Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Dægradvöl Það væri ekki ofsögum sagt að Vestmannaeyjabær hefði tekið um- skiptum í síðustu viku þegar hundr- uð vaskra stráka á aldrinum sjö til tíu ára frá öllum landshornum voru flutt með Herjólfi til Eyja til að taka þátt í hinu árlega Tommamóti í knattspyrnu. Tommamótið var nú haldið í fjórða skipti og fyrir því stóðu eins og áð- ur, Knattspymufélagið Týr í Vest- mannaeyjum og Tommahamborgar- ar. Hins vegar hefur mótið aldrei verið jafnfjölmennt og nú því kepp- endur vom alls 650 frá 24 félögum og var keppt bæði í A- og B-Iiðum. Það var því spilað sleitulaust allan mótstímann, frá miðvikudegi til sunnudags, í 232 leikjum að innan- hússleikjum meðtöldum. Og spenn- ingurinn var í Iiámarki þegar blaðamaður fylgdist með úrslita- leikjum í A-liðum sem fóru fram á Hásteinsvelli á sunnudeginum, því þetta er ekki aðeins stærsti við- burður ársins í lífi hina ungu keppenda heldur einnig í augum margra foreldranna sem fjölmenntu með þeim til Eyja til að hvetja þá. Enda var næstum því jafnspennandi að fylgjast með foreldrunum sem stóðu þétt í kringum völlinn á meðan leikirnir stóðu yfir, sveittir af ákaf- anum og hvatningarhrópunum sem þeir sendu óspart. „Hásar af æsingnum“ „Ég hef aldrei nokkurn tíma haft áhuga á fótbolta nema núna þegar ég fylgist með stráknum. Þetta er svo ægilega spennandi að maður gleymir sér alveg,“ sagði Dóra Jónasdóttir, Akureyringur sem fylgdist með syni sínum, Óskari Bragasyni, í A-liði KA leika í æsispennandi leik við ÍR. 1 sama streng tók Sigurveig Sigurðar- ■ ■ ■ sögðu Breiðablikspeyjar sem snæddu heimabakaðar kökur ásamt mömmum og pöbbum við eitt horn Hásteinsvallar á jmótinu. „Við fyllumst fótboltaáhuga á meðan þetta stendur yfir,“ sögðu þessar eldhressu mömmur, sumar hásar eftir i>ar fagna foreldrarnir meira en keppendurnir - á Tommamóti í Vestmannaeyjum dóttir sem var að fylgjast með sínum syni, Halldóri Sigfússyni, í sama liði. „Þetta er búið að vera áhugamál númer eitt, tvö og þrjú hjá strákun- um undanfarin ár, maður getur ekki annað en hrifist af áhuganum," sögðu Dóra og Sigurveig. Skammt frá voru Breiðabliksmæð- ur og -feður að útbýta nesti til sinna stráka. „Við erum hreinlega orðnar hásar af öllum æsingnum," sögðu þær Birna Guðmundsdóttir, Unnur Hjartardóttir, Lára Björnsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, allar dyggir aðdáendur Breiðabliks. „Þetta er líka búið að vera óskaplega gaman, stemmningin er svo mikil og skipu- lagningin alveg frábær. Okkur hefur ekki vantað á völlinn einn einasta dag á meðan þetta hefur staðið yfir og mikið er maður búinn að hrópa.“ Þær stöllur höfðu bakað og búið til nestispakka áður en lagt var upp í ferðina og gæddi hópurinn sér á nestinu þarna við völlinn. Skipulag- ið var þannig að með hverju félagi voru foreldrar fararstjórar og höfðu umsjón með sínum hópi ásamt þjálf- urum hvers liðs. Sumir fara grátandi út af Ekki má gleyma því að bak við annað eins mót og Tommamótið þarf gífurlega skipulagningu og kemur á hverju ári fjöldi manns þar við sögu. Potturinn og pannan í því frá upp- hafi, og raunar sá sem átti hugmynd- ina að þeim, er Lárus Jakobsson, sem lengi hefur setið í stjóm knatt- spyrnufélagsins Týs. „Ég var búinn gæla við hugmynd um mót á við þetta í nokkurn tíma áður en því var hrundið í framkvæmd en eftir að við vorum búnir að finna fyrirtæki til að styrkja keppnina þá varð þetta að veruleika," sagði Lárus um mótið. „Þetta var nú ekki jafn- stórt í sniðum til að byrja með, menn höfðu litla trú á þessu og við þurftum að smala hingað liðum á fyrsta mót- ið sumarið ’84. Núna hins vegar komust færri að en vildu. Mótið er það eina sinnar tegundar á landinu, enda eru peyjarnir ótrú- lega spenntir að nýta þetta stóra tækifæri og áhuginn er geysimikill. Það er líka alveg stórskemmtilegt að fylgjast með hörkunni í þeim, þetta eru leikir þar sem skoruð eru allt upp í fimmtán mörk og knatt- spyman þeirra oft dálítið líflegri en maður á að venjast hjá eldri leik- mönnum. Sumir fara grátandi út af í leikslok, aðrir neita að fara út af þegar á að skipta inn á. En þeir eru margir ansi efnilegir strákarnir og ætla sér að komast langt. Svo má ekki gleyma svipnum sem foreldrarn- ir