Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Side 15
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. 15 Omennmgarkapphlaup sjónvarpsins Þegar þetta er ritað heitir mennta- málaráðherra landsins Sverrir Hermannsson. Hann hefur tunguna á réttum stað. En margra mál er það að hann sé nokkuð orðhvatur stund- um og munu sumir halda því fram að hann mætti oftar en hann gerir tileinka sér hið gamla íslenska heil- ræði er svo hljóðar: Oft má satt kyrrt liggja. Eða hugleiða hvort réttmætar aðfinnslur og umvandanir gætu ekki komið að gangi þótt hófsamlega væru orðaðar. Ég held að mestu máli skipti að valdsmenn séu stefhu- fastir og sjálíum sér samkvæmir. En þó ég segi þetta skal ég hreinskilnis- lega viðurkenna að mér þótti vænt um tæpitungulaust tal menntamála- ráðherrans þegar prúðbúnir góð- borgarar landsins og menntafólk safnaðist saman og samgladdist ráðamönnum Ríkisútvarpsins með að vera loksins komnir undir eigið þak. Sú stund hefði mátt renna fyrr upp. Líklega heftir Vestfjarða-Sverri þótt gaman að vera í sínu virðulega sæti þessa fáu mánuði sem hann hefur verið þar. Hann hefur viljað láta gott af sér leiða og oft fundið að hógværar aðfinnslur gera lítið gagn. Stundum þarf að skerpa rödd- ina ef í manni á að heyrast. Opinber umræða er að vísu ekki lognmullu- leg á Islandi. En „Orð orð innantóm fylla storð fölskum róm,“ sagði Hannes Hafstein á sinni tíð. Veislu- gestir fá nóg af slíku. Ef einhverju á að breyta og það strax, fer oft vel á því að vekja hneykslun, jafnvel reiði. Virðing fyrir mannslífum En hvemig vill almenningur hafa útvarp og sjónvarp? Og hefur þjóðlíf okkar breyst til batnaðar hina síð- ustu mannsaldra? Sá er þetta ritar er fæddur seint á öðrum tug aldar- innar. Þegar ég átti þess kost að setjast á skólabekk með norrænum jafhöldrum í öðm landi þótti mér gaman að geta sagt frá því að þá væri um það bil aldarfjórðungur síð- an síðast var framið mannsmorð á KjaUaiiim Jón úr Vör spólum, sem fást á hverju götuhomi og hægt mun vera að skella á sjón- varpsskjá með vissum tilfæringum. Allt er þetta leyfilegt. En er þá að undra þótt þetta frjálslyndi menn- ingaryfirvalda okkar setji nokkum svip á þjóðlífið og svip sinn á dagleg- an velfamað og hamingju venjulegs fólks? Nokkurs óróleika gætir í ræð- um fyrirmanna um þessi efni annað .slagið, en ristir hann djúpt? Á meðan útvarpið, sem ég hef aldr- ei kunnað við að kalla hljóðvarp, var eitt um hituna, og sjónvarpið fjarlægur draumur, var undirritaður mikill hlustandi, var enda árum sam- an ritstjóri útvarpsblaðs. Ég hef því um efhi þess og flutningsmenn margt ritað, bæði um jafnaldra, yngri menn og öldunga, ekki síður viðurkenn- „Dagskrárstjórnir útvarps og sjónvarps eiga að láta menningar og listræn sjónar- mið - eftir því sem vit og smekkur leyfir - móta stefnu sína. Hér eiga ekki blind peningasjónarmið að íslandi. Þetta var rétt fyrir síðustu heimsstyijöld. í mínum uppvexti var borin virðing fyrir mannslífum. Auðvitað var þá eins og nú flutt efni um mannvig, það hefur alltaf verið gert á íslandi. En að helsta dægrastytting æskulýðsins og allrar þjóðarinnar séu reyfaraleg mann- dráp og morð og að þannig efni sé yfirgnæfandi í dagskrám útvarps og nýrra fjölmiðla, er nýtt fyrirbrigði sem hlýtur að setja mark sitt á dag- legt líf okkar. Morð og limlestingar eru líka að verða okkar eftirlætis skemmtiefrii. Sarna kvöldið er oft hægt að velja á milli fjögurra til fimm morðmynda í tveimur sjón- varpsstöðum okkar. Ég hef að vísu aldrei séð neitt af því sem boðið er upp á af hinum frægu kvikmynda- ráða.“ ingarorð en aðfinnslur. Nú finnst mér yfirleitt vera minna en áður um rökstudda og skynsamlega gagnrýni. Ég tók sjónvarpinu líka fagnandi, þessi systurtæki eiga sannarlega að geta verið miklir menningarsjóðir. - En reynslan er samt sú að ég hef meir en líklegt má telja gefist upp á að horfa og hlusta. Ég þykist líka alla daga hafa verið frelsisvinur, en allar góðar hugsjónir og tækni má misnota, og það, sem kann að geta átt við hjá stórþjóðum þar sem þjóna þarf smekk og kröfum milljóna, get- ur oft ekki staðist og á ekki við í fámennu landi. Þjóðfélag auglýsinganna Nú hafa auðvaldssinnar, sem villa á sér heimildir og kalla sig menn ....skal ég hreinskilnislega viðurkenna að mér þótti vænt um tæpi- tungulaust tal menntamálaráðherrans ...“ frelsisins, farið í kapphlaup við Rík- isútvarpið og ætla eins og það að lifa á auglýsingum, en telja sig óbundnari um að uppfylla menning- arkröfur. Hér eiga stjórnmálamenn- imir að grípa i taumana. Þeir eiga að sfyTkja sameignarfyrirtæki þjóð- arinnar, leyfa því að hækka afnota- gjöldin svo að þau séu ekki lægri en áskrift að dagblaði. Dagskrár- stjómir útvarps og sjónvarps eiga að láta menningar og listræn sjónar- mið - eftir þvi sem vit og smekkur þeirra leyfir - móta stefnu sína. Hér eiga ekki blind peningasjónarmið að ráða. Það nær heldur ekki nokkmri átt að Ríkisútvarpið sé i vinsældakapp- hlaupi um efhi og aðra háttu við einkastöðvar, sem ihu heilli hafa komist á flot, og sem smekklausasti hluti þjóðarinnar heimtar. Þó menntaimálaráðherrann hafi ef til vill tekið djúpt í árinni í áður- nefndri ræðu sinni hlýt ég að taka undir orð hans. Það er farið að verða furðu fátt í sjónvarpinu nú um stundir, sem ég nenni að hlusta á, annað en fréttimar. Ég vil að hemill verði settur á gæsalappafrelsi einka- framtaksins á þessu sviði. Ég tel það vera menningarhnevksli að taka stefnu nýju stöðvanna til fyrirmynd- ar. Þjóðfélagið á að gera Ríkisút- varpinu fært að láta eins og það viti ekki af neinum keppinaut. Nú mætti halda að ég með þessum orðum minum væri að kveða upp dauðadóm \'fir annarri sjónvarps- stöðinni en hefja hina til skýjanna. Slíkt væri misskilningur. Ég er að átelja það að menningarstofhun. sem samkvæmt lögum á að þjóna göfugu hlutverki. og hefur gegnt þvi. að vísu af veikum mætti. skuli leggjast svo lágt. til þess að halda lífi. að ganga í öfuga átt við þá stefnu sem henni var í upphafi mörkuð. Jón úr Vör Stærsta friðarhreyfingin Skilningur og samskipti, það er stærsta friðarhreyfingin. Þegar rætt er um friðarhreyfingar er oft átt við afmarkaða hópa sem rísa upp öðru hverju þegar þeim tekst að ná at- hygli og kalla á frið. Þetta er allt gott og blessað, en því miður fer oft púðrið úr þessum hópum innan skamms tíma, því öfgamar eru of miklar og of mikið á að gera á of skömmum tíma. Besta lukkan í þessu máli sem öðrum er sú sem er sígandi, sú lukka sem byggð er hægt upp á markvissan hátt. Sú friðarhreyfing, sem hæst ber á jörðinni í dag, er ferðamennskan. Ferðamannaþjónustan er stærsti at- vinnuvegur á jörðinni, hann veitir flestum atvinnu í einhverri mynd sinni og hann veltir mestum fjár- munum, þvi allir vilja eiga frí og eyða til þess miklum fjármunum. Þar sem flestir vinna áttatíu til níutíu prósent af árinu þá verða frítímarnir það dýrmætir að menn horfa ekki ávaht í krónurnar sem þeir eyða þá. Aukið frelsi Nú vaknar spumingin um það hvar við eyðum peningunimi. Við sem búum hér á íslandi höfum vfir- leitt eytt peningum okkar í Vestur- Evrópu eða í Norður-Ameríku. Raunir er líka sú hjá allflestimi að þetta eru aðaláfangastaðirnir og þama dagar uppi megnið af fjár- magninu og veitir mönmmi hagsæld sem við ferðamannaþjónustu starfa þar. En við megum ekki gleyma að fjár- magn okkar veitir einmitt öðrum mönniun í öðrmn löndum aukið frelsi því sá sem vinnur sér inn pen- ing þar getur svo ferðast að vild og eytt peningum í öðrum löndum þeim sem honum þvkja forvitnileg og þannig aukið skilning sinn á öðrum þjóðum og víkkað sjóndeildarhring sinn. Þetta skulum við hafa hugfast í allri friðarumræðunni að þegar þú ferðast til dæmis með flugi og bíl um Evrópu, kannaðu þá áður en þú skipuleggur ferðina hversu auðvelt er í rauninni að ferðast til nokkurra landa sem fyrir óheppni í síðari heimsstyrjöld lentu fyrir austan hið svokallaða jámtjald. Þama er ósköp venjulegt fólk með venjulegar þrár en ferðamannagjaldeyririnn leitar ekki þangað í miklum mæli og því em fólki þar settar hömlur á þrár sínar og óskir. í svelti fáfræðinnar Nokkuð er um ferðir til Búlgaríu KjáUaiinn Friðrik Brekkan blaðafulltrúi og Rúmeníu, en það er aðeins mikill minnihluti sem þangað fer af öllum ferðamannastraumnum héðan. Nú stökkva eflaust einhverjir „harðlínumenn" upp og segja að maður eigi ekki að „púkka upp á þetta lið“ fyrir „austan jámtjald". Þetta er einmitt það sem stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa óskað eftir, það er að menn snúist þannig inni í lokuðum heimatilbúnum sjóndeild- arhring og fordæmi eitthvað sem þeir vita ekki um. til þess að Sovét- menn geti haldið áfram með góðri samvisku að halda hinum svoköll- uðu ..austantjaldsþjóðum" í svelti fáfræðinnar og 'ánda þær enn fastar ríð sig. Því miður várðist þetta allt vera bvggt upp á grimmd og tregðulög- máli. en við getum öll hjálpað til við að auka skilninginn og liðka ástand- ið í hinum heftu löndum með því að ferðast þangað. Vissulega kunna margir að verða fvrir „sjokki" þegar miðað er við það lífsmynstur sem við höfum tamið okkur. en aðeins með auknum ferða- lögum og skilningi þjóða á milli tekst okkur að losa um harðlínustefnur og minnka mun á þjóðfélagskeríúm. Þú sem ferðast ert hlekkrn- í stærstu friðarhreyfingunni, hafðu það hugfast, það kostar lítið að sjá hvort hægt er að gera smálykkju á leið þína og kanna lendur sem for- dómar hafa lokað þér hingað til. Gróðinn fyrir sjálfan þig og aðra mun verða mikill, þú munt eignast nýtt sjónarhom og sterkar minning- ar því þú þorðir og að þora er ávallt fyrsta skrefið. Friðrik Asmundsson Brekkan „Þú sem ferðast ert hlekkur i stærstu friðarhreyfingunni, hafðu það hugfast, það kostar litið að sjá hvort hægt er að gera smálykkju á leið þina og kanna lendur sem fordómar hafa lokað þér hingað til.“ „Sú friðarhreyfing sem hæst ber á jörð- inni í dag er ferðamennskan. Ferða- mannaiðnaður er stærsti iðnaður á jörðinni, hann veitir flestum atvinnu í einhverri mynd og hann veltir mestum fjármunum . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.