Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 9
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
9
Afleiðingar sólu á hátæknibúnaði til Sovétmanna:
Innflutningsbann á
Kongsberg og Toshiba,
Kongsbevg gjaldþrota?
Öldungadeild Bandaríkjaþings
samþykkti í gær með miklum meiri-
hluta að banna í tvö til fimm ár
innflutning frá norsku vopnaverk-
smiðjunni Kongsberg Vápenfabrikk
og japanska stóríyrirtækinu Tos-
hiba. Þessi fyrirtæki stóðu fyrir sölu
á hátækni til Sovétríkjanna, sem
gera sovéska hemum mögulegt að
smíða mjög hljóðlátar kafbátaskrúf-
ur.
Þótt tap Toshiba verði meira í pen-
ingum talið er nær víst að innflutn-
ingsbann ríði Kongsberg Vápenfa-
brikk að fullu. Fyrirtækið hefur
síðustu misseri átt í vemlegum fjár-
hagsvandræðum og tapaði á síðasta
ári 918 milljónum norskra króna.
Kongsberg var við það að ná samn-
ingum við bandaríska sjóherinn um
sölu á Penguin eldflaugum þegar
fréttist af viðskiptum með hátækni
við Sovétríkin. Áætlanir um bætta
afkomu fyrirtækisins, sem er í ríkis-
eign, miðuðust við að ná þessum
samningum við bandaríska flotann.
Litlar líkur eru nú á að um nokkur
viðskipti verði að ræða við Banda-
ríkin næstu tvö til fimm árin og er
vandséð hvemig á að bjarga Kongs-
berg úr þessu.
Til að samþykkt öldungadeildar-
Einn af tveim æðstu yfirmönnum Toshiba, Shoichi Saba, tilkynnir afsögn
sína. Á hægri hönd hans er nýr forseti fyrirlækisins, Joichi Aoi.
Símamynd Reuter
innar frá því í gær nái ffarn að ganga
þarf fulltrúadeildin að leggja blessun
sína yfir hana og Reagna að skrifa
undir lögin. Talsmaður ríkisstjómar
Reagans, Charles Redman, sagði í
gær að ekki væri rétt að beita fyrir-
tækin tvö slíkum hefndarráðstöfun-
um. - Salan á hátækni til Sovétríkj-
anna er til rannsóknar hjá
vfirvöldum í Noregi og Japan og það
er rétt málsmeðferð. sagði Redman.
Tveir æðstu vfirmenn Toshiba hafa
sagt af sér og þar með tekið á sig
ábvrgð á þeim vandræðum sem salan
á hátækninni hefur haft í för með
sér. Fvrirtækið neitar sem fyiT að
hafa brotið lög.
Það er víst að ríkisstjómir Japans
og Noregs taka sölubann fyrirtækj-
anna í Bandaríkjunum óstinnt upp
og þvkir óþarflega að sér og sínum
vegið.
Ein meginástæðan fyrir refsigleði
þingmanna öldungadeildaidnnar er
að bandarísk fiTÍrtæki eiga í sam-
keppni við fyrirtækin tvö um sölu á
Bandaríkjamarkaði og salan á há-
tækni til Sovétríkjanna sé aðeins
tvlliástæða til að koma höggi á Tos-
hiba og Kongsberg Vápenfabrikk.
segja menn í Japan og Noregi.
Reagan tilnefnir Bork í Hæstarétt
Ólafur AmaisaruDV, New York:
Reagan Bandaríkjaforseti tilnefndi í
gær Robert Bork, dómara við alríkis-
áfrýjunarréttinn í Washington, i
embætti hæstaréttardómara. Ákvörð-
unin kom ekki á óvart því strax
síðastliðinn mánudag gerðu menn að
því skóna að forsetinn myndi velja
Bork.
Robert Bork er 60 ára að aldri. Hann
stundaði nám við Chicagoháskóla og
var prófessor í lögum við háskólann í
Yale. Frá 1973 til 1977 var hann ríkis-
lögmaður Bandaríkjanna. Bork er
giftur og 3ja bama faðir.
Reagan sagði í gær að það væri með
mikill ánægju sem hann tilnefhdi Bork
til starfans. Sagði hann Bork vera einn
helsta talsmann aðhalds í dómsmálum
sem völ væri á. íhaldssamir stjóm-
málamenn í Bandaríkjunum fögnuðu
tilnefiiingu Borks en frjálslyndir lýstu
að sama skapi andstöðu við hana.
íhaldsmenn telja að dómsstólar eiga
að sýna aðhaldssemi, það er að segja
túlka stjómarskrána og lög þröngt og
láta löggjafarþing um að leggja stefn-
una. Frjálslyndir em hinsvegar á
þeirri skoðun að dómstólar eigi að
fylgjast með tíðarandanum og breyta
túlkun á lögum og stjómarskrá eftir
því sem tímarnir breytast.
