að í raun
kæmu þessir bátar nýju mælingarregl-
unum ekkert við hvað varðar réttindi
þeirra til undanþágu frá kvótakerfinu.
Þau réttindi ákvarðast af lögum Al-
þingis um fiskveiðistefnuna og þau
falla úr gildi um næstu áramót. Þá
verður Alþingi að setja ný lög um fisk-
veiðistefhuna. Enginn getur sagt til
um hvemig þau lög verða, né hverjar
viðmiðunarreglur varðandi undan-
þágu frá kvótakerfinu verða né heldur
hvort kvótakerfi verður áfram eða þá
með hvaða hætti. Þeir þ\Tftu i raun
ekkert að óttast mælingarreglumar
heldur lögin um fiskveiðistefnuna. ef
þeir hafa eitthvað að óttast. Ámi sagði
þetta vera lýsandi dæmi um eitt af
þeim málum sem þarfnast úrlausnar í
kjölfar breytinganna. -S.dór
Á ísafirði er greinilega starfandi
vinnuskóli. Þar má sjá marga ungl-
inga vinna við ýmiss konar verk,
sópa götur, garðyrkjustörf, mála
götukanta og fleira og fleira. Útsend-
arar DV hittu tvær bráðhressar 13
ára stúlkur, þær Sigurlaugu Mariu
Bjarnadóttur, sem stendur á mynd-
inni, og ínu Björg Össurardóttur, en
þær voru í óðaönn að mála götu-
kanta og að sjáfsögðu gula. Þær
sögðu að þeim líkaði vel að vinna
hjá vinnuskólanum. Kaupið sögðu
þær ágætt, 93,88 á tímann. Vinnu-
skolinn á ísafirði starfar frá 1. júni
og út júlimánuð.
-sme/DV-mynd GVA
Veruleg hækkun hefur nú orðið á
farsímum.
Söluskattur
á farsíma
Fjármálaráðherra hefur fellt niður
söluskattsundanþágu á farsímum frá
og með deginum í gær að telja, að því
er fram kemur í frétt frá fjármálaráðu-
neytinu.
Samkvæmt þessari ákvörðun er sala
farsíma söluskattsskyld frá og með 1.
júlí oghækka því farsímar um 25%- -ój
Siglufjörður:
íþróttahús reist
Guðmundur Daviðssan, DV, Siglufirði:
Síðastliðinn fóstudag var flaggað í
tilefhi þess að íþróttahús á Siglufirði
var reist.
Áætlað er að verktaki skili húsinu
fullklæddu 12. ágúst næstkomandi. Þá
verður eftir að slípa gólfið og ganga
frá öllu inni í húsinu. Vonast Siglfirð-
ingar eftir skilningi fjárveitingavalds-
ins á mikilvægi þess að Ijúka byggingu
hússins sem fyrst því þessi bygginga-
máti er margfalt ódýrari en stein-
steyptar byggingar eins og tíðkast
hafa og ofviða eru öllum minni sveitar-
félögum.
INNFLUTTIR NOTAÐIR
CHEROKEE LAREDO KR. 1.390.000
CHEROKEE CHIEF KR. 1.290.000 CHEROKEE PIONEER KR. 1.180.000
Bílar þessir eru keyptir af
AMC JEEP verksmiðjun-
um og eru því í ábyrgð sem
og aðrir bílar sem fluttir eru
inn af AMC JEEP umboð-
inu á íslandi, Agli Vil-
hjálmssyni hf.
f - ^»i: ■ 11 j ■ a/X'
Í W&\ - -j.
WAGONEER LIMITED KR. 1.495 imiiB
Bílar þessir eru allir árg. 1987, lítið eknir með 4.0 L 6 cyl. vél, sjálfskiptir, rafmagns-
læsingar, rafdrifnar rúður og hlaðnir aukahlutum.
riJeep. EGILL VILHJÁLMSSON HF.,
umboðið
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.