setja á leikina. Þeir gleyma sér oft í fagnaðarlátunum þegar leikur er unninn, á meðan pollarnir taka því með hægðinni." Láms sagði að mótið hefði aldrei heppnast jafnvel og í ár, og ættu þeir sem skipulögðu mótið miklar þakkir skildar fyrir undirbúninginn sem mestmegnis hefur verið sjálf- boðavinna. „Þeireiga bjarta framtíð í fótboltanum“ Og það var spilað án afláts allan sunnudaginn. Hásteinsvelli var skipt í tvennt, þannig að tvö lið léku í einu hverju sinni. Loks kom að úrslita- leiknum í keppni A-liða og stóð hún á milli KR og ÍR. Það fór ekki fram hjá neinum hver var maður leiksins. Það var Andri Sigþórsson, 10 ára, í KR, sem bókstaflega fór eins og eld- ing um völlinn og skoraði hvert markið á fætur öðru án þess að and- stæðingarnir fengju rönd við reist. Svo fór að KR-ingar sigruðu, 6-2, og af þeim skoraði Andri fjögur mörk. „Þeir eiga bjarta framtíð í knatt- spyrnunni, þessir peyjar," sagði Birgir Guðjónsson, formaður Týs, þar sem hann fylgdist með keppninni og tilþrifin voru sannarlega mikil af liðsmönnum ekki hærri í loftinu en þetta. Fagnaðarlætin á vellinum voru líka mikil þegar strákarnir gengu út af og sigurvegurunum var hampað en innan skamms voru liðin búin að raða sér upp í fylkingar og nú skyldi stormað niður í Bama- skóla áður en verðlaunaafhending færi fram um kvöldið. „Tutfugu strákar sofna fyrr hér heldur en einn heima“ Eins og við var að búast var mikill gauragangur á stað þar sem yfir sex- hundruð kraftmiklir strákar á mesta ólátaaldri höfðu aðsetur. Þannig var líka að koma inn í Barnaskólann, strákar voru þjótandi um á öllum göngum, drekkandi úr gosflöskum og kallandi hver á eftir öðrum, sum- ir horfðu rólegir á sjónvarpið á meðan aðrir tuskuðust á inni í stof- unum, þar sem búið var að koma fyrir svefnpokum og dýnum. Mitt í öllum látunum sátu foreldrar og þjálfarar hinir rólegustu yfir kaffi- bolla og spjölluðu saman en svefn- staður þeirra á meðan mótið stóð var einnig í Barnaskólanum. „Þeir eru nú fljótir að lognast út af á kvöldin," sögðu nokkrir feður sem blaðamaður rakst á á göngun- um. „Þeir eru líka orðnir alveg örmagna þá, það er svo mikið að gerast á daginn. Við sofum með okk- ar liðum í kennslustofunum. Eigin- lega er alveg ágætis svefnfriður. Það er auðveldara að koma tuttugu strákum í svefninn hér heldur en ein- um heima.“ „Verst að þetta er búið“ Að kvöldi sunnudagsins fór verð- launaafhendingin fram og var íþróttahúsið í Vestmannaeyjum beinlínis úttroðið af krökkum, for- eldrum og þjálfurum sem biðu spenntir eftir að verðlaun yrðu veitt, því að þótt úrslit lægju ljós fyrir var Lárus Jakobsson, í stjórn Týs og sá sem átti hugmyndina að Tomma- mótunum: „Það er stórskemmtilegt að fylgjast með strákunum enda er knattspyrnan, sem þeir leika, lífleg og mörkin oft mörg.“ eftir að útnefna bestu leikmenn mótsins. Eins og við mátti búast var Andri Sigþórsson, KR-ingur, út- nefhdur leikmaður mótsins og auk þess var hann markakóngur með 33 mörk. Svo skemmtilega vildi til að stelpa var valin varnarmaður móts- ins, Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir í KA. Markvörður mótsins var valinn Helgi Áss Grétarsson og prúðustu liðin Völsungur og Víðir. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, veitti sigurliðunum verðlaun, KR í A-liðunum og lA í B-liðunum, svo og ÍR í A-liðum inni og lA í B-liðum inni. Loks fengu allir keppendur á mótinu sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna og voru menn heldur en ekki glaðir að fara heim með slíkan minjagrip. „Það er bara verst að þetta er búið, það er búið að vera svo ofsalega gaman,“ sögðu hinir ungu knattspymumenn þegar þeir gengu heim á leið að verðlaunaafhending- unni lokinni og þeir sem ekki verða orðnir of gamlir fyrir næsta mót voru harðákveðnir í að hittast á sama tíma að ári. Þeir voru ekki háir í loftinu, kepp- endurnir á Tommamótinu, en út- haldið var stundum ótrúlegt. Hér sjást tveir knáir berjast um knöttinn i æsispennandi leik KA og Vals. Vestmannaeyjabær iðaði allur af fjöri á meðan Tommamótið stóð yfir. „Við erum bestiri" sungu þessir Þróttarar hástöfum á leið sinni í gegnum bæinn. Texti: Björg Thorarensen Myndir: Ömar Garðarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.