Hljóti Bork staðfestingu öldunga-
deildarinnar gæti það þýtt stefnu-
breytingu Hæstaréttar í ýmsum
mikilvægum málum. Fóstureyðingar
em eitt dæmi. Hæstiréttur úrskurðaði
árið 1973 að fóstureyðingar skyldu
löglegar í Bandaríkjunum. Kvennrétt-
indahreyfingar hér vestra segja að
íhaldssamur hæstiréttur muni banna
fóstureyðingar. Ljóst er að sá ótti er
ekki á rökum reistur. Eina líklega
breytingin yrði sú að löggjafarþingum
einstakra ríkja yrði falið að ákveða
hvaða aðgerðir yrðu leyfilegar í við-
komandi ríkjum.
Bork er óumdeilanlega harður
íhaldsmaður en engu að síður hæfur
og virtur lögfræðingur. Það sem helst
virðist geta skapað andstöðu gegn
honum er að það var hann sem fram-
fylgdi skipuninni um svonefnt „laug-
ardagsmorð" þegar hann í október
1973 rak Archibald Cox, saksóknara i
Watergatemálinu, að fyrirmælum Nix-
ons, þáverandi forseta. Áður höfðu
Elliot Richardson dómsmálaráðherra
og aðstoðarmaður hans sagt af sér
embætti til að þurfa ekki að fram-
fylgja skipuninni.
Edward Kennedv, þingmaður frá
Massachusetts, sagði í gær að sá sem
hefði rekið Arcibald Cox ætti ekkert
erindi í hæstarétt. Elliot Richardson,
fyrrum dómsmálaráðherra. sagði
hinsvegar að Bork hefði aðeins fram-
fylgt skyldu sinni.
Það liggur fyTÍr að einhverjar deilur
verða í þinginu um tilnefningu Borks.
Af ummælum manna i gær má ráða
að þær verða frekar af tilfinningaleg-
um toga en að deilt verið um hæfni
Borks. Öldungadeildin hefur tvivegis
áður fjallað um hæfhi Borks og þá
vegna skipunar hans í önnur dómara-
embætti. í bæði skiptin var harrn
sagður hæfur og verður því erfitt fyrir
þingmenn að segja nú að hann sé
óhæfur.
Reagan tilkynnir tilnefningu Borks i gær. Bork er frægastur fyrir aðild sina aö „laugardagsmorðinu" í forsetatið
Nixons. Simamynd Reuter
Útlönd
Tíu ár eftir
Ibúar Hong Kong minntust þess
í gær að nú eru rétt tíu ár þangað
til yfirráðum Breta yfir nýlendunni
lýkur og hún gengur undir kín-
verska stjórn. Bretar hafa farið
með yfirstjórn Hong Kong í 146
ár nú, en þann 1. júlí 1997 verður
nýlendan afhent Kínveijum, sam-
kvæmt samningi sem undirritaður
var fyrr á þessu ári.
Lýst eftír njósnara
Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi
hafa gefið út handtökuskipun á
mann sem grunaður er um að vera
einn af njósnurum sovésku leyni-
þjónustunnar KGB í V-Þýska-
landi. Maðurinn hefur gengið
undir fölsku nafiú í Wiesbaden þar
sem hann hefúr kallað sig Franz
Becker. Telja talsmenn v-þýsku
leymiþjónustunnar að Becker hafi
verið jfirmaður Margret Hoeke,
einkaritarans sem fyTÍr nokkru var
ákærð fyrrir njósnir í þágu Sovét-
ríkjanna.
Barbie veikur
Aðalverjandi Klaus Barbie, fyrr-
um gestapóforingjans sem er fyiir
rétti í Lyon í Frakklandi, sakaður
um stríðsglæpi. skýrði frá þvi í gær
að heilsu Barbie hrakaði nú mjög.
Gæti jafnvel svo farið, að mati
veijandans, að hætta yrði við rétt-
arhöldin.
í gær og í dag flvtur veijandi
Barbie lokaræðu sína fyrir dóm-
stólnum í Lvon. Saksóknari hefúr
þegar krafist lífstíðardóms yfir
Barbie en veijandi heldur fast við
fyrri kröfúr um að máli Barbies
verði vísað frá, hann hreinsaður
af ákærum og sleppt lausum.
Kviðdómur og dómarar í máli
Barbie eiga að fella dóm sinn yfir
honum á morgun. föstudag.
800 milljónir
Þau Dorothy og Glenn Banner
brostu breitt í gær þegar þau tóku
við ávísun upp á liðlega sex hundr-
uð þúsund Bandaríkjadali eða sem
nemur tuttugu og fjórum milljón-
um islenskra króna frá fylkishapp-
drætti Pennsylvaníu í Bandaríkj-
unum. Þau hjónakomin höföu
enda ástæðu til að brosa þvi ávis-
unin var aðeins hin fyrsta af
mörgum. Alls unnu þau liðlega
tuttugu milljónir dala eða um átta
himdmð milljónir íslenskra króna
í happdrættinu og fa upphæðina
smám saman greidda með jöfiium
árlegum greiðslum.