Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
Utlönd
Ríkir - fátækir:
Krepputákn á lofti
Eymdin i Suöur-Ameriku verður ekki einangruð frá efnahagslifi Vestur-
landa: Hvenær kemur kreppan?
- Þegar annars vegar er til fólk
sem kaupir málverk á mörg hundruð
milljónir og hins vegar heimilisleys-
ingjar á vergangi er kreppa í aðsigi,
segir bandaríski hagfræðingurinn
Ravi Batra í bók sem vakið hefur
þónokkra athygli.
Batra skrifaði bókina snemma á
þessum áratug og reyndi að fá hana
gefria út. Enginn útgefandi sýndi
handritinu áhuga og á endanum
réðst Batra í að gefa sjálfur út bók-
ina. Nýlega var bókin útgefin að
nýju, bætt og endurskoðuð. og í þetta
sinn af einum þekktasta bókaútgef-
anda í Bandaríkjunum, Simon og
Schuster.
Bókin heitir „ Kreppan mikla árið
1990“ og sktTÍr frá áþekkum aðstæð-
um i efnahagslífí Bandaríkjanna nú
og voru fyrir kreppuna 1929 sem fékk
viðumefhið heimskreppan mikla
þegar hún var flutt út frá Bandaríkj-
unum á fjórða áratug aldarinnar.
Ekki síðan fyrir kreppu hefur jafh-
mikill auður safhast á svo fáar
hendur sem nú. Eitt prósent þjóðar-
innar á 34 prósent þjóðarauðs sem
er hæsta hlutfall síðan kreppan 1929
skall á. Þessa staðreynd ásamt
skuldasöfhun bandaríska alríkisins
og einstaklinga túlkar Batra á þann
veg að fyrr en seinna komi aftur-
kippur sem verði að kreppu.
Þeim hagfræðingum fjölgar sem
eru svartsýnir á framtíð efhahags-
mála í heiminum. Leonard Silk er
dálkahöfundur um efnahagsmál í
New York Times. Hann talaði ný-
lega við nokkra virta hagfræðinga
um framtíðarhorfur í efnahagsmál-
um. Flestir töldu þeir líkur á að
kreppueinkenna \töí bráðlega vart
og sögðu sumir að miklar líkui- væm
á kreppu á næsta áratug sem vtöí
áþekk heimskreppunni miklu á
fjórða áratugnum. Efnahagsmálarit-
stjóri The Wall Street Joumal.
Alfred Malabre yngri. segir f nýrri
bók að búast megi við „hvirfilbyl“ í
efnahagslífinu á næstunni.
Skelfileg áhrif
Þeir sem um hugsanlega kreppu
fjalla em á einu máli um það að
áhrifin verði mun skelfilegri en í
kreppunni 1929. Nútímasamfélag er
mun háðara stöðugu efnahagskerfi
og veikari fyrir skvndilegum breyt-
ingum en áður var. Samskipti innan
hvers samfélags og ríkja á milli
bvggja á því að viðskipti með vöm
og þjónustu gangi nokkum veginn
sinn vanagang og em ríkari og þró-
aðri þjóðir mun háðari þessum
aðstæðum en hinar fátækari sem
hafa mátt búa við kröpp kjör í lang-
an aldur. Fátækari þjóðir hafa enn
ekki haft efni á því að byggja upp
þróað stjóm- og efnahagskerfi sem
íbúar Vesturlanda eiga að venjast
Tvenns konar misskipting
Misskipting auðs er yfirleitt meg-
inþáttur í spám um efnahagskreppu.
Alvarlegasta afleiðing misskipting-
arinnar er sú að bilið á milli þein-a
sem eiga og þeima sem eiga ekki
verður svo stórt að fátækur almenn-
ingur getur ekki keypt þá vöm sem
eigur hinna ríku gefa af sér. Fram-
leiðslan verður óseljanleg, fyrirtæk-
in hætta starfsemi: kreppa skellm-
á. Þessar aðstæður geta skapast inn-
an Bandaríkjanna og haft keðjuáhrif
á efnahagslíf allra landa eins og
gerðist 1929.
Aðrir benda á að annars konar
misskipting geti haft alvarlegri áhrif
á heimsbúskapinn en kreppa í
Bandaríkjunum. Það sé misskipting
auðsins á milli ríkra þjóða og fá-
tækra eða ríkra heimsálfa og
fátækra heimsálfa.
Staða Suður-Ameríkuþjóða og
landa í Afríku er núna slík að þessar
þjóðir hafa ekki efni á að borga af-
borganir af sínum skuldum við
banka_ og ríkisstjóði á Vesturlönd-
um. Á ráðstefnu í Nígeríu fyrir
skömmu um efiiahagsvandamál Áfr-
íkuþjóða kom fram að til að leysa
vandann, sem versnar sífellt, þarf að
endurskipuleggja aðstoð við ríki
þriðja heimsins og gera þeim kleift
að byggja sjálf upp eigin efnahag.
Sem stendur fer drjúgur hluti þróun-
araðstoðar til spillis, ýmist vegna
mistaka og rangrar stefnu gefanda
eða þiggjanda.
Þótt þjóðir Afríku séu ekki eins
djúpt sokknar í skuldafenið og lönd
Suður-Ameríku eru vinsamleg tákn
ekki beinlínis á lofti hjá hinum ríku
þjóðum norðursins. Þróunin síðustu
misseri er sú að dregið hefur verið
úr aðstoð við ríki þriðja heimsins
og ekkert bendir til að það breytist
á næstunni.
„Hjálpum þeim“ er dottið af vin-
sældalistanum.
Seðlar í veggfóður,
pakkningar úr myntinni
Þrátt fynr að ríkisstjóm sandin-
ista í Nicaragua hafi að hluta til
tekist það ætlunarverk sitt að bæta
hag hinna verst settu í landinu
stendur hún nú frammi fyrir efna-
hagslegum vanda sem ekki verður
auðleystur. Óð.averðbólga hefur sett
allt verðlagsjafnvægi úr skorðum og
hmn gjaldmiðils landsins er komið
á það stig að almenningur gæti horf-
ið aftur til vömskiptakerfis fremur
en að eiga við gjörsamlega verð-
lausan pappír og mynt.
Óðaverðbólga
Nær allan þennan áratug hefur
verðbólga verið mikil í Nicaragua
og hefur farið hraðvaxandi á síðustu
árum. Árið 1982 var verðbólga í
landinu liðlega 22 prósent, 1983 var
hún um 33 prósent og liðlega 50 pró-
sent árið 1984. Á árinu 1985 fór svo
að halla verulega á því verðbólga
það ár reyndist um 250 prósent. Á
síðasta ári urðu Nicaraguamenn svo
að glíma við um 657 prósent verð-
bólgu og búist er við að á þessu ári
gæti hún orðið um 1.400 prósent.
Afleiðingar þessarar verðbólgu em
að sjálfsögðu uppsprengt verðlag.
Kvöldverður á veitingahúsi getur
kostað hundmð þúsunda cordoba
sem er allt að tífalt verð samsvar-
andi málsverðar fyrir ári.
Þegar tillit er tekið til þess að
stærsti seðill, sem gefinn hefur verið
út í Nicaragua, er 1.000 cordobar að
nafhgildi fæst skýring á því hvers
vegna svo margir Nicaraguabúar
ganga með stórar töskur. Þeir þurfa
að hafa mörg seðlabúnt meðferðis í
hveija innkaupaferð.
Sem dæmi um það hversu verð-
lausir peningar Nicaragua em
orðnir má nefna tvennt. f fyrsta lagi
það að nýlega ráðlagði einn af hag-
fræðingum landsins fólki að þekja
veggi heimila sinna með peninga-
seðlum fremur en kaupa veggfóður
því það yrði ódýrara. í öðm lagi mun
svo vera orðinn skortur á mynt í
landinu því ódýrara er að búa til
pakkningar úr myntinni sjálfri en
kaupa pakkningar fyrir hana úr búð.
Efnahagslegur hernaður
Styrjöldin milli stjómarhei-s
sandinista og skæmliða kontra-
hreyfingarinnar á að sjáflsögðu
stóran hlut að því hvemig komið er
í efiiahagsmálum Nicaragua. Nær
helmingur ríkisútgjalda fer til rekst-
urs hemaðarins gegn contraskæm-
liðum, sem njóta dyggilegs stuðnings
Bandaríkjamanna, bæði hemaðar-
lega og fjárhagslega.
Kontraskæmliðar, sem ekki hafa
náð neinu af markmiðum sínum
þrátt fyrir fimm ára samfelldan hem-
að, hafa nú tekið upp nýja baráttu-
hætti. Þeir beina nú vopnum sínum
að skotmörkum sem valdið geta
efnahagslegum erfiðleikum, fremur
Seðlastaflinn á borðinu er þrjár milljónir cordoba sem er mynt Nicaragua. Þessi upphæð samsvarar um
sextán þúsund krónum íslenskum. simamynd Reuter
en þeim sem hafa beint hemaðarlegt
mikilvægi. Margir fréttaskýrendur
telja að sú stefna sé mnnin undan
rifjum Bandaríkjamanna sem telji
næsta vonlítið að koma stjórn
sandinista frá með vopnavaldi
contra einu saman. Telji Banda-
ríkjastjóm vænlegra að reyna að
skapa efhahagslegt neyðarástand,
með tilheyrandi hungmsneyð, í Nic-
aragua og nota það til að grafa
undan vinsældum stjómarinnar.
Blinda Bandaríkjamanna
Fáir aðrir en contraskæmliðar og
harðlínumenn ríkisstjómar Reagans
Bandaríkjaforseta trúa því að árang-
ur náist með þessum efnahagslega
hemaði. Sendimenn vestrænna ríkja
í Nicaragua segja að vissulega muni
aðgerðimar valda erfiðleikum og
neyð í landinu en hins vegar muni
þær ekki koma sandinistum á kné.
Telja margir þeirra að Reagan
Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn
hans séu haldnir blindu á eðli stjórn-
mála í Nicaragua. Forsetinn og
ráðgjafar hans vilji einfaldlega ekki
horfast í augu við að i stjómartíð
sandinista hefur hagur mjög margra
Nicaraguabúa batnað til muna.
Miðstétt landsins hefur að vísu
orðið illa úti vegna aðgerða stjómar-
innar en hins vegar hefur tekist að
lyfta undir þá allra snauðustu, þann-
ig að þeir lifa við töluvert betri kjör
en áður.
Þá hefur ríkisstjóm sandinista
fjölgað mjög sjálfstæðum bændum í
landinu þannig að nú er um áttatíu
prósent landbúnaðar í einkarekstri.
Auk þessa hefur svo ríkisstjóm
sandinista efnt til ýmissa ráðstafana,
svo sem niðurgreiðslu á matvælum,
sem auðvelda láglaunafólki tilver-
una. Það er þvf talið ólíklegt að
efnahagslegur hemaður Banda-
ríkjamanna og kontraskæmliða beri
þann árangur sem ætlað er, að fella
stjóm Nicaragua úr sessi og þá
væntanlega koma á ríkisstjóm sem
væri vinsamleg Bandaíkjunum.