Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Síða 13
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
13
Odýrari
gleraugu fynr
almenning
„Neytendasamtökin vilja beina
þeirri ósk til heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra að skipuð verði
nefnd til þess að rannsaka gler-
augnaverslun á Íslandi í því skyni
að finna leiðir fyrir aknenning til
þess að geta fengið ódýrari gleraugu
en nú tíðkast.
í þessu sambandi er bent á þann
möguleika að öllum versiunum verði
heimilt að seija venjuleg lestrargler-
augu. Slík verslun myndi auka
verulega samkeppni á umræddu
sviði en nú virðasttilteknir fagmenn
hafa óeðlileg tök á sölu og verð-
myndun gleraugna."
Óbreytt tómataverð
Heildsöluverð á tómötum hjá Sölu- búið var að losna við eitthvað af um-
félagi Garðyrkjumanna hafði ekki framframleiðslunni, úr80kr. íllOkr.
breyst í gærmorgun frá því sem það -A.BJ.
var 22. júní. Það hækkaði, eftir að
Munið að senda ínn
upplýsingaseðilinn fyrir
heimilisbókhald DV
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
íjötskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks______
Kostnaður í júní 1987:
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
Neytendur
Neytendasamtokin
vilja banna
óbeinar auglýsingar
Stjórn Neytendasamtakanna
samþykkti nýlega eftirfarandi
ályktun vegna auglýsinga í hljóð-
og sjónvarpi:
„í kjölfar nýrra útvarpslaga hef-
ur hljóðvarps- og sjónvarpsrásum
fjölgað um meira en helming. Sam-
keppni um auglýsingar hefur að
sama skapi harðnað. Samfara því
hefur orðið óæskileg þróun í birt-
ingu hljóðvarps- og sjónvarpsaug-
lýsinga. Þær gerast sífellt áleitnari
og skrumkenndari ásamt því að
dagskrárliðir eru slitnir sundur
með birtingu auglýsinga. Jafn-
framt hafa óbeinar auglýsingar
aukist og sífellt verður erfiðara
fyrir neytendur að átta sig á hvað
er auglýsing og hvað eðlilegar upp-
lýsingar.
Neytendasamtökin leggja
áherslu á að auglýsingar séu upp-
lýsandi og lausar við skrum. í ljósi
þróunar undanfarinna mánaða
skora Neytendasamtökin á stjórn-
völd að setja nú þegar reglur um
auglýsingar í útvarpi í þvi skyni
að vernda neytendur fyrir óeðlileg-
um truflunum á þeim dagskrárlið-
um sem þeir horfa og hlusta á.
Einnig verða óbeinar auglýsingar
bannaðar. Þessum reglum verði
einnig ætlað að stuðla að því að
auglýsingar séu upplýsandi og veiti
sanna mynd af þeim vörum og þjón-
ustu sem í boði eru.“
Verðmunurinn meiri en
allur viðskiptahallinn
Neytendasamtökin kreíjast þess
að viðskiptaráðherra skipi nú þegar
nefhd til þess að bera saman vöru-
verð til neytenda í Reykjavík og
helstu borgum í nágrannalöndum
okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá
Neytendasamtökunum. Þar segir
ennfremur:
„Verðlagsstofhun hefur ítrekað
kannað innkaupðsverð innfluttrar
vöru og komist að þeirri niðurstöðu
að íslenskir innflytjendur selja neyt-
endum mun dýrari vörur en starfs-
bræður þeirra erlendis. Innflytjend-
ur hafa jafiian mótmælt þessum
staðhæfingum Verðlagsstofnunar
með hæpnum rökum. Vöruverð til
neytenda hér er mun hærra en í
nágrannalöndunum og Neytenda-
samtökin krefjast þess af stjóm-
völdum að þegar verði kannað af
hverju það stafar. Nefrid sú, sem
Neytendasamtökin leggja til að
verði skipuð, hefji störf nú þegar og
ljúki þeim fyrir 1. nóvember næst-
komandi. Henni verði falið að kanna
verð til neytenda á helstu neysluvör-
um, heimilistækjum og öðm sem
þurfa þvkir.
Neytendasamtökin benda á að hér
er um brýnt mál að ræða og fjár-
hæðimar sem ber á milli á innkaups-
verði hingað og til Bergen em meiri
en allur viðskiptahallinn. Um svo
háar fjárhæðir er að ræða að krefi-
ast verður að ítarleg könnun fari
fram á þessum málum nú þegar.“
Það er ekki einungis i Bergen sem
almennar nevsluvörur em ódýrari
en á íslandi. Neytendasíða DV hefur
margsinnis bent á gríðarlegan mis-
mun á verði í Revkjavík og öðrum
borgum eins og Kaupmannahöfn,
Denver og New York og þykir sú
borg ekki beint vera með þeim ódýr-
ustu í heiminum.
-A.BJ.
fyrir sjónvarp og útvarp á minni báta, hjólhýsi og húsbíla loksins kom-
in. Innbyggður magnari, 15 db. Fáanleg 12 eða 24 volt. Verð kr. 10.950.
Sjónvarpsmiðstöðin h/f
Síðumúla 2 - Ath. Nýtt símanúmer 68-90